Morgunblaðið - 03.09.1966, Síða 12

Morgunblaðið - 03.09.1966, Síða 12
12 MORCU N B LAÐIÐ LauganJafeur 3. sept. 1966 Erlendur Jónsson: Rætt og ritað SUMRIHALLAR SUMRI hallar. Húmið teygir skuggafingur sína fram eftir kvöldunum og kastar íblárri heklu sinni yfir hánóttina. Næt ur verða svalar og stjörnubjart- ar í heiðríku veðri; og tunglið speglar ásjónu sína í lygnum hyljum. Laufið verður rautt og gult; lyngbrekkur íklæðast sínu marglitasta. Ferðamönnúm á vegunum fækkar. Og holunum og hvörfunum á akvegunum fækkar að sama skapi. En í borginni fjölgar á ný. Haustið færist nær. Og einhvers staðar langt fram undan grillir í vetrarmyrkur og skammdegi. Þá er gott að hafa notað sum- arið vel; að hafa safnað dálitlum forða ljóss til að lýsa sér á löng- um skammdegiskvöldum. Margir hafa nú, sem betur fer, tíma og ráð á að búa sig þannig undir veturinn. Allmargir hafa skákað sér út fyrir landsteinana; heimsótt Grænland, Norðurlönd, Suður- Evrópu eða ennþá fjarlægari hluta heimsins. En aðrir, og þeir munu vera öllu fleiri, leggja land undir fót hér heima. Ég segi: leggja land undir fót. | Rétt mun þó vera að viðhafa þess konar orðtök með varúð, því fæstir — ef nokkrir — fara nú fótgangandi um landið. Jafn- vel þeir útlendingar, sem leggja af stað gangandi út úr borginni berandi poka á baki, eru fyrr en varir setztir inn í bíl einhvers góðhjartaðs ökumanns, sem tel- ur sig náttúrlega vera að leggja fram örlítinn skerf til íslenzkrar landkynningar með því að flytja framandi gesti — ókeypis; því gjald tjóir ekki að nefna. Islendingar aka um landið á eigin bílum; ferðast í hópum, einkum ef leiðin liggur um tor- færur óbyggðanna; og enn aðrir teygja gæðinga sína um slétta harðbala. Ferðafélag íslands efndi til ferðar um Hornstrandir. Farar- stjórinn Einar Þ. Guðjohnsen, gerði lesendur Morgunblaðsins að þátttakendum í þeirri ferð með ágætri ferðasögu ásamt lýs- ing á leið þeirri, sem farin var. Þegar ég las grein hans, kom mér í hug, að lítt mundi nú eima eftir af því aldagamla viðhor+i: að líta á öræfin sem hálfluktan og fjarlægan heim ævintýrs cg þjóðsögu. Ekki er liðinn lengri tími en hundrað ár, síðan lærðir mtsim héldu því fram á prenti — í fyllstu alvöru — að byggðir úti- legumanna leyndust á hálendi landsins. Og einhvern vegrnn þótti mörgum notalegt að Irua því. Upp úr síðustu aldamótum mun útilegumannatrúin hafa hjaðnað að mestu leyti. En skugginn af henni — eða cig- um við heldur að segja ljóminn af henni — varaði öllu lengur. Miðhálendi landsins var þjoð- sagnasvið í vitund alþýóa manna. Og það viðhorf l>reyttist ekki, fyrr en almenningur tók að ferðast um óbyggðirnar. Nú er hins vegar svo komið, að um þær slóðir, þar sem mena stigu ekki fæti sínum árum eóa jafnvel öldum saman, fer nú stöðugur straumur ferðamanna gumar hvert. Nöfn eins og Sprengisandur og Vonarskarð höfðu ekki yfir sór hversdagslegt yfirbragð áður fyrr, að ekki sé meira sagr Nú blöskrar engum, þó nuudruð manna leggi leið sína þar um. Nafn Kjalvegar vakti sæ’u- blandinn hroll. Þar má nú kalla að liggi fjölfarinn þjóðvegur. Eyvindur og Halla voru um skeið á Hveravöllum. Nú er, auk skála Ferðafélagsins, risið þar snoturt og þægilegt íbúðar- hús, aðsetur veðurathugunar- manna, aðeins fáeina merra ftá hinu löngu fallna byrgi Eyvirid- ar og Höllu. Það er — með öðr- um orðum — álitamál, hv-jrt Hveravellir geta lengur til o- byggða talizt. Eyvindarkofi hefur áreiðan- lega ekki átt marga sína líka í segja um þær. Kannski eru þær nú eini og síðasti partur iandsins sem enn er vafinn nokkru n ljóma sakir fjarlægðar frá fjöl- býli og strjálla mannaferCa. Þangað verður ekki komizt á ai- þýðlegasta farartækinu: bílnuri. Til að ferðast þar um verður að leggja land undir fót — í bókst.af legum skilningi. Byggð er bar víða eydd sakir breyttra búskap arhátta og annarra þjóðféiagii- legra ástæðna. Áður kvað hafa þótt frjálslégt að búa á Ströndum, einkum r:eð an harðneskjuleg yfirvöld rýndu hvað grennst eftir misferiutn breyskra þegna. — Man ég ekki rétt, að Jón Hreggviðssori lilypi norður þangað til að koma sér undan öxinni — á hollerzka duggu? Strandamenn kvað haia verið búhöldar góðir. Stundum var híbýlum þeirra svo lýst, að þeir byggju í harð- viðarbaðstofum, og þótti r;k- mannlegt. Nú standa þar auð hús, og fugl og fiskur ieikur þar lausum hala um vatn og Joft sem í árdaga. Einar Þ. Guðjohnsen stakk uyp á því, að Hornstrandir yrðu gerð ar að þjóðgarði, meðan þær standa óbyggðar. Sú tillaga er athyglisvei-ð. Og spyrja má, hvort ekki sé h.egt að tilnefna fleiri svæði í sama skyni. Fyrir þrjátíu árum mátti ferð- garðar ákjósanlegur vet.tvangur fyrir náttúruvernd. Og nátlúru- vernd verður því brýnm, þvi meira sem telcið er af lancbnu til beinna nytja. Girðingar bænda eru til þess gerðar að inniloka nautpening og ásauði. En girðingar þjóðgarðanna eiga á sama hátt að útiloka nautpen- ing og ásauði. Þar skal ganga fólk, en ekki fé. Slíkur aðskiln- aður mun verða báðum fyrir beztu: kvikfé og fólki. Hafi þjóðgarðar ekki verið bráðnauðsynlegar stofnanir hing- að til, þá eiga þeir áreiðanlega eftir að verða það. En slík svæði verða náttúrlega að vera undir gæzlu, eins og tíðk- azt hefur t.d. á Þingvöllum. Að öðrum kosti yrðu þau hvorki vett vangur náttúruverndar né á- kjósanlegir hvíldarstaðir fyrir þá, sem leita tilbreytingar og unaðar í fögru og óspilltu um hverfi. — ★ — Löngum hefur verið á ferða- menn deilt fyrir slælega og jafn- vel sóðalega umgengni. Þó flest- ir ferðamenn gangi hreinlega frá gististöðum á víðavangi, er á- deilan réttmæt, því allt of marg- ir auglýsa hirðuleysi sitt. Að sjálfsögðu ber mest á hirðuleys- inu, þar sem flestir gista, og kem ur það því harðast niður á eftir- sóttustu stöðunum, sem eru í möi’gum tilfellum fegurstu blett- ir hvers héraðs. Skjólsælir harð- veröldinni á sinni tíð. En nýja húsið er eins og ný hús tíðfcas: um allar jarðir, sömu þægmd- um búið. Þannig leggur nýi tim- inn undir sig land það, sem úti- legumenn byggðu forðum. — ★ — Brátt eru liðin fjörutíu ár, síðan stofnað var Ferðafélag ís- lands. Það hafði forgöngu í cr- æfaferðum. Nokkrir áhugamenn innan þess félags hófu að ferð- ast um hálendið og rudrl i þar brautina, bæði eiginlega og ó- eiginlega talað. Ferðir þeirra kvað oft hafa verið ævmtýra- legar. Og þær töldust t íl við- burða, undantekninga. En nú eru hálendis og oræfa ferðirnar orðnar regla. Það eru ekki lengur áhugamenn einlr, sem ferðast um þær slóðir. All- ur almenningur leggur þangað leið sína, ungir og gamiir, sæiir og vesælir, og svo framveg's. Það telst ekki einu sinni til vtð- burða, þó skundað sé upp á Vatnajökul. Sú var þó tíðm. aö það kostaði nokkra fyrirhöfn að komast — þó ekki væri lengra en inn í Þórsmörk. En nú þyKir sumum nóg um strauminn þnr. Og ég get þess til, að þeir Reyk- víkingar, sem nú eru á goðum aldri og ekki hafa komið til Þórsmerkur, séu drjúgum færri en hinir, sem þar hafa gist, jafn vel oftar en einu sinni. En Hornstrandir — hvað skal Frá Hveravöllum. ast um landið allt, eins og það væri einn þjóðgarður. Girðing- ar sáust vart meðfram vegum, nema túngirðingar. Óviöa var amazt við, að ber værii tind í brekkum. Auðvelt reyndist að fá leyfi til að veiða í ám og vötnum, og kostaði ekki alltaf mikið. Og í óbyggðum töldu menn sig hafa heimild til að fara öllu sínu fram, þar :neó tal- ið að veiða eins og þá lysti, þar sem þess var kostur. Nú er af, sem áður var. Lax- veiði er orðin íþrótt fyr:r ríi.a menn. Og engum dettur i hug að renna fyrir silungsbröndu, nema leyfi sé áður tryggt, jafnvel þó í reginóbyggðum sé. Fólk, sem ferðast um landið með viðleguútbúnað, ekur tugi kílómetra í leit að tjaldstæð:. Svo víða standa nú girðrigar meðfram vegum landsins. Og ekki þýðir að gera sér í hugar- lund, að innan þeirra sé .einskis manns land.‘ Það er náttúrlega gleðilegt tím anna tákn, að landið skuli vera svo mjög nytjað. En ferðamenn þarfnast líka nokkurs lands til sinna nota. Og að því hlýtur að reka, hér sem annars staðar, að einnig þeirra þarfir og ósl'.ir verði nokkurs metnar. Þjóðgarðar eru til margra nytja. í fyrsta lagi eru þeir nauð- synlegur vettvangur fyrir borg- arbúa, sem þarfnast sambands við náttúruna í fögru og róleg’i umhverfi. í öðru lagi eru þjoö- balahvammar eru gerðir að rusla tunnum, að ekki sé talað um margan silfurtæran lækinn, sem hlotið hefur þá útreið að líta út eins og opin sorprenna i mið- aldaborg, svo sem þeim ec á bókum lýst. Stundum snýst kæruleysið í einhvers konar öfugsnúna viJIi- mennsku — lítt skiljanlega skemmdarstarfsemi — sem ó- sviknum villimönnum mundi lík- lega aldrei koma til hugar að fremja. Ég tiltek dæmi frá Hveravöil- um á Kili, af því svo vill til, ég hef alloft átt þar leið á sið- ast liðnum áratug. í skála Férðafélagsins, sem þar stendur, hefur lengi verið geyiód nokkurs konar „veiðistöng“, sem er þannig gerð, að með henni má fiska smásteina og drasl upp úr hverunum. Stöngin hefur olt komið í góðar þarfir. Þarna hagar svo til, að gnót er óvíða rétt við hverinu. Og ekki veltur það ofan í þá af sjálfu sér. Þar af leiðir, að ein- hverjir hljóta að bera það a<5 og beinlínis varpa því í hvenna. En hverjir gera það? Og hvaða hvöt liggur til þess, að mónuu'n hugkvæmist slíkt og þvíiikt? Vera má, að til séu menn svo illa innrættir, að þeim sé efst i huga að skemma og spilla. Hilt fer þó ekki milli mála, að ýms- ir, sem leika bennan leik, bæði íslendingar og útlendingar, lá’i stjórnast af fávizku. Og fávizk- an er ef til vill afsakanleg á þessum stað, því þarna á svæð- inu er hvergi að finna aðvorun til þeirra, sem dettur í hug að gera þetta. Þess konar aðvör.’n var að minnsta kosti ekki sýni- leg, þegar ég var þarna síðast á ferð. Slíkt sinnuleysi í náttúruvernd armálum er bæði furðulegt jg óafsakanlegt. Stæði það ekki næst Nátturu- verndarráði að láta koma þorna fyrir áletruðu skilti, þar se’n fólk væri að minnsta kosti beð- ið að spilla ekki því, sem tí> ot{- inn allsherjar hefur svo fagur- lega mótað og málað, vegfarend- um sjálfum til augnayndis? Einhver gárungi fræddi mig á því, þegar mál þetta barst í tsj, að Náttúruverndarráð rnundi ekki hafa til ráðstöfunar svo mikla peninga, að það hefði ráð á að láta smíða og festa upp svona lagað skilti. En kannski hefur gárunginn sagt það af gamni sínu. Menn segja svo margt af gamni sínu á þessura síðustu og verstu tímum. En svo mikið er víst, að fá’-r fiskimenn hafa aflað svo vel á stöng sína sem þeir Ferðafé.'ags- menn á sína „veiðistöng" á Hveravöllum, og mun húu sjáií- sagt koma í góðar þarfir enn ura sinn. — ★ — Sumri hallar. Þetta sumar hefur verið til- tölulega bjart og hlýtt i höfuð- borginni sem og þeim landshlut- um, sem næst henni liggja. Fram undan eru lidustdsgar. „Bróðum fjölgar í bænum ', ein3 og skáldið Tómas kvað. Þegar skammdegið nálgast, munu ferðamenn sumarsins eiga sinn forða ljóss og yls til að orna sér við. Og í vetur mun margur ferða- maður bregða upp á tjald eöa vegg þeim myndum, sem teknar voru í sólhita bjartra s’umardaga. Og þá verður á ný glaðzt af sólskininu — glaðzt af því sol- skini, sem einu sinni var. Erlendur Jónsscn. ■Jf- ¥ i * ^ v ÞjORSARDALUR opplýsingar^ síma 22300 VIÐ Ó£> INSTORG S Í M I 2 0 4 9 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.