Morgunblaðið - 11.09.1966, Síða 31

Morgunblaðið - 11.09.1966, Síða 31
Sunnudagur 11. sepl. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Heiðursvörður við kistu Verwoerds, forsætisráðherra S-Afríku. Útför hans fór fram í gær, laug- ardag, að viðstöddu fjölmenni, í Pretoria. — Sandur Framhald af bls. 32. skipi, en ókleift er að bjarga bátnum nema af sjó. Eggert sagði ennfremur, að í athugun væri hvort einhverjar björgunaraðgerðir færu fram í Sandvíkinni, en þær lægju niðri á meðan svar berst ekki við skýrslu Björgunarfélagsins. Gesina ev 387 tonn að stærð og 28 ára garna.il. t bátnum eru lé- leg tæki, að sögn Eggerts, t.d. engin ratsjá, dýptarmælir og asdik lélegt en talstöð sæmileg. Kvað Eggert bátinn ekkí mikils virði, en var hins vegar ókunn- ugt um matið á honum. -' Senn Framhald af bls. 32 í Vatnsdal vildi ekki segja frá nöfnum þeirra kvenna, sem það- an fara í leitir. Hann sagði að þær gengju nógu fljótt út samt, þær sem í göngur fara. Úr Vatns- dal fara 32 á fjall og smala Ás og Sveinsstaðaáfrétti. Þeir sem fara í lengri leitina, þ. e. á Grímstunguheiði, Stórasand og í Fljótsdrög, leggja af stað þann 13. þ. m., en síðari flokkurinn fer tveim dögum seinna, en sá fiokk- ur fer í Sanddal norðan við krák. — Varnarbandalag Framh. af bls. 1 að trúa á „hættuna í austri". Reyni einhverjir ráðamanna á Norðurlöndum að halda því fram, að um hættu sé að ræða úr þeirri átt, þá sé það einungis vegna þess, að þeir sömu séu að reyna að þóknast ráðamönnum Atlantshafsbandalagsins. Þá segir í greininni, að til- raunir bandarískra ráðamanna til þess að fá ríki Atlantshafs- bandalagsins til þátttöku í styrj- öldinni í Vietnam hafa mjög veikt trú Norðmanna og Dana á „friðarvilja Bandaríkjanna". Þá er því haldið fram, að v-þýzkir hefndarsinnar hafi verið valdir til ábyrgðarmikilla starfa innan þeirra deilda Atlantshafsbanda- lagsins, sem fjalli um öryggismál Norðurlanda. „Izvestia" heldur því fram, að hversu „norrænt" sem varnar- bandalag Norðurlanda yrði, þá myndi það tengjast nánum bönd- um hernaðarsamtökum Norður- landanna. Slíkt myndi binda enda á hlutleysi Svíþjóðar og Finnlands. Aftur á móti telur blaðið, að skynsamlegra væri að vinna að „hlutleysi allra Norður- landanna". Því er haldið fram, að m. a. í Svíþjóð séu þeir marg- ir, sem telji hlutleysi betri vörn en varnarbandalög, enda reyni hvorki Danir né Norðmenn að neita því, að hlutlaus ríki séu stórveldunum hættuminni en þau, sem aðild eiga að hernaðar- bandalögum. Er því lýst yfir, að Sovétríkin myndu viðurkenna hlutleysi Norðurlandanna, ef Vesturveldin gerðu slíkt hið sama. Loks segir í „Izvestia", að Norðmenn og Danir leggist gegn hugmyndinni um kjarnorkulaust svæði á Norðurlöndum, þar sem slík áætlun gæti valdið glundroða í Atlantshafsbandalaginu. Þess vegna sé það engin tilviljun, að bæði Noregur og Danmörk eigi aðild að McNamara-nefnd- inni (kjarnorkumálanefnd) Atl- antshafsbandalagsins. Skoðanir ráðamanna þessara ríkja á kjarn orkumálum séu æðstu mönnum bandalagsins mjög að skapi, því að með þeim sé tryggt, að alltaf megi víðhalda þeirri stefnu, sem sé Norðurlöndunum hættuleg. Loks heldur greinarhöfundur því fram, að kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum myndi ekki breyta styrkleika- hlutföllum stórveldanna, heldur þvert á móti hafa mjög heppileg áhrif. Sumorsýning- unni í Ásgríms- soini oð Ijúko SUMARSÝNINGIN í Ásgrims- safni, sem opnuð var 15. maí sl. stendur aðeins yfir í 4 daga enn- þá. Lýkur henni sunnudaginn 18. september. Safnið verður þá lok- að um tíma, m. a. vegna undir- búnings að sýningu á verkum Ásgríms Jónssonar í Danmörku. Sumarsýningin er einskonar yfirlitssýning, myndir frá árinu 1900 og fram til ársins 1957. Margt erlendra gesta hefur kom- ið í heimsókn í hús Ásgríms Jónssonar á þessu sumri. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. Systir mín, HALI.A BERGVINSDÓfTIK lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, laugardag- inn 10. september. Þorbjörg Bergvinsdóttir. Góð síldveiði í Reyðarfjarðar- dýpi GOTT veður er þessa dagana á síldarmiðunum og ágæt vciði á Reyðjarf jaðardýpi, þar seín megn ið af síldarflotanum heldur sig nú. Starfsfólk söltunarstöðvanna á Raufarhöfn er nú flest komið á Austfjarðahafnir, að því er fréttaritari blaðsins tjáði því í gær. Þar er einnig lokið við að bræða alla síld. Er fólk á Rauf- arhöfn nu farið að búa sig undir göngur og haustslátrun. 2 skip lönduðu á Vopnafirði í gærmorgun, en nær eingöngu er landað á hafnir sunnan hans. Sl. sólarhring tilkynntu 96 skip um afla, samtals 7.520 lestir: Fyrsta kjam- orkuaflstóð Dana reist fyrir 1970.^ Kaupmannahöfn, 8. sept., NTB AÐ þvi er haft er eftir kjarn- orkumálanefnd Dana er áform að að reisa fyrsta kjarnorku- aflstöð í Danmörku fyrir árið 1970 og síðan er ráðgert að reisa megi í samvinnu við dönsk iðnaðarfyrirtæki átta til tíu stöðvar aðrar. Nefndin mælir með því að beðið verði í nokkur ár áður en hafin verði bygging fyrstu stöðvarinnar, því allt sem til hennar þurfi verði ódýrara með hverjum deginum sem líði og jafnframt betra sökum hinna öru tækniframfara á þessu sviði. Bítillinn frægi John Lennon hefur nú loks látið skera hár sitt. Aatburðurinn gerðist í Þýzkalandi í rakarastofu í Celle, sem er í nánd við Hanover. Sá sem athöfnina framkvæmdi var Klaus Baruck. Lennon lét klippa sig fyrir kvikmyndatöku á „Hvernig ég vann stríðið", en þar leikur hann aðalhlutverk- ið. Kvikmyndin er framleidd af „United Artists“ undir leik- stjórn Dick Lester, sem er lengst til hægri á myndinni. Hestamenn athugið Til sölu er hópur af hestum, 4ra—7 vetra. — Reiðhestar, smalahestar, taumvanir hestar og hryss- ur. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Upplýsing- ar í síma 13334 kl. 9—10 f.h. og 5—6 e.h. alla virka daga. Móðir okkar og systir mín, JÚNÍANA HELGADÓITIR 1.30—4. Norðurgötu 2, Akureyii, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 9. september. Helga Guðniundsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir, Guðbjörg Helgadótíir. Litli drengurinn okkar, HLYNUR GUÐJÓN HAIBERG andaðist í Landakotsspítala 3. þ. m. — Jarðarförin hefir farið fram. Innilegar þakkir til allra peirra, sem sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu. Erla og Karl Ilafberg og systur liinns látna. Vé'shólinn settur 17. september SKÓLASEINING í Vélskóla ís- lands verður laugardaginn 17. september en ekki 15. eins og áður VEir tilkynnt. Stafar frest- unin af lagfæringum á húsnæði skólans. . Kennsla í 2. og 3. bekk hefst 1. október. Setning vélstjóranámskeiðs á Akureyri verður auglýst síðar en vélstjóranómskeið í Vest- mannaeyjum fellur niður vegna lítillar þátttöku. Garðahreppur Börn óskast til að bera út IVlorgunblaðið í Garðahreppi. Upplýsingar í síma 51247.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.