Morgunblaðið - 18.09.1966, Qupperneq 1
32 slður og Lesbók
>3. árgangur 213. tbl. — Sunnudagur 18. september 1966 Prentsmiðja Morgunblaðshta
Iðnsýningunni lýkur í dug
IÐNSÝNlNGUNNI 1966, sem haldin er í sýningar- og í-
þróttahöllinni í Laugavdal, lýkur í dag. Þar sýna 140 fyrir-
tæki framleiðsluvörur sínar í 12 deildum. Hin stærsta er
deild tré- og húsgagnaiðnaðarins. í dag er sýningin opin
frá kl. 9 árdegis til kl. 11 í kvöld.
Iðnsýningin 1966, sem jafnframt kaupstefna, var opnuð
Jfann 30. ágúst síðastliðinn og hefur því staðið í tæpar þrjáí
vikur. Tilkynnt hefur verið, að sýningin verði ekki
framlengd.
Sýningin hefur vakið mikla athygli almennings, enda
þykir hun nýtízkuleg í alla staði og skipulag allt til fyrir-
myndar.
Síðastliðið föstudagskvöld höfðu rúmlega 52 þúsund
manns sótt sýninguna, auk fjölda kaupsýslumanna, sem
komið hafa á kaupsteinuna sérstaklega.
Búizt er við því, að fjöldi sýningargesta fari í dag yfir
60 þúsund og mun 60 þúsundasti gesturinn fá gjöi frá sýn-
ingunni.
Að Iðnsýningunni 1966 standa Félag íslenzkra iðnrek-
enda og Landssamband iðnaðarmanna. Iðnsýningarnefnd
skipa Bjarni Björnsson formaður, Davíð Sch. Thorsteins-
son, Hafsteinn Guðmundsson og Þórir Jónsson.
Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Arinbjörn Kristjáns-
son, tæknifræðingur
„dttumst ekki styrj-
öld af neinu tagi“
Kmverjar virðast telja hugsun
IVIao Tse-Tung helzta vopn sitt
Tókíó 17. sept. NTB.
„KÍNVERSKA þjóðin mun
hrekja á brott sérhvern banda-
rískan glæpamann, sem hættir
sér inn á kínverskt landsvæði“,
sagði Alþýðudagblaðið í Peking
í ritstjórnargrein í dag. 1 rit-
stjórnargreininni er rætt um þær
fregnir, sem fréttastofan Nýja
Kína flutti í gær þess efnis að
kínverskar orustuþotur hafi átt
í bardaga við bandarískar þotur
og að bandarískar flugvélar hafi
ráðist á skotmörk innan Kína
ðagana 5. og 9. september.
Samkvæmt fréttum Nýja Kína
á ein bandarísk þota af gerðinni
F-105 Thunderchief að hafa lask
azt í loftbardaga við kínverskar
þotur í gær, og er sagt, -5 or-
usta/n jhafi átt sér stað yfir
Kwangsi Chuang-héraði við
landamæri N-Vietnam.
„Tvær bandarískar loftárásir
áttu sér stað eftir árás á lítið,
kínverskt flutningaskip í Tonkin
flóa 29. ágúst. Allar þrjár árás-
irnar fylla kínversku þjóðina
vandlætingu“ segir Alþýðudag-
blaðið.
Að þvf er fréttastofan Nýja
Kína segir, átti bandaríska ár-
ásin þann 5. september sér stað
yfir SV-Kína, skammt frá Vin-
áttuskarði, sem liggur að N-
Vietnam. „Við vörum bandarísku
árásarseggina hátíðlega við því
að ráðast á okkur og við undir-
strikum að hin hugrakka kín-
verska þjóð — vopnuð mestu
hugsunum Mao Tse-Tung —
óttast ekki styrjöld af neinu tagi“
segir blaðið.
Stálgrindin, lákn Iðnsýningarinnar, við innaksturinn að Sýningar höllinni í Laugardal.
(Ljósm.: Ingimundur Magnúss.)
Bandaríkin mótfallin
aðild Kína að T
Enn hrapar ein
Starfighterþota
V-þýzki flugherinn hefur nú misst 63
flugvélar af þeirri gerð
Leynilegar við-
ræður í Rhodes-
íumólinu
París, 17. september, NTB.
IAN SMITH forsætisráðherra
Rhodesiu sagði í gær í viðtali,
sem fréttamaður útvarpsstöðvar-
innar Radio Luxembourg átti við
hann, að fram færu nú leynileg-
Framhald á bls. 31.
Washington, 17. september.
NTB.
DEAN Rusk, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna lýsti því yfir í
gær, að Bandarikin myndu verða
mótfallin sérhverri tillögu, um
að kínverska alþýðulýðveldið
fengi inngöngu í Sameinuðu
þjóðirnar, er allsherjarþingið
kemur saman seinna í þessum
mánuði.
Ráðherrann sagði, að viðhorf
bandarísku stjórnarinnar í þessu
máli hefði ekki breytzt á neinn
hátt og að stjórnin væri sann-
færð um, að meirihluti meðlima-
ríkjanna myndi eftir sem áður
vera því mótfallin, að Peking-
stjórnin fengi aðild að Samein-
uðu þjóðunum á kostnað kín-
versku þjóðernissinnastjórnar-
innar. Rusk lagði hins vegar
áherzlu á, að Bandaríkjastjórn
vildi halda opnum dyrum íyrir
hugsanlegum samskiptum við
Pekingstjórnina en sagði, að
kínverska alþýðulýðveldið væri,
eins og nú væri ástatt, ein veiga-
mesta hindrunin fyrir friðsam-
legri lausn Vietnammálsins.
Bonn, 17. september NTB.
Vesturþýzki flugherinn missti
63. orrustuþotu sína í gær, af
gerðinni Starfighter F-104. Flug-
vélin hrapaði rétt eftir flugtak
frá flugvelli í Arizona í Banda-
rikjunum. Flugmanninum tókst
að komast út úr flugvélinni og
varpa sér niður í fallhlíf, en
slasaðist mikið. örsök þess, að
flugvélin hrapaði er ókunn.
Alls hafa 35 flugmenn látið
lífið s.l. fimm ár, er orrustuþot-
ur af þessari gerð hröpuðu. S.l.
fimmtudag hrapaði önnur
Starfighterþota við sama flug-
völl og hin síðari, það er Luke-
flugvöllinn í Arizona, en þar eru
vesturþýzkir flugmenn þjálfaðir.
Flugmaðurinn, sem flaug þotí'
unni, er hrapaði í gær, var banda
rískur flugkennari.
Vesturþýzka varnarmálaráðu-
neytið skýrði frá því í gær, að
14 háttsettir liðsforingjar í öll-
um greinum hersins myndu nú
verða settir á eftirlaun og yngri
menn myndu koma í þeirra stað.
Framh. á bls. 31