Morgunblaðið - 03.09.1966, Page 17

Morgunblaðið - 03.09.1966, Page 17
Laugardaaiir 3. sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Elín Gíslndóttir Minningarorð f. 13. nóv. 1900. d. 24. ágúst 1966. Stundum ber það við á lífs- leiðinni, að við kynnumst fólki sem er svo sérstætt hvað snert- ir persónuleika, að við munum svipmót þess, viðbrögð og tii- svör þótt við séum fjarri því langdvölum. Þessi minning hel i ur áfram a'ð lifa löngu eftir að iþað er horfið okkur og varir á meðan dagur endist. Ein af þessu fólki var frú Elín Gísladóttir Hólmgarði 10 i Heykjavík. Útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 31. ágúst s. 1. Elín fæddist í Holti á Kjalar- nesi þann 30. nóvember árið 1900. Foreldrar hennar voru hjónin María Þorvarðardóttir prests, Jónssonar, síðast á Prests bakka á Síðu, og Gísli Halldórs son sem síðar varð byggingar- meistari í Reykjavík. Árið 1905 fluttu foreldrar Elínar til Reykjavíkur með börn sín. Þir gekk Elín í barnaskóla en síð- ar fór hún í kvöldskóla. Eftir það stundaði hún nám í teikm- skóla Stefáns Eiríkssonar. Þar lagði hún aðallega stund á blý- ants- og svartkrítarmyndir. Hún mun hafa þótt efnilegur nem- andi, því Stefán hvatti hana til að halda áfram námi, en úr því varð ekki. Seinna lærði hún fatasaum og varð klæðskera- meistari. Foreldrar Elínar hljó.a að hafa verið betur efnum búri- ir en almennt gerðist því að í þá daga var ekki lagt kapp a að mennta stúlkur frá fátækum heimilum sem ekki var von. Hinn 14. maí 1921 gekk Elin að eiga Jón Guðnason trésmíða meistara. Varla hefði hún getað kosið sér betri lífsförunaut því hann er orðlagt valmenni. Jón er sonur Guðna Þorbergssonar og Margrétar Jónsdóttur sem lengi voru gestgjafar á Kolvio- arhóli. Hann veitir nú forstöðu glerverkstæði Egils Vilhjálms- sonar h. f. Börn þeirra Jóns og Elínar eru Aðalheiður gift Haraiui Sæmundssyni fulltrúa og Gísli rafveitustjóri í Hafnarfirði kvæntur Margréti Guðnadóttar frá Kirkjulækjarkoti i Fljóts- hlíð. Þá hafa þau hjónin auic sinna barna alið upp Elínu Alice dótturdóttur sína, og verið henni eins og beztu foreldrar. Hun dvelst nú í Englandi. Þegar Elín Gísladóttir var tveggja ára fékk hún heiftuga barnaveiki og bjó að því alla tíð. Það gengur kraftaverki næst hve miklu hún hefur komið í verk á ævinni þrátt fyrir van- heilsu þá sem hún átti við að stríða. Mörg ár eru nú liðin siðan hún tók þann sjúkdóm sem lagði hana að velli. Hún lézt í Lands- spítalanum þ. 24. ágúst s. 1. Þar með lauk langri sjúkrasögu sem enginn þekkti til hlítar nema hún ein. Mikil huggun hlýtur það að vera manni hennar og börnum hve vel þau hlúðu að henni í veikindunum. Eljn var um marga hluti af- bragð annarra kvenna. Ég held að ég hafi aldrei þekkt konu sem var betur verki fann. Það mátti einu gilda hvort það var flík eða útsaumur, allt virtist leika í höndunum á henni. Heim ilisgjald og öll umgengni báru vott um smekkvísi og snyrti- mennsku. Þegar hún var fra vinum vegna lasleika, notaði hún allar stundir til bókalesturs enda kunni hún skil á mörgu, bæði mönnum og málefnum. Ég held að öllum sem kynntust henni hafi þótt vænt um hana og mikið var alltaf gaman að rabba við hana. Skyldi þó eng- inn halda að hún hafi alltaf verið á sama máli og síðasci ræðumaður. Hún hikaði ekki við að segja álit sitt á hlutunum, og fólk sem fór með rætni eða hailaði réttu máli, þoldi hún ekki. Stundum átti hún það til að missa móð- inn og láta hugfallast. En bæri eitthvað válegt að höndum, kall aði lífið og skyldan á hana. Þá var hún allra manna hugrökk- ust. Elín var einn af stofnendum Kvenfélags Bústaðasóknar og lengi ritari í stjórn þess. Öll störf hennar þar voru unnin af kostgæfni og alúð. FundarbÓK félagsins ber þess glögg merki. Þá vann hún um skeið í ferm- ingarkyrtlanefnd félagsins, og á erfiðustu árum þess stóð hún fyrir saumanámskeíði sem hald ið var einn veturinn. Þar gat hún svo að segja alla vinnu sina. Kvenfélag Bústaðasóknar þakkar henni vel unnin störf i þágu þess. Við sem sátum með henni í stjórn og vorum í sauma klúbbnum forðum, þökkum ánægjustundirnar sem við átt>- um á heimili hennar og kveðj- um hana með þakklæti og virð- ingu. Af systkinum Elinar eru þessi á lifi: Valgerður, sem er alsyst- ir hennar, en hálfsystkinin eru Lilja Ólafsdóttir, Jóhann og Skapti Ólafssynir. Þau eru börn Maríu og fyrri manns hennar. Um leið og ég lýk við þessar línur minar. sendi ég Jóni Guðnasyni, börnum hans og öllu skylduliði innilegar sam- úðarkveðjur. Auður Matthiasdóttir. >( auglýsing borgar sig bezt. í útbreiddasta blaðlnu Voikswagen 1965 og ’66. MÁTSTEINN MÁISIEINNINN MÆ.LIR MEÐ SÉR SJÁI.FIIR! — Sterkur — traustur — öruggur. — Sparið timburkaup —— tíma —■ £é og fyrtrhöfn og hlaðið húsið strax úr MÁTSTEININUM úr Seyðishólarauðamölinni. Þér fáið MÁTSTEININN ásamt flestu öðru bvggingarefni með hagkvæmum greiðsluskilmálum. Skoðið sýningarbás 371 á Iðnsýning-unni! JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT 121 — SlMI 10600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.