Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Dr. Bjarni Benediktsson forsætis ráðherra og frú Sigríður Björns-
dóttir viS komuna til Reykjavíkur í fyrrinótt. Ljósm. Sv. Þorm.
Ræddi við forióðamenn flluswiss
Ríkisútvarpið tapaði
sjónvarpsmálinu
í Vestmannaeyjum
Dr. Bjarni Benediktsson for-
sætisráðherra og kona hans, frú
Sigríður Björnsdóttir, komu til
landsins í fyrrakvöld úr stuttri
utanlandsferð. Morgunblaðið
náði snöggvast tali af forsætis-
ráðherra og sagði hann að aðal-
erindi sitt til útianda hefði verið
að ræða við forráðamenn Alu-
swiss í Svisslandi. Hefðu það ver
ið gagnlegar og ánægjulegar við
ræður, þar sem fjallað var um
málefni fyrirtækisins og vænt-
anlega starfrækslu álverksmiðju
hér á landi. Skoðaði forsætis-
ráðherra jafnframt þrjár af
verksmiðjum fyrirtækisins.
Dr. Bjarni Benediktsson gat
þess, að hann hefði átt viðræð-
ur við forseta Sviss og hefðu
þær verið mjög vinsamlegar.
Á heimleiðinni komu forsæt-
isráðherrahjónin við í Svíþjóð,
en þar sótti dr. Bjami Bene-
diktsson norræna lögfræðinga-
ráðstefnu, sem hann kvað hafa
verið hina fróðlegustu.
Húsin í
Engey
brennd
!í GÆRKVÖLDI tóku borgar-
búar eftir því að mikill eldur
var úti í Engey, en sumir
héldu hann uppi á Kjalarnesi.
IHringdi fólk til blaðsins til að
spyrja um hvar eldur væri
laus, ennfremur var hringt
ofan úr Mosfellssveit.
Við athugun blaðsins kom í
ljós að verið var að brenna
gömlu húsin í Engey og stóð
Kristinn Sigurjónsson bygg-
ingarmeistari fyrir aðgerðum
þar úti. Ekki alls fyrir löngu
gekkst klúbbur einn hér í
Reykjavík fyrir því að húsin
væru máluð. Hinsvegar hefir
umgengni fólks, sem farið
hefir út í eyjuna, verið svo
slæm, að ekki var talin ástæða
til að láta húsin standa leng-
ur, enda voru þau að hruni
komin. Var því ákveðið að
brenna þau.
Sjálfstæðisfél.
Rangæinga
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
félags Rangæinga verður hald-
inn á Hellu næstkomandi laug-
ardag, 10. september, kl. 2 e.h.
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra mætir á fundinum.
Stjórnin.
Vestmannaeyjum, 6. sept.
SVO SEM kunnugt er af frétt
um höfðaði Ríkisútvarpið mál
gegn Félagi sjónvarpsáhuga-
manna í Vestmannaeyjum þar
sem Ríkisútvarpið krefst þess
að endurvarpsloftnet cða magn-
ari, sem félagið hafði komið
upp á Stóra-Klifi í Vestmanna-
eyjum til þess að taka á móti
sjónvarpssendingum frá Kefla-
víkursjónvarpinu verði tekið úr
notkun. Byggði Ríkisútvarpið
sína lögbannsbeiðni á lögum um
útvarp frá 1034. Lögfræðingur
félags sjónvarpsáhugamanna í
V estmannaey j um taldi hins
vegar að þetta heyrði ekki undir
Ríkisútvarpið, sem slíkt, þar sem
umrædd lög fjalla ekkert um
sjónvarp Málflutningur fór fram
í þessu máli sl. föstudag.
Nú í dag hefir dómari í þessu
máli, Jón Óskarsson fulltrúi bæj
I GÆR settu dönsku kvik-
myndatökumennirnir frá ASA
arfógetans í Vestmannaeyjum,
fellt svohljóðandi úrskurð:
„Hin umbeðna lögbannsgerð
skal ekki fara fram.“
Ennfremur var Ríkisútvarpinu
gert að greiða félagi sjónvarps-
áhugamanna kr. 4000,00 í máls-
kostnað. Úrskurðurinn er fyrst
og fremst byggður á því að Rík-
isútvarpið eigi ekki aðild að
þessu máli, heldur póst- og síma
málastjórnin.
Á morgun verður felldur úr-
skurður um hvort veita skuli
frest í málinu varðandi brott-
flutning tækja Félags sjónvarps
áhugamanna af Stóra-Klifi, en
lögmaður félagsins véfengir rétt
pósts og síma til landsins og fer
fram á frest til að afla gagna
því til sönnunar.
Ríkisútvarpið hefur áfrýjað
málinu til Hæstaréttar.
film bankatryggingu fyrir öll-
um skuldakröfum, og var lög-
hald á tæki þeirra því fellt nið-
Settu bankatryggingj
fyrir skuldakröfunum
Eldur í brezkum togara í stórsjú út af Eyjum
Togarinn HVaí dró hann til hafnar
ELDUR KOM upp í vélarrúmi
brezka togarans Robert Hewett
Lo 65 kl. 6 á mánudag sl. þar
sem hann var staddur 62 mílur
SA af Vestmannaeyjum. Stór-
viðri var á þessum slóðum er
kviknaði í skipinu, en skipsmenn
höfðu slökkt eldinn áður en tog-
arinn Maí kom til aðstoðar 3
tímum síðar. Rak þá togarinn
stjórnlaus undan veðri og var
auk þess ljóslaus.
Blaðið hafði í gærdag sam-
band við Halldór Halldórsson
skipstjóra á togaranum Maí, og
kvaðst hann hafa heyrt hjálpar
kall brezka togarans kl. 11 á
mánudagskvöld, en þá var Maí
staddur skammt undan Vest-
mannaeyjum. Fór Maí þegar á
vettvang og var kominn að tog-
aranum kl. 2 um nóttina, en þá
rak hann um 40 sjómílur undan
Dyrhólaey. Maí skaut dráttar-
taug um borð í brezka togarann
og náðu skipsmenn hans í taug-
ina í annarri tilraun. Hélt Maí
síðan með togarann áleiðis til
Vestmannaeyja og slitnaði drátt
artaugin einu sinni á leiðinni.
Komu togararir báðir til Vest-
Stórárekstur á Miklu-
braut í gær
Iðnþing hefst
á morgun
28. Iðnþing íslendinga verður
sett á morgun á Hótel Sögu kl.
11 f.h. Viðstaddur setningu þings
ins verður m.a. Jóhann^Hafstein,
iðnaðarmálaráðherra. — Þingið
munu sitja um 100 fulltrúar af
öllu landinu.
Helztu mái, sem rædd verða á
þinginu, eru lánamál iðnaðarins,
iðnfræðsla og tæknimenntun og
tryggingarmál iðnaðarins.
Iðnþingsfundirnir munu fara
fram í sarukomusal Iðnskólans í
Reykjavík. Búizt er við að þing
inu verði lokið síðdegis á laug-
ardag.
GEYSILEGA harður árekst-
ur varð um tvö leytið í gær-
dag á gatnamótum Lönguhlíð-
ar og Miklubrautar. Þar rákust
saman tvær vörubifreiðir með
þeim afleiðingum að flytja varð
annan ökumanninn í Slysavarð-
stofuna. Báðar bifreiðarnar stór
skemmdust auk þess sem götu-
viti og Ijósastaur brotnuðu nið-
ur.
Að því er lögreglan tjáði Mbl.
í gær varð áreksturinn með eft-
irfarandi hætti: Önnur vörubif-
reiðin beið á Lönguhlíðinni
sunnan Miklubrautar eftir
grænu ljósi og var bifreið við
hliðina á henni á hinni akgrein-
inni. í því bar að sjúkrabif-
reið með sírenu á, og taldi öku-
maður vörubifreiðarinnar að
henni lægi mikið á. Tók hann
því það ráð að aka út að gatna-
mótum til þess að greiða götu
sj úkrabif reiðarinnar.
í því bar þar að aðra vöru-
bifreið, sem ók austur Miklu-
brautina gegnt grænu ljósi, og
skipti engum togum að bifreið-
Framhald á bls. 31
mannaeyja kl. 18 í gær.
Fréttaritari Mbl. í Vestmanna
eyjum átti samtal við skipstjóra
brezka togarans, Harry Ferrar,
og skýrði hann svo frá, að eld-
urinn hefði komið upp í raf-
magnstöflu er togarinn fékk á
sig brotsjó. Skipsmenn hefðu
slökkt eldinn von bráðar, en þá
var togarinn orðinn ljóslaus og
stjórnlaus um leið. Ferrar róm-
aði björgunarstarf áhafnarinnar
á Maí og gott skipulag við björg
unina. Viðgerð á togaranum fer
fram í Eyjum, en hann er að
sögn Ferrars skipstjóra lítt
skemmdur. Slys urðu engin á
mönnum við þetta óhapp.
V wi u. 1V1 UIUI licd .
ðCJU A.UIIJ l
fram hjá borgarfógeta í gær
tvennu lagi. 1 fyrsta lagi kröfui
frá 9 mönnum að upphæð 30í
þús. kr. og var sett trygginf
fyrir þeim, og að auki fyrii
vöxtum og innheimtugjaldi. ;
annan stað voru kröfur að upp
hæð 122 þús. kr. og var einnij
sett trygging fyrir þeim.
Fór kvikmyndaflokkurinn ai
svo búnu með tæki sín og vél
ar.
Engin síldvetði
ENGIN síldveiði var í gær oj
lágu síldarskipin ýmist í vari eða
í höfnum. M.a. var mikill floti
inni á Seyðisfirði. Þar var súld
og dumbungur í gærdag.
Bílarnir eftir áreksturinn á Miklubraut í gær. (Ljósm.: Sv. Þ.)