Morgunblaðið - 11.09.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 11.09.1966, Síða 3
Sunnudagur 11. sepl. Í9W MORCUNBLAÐIÐ 3 Við sem fylgzt höfum með hinni opinberu heimsókn norsku forsætisráðherrahjón- anna veittum því athygli, er ljósmyndir voru framkallaðar eftir fyrsta daginn, að frúin var nær hvergi í fremstu röð. Hún hafði á svo látlausan og hæglátan hátt orðið eftir við að skoða og spyrja, að það vakti ekki sérstaka athygli. En glaðlegt viðmót hennar og vak andi áhugi gerir þægilegt að vera í návist hennar. Er frú Magnhild Borten varð með nokkuð skyndilegum hætti for sætisráðherrafrú landsins í fyrrahaust, hafði norskt blað það eftir henni, að hún hefði gert það upp við sig strax að ekki þýddi fyrir sig að fara að leika hlutverk forsætisráð- herrafrúar. Hún yrði aðeins að halda áfram að vera hún sjálf, það yrði svo að fara sem vildi um hvernig því Sr. Jón Aubuns, dómprófastur: „Löngu fyrir dögun“ 11. sept. EITT guðspjalla þessa dags seg- ir fróðlega sögu og fagra: Heitum starfsdegi er að ljúka. Kveld er komið, sól er setzt og þreyttum meistara er þörf hvíldar. En þá verður ys fyrir utan hús þeirra bræðra, Simon- ar Péturs og Andrésar, og þröng mikil, því að þangað er búið að færa sjúka menn, svo að þeir nái fundi Jesú. En í húsi bræðranna er hann staddur. Nei, þeir verða að bíða — segja lærisveinarnir — meistar- inn verður að njóta næturhvíld- ar eftir þennan erfiða dag. Öllu má ofbjóða, einnig þreki hans. En orðalaust gengur Jesús út úr húsinu. Hinstu geislar kveld- sólarinnar slá roða á hóp hinna þjáðu, sjúku. Löngu eftir sól- arfall gengur Jesús enn á meðal þeirra. „Og hann læknaði marga“, segir Markús samstarfs maður Péturs, en fyrir dyrum hans hafði þessi atburður orðið. Þegar sjúka fólkið er loks far- ið, er komin nótt. Frú Magnliild Borten Ég er fyrst og fremst húsmóðir En með höflum er þettu nohkuð öðruvísi líf Viðtal við frú IVIagnliild Borten, forsætisráðherrafrú IMoregs mynda þetta fjall, Þyril. sérkennilega — Það er fagurt hér, segir frúin af hrifmngu. Og við tefjum hana ekki lengur. — E. Pá. yrði tekið. Hún ætti ekki ann- arra kosta völ. Og þannig er framkoma hennar, látlaus og hýrleg, og örugg eins og hún sé heima á búi sínu. Okkur langaði til að vita ofurlítið meira um frú Magn- hild Borten sjálfa og tækifær- ið gafst á siglingu upp í Hval- fjörð með varðskipinu Óðni á föstudag. Frúin kvaðst vera frá Þrændalögum, úr sveit sem ætti sér gamla sögu, Medal- huset eða Melhus, eins og það heitir nú. Þaðan eru kunnar persónur úr sögunni, Ásbjörn frá Medalhuset og Einar Þambaskelfir. Þetta er 3 míl- ur fyrir sunnan Þrándheim eða Niðarós, en því nafni hefði bærinn átt að halda, segir frú Magnhild. — Það virðist í rauninni ekki svo langt síðan saga þjóða okkar var ein, segir frúin. Og mér finnst ég hitta á íslandi alveg sama fólkið og heima í Noregi. Frú Magnhild sagði, að þau hjónin væru nýflutt til Osló. Þar bjuggu þau að vísu í 8 ár, þegar maður hennar var þingmaður. En þegar börnin fóru að ganga í barnaskóla, þá fluttu þau aftur heim í Syðri Þrændalög. í sveitinni eru barnaskólarnir smærri, allir þekkjast og börnin verða meiri einstaklingar í skólan- um, ekki bara númer. Áður höfðu Bortenshjónin búið búi sínu í Flá í Þrænda- lögum, en nú síðast ráku þau ekki bú þar. Við spurðurh hvort ekki hefðu orðið mikil viðbrigði og breyting á lífi hennar við stöðuskiptin: — Ég er nú fyrst og fremst húsmóðir. En með köflum er þetta talsvert öðruvísi líf, svar frú Borten. Það eru ávallt tvær hliðar á hverjum pen- ingi. Stöðu forsætisráðherra- frúar fylgir oft að koma mik- ið opinberlega fram og það er skemmtilegt. Nú fæ ég að kynnast fólki, sem ég hafði áður aðeins heyrt um .Og einn af kostunum við stöð- una er t.d. sá að ég fékk þessa ferð til íslands, sem mig hefur alltaf langað til að koma til. Frú Borten hafði brugðið sér á sjóferðinni í ákaflega skemmtilegan jakka með norskum handsaumi. — Já, þetta er mynstur úr heima- héraði mínu, segir hún. Syst- ir mín hefur saumað í hann. Hún hefur sett upp vinnu- •stofu, og hefur fólk sem saum- ar í og teiknar mynstur. Sjálf hafði ég gaman af slíkri handa vinnu, en hefi nú orðið alltof lítinn tíma til þess. Ég hnýtti líka teppi og ég sá á Bessa- stöðum svipað teppi, gert af forsetafrúnni. Eins hefi ég haft gaman af að syngja, við sungum öll systkinin sex í kórum. Það var mikið sung- ið heima á æskuheimili mínu og elzta systirin lék undir. — Svo þér eruð alin upp í stórri fjölskyldu. Eigið þér sjálf mörg börn? — Þrjú. Þau eru öll á skóla aldri 8 ára, 14 ára og 15 ára. Ég var svo heppin að systir mín, sém er við hjúkrun, kom í sumarleyfinu sínu, til að vera hjá börnunum meðan ég fór til íslands, svo ég get verið alveg róleg um þau og heimilið, segir frú Broten. Nú er verið að sigla inn að hvalstöðinni og allir að Morguninn rís, og þegar lærl- sveinarnir vakna, er meistarinn fyrir löngu risinn úr rekkju. Þeir leita hans og finna hann á óbyggðum stað, þar sem hann er að biðjast fyrir. Næturhvíld hans hafði orðið <* stutt eftir erfiðan dag, því að „árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út og fór á óbyggðan stað og baðst þar fyrir“, — segir guðspjallið. Nútímasálfræðingur segir: „Ég gæti nefnt þess mýmörg dæmi, að s kölluð hvíldarlækn- ing varð engin lækning, og vegna þess að það var ekki lík- aminn heldur hugurinn, sem var sjúkur og þreyttur. Aðgerðar- leysi er mjög sjaldan lækning við þreytu, og þó segja læknar þrásinnis við fólk sem finnst það vera að yfirbugast: „Þér verðið að taka yður algera hvíld“. En aðgerðaleysi er ekki læknisdómur þreyttum huga. v Víkjum aftur að guðspjallinu. Eftir erfiðan starfsdag nægði Jesús örstutt r.æturhvíld. Og meðan vinir hans sváfu enn, reis hann á fætur „löngu fyrir dög- un“ jós orku til nýrra starfa af lindum einverubænar. Þá var hann reiðubúinn til mikilla af- kasta á nýjum degi. Auðvitað hafði hann verið þreyttur, þegar komið var fram á nótt og síðasti sjúklingurinn var farinn af fundi hans. Ut- streymið sem sagt er að frá hon- um hafi gengið til hinna sjúku, dró frá honum orku. En á bænarstundinni hlóðst hann orku á ný. Ekki með því að hvíl- ast í athafnaleysi, heldur með því að byggja upp hug sinn og næra hann af blessun guðssam- félagsins, bænarinnar. Líkama hans virðist hafa nægt örstutt hvíld, ef sál hans náði sambandi við uppsprettuna í Guði. Sú uppspretta er öllum opin, í sameiginlegn guðsþjónustu safnaðarins, eða á einverustund- um þinum með Guði. Merkur samtíðarmaður segir um þetta: „í bænina áttu að sækja huga þínum heilbrigði og líkama þín- um um leið. Öruggasti læknis- dómurinn við ofþreytu, jafn- vægisleysi i skapsmunum, óstyrk um taugum og óstjórnlegum geðbrigðum er sá, að taka þér stundarfjórðung til þess á hverj- um degi að loka dyrum þínum, hverfa frá skarkala inn í þögn- ina, þar sem þú ert einn með Guði. Þá skaltu margendurtaka með sjálfum þér: Friður Guðs er með mér. Guð er að gefa már sinn frið. Þá mun friður og kyrrð falla yfir sál þína, og um laið muntu finna með sjálfum þér nýja orku og nýjan starfsþrótt. Þú skalt ekki biðja ákaft. Með rósömum, hljóðum huga skaltu veita viðtöku blessun, sem áreið- anlega mun veitast þér“. Af þessari dýru lind hafa margir drukkið. Heilagur Franz frá Assisi var heilar nætur á bæn. Hann bað ekki um neitt sérstakt, en hann endurtók ró- lega aftur og aftur sömu orðin: „Guð minn. Guð minn“! Frá bæninni, guðssamfélaginu, gekk hann hlaðinn nýrri orku til nýrra starfa. . Bænin er ekki að sjálfsögðu beiðni. Hún er samfélag við Guð. Hin sjálfselskulausa bæn opnar farveginn guðlegri náð, endurnýjun og orku. Eftir örstutta næturhvíld reis Jesús úr rekkju. „Árla, löngu fyrir dögun“ leitaði hann ein- veru til að biðjast fyrir. Þar fann hann uppsprettulindir, sem bæði mér og þér er þörf að hprffia j»f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.