Morgunblaðið - 03.09.1966, Side 8
8
MORCU N BLAÐIÐ
Laugardagur 3. sept. 1966
Frá einu móti æskulýðsnefndarinnar.
Æskulýðsstorfsemi í
Tónlistarfélag stofnað
STARFSEM3 aeskulýðsnefnda
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
hefur verið umfangsmikil í sum
ar. Hefur nefndin annast fjöl-
breytta starfsemi fyrir æskufólk
í héraðinu og ungt fólk, sem
hér hefur dvalið frá öðrum stöð
um af landinu.
Starfsemj ungra hestamanna.
í fyrra var stofnað í vegum
aeskulýðsnefndarinnar sérstös
deild ungra hestamanna. Stofn-
endur urðu strax allmargir, en
íleiri hafa bætzt í hópinn í sum-
ar. í júlímánuði efndi hesta-
mannadeildin til hópreiðar um
Borgarfjörð. Var farið frá
Svignaskarði og riðinn fremur
fáfarinn vegur upp með Gljúf-
urá um Tandrasel og þaðan yfir
hálsinn áð Hreðavatni. Frá
Hreðavatni var svo farið yfir
Norðurá hjá Glitstöðum og yfir
Grjótháls. Gist var við I>ver-
árrétt. Næsta dag var svo far-
ið sem leið liggur um Kláffoss,
og endaði ferðin við Hvítárvelli
Fararstjóri var formaður
hestamannadeildarinnar, Gísii
Jónsson frá Skeljabrekku. í
ferðinni tóku þátt milli 30 og
40 ungmenni og höfðu þau um
70 hesta. Þótti skemmtilegt að
sjá þennan hóp glaðrar æsku
með hesta sína. Þessi starfsemi
æskulýðsnefndarinnar miðar að
því áð auka fjöltoreytni í starf-
inu og að skapa viðfangsefai
við sem flestra hæfL
Æskulýðsmótið við Grábrók.
Dagana 13. og 14. ágúst var
haldið æskulýðsmót við Grá-
brók í Borgarfirði. Var það
haldið að tilhlutan Æskulýðs-
nefndar Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu, í samvinnu við Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur, Æskulýðs-
ráð Kópavogs, Æskulýðsrað
Garðahrepps og Stjörnuklútob-
inn, sem er æskulýðsfélag iðn-
aðarmanna í Hafnarfirði. Æsku-
lýðsnefnd Dalasýslu tók einnig
myndarlegan þátt í þessu móci.
Kom glögglega í ljós, hve miklu
samstillt átak getur áorkað.
Heiður himinn og heillandi
náttúrufegurð heilsaði unga
fólkinu frá hinum ýmsu byggð-
arlögum, þegar það tók að
•treyma að í stórhópum síðdeg-
is á laugardag. Tjaldibúðirnar
voru reistar hver af annari, en
svæðinu hafði veri'ð skipt nið-
ur þannig að hvert byggðarlag
hafði sinn ákveðna reit. Kom
fljótlega í ljós, að það þótti
sómi hvers byggðarlags að hafa
sína tjaldbúð sem skipulegasta.
Brátf hljómaði glaðvær leíkur
lífsglaðs æskufólks milli hlíða
og fjalla.
Dagskráin hófst svo með því
að æskulýðsfulltrúi Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, Arnar Finn-
bogason, kennari, setti móti'ð og
bauð gesti velkomna. Svo hófst
kvöldvaka: Leikhús Æskunnar
sýndi nokkra skemmtiþætti og
Jón Gunnlaugsson skemmti.
Dansleikur var um kvöldið, og
léku þar tvær unglingahljóm-
sveitir, Tíglar frá Borgarnesi og
Tacton frá Kópavogi. Upp úr
miðnætti var að lokum flugelda
sýning í hinum sérstæða sprengi
gíg, Rauðbrók.
Það voru ánægðir og ef til
vill svolítið þreyttir unglingar,
sem gengu til hvílu þetta kvöld
í tjöldúm sínum á Brekkueyrum
við Grábrók.
Á sunnudag fór fram óform-
leg keppni í knattspyrnu pilta
og handbolta bæði pilta og
stúlkna. Var valið í liðin á
istaðnum og gekk það bæði
ifljótt og vel. Ennfremur var
•keppt í boðhlaupi og víðavangs
•hlaupi við mjög gó'ða þátttöku.
Borgorfirði
Vár áhugi svo mikill fyrir
•íþróttakeppni, að menn gáfu sér
•vart tíma til matarhlés. Eftir
•hádegið fóru fram kappreiðar
og hestasýning. Voru það ungir
hestamenn í hestamannadeild
•æskulýðsnefndarinnar, sem sáu
um þær. Fyrst voru sýndir tveir
gæðingar og sýndur ýmiskonar
gangur hestsins og hann út-
•skýrður. Því næst var keppt í
■150 m. stökki. Keppt var í 5
■riðlum. Til úrslita kepptu Til-
toeri, knapi Guðrún Fjeldsted,
Ferjukoti, og Glófaxi, knapi Þor
valdur Jónsson, Skeljabrekku.
Undir lok mótsins flutti Ás-
geir Pétursson, formaður Æsku-
lýðsnefndar Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, ávarp. Ræddi hann
um æskulýðsstarfsemi, skipulag
hennar og framtíðaráform. Hann
þakkaði öllum þeim, sem stutt
höfðu að því að þetta mót tókst
svo farsællega. Einkum færði
hann þessum mönnum þakkir
fyrir veitta liðveizlu: Sigurjóni
Hilaríussyni, Kópavogi, Aðal-
steini Sigurðssyni, Hafnarfirði,
Reyni Karlssyni, Reykjavík, Vil
hjálmi Einarssyni, Reykholti og
Leopold Jóhannessyni, Hreða-
vatnsskála svo og landeigend-
um þeim feðgum Þorsteini Þórð
arsyni og Þórði Ólafssyni, bænd-
um að Brekku í Norðurárdai.
Ennfremur hjálparsveit skáta,
sem jafnframt annaðist eftirlit á
mótinu, í samráði við lögregi-
una í Borgarfirði. Fjölda margir
aðrir höfðu stutt að þessu móti
og var þeim einnig þakkað,
þ. á. m. leikhúsi æskunnar úr
Reykjavík.
Æskulýðsskemmtanir.
Venju samkvæmt hefur æskj
lýðsnefndin haldið skemmtanir
í sumar fyrir æskufólk á aldr-
inum frá fermingu til tvítugs.
Þær hafa verið haldnar í Braut-
artungu í Lundareykjadal, Brún
í Bæjarsveit og Hlöðum á Hval-
fjarðarströnd. Er eftir að halda
eina slíka skemmtun. Verður
hún haldin í september, senni-
lega í nýja félagsheimilinu að
Arnarstapa á Mýrum.
Tónlistarstarfsemi.
Á s. 1. ári var fyrir forgöngu
æskulýðs- og menningarmála-
nefndarinnar stofnað Tónlistar-
félag Borgarfjarðar. Var for-
maður þess kjörinn Friðjón
Sveinbjörnsson, sparisjóðsstjóri í
Borgarnesi.
í athugun er að stofnaður
verði tónlistarskóli á vegum hins
nýstofnaða félags.
Tækninámskeið.
í fyrra var haldið fyrsta
tækninámskeið æskulýðsnefnd-
arinnar. Var þá bændum og
bændasonum og öðrum ungum
mönnum kennt viðhald meðferð
og öryggisgæzla dráttarvéla.
Var þátttaka mikil, og þótti
námskeiðið bera góðan árang-
ur. ''
Nú er I ráði að halda annað
tsekninámskeið. Er stefnt að því
að þar verði kennt um þau atr-
iði, er varða orkukerfi (toenzín
og olíu) og rafmagnskerfi land-
búnaðarbifreiða. f fyrstu var
ráðgert að halda þa’ð í ágústlok,
en vegna þess hversu sláttur var
seint á ferðinni eru líkur á því
að námskeiðinu verði frestað
fram yfir réttir og sláturtíð.
Hyggjast stofna
blðndaðan kór
í Kópavogi
NOKKRIR menn í Kópavogi
hafa myndað með sér félags-
skap og ætla að stofna Samkór
Kópavogs og ætla þeir að hefja
æfingar strax og nægileg þátt-
taka fæst.
Félagarnir eru þeir Skapti
Ólafsson, Jan Moraveg, Valur
Fannar og Garðar Sigfússon.
Skapti kom að máli við blaðið
í gær og sagði að engin slík
starfsemi hefði verið í Kópa-
vogi til þessa, en Kópavogur er
eins og kunnugt er einn af
stærstu kaupstöðum landsins.
Kvaðst hann vonast til að hug-
mynd þessi mæltist vel meðal
Kópavogsbúa, svo að unnt yrði
að hefja æfingar sem fyrst og
sagði hann það markmið þeirra
félaga að halda hljómleika að
vori. Þátttökutilkynningar til-
kynnist í síma 41739 og 40767.
Moskvu, 29. ágúst. AP.
UHRO Kekbonen, forseti Finn-
lands, er um þessar mundir í
orlofsheimsókn • Sovétrikjunum.
Á laugardag kom hann til borg-
arinnar Astrakhan við Kaspía-
haf, ásamt forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, Alexei Kosygin, þar
voru þeir fyrir Leonid Brezhnev,
aðalritari kommúnistaflokksins
og Nikolai Podgorny, forseti.
Þeir Kosygin og Kekknen höfðu
áður verið við hvíld og veiðar
í Sochi við Svartahafið.
Gjöf tU
Slysuvarna
„Frú Sigrún Konráðsdóttir,
Bárugötu 34, hefur í dag afhent
Slysavarnafélagi Islands
10.000.00 kr. sem minningargjöf
um mann sinn Eyjólf Eðvalds-
son, loftskeytamann er fórst
með Goðafossi hinn 10. nóv,
1944 Eyjólfur var fæddur 1.
sept. 1896 og hefði því orðið
70 ára í dag.“
( Frá Slysavarnafélaginu).
IMafn þriðja flug
mannsins í
Eyjafjallajökli
LÍKIN þrjú af bandarísku flug
mönnunum, sem fundust í Eyja-
fjallajökli 21. ágúst sl. hafa nú
þekkzt og ættingjum til-
kynnt um þau. í gær birtust 1
blaðinu nöfn tveggja flugmann-
anna, sem fórust 1952, en þriðji
maðurinn er Lt. John Patrick
Conlon. Móðir hans bjó síðast
þegar vitað var í Albany í New
York. .
Gólfkfæðning frá DLW
er heimskunn gæðavara.
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLÍSAR
GÓLFTEPPI
við allra hæfi.
Munið
merkið
er trygging yðar fyrir beztu
fáanlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG
Kristján Hannesson kennir ventlastillingu á Vélanámskeið-
inu 1965.
Blacka Decken
HD 1285 7” Vinkilskífa. Byggð fyrir mikla og
erfiða notkun. Sérstaklega fyrir jnrnsmíða- og
bifreiðaverkstæði. — Snýst 5200 snúninga á mín-
útu og er aðeins 6,3 kg. að þyngd. — Þægilegt að
koma henni að hornum vegna færanlegs hand-
fangs. — Allar legur eru kúlulegur.
B. Þ0RSTEINSS8NIJOHNSON H.I.
Ármúla 1 - Grjótagötu 7
Simi 2 - 42 - 50