Morgunblaðið - 03.09.1966, Side 10
10
MOHGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. sept. 1966
UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆDISMANNA
Héraðsmót í Vestmanna-
eyjum og á Hellu
ÞAB var ekki flugveður til Vestmannaeyjar á föstudaginn var, en það kvöld var haldið héraðsmót
Sjálfstæðismanna í samkomuhúsinu Höll. Hópurinn úr Reykjavík, sem fór þangað til að skemmta og
haida ræöur, varð þvi að fara sjóleiðina. Það var þungur sjór, og velktir menn sem stigu á land i
Eyjum þrem stundarfjórðungum áður en skemmtunin átti að hefjast. Sumir voru sjóveikir og lítt til
þess færir að skemmta fólkinu, sem þegar var farið að þyrpast til Hallarinnar. En allt fór betur en á-
horfðist i fyrstu. Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarn ason komu mönnum í gott skap með sínum ágætu
Bkemmtiatriðum, hljómsveit Magnúsar Ingimundarsonar aðstoðaði þá, lék á milli atriða og svo fyrir
dansi á eftir. Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, hélt aðairæðu kvöldsins, en auk hans töluðu Guð-
laugur Gíslason, alþingismaður, og Guðmundur Karlsson, vtrksmiðjustj. Jóhann Friðfinnsson, kaup-
maður, setti mótið og kynnti þá sem fram komu. Að lokinni dagskrá kvöldsins var stiginn dans ál
2:15 eftir miðnætti, og mátti sjá bæði unga og gamla á dansgólfinu að skemmta sér.
Arnar Sigurðsson er búinn að
vinna hjá Flugfélagi íslands í
Vestmannaeyjum undanfarin
fjögur ár. Arnar er ættaður frá
Sandi á Snæfellsnesi, en fluttist
til Vestmannaeyja fyrir þrettán
árum. Hann er kvæntur Helenu
Gu'ðmundsdóttur, sem er Vest-
mannaeyingur í húð og hár. Arn
ar er 1 stjórn félags ungra Sjálf-
stæðismanna í Eyjum, en það fé-
lag hefur á undanförnum árum
beitt sér fyrir ýmsum framfara-
málum Vestmannaeyinga og unn
ið að auknu menningar- og við-
skiptalífi Eyjaskeggja. í stjórn
félagsins sitja nú: Guðmundur
Karlsson, formaður, Arnar Sig-
mundsson, varaformaður, Arn-
ar Sigurðsson, Sigurgeir Sigur-
jónsson, Steingrímur Arnar og
Gunnlaugur Axelsson.
Arnar Sigurðsson
Arnar er mikill áhugamaður
mm samgöngumál Eyjabúa, og
því snerum við okkur til hans
með nokkrar spurningar um þau
málefni.
— Hafa samgöngur í lofti til
Vestmannaeyja ekki batnað á síð
ustu árum?
— Jú, það má segja að þær
séu komnar í sæmilegt horf nú,
einkum með tilkomu Fokkei-
véla Flugfélagsins, en þær halda
uppi reglulegum ferðum milli
Eyja og lands, tveim ferðum á
fimmtudögum og þriðjudögum,
en þrem ferðum daglega aðra
daga vikunnar. Þó er varla hægt
að segja að flugsamgöngur við
land séu eins góðar og fólk hér
vildi helzt hafa þær.
— Hverju er ábótavant?
— Ja, fyrst og fremst þarf að
lengja norður-suður-brautina,
svo Fokkervélarnar geti lent þar
þegar ekki er hægt að lenda á
eðalbrautinni fyrir vindafstöðu.
Nú þyrfti og að malbika aðal-
brautina alla. f vor var byrjað
að malbika þá braut, og er nú
foúið að malbika 100 metra á sitt
Ihvorum enda a'ðalbrautarinnar
*neð malbikunarvélum bæjarin3.
Enn liggur þó ekki fyrir áætlun
ura hvenær því verki verður
lokið. Aðalbrautin er 1200 metr-
ar á lengd, en þverbrautin að-
eins 700 metrar.
— Hvernig er með flugvallar-
byggingar við völlinn? Er ekxi
nauðsynlegt að stærri og betri
byggingar verði reistar í náinni
framtíð?
— Jú, við þurfum að fá til-
heyrandj byggingar reistar á
vellinum, svo að skilyrði við
lengingu og afgreiðslu bæði far-
þega og annars flutnings geti
orði'ð eins góð og á mörgum stóð
um út um landið, t.d. á Akureyri
og á Egilsstöðum. Núverandi
bygging við flugvöllinn er af-
burða léleg og gegnir ekki nærri
því hlutverki sem á hana er
lagt.
Annars, þó margt sé ennþá 4-
bótavant í flugmálum okkar, þá
hafa samgöngur í lofti milli
Eyja og lands stórlega aukizt á
síðustu árum. Til dæmis má
nefna að í ágústmánuði hafa
flugvélar Flugfélagsins flutt hátt
á sjötta þúsund manns til og frá
Vestmannaeyjum.
— Eru samgöngur á sjó full-
nægjandi þörf Eyjaskeggja?
— Varla er hægt að segja það.
Herjólfur kemur hér frá Þor-
lákshöfn annan hvern dag, allt-
af hlaðinn varningi og fólki.
Hglfsmánaðarlega fer skipið til
Hornafjarðar, og kemur þá ekki
til Eyja í fjóra daga. Þannig, ef
ekki er flugveður, erum við
samgöngulausir í fjóra daga og
höfum litla möguleika til þess
að komast í land. Okkur finnst
vera þörf á stærra skipi, sem
gæti jafnvel komið hér daglega,
og sem gæti flutt fleiri bíla en
nú er hægt áð flytja milli lands
og Eyja. Ástandið hérna er
þannig, að menn þurfa að panta
langt fram í tímann til þess að
geta flutt bifreiðir sínar til lands
og til baka í Eyjarnar. Bilaeign
Vestmannaeyinga er nú að nálg-
ast 600, og vilja margir fara með
bifreiðir sínar með sér til lands
í sumarfríum eða í öðrum ferð-
um. Það er þá heldur slæmt að
geta ekki treyst á öruggan flutn-
ing fram og til baka.
Að lokum vildi ég segja það, að
við ungir Sjálfstæðismenn í
Vestmannaeyjum vinnum að
bættum samgöngum við heima-
landið, bæði á sjó og í lofti, og
munum ekki linna fyrr en sam-
göngumál er komin í það horf
sem bezt getur orðið. Einkum
lítum við með tilhlökkun til þess
dags, þegar Eyjaskeggjar geta
flutt bifreiðir sínar til lands án
mikilla tafa og vafsturs og kom-
ið með þær jafnvel til baka sam-
dægurs.
Magnús Magnússon, trésmíða-
meistari, meðeigandi í trésmíða-
verkstæðinu Smið, er Vestmanna
eyingur langt fram í ættir. Faðir
hans var Magnús Guðmundsson
frá Vesturhúsum, þekktur Eyja-
skeggi, sem sat lengi í bæjar-
stjórn og sýslunefnd fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Magnús eldri
var sjómáður lengstum um sína
daga, þar á meðal fengsæll skip-
þau dönsuðú nýju dansana af
miklum krafti innan um fólk,
sem hoppaði „The jug“, the
frug" eða hvað það heitir. <Samt,
á milli dansa, tókst mér að króa
Magnús af og rabba stuttlega
við hann. Hann sagði mér fyrst
sögu frá fortíðinni:
— Ég man eftir manni, Magn-
úsi Eiríkssyni frá Eystri-Vestur-
húsum hér í Eyjum. Um alda-
mótin fór hann tvisvar til Amer-
íku, eins og sumir gerðu þá, en
kom þó aftur til Eyja. Við strák-
arnir töluðum oft við hann, enda
hann sigldur til framandi landa
og fróður um marga hluti. Hann
sagði okkur frá Ameríku og dá-
semdinni sem þar biði hvers sem
hafa vildi. Alltaf bætti hann við:
Þið eigið að fara til Ameríku,
strákar. Það getur aldrei orðið
maður úr ykkur hérna á hjara
veraldar. Hérna eru engin tæki-
færi sem foíða vaxandi manna.
alla okkar afkomu á sjónum
svo það er ekki nema von að
við höfum alltaf haft mikinn
áhuga á þessum málum. Þá feng
um við dýpkunarskip árið 1930,
og var það kallað Vestmannaey,
og vann hér lengi að bættum
hafnarskilyrðum.
— Hvert var viðhorf þitt til
framtíðarinnar, Magnús?
— Ég vil segja að ég lít björt-
um augum á framtíðina. Hagur
manna hér í Eyjum er mjög
góður og unga fólkið virðist una
sér vel hérna. — I Skip-
hellum, þar sem bátar voru
byggðir í eina tíð, má enn sjá
unga stráka og stúlkur sprang-
andi utan í berginu (Vestmanna
eyingar kalla bjargsig sprang;
íslenzk-íslenzka orðabókin kall-
ar sprang: að sveifla sér í vaði
í slútandi fuglabjargi). Hér
fara menn enn mikið á fugla-
Rabbað við Eyjabúa
Magnús Magnússon
stjóri í rúm fjörutíu ár. Magnus
Magnússon hefur sjálfur jafnan
tekið þátt í félagsmálum, og hef-
ur m.a. setið lengi í fulltrúaráði
Sjálfstæðisflokksins í Eyjum.
Hann er kvæntur Kristínu Ás-
mundsdóttur, ættaðri frá Seyðis-
firði. Þó Magnús sé orðinn sex-
tugur, vílaði hann ekki fyrir sér
að fá sér snúning með konunm;
Það sem hann sagði, sýnir velveiðar, enda mergð af lunda
hve litla trú menn höfðu á land- hér, bæði fullfleygum, kofum og
inu í fyrri daga. Þeir ættu að
vera á lífi núna og sjá allar fram
farirnar sem hafa átt sér stað í
Eyjum. Þeir ættu að komast að
raun um þá grósku sem hér er í
athafnalífi manna, og fá að kynn
ast öllum þeim ungum Eyja-
mönnum, sem hér lifa og starfa
og sjá fram á glæsilega framtíð
í skjóli einstaklingsframtaks og
sífellt fleiri tækifæra til mennt-
unar og starfa.
Þegar ég var fermdur árið
1919 voru björgunarmál á byrj-
unarstigi hér í Eyjum. Það ár
gáfu margir unglingar, þar á
meðal ég, allar fermingargjaf-
irnar okkar til þess að unnt
yrði að kaupa björgunarskip.
Það var að vísu ekki mikið sem
hver okkar gat gefið í þá daga,
en margt smátt gerir eitt stórt,
og ári seinna, 1920, fengum við
okkar fyrsta björgunarskip, Þór.
Það skip var eitt af þeim fyrstu
sem til íslands kom í þeim til-
gangi einum að sinna björgun-
ar og landhelgismálum. Það var
mikill léttir okkur Eyjamönn-
um að fá slík skip. Ég man
eftir því að oft, þegar feður okk-
ar voru að koma að landi, þreytt
ir og lúnir eftir erfiðan dag á
sjó, voru þeir beðnir að fara
út aftur og leita að eða aðstoða
nauðstadda báta.
Með komu Þórs má segja að
við Vestmannaeyingar hafi orð
ið brautryðjendur í landhelgis-
gæzlu og björgunarinálum á ís-
landi. Náttúrlega byggjum við
pysjum, sem danglast um göt-
urnar í bænum og húka við
margra dyr þegar þeir koma út
á morgnana. Athafnalíf bæjar-
ins er í blóma.
— Já, og að lokum, segir
Magnús, og iðar við tilhugsun-
ina að komast aftur á dans-
gólfið, — þú mátt segja sð
skemmtunin hafi tekizt með af-
brigðum vel. Og ekki er dansinn
verri.
Og þar með er Magnús Magn-
ússon horfinn í fjörið.
Morguninn eftir hittum við á
Náttúrugripasafni Vestmanna-
eyja Friðrik Jesson, sem hefur
veitt því safni forstöðu frá því
það var sett á laggirnar fyrir
tveimur árum að tilstuðlan
margra góðra Vestmannaeyinga,
þar á meðal Guðlaugs Gísla-
sonar Alþingismanns. Friðrik
hefur unnið einn við safnið og
stækkun þess, og er furðulegt
að sjá hve miklu hann hefur
áorkað. Hann hefur komið á
laggirnar eina sjódýrasafni, sem
til er á íslandi. Þar að aukj hef-
ur hann stoppað og stillt upp um
170 fuglum. f fiskasafninu eru
nú um 18-20 tegundir fiska, og
vinnur Friðrik stöðugt að því
að stækka safnið. í safninu eru
nú alls um 4-500 tegundir fiska,
fugla og plantna.
— Hafðir þú kynnt þér
meðferð lifandi fjska áður en
þú tókst við forstöðu safnsins?
— Já, áður en safnið var opn-
að, fór ég á vegum bæjarins til
Eina sjddýrasafnið á Islandi
Friðrik jessen við einu sýningarglugga safnsins.