Morgunblaðið - 11.09.1966, Page 11

Morgunblaðið - 11.09.1966, Page 11
Sunnudagtir 11. sept. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 11 ASA-film og Keldhverfingar í FRÁSÖGN Morgunblaðsins í gær af kyrrsetningu tækja ASA- film vegna skulda eru missagnir, til þess fallnar að veikja málstað þeirra aðila í Kelduhverfi og grennd, sem ekki fengu greidda viðurkennda reikninga á félagið, þegar flokkurinn fór þaðan. A þrennt skal bent. í fyrsta lagi: Kröfuhafar féll- ust ekki á gjaldfrest nema vega- gerðarverkstjórinn og ráðamað- ur skólans í Skálagerði að sögn, heldur tóku þeir fram, þegar þeir loks fengu reikninga sína áritaða af gjaldkera ASA-film um 17. ógúst sl. að þeir mundu láta þá til innheimtu, þegar þeim sjálf- una þætti við eiga. Gjaldfrestur eá, sem Morgunblaðið talar um var þá ekki veittur nema fyrir lítinn hluta krafanna í heild, og auðvitað hefur kyrrsetning ekki verið gerð fyrir því, sem gjald- frestur hafði verið veittur á. 1 öðru lagi: Húsið Skálagarður er sambygging barnaskóla og félagsheimilis og eru eignarhlut- föll sem næst 1:1. Sumar vistar- verur þar eru sameign þessara tveggja aðila. ASA-film leitaði fyrst eftir húsinu við forráða- mann félagsheimilisins og fékk leyfi af hans hálfu. Nokkru síðar var samið við forstöðumann skól- ans um 80 þúsund kr. leigu til skólans fyrir hús og búnað. Síð- ar var þessi upphæð hækkuð í 100 þúsund kr. vegna fyllri af- nota en ráðgerð voru í fyrstu. Auk þessa var tekin á vegum skólans 15 þúsund kr. að sögn fyrir íbúð skólastjóra, sem ASA- film fékk einnig til afnota. Um leigu til félagsheimilisins var samið þegar í upphafi (júní) en upphæðin kr. 70 þúsund fyrir húsnæði og tæki ákveðin, þegar séð var hve víðtæk not ASA þurfti að fá af eignum félags- heimilisins, og reikningur um leiguna samþykktur af forstjóra og gjaldkera myndatöku ASA- film. Af þessu er ljóst, að það er fjarstæða sem stendur í Morg- unblaðinu í gær, að ASA-film hafi nokkru sinni getað litið svo á, að umræddar 80 þúsund kr. til skólans væru fullnaðargreiðsla fyrir alla bygginguna, skálagerð og búnað. í þriðja lagi: Reikningar sem þráttað er um eftir orðalagi Morgunblaðsins munu aðallega líklega eingöngu reikningar um sakir, sem ASA-menn hlupu frá óuppgerðum. Mun fyrirtækið ekki hagnast á upprifjun þess þáttar. Úr því viðskipti ASA-film við Keldhverfinga og aðra hér fyrir norðan eru gerð að blaðamáli á þann hátt ,sem gert er í Mbl. í gær, verður ekki hjá komizt að geta þess, að viðskilnaður ASA- manna hér hefði vissulega mátt vera með meiri reisn, en raun varð á. Allan dvalartímann gengu mjúkir forráðamenn fyrirtækis- ins um byggðina og föluðu eitt og annað að láni eða til kaups; einnig menn í vinnu oft frá hey- skaparstörfum. Héraðsbúar vik- ust almennt við kalli og leystu vandkvæði ASA-film án tillits til eigin hagsmuna, en uppskáru litlar þakkir og fæstir nokkra greiðslu enn sem komið er. Dýr- um munum var jafnvel ekki skil- að. Síðustu dagana var erfitt að ná tali af forráðamönnum ASA- film og nokkrir kröfuhafar misstu af þeim án þess að fá reikninga samþykkta. Sem lítið dæmi um óreiðuna hjá þessu fyrirtæki má geta þess að mikið af líni, sem ASA-film fékk að láni í Skúlagarði, Lundi og Sjúkrahúsinu á Húsavík situr enn fast á þvottahúsi vegna þess að ASA-film skuldar húsinu fyrir þvott á þessu líni og miklu öðru yfir allan starfstímann. Þetta er orðið mjög bagalegt fyrir við- komandi stofnanir. Hér er fátt eitt nefnt af því er stuðlaði að kyrrsetningu ASA- film. Það er í mesta máta eðli- legur hlutur, að kröfuhafar hér fyrir norðan settu kröfur sínar í hendur innheimtumanna í Reykjavík eftir að skuldunautar voru á bak og burt, en áður en þeir hurfu af landi brott. Grein þessi er send Morgun.- blaðinu, Tímanum og Þjóðviljan- um til birtingar. 7. sept. 1966. Björn Haraldsson. ATHS.: Það er á misskilningi byggt að umrædd frétt í Mbl. veiki málstað Keldhverfinga vegna skuldainnheimtu þeirra hjá ASA-fiIm, eins og hver og einn, sem fréttina les, hlýtur að sjá. Blaðið hafði samband við báða aðila og skýrði frá ÞEIRRA sjónarmiðum. — Brezkt Framhald af bls. 32. við allt fiskeldi í Svíþjóð. Hef- ur sjúkdómurinn borizt til nokkurra eldisstöðva og vald- ið þar töluverðu fjárhaglegu tjóni. Nú er verið að gera ráðstafanir til að hefta út- breiðslu veikinnar. Hafa Sví- ar m. a. komið sér upp rann- sóknarstöð í fisksjúkdómum í. Álvkarleö við Dalelve, og stendur sú stöð fyrir rann- sóknum á fisksjúkdómum og gefur leiðbeiningar um hversu þá beri að forðast, og lækna þá eftir því, sem við verður komið“. „Það hefur sýnt sig, að sum lyf, sem notuð hafa verið til að lækna fisksjúkdóma, t. d. kýlaveiki, geta verið hættuleg í notkun varðandi neyzlufisk, þar eða efni, hættúleg mönn- um, geta geymzt í líkama fisk- anna. „Þá hafa mjög verið til um- ræðu á undanförnum árum veirusjúkdómar í fiski. í Dan- mörku hefur geisað veiki í regnbogasilungi, sem nefnd hefur verið Egtved-veikin. Hefur hún valdið gífurlegu tjóni í regnbogaeldi í Dan- mörku. Veiruveiki í Ameríku, sem nefnd hefur verið í stytt- ingu IPN og kalla mætti milt- isveiki, hefur geisað í eldis- stöðvum þar vestra á undan- förnum árum og drepið allt að 85% aliseiða í eldisstöðv- um. Þessum sjúkdómi er erfitt að verjast, því hann getur flutzt með hrognum og seið- um, og er nú mikill ótti með eldismönnum í Evrópu að veiki þessi berist þangað. Hef- ur verið komið á banni við innflutningi á hrognum og seiðum frá Bandaríkjunum. Nýjustu fregnir herma, að sjúkdómurinn hafi fundizt í Frakklandi. Svíar, eins og aðrir, óttast nú að sjúkdómur- inn berist til þeirra“. „Að sjálfsögðu ber okkur mjög að varast flutning á hrognum og seiðum til lands- ins. í íslenzkum lögum er bannað að flytja slíkt inn í landið, nema með sérstöku leyfi landbúnaðarráðuneytis- ins. Mjög lítið hefur verið um innflutning á fiski, heldur að- eins á hrognum. Ber að sjálf- sögðu að gæta fyllstu varúðar við slíkum innflutning“. „í þessu sambandi kemur mjög til athugunar að hve miklu leyti ætti að leyfa inn- flutning skrautfiska, en með þeim geta borizt vissir sjúk- dómar, sem ætla verður að við höfum ekki fyrir hér heima. Er það mál allt í at- hugun, m. a. hvaða sjúkdóma skrautfiskar gætu helzt flutt. Er þess að vænta, að um þetta verði settar reglur bráðlega. Veikin i írlandi „Mjög algengt er, að sjúk- dómar herji á fisk í eldis- stöðvum, en þeir geta einnig komið fyrir í sjálfri náttúr- unni. Áþreifanlegt dæmi um það er kýlaveikin, sem kom upp í brezkum ám fyrir nokkr um áratugum og var hin skæðasta pest. Við rannsókn töldu Bretar, að kýlaveikin hefði borizt með aðfluttum fiski frá meginlandinu. Kýla- veikin olli svo miklu tjóni í ám í Bretlandi að brezka þingið skipaði sérstaka rann- sóknarnefnd í málið“> „Þessi veiki hefur skotið upp kollinum í brezkum ám af og til síðan, og þá helzt ef ár eru vatnslitlar og hiti er í veðri“. „Nýjasta dæmið er veiki sú, sem upp hefur komið í laxi á írlandi, og mikið hefur ver- ið rædd í blöðum og manna á meðal. Fyrst varð vart við hana haustið 1964, og þá á einum stað í SV-írlandi. Síð- an hefur borið á henni 1965, bæði vor og haust, og enn- fremur sl. vor. Síðustu fregnir herma, að hennar sé enn farið að gæta á þessu hausti. í vor var veikin komin í 14 írskar ár. í febrúar sl. var talið að 50 til 80% af laxinum, sem kom í ána Blackyyater, hafi fengið veikina". „Þessi veiki veldur geysi- miklu tjóni, ekki aðeins varð- andi þann lax, sem drepst af völdum hennar, heldur og vegna þess að veiðimenn vilja ekki sækja þær ár, sem sýktar eru. Hitt er svo, að írska stjórnin hefur sett á stofn lax- eftirlit vegna þessa. Ekki má flytja á brott fisk, sem ber merki sýkingar, heldur skal hann brenndur eða grafinn. — Þá hefur brezka landbún- aðarráðuneytið beint því til brezkra veiðimanna, að þeir sótthreinsi veiðitæki sín og stígvél, hafi þeir verið við veiðar á írlandi. Er þannig reynt að koma í veg fyrir hugsanlega smitun með þessu móti“. „írlandsveikin hefur vakið mikla athygli meðal fisksjúk- dómafræðinga beggja vegna Atlantshafs. Ri'ætt hefur verið um, að veikin gæti verið ein af fjórum tegundum hvað uppruna snertir. Hefur mikið verið talað um sjúkdóm, sem kallaður er colummaria, en bandaríski fisksjúkdómafræð- ingurinn Ordal hefur nýlega verið á írlandi, og telur að hér sé ekki um columnaris að ræða. Sænskur sérfræðingur telur, að hér hafi frekar verið um að ræða kýlaveiki eða ná- skyldan sjúkdóm“. „irski sjúkdómurinn lýsir sér þannig, að sár koma á fiskinn, og í þau setjast hvít- leitir sveppir, líkt og loðnir. Sveppir eru allsstaðar í fersku vatni og setjast í sár á fiskum, svo sem margir íslenzkir veið- menn munu kannast við. Eng- inn getur hinsvegar svarað því, enn sem komið er, af hverju sárin myndast á írska laxinum; hvaða sjúkdómur því valdi, en málið er allt í geysi ítarlegri rannsókn". „Þegar fyrst fór að bera á þessum sjúkdómi, minntust fiskifræðingar þess, að í skozk um ám kom upp um 1880 veiki, sem eftir lýsingum að dæma var svipað írsku veik- inni, og kölluð var laxapest. Veikin í Skotlandi kom fram í sveiflum í 20 ár. „Um írlandsveikina og hætt una á, að hún berist hingað, er það að segja, að æskilegt væri, að íslenzkir veiðimenn, sem til írlánds fara, ef ein- hverjir eru, gæti þess að sótt- hreinsa veiðiútbúnað sinn áð- ur en þeir nota hann aftur hér heima“. „Eftir öllum sólarmerkjuih að dæma virðist veikin í Ir- landi herja á fiskinn eftir að hann er kominn í ferskt vatn. Möguleikar eru á því, að veikin geti borizt með fiski, sem gengur í sýkta á, fer úr henni aftur og í aðra nær- liggjandi á. Þannig gæti þessi veiki hugsanlega bórizt milli nærliggjandi landa, og er þannig t. d. ekki útilokað að hún berist frá írlandi til Eng- lands, en litlar líkur má telja á því, að hún geti borizt frá írlandi til íslands“, sagði Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri. ____________________ Allgóður afli i djupi ísafirði í gær: FRAMAN af vikunni var slæmt veður hér, kalt og gránaði ofan í miðjar hlíðar fjallanna við ísafjörð, en síðustu dagana hefur verið betra veður; sólskin og hlýindi á daginn en kaldara með kvöldinu og yfirleitt nætur- frost. Allgóður afli er hjá bátunum, bæði á línu og í net. Nýlega er smokkur genginn í ísafjarðar- djúp, og eru nokkrir bátar byrjaðir þar veiðar og hafa fengið ágætan afla. Er smokkur- inn frystur til beitu. — H.T. --------------------------- * Togarar landa hér TOGARINN Egill SkaUagríms son er nú að landa i ReyUjavik 235 tonnum af blöuduðuin liski, mest karfa. Togarinn veiddi á heimamiðum. Þorkell Máni kem ur til Reykjavikur á mánudag með dágóðan afla. Hann veiddi einnig á heimamiðuv

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.