Morgunblaðið - 07.09.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.09.1966, Qupperneq 1
32 síður 53. árgangur 203. tbl. — Miðvikudagur 7. september 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Chen Yi utanríkisráðherra Kína: Viðræður við USA um Vietnam ekki útilokaðar Lik dr. Verwoerds forsætisráSh erra Suður-Afríku er borið á börum frá þinghúsbyggingunni i Cape Town í gær, eftir að hann hafði verið stunginn til bana i upphafi þingfundar. Hendrik Verwoerd myrtur í gær Morðið ótti sér stoð í npphoii fundor í þingi Suður-Aíríku í Cupe Town Cape Town, 6. september NTB—AP. Dr. Hendrik Verwoerd, iorsætisráðherra Suður-Afríku og upphafsmaður aðskilnaðarstefnu landsins, Apartheid- stefnunnar svonefndu var myrtur í þingi landsins í Cape Town af hvítum manni síðdegis í dag. Forsætisráðherrann, sem var 05 ára að aldri, lézt skömmu eftir að einn af þingsveinum þingsins hafði gengið að stjórnarbekknum og stungið ráðherrann með hnif þrisvar í hnakkann og brjóstið. Morðið átti sér stað samtímis því, að bjöllu var hringt til merkis um að morgunfundur skyldi byrja í þinginu. Á meðan blóðið gus- aðist úr sárum hins deyjandi manns, köstuðu nokkrir þingmanna sér yfir morðingjann og vörpuðu honum á gólfið, en seinna ók lögreglan á brott með hann. Verwoerd hafði við árásina fallið strax í gólfið. Fjórir læknar, sem sæti eiga á þinginu, hlupu þegar í stað til hans honum til hjálpar og einn þeirra reyndi að nota munn við munn aðferðina. Stuttu síðar var hinn hvíthærði forsætisráðherra borinn á sjúkra- börum út í sjúkrabíl. Þremur stundarfjórðungum síðar stóð forseti neðri deildar þings- Ins, Ben Schoeman, sem einnig er samgöngumálaráðherra, úr sæti sinu og tjáði það álit sitt, að forsætisráðherrann myndi ekki vera lengur á lífi. Stuttu síðar kom opinber staðfesting á því, að Verwoerd væri látinn. Hann hefði verið dáinn, þegar við komuna til sjúkrahússins. Einu sinni áður hefur verið gerð tilraun til þess að myrða Verwoerd. Árið 1960 reýndi efnaður bóndi, Davitt Patt, sem fæddur var á Bretlandi, að myrða Verwoerd, og skaut hann í hnakkann og andlitið með skammbyssu, er þeir voru staddir á alþjóðlegri vörusýn- ingu í Jóhannesarborg. Ver- woerd náði sér hins vegar aftur og Patt var settur á geðveikra- hæli, eftir að hæstiréttur lands- ins hafði kveðið upp dóm þess efnis að hann væri geðveikur. Þingfréttaritari blaðsins „Die Vaderland" upplýsti í kvöld, að morðinginn hefði kvartað yfir því, að Verwoerd hefði gert of mikið fyrir hörundslitað fólk, en ekki nógu mikið fyrir hina hvítu. Ástæðan fyrir morðinu enn ekki ljós. Fjármálaráðherra landsins, Ebeom Donges hefur tekið við störfum forsætisráðherra um stundarsakir. í yfirlýsingu, sem hann gaf til þjóðarinnar, hét hann á fólk að sýna stillingu. Hann sagði, að ástæðan fyrir morðinu væri enn ekki ljós. 'Hann fullvissaði, að lögreglan myndi ekkert láta ógert til þess að komast til botns í þessu rag- mennskulega ódæði eins og hann Dr. Hendrik Verwoerd komst að orði. Suður-Afríka hefði misst einlægan og ötulan leiðtoga, sem staðið hefði við stjórnvölinn í átta ár, og sem hefði haft getu til þess að gera áætlanir og notfæra sér reynsl- una varðandi hinar augljósu framfarir á nærri því öllum Framh. á bls. 2 Tokíó, 6. september, NTB. CHEN YI, utanríkisráðherra kínverska alþýöulýðveldsins á að hafa sagt við japanska þing- menn í dag, að Kína vísaði ekki á bug afdráttarlaust þeirri hug- mynd að ræða Vietnamdeiluna við Bandaríkin. Voru þingmenn- irnir í heimsókn í Feking. Jafn- framt endurtók Chen Yi það sjónarmið Kína, að ekki yrði unnt að finna neina lausn á deilunni, fyrr en allar banda- rískar hersveitir væru á brott frá Suður-Vietnam. Fréttamaður japönsku frétta- stofunnar Kyodo fékk þessar upplýsingar frá þriggja tíma samtali, sem nefnd þingmanna frá Frjálslynda lýðræðisflokkn- um í Japan átti við utanríkisráð herrann. Formaður nefndarinn- ar var Zentaro Kosaka fyrrum utanríkisráðherra Japans. Samkvæmt frásögn frönsku fréttastofunnar AFP hefur yfir- lýsing Chen Yi, að Kína gæti fallizt á viðræður um Vietnam, vakið mikla eftirtekt stjórnmála manna í París. Þar er bent á, að Chen Yi sé kunnur að því, að vera í fyrirsvari fyrir athafna- samari arminn í stjórnmálum í Kína. Það var hann, sem á sín- um tíma skoraði á Bandarikin að ráðast á Kína og lýsti því yfir um leið, að þá myndu Bandaríkjamenn bíða ósigur. Fyrrverandi fréttaritari AFP í Peking, heldur því fram, að tilgangurinn með yfirlýsingum Chen Yi sé greinilega sá, að ryðja brautina fyrir samninga- viðræðum við Bandaríkin, ekki bara um Vietnam, heldur einnig stöðu Kína í Asíu og heiminum yfirleitt. Fréttaritarinn bendir Framhald á bls. 31. Tekur U Thant endurkjöri ? New York, 6. september, NTB. SAMKVÆMT heimild innan Sam einuðu þjóðanna, sem venjulega er talin áreiðanleg, var því hald- ið fram í dag, að V Thant myndi sennilega fallast á að gegna stöðu sinni áfram sem fram- kvæmdastjóri samtakanna næstu tvö ár svo framarlega sem ör- yggisráðið færi þess á leit við hann og enginn annar byði sig fram til starfsins. Framkvæmdastjórinn neitaði að tjá hug sinn, er hann var spurður í dag af blaðamönnum um hvort ákvörðun hans um að fara úr stöðu sinni 3. nóv. nk., þegar kjörtímabili hans lýkur, væri óafturkallanleg. U Thant kom í dag úr fimm daga ferðalagi, sem hann fór 1, strax og hann hafði gefið yfir- lýsingu sína um, að hann myndi ekki taka við kjöri annað kjör- tímabil. Samkvæmt heimild, sem vera -mun í nánum tengslum við fram- kvæmdastjórann, segir, að yfir- lýsing hans hafi verið vandlega sett fram, þannig að þar væri ekki útilokaður sá kostur, »ð hann myndi svara jákvætt til- mælum um að halda áfram. Þá segir í frétt frá Indlandi, að frú Indira Gandhi forsætisráð- herra Indlands hafi sent afar eindregna persónulega áskorun til U Thant þess efnis, að hann tæki aftur endurkjöri. Wilson krefst meiri tíma í Rhodesíudeilunni Segir efnahagsrefsiaðgerðirnar senn ná tilætluðum árangri — Hafnar waldbeitingu London, 6. september — NTB BREZKI forsætisráðherrann, Harold Wilson skoraði í dag á þá afríska leiðtoga, sem gagn- rýndu stefnu hans í Rhodesiu- málinu, að veita þeim efnahags- ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið gegn stjórn Ian Smiths, meiri tíma til þess að hafa þau áhrif, sem þeim er ætlað. Hins vegar hafnaði hann algjörlega þeirri leið að knésetja Rhodesiu stjórn með valdi. Wilson gerði grein fyrir deil- unni við Rhodesiu á fyrsta fundi forsætisráðherra samveldisland- anna, er hann var haldinn í dag. Hófust umræður um Rhodesimál ið stuttu eftir, að fulltrúarnir á ráðstefnunni höfðu fengið fréttina um morðið á Verwoerd forsætisráðherra Suður-Afríku. Til stuðnings stefnu sinni lagði Wilson fram nýja útreikn- inga um áhrifin af hinum efna- hagslegu refsiaðgerðum gagn- vart Rhodesiu. Sagði hann, að Vá hluti tóbaksræktenda landsins yrðu neyddir til þess að taka upp annað starf, áður en árið væri liðið. Þá væru tvær aðrar mikilvægar framleiðslugreinar landsins svo sem sykurræktin í alvarlegum erfiðleikum. Wilson tók til máls, eftir að Malaysia hafði borið fram þau tilmæli við Zambiu og Sierra Leone að sýna þolinmæði Þessi lönd höfðu hótað því að segja sig úr samveldinu vegna Rhod- esiu. Leiðtogar Afríkuríkja innan samveldisins hugðust halda sér stakan fund í kvöld, þar sem fjallað yrði nákvæmlega um ræðu Wilsons, og síðan koma sér saman um, hvernig setja ætti fram gagntillögur fyrir morg Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.