Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. sept. 1968
MORCUNBLADID
3
i
,..■f .<•'
''"‘“""'’ÉÉftr
Hrafnhildur Helga gefur fuglunum.
HAUSTGANGA
SÁGAN af systrunum í Betaníu,
Mörtu og Maríu, er eitt guð-
spjalla þessa sunnudags. Við
skulum taka fram þessa gömlu
mynd og skoða hana. Hún hefir
ekki fölnað í 19 aldir.
Sagan gerist í „húsi Mörtu“.
En svo var hús þeirra systra
kallað í bænum. Nafngiftin sýnir,
að Marta var meiri skörungur en
systir hennar, kona sem naut
virðingar, umsvifamikil hús-
freyja, sem „mæddist í mörgu“,
var höfðingi í lund og hafði unun
af að fylla hús sitt gestum.
Listmálarinn Lúkas gekk svo
frá þessari mynd, að hún gleym-
ist ekki. Átökin í „húsi Mörtu“
eru svo meistaralega sýnd, sem
sjónarvottur segi frá. En sjálfur
atburðurinn er miklu, miklu
eldri en mynd Lúkasar guð-
spjallshöfundar. Fyrsta baráttan
milli þjónustunnar við heiminn
og þorstans eftir himni er miklu
Stöllurnar tvær, sem báðar heita lt.isa.
Þáð var fimmtudagur og
haustsvipur ýfir bænum.
Maður, sem gekk yfir Tjarn
arbrúna dokaði eilítið við,
tróð sér í pípu, og leit til
lofts.
Sólarlaust var, en bjart.
Laufblöð trjánna í Hljóm-
skálagarðinum drúptu í logn
inu og húsin handan Tjarn-
arinar spegluðust í sléttum
vatnsfletinum. Á tjörninni
syntu svanir innan um end-
ur. Þeir voru friðsamir þenn
an dag.
í Hljómskálagarðinum voru
tugir grágæsa á vappi inn-
an um trén. Maður stóð og
var að gefa þeim, og þær
btust um brauðbitana. Barátt
an fyrir lífinu er víða hörð,
þótt ef til vill megi segja um
þessar gæsir, að þær lifi í
paradís fuglanna sem Tjörn-
in er.
Á Tjarnarbakkanum við
Iðnó er lítil hnáta að gefa
fuglunum. Svanirnir kunna
vel að meta góðgætið og bit-
arnir hverfa óðar en þeir
hafa snert vatnið. Endurn-
ar, þótt minni máttar séu,
reyna að bjarga sér og þeim
heppnast að ná sér í bita, þeg
ar þúnglamalegur fuglinn
verður of seinn. Það er ekki
alltaf stærðin sem ræður.
Lítil hnáta heitir Hrafn-
hiidur Helga Ólafsdóttir.
Hún er sex ára og segist eiga
heima að Bjarnarstíg 6. Við
spyrjum hana, hvort hún
fari oft að gefa öndunum, og
hún svarar:
— Stundum, þegar veðrið
er gott. Þær eru svo svang-
ar, greyin segir hún og bros-
ir til okkar og það er ekki
iaust við að gæti feimni
? í brosinu.
Nú kallar mamma, sem
staðið hefur skammt frá og
hnátan helypur til hennar um
leið. Tveir strákar, sem hlýtt
hafa á brosa í kampinn. Þeir
gefa ekki fuglunum brauð.
Þeir segjast ver blankir, og
þegar þeir eigi pening, hafi
þeir annað við peningana að
gera. Þetta virðast ver mikl
ir einstaklingshyggjumenn,
þótt ungir séu.
Fyrir framan Oddfellow-
húsið sitja tveir ungir Reyk-
vikingar og gefa öndunum
brauð. Það er barnfóstra með
litla stúlku, og hið fyrsta sem
við heyrum er við komum
að, er að fóstran segir við
litlu stúlkuna:
— Ekki borða það sjálf.
Hentu því til fuglanna. Það
er Rósa Gísladóttir, sem á-
varpar þannig unga frænku
sína og nöfnu, Rósu Bjarna-
dóttur. Þær sitja á steini á
bakkanum í góða veðrinu og
endurnar rífast um bitana.
Við dokum örlítið við á með
an er brauðið búið. Litla
stúlkan vill ekki sætta sig við
brauðleysið og fóstra hennar
reynir að gera henni skiljan-
legt, að nú sé tími kominn
til að halda heim. Það er svo
sannarlega erfitt á stundum
að hverfa frá Tjörninni, þeg
ar veðrið er gott og lífið
leikur við manni. Ekki er að
undra, þótt Tjörnin sé stund-
um kölluð perla Reykjavík-
við Reykjavíkurtjörn
, >*..
f.;.r “ «
. .... ............. -■■■ j ;• • ' ■
Gæsirnar inm a milh trjanna (Ljósm. Sv. I»orm.)
eldri en kristindómurinn, eldrl
en Lúkas, eldri en Betania og
allt það fólk, sem þar átti heima
á dögum Jesú.
En fulltrúar þessara tveggja
þátta mannlífsins eru systurnar. .
tvær í Betaníu. •
Þegar hálfvilltur maður á
mörkum dýrs og manns fann
fyrstur þrána eftir himninum
bærast sér í brjósti, hófst bar-
áttan, sem síðan hefir um allan
aldur geisað. Hún er háð í brjósti
mínu og þínu í dag. Hún geisaði
þar í gær. Hún mun verða háð
þar á morgun. í hjarta syndar-
ans segir hún til sin, og einnig
í hugarfylgsnum hins heilaga
manns. Hún er förunautur
mannsins frá vöggu til grafar og
fylgir honum trúlega langtum,
langtum lengur.
Við erum tveggja heima börn,
himins og jarðar í senn, mold-
inni vigð og þó miklu hærri
markmiðum um leið. Heimamenn
erum við og útlagar í senn á
jörðu, stöndum rótum í ríki
skugganna og erum samtimis
bundin þrá eftir heimum ljóss.
Þessvegna geisar í okkur þessi
barátta. Þessvegna líður enginn
dagur ævinnar svo, að ekki segi
til sín í hugarfylgsnum okkar
systurnar báðar. Þessvegna er
hin meistaralega sagða saga Lúk-
asar saga allra kynslóða, allra
alda.
Viðbrögð Mörtu eru stundum
túlkuð svo. sem umsvif hennar,
þjónusta hennar hafði orðið
þröskuldur á vegi hennar til
Guðs. Það er undarleg túlkun á
kenningu Jesú Krists. Þjónust-
unni, fórninni hefir engin sungið
annað eins lof og hann. Enginn
hefir gefið fórnarlífi eins fögur
fyrirheit og hann.
„Öll fórn fæðist fyrst hjá
Guði“. sagði Einar Jónsson mynd
höggvari við mig, þegar hann
var að skýra fyrir mér mynd,
sem hann hafði gert.
Hún fæðist hjá Guði, verður
fyrst til í vitund hans. En hvar
sjáum við hana?
Við siáum hana víða í mann-
lífinu. Við sjáum hana stundum
á þeim stóru augnablikum, þeg-
ar þunginn af syndum annarra
fellur á göfuga mannssál, sem
hefir verið trúað fyrir þvf að
bera þá byrði. Við sjáum hana
miklu oftar í hversdagsþjónustu
líkri þeirri, sem Marta leysti af
hendi. Og er ekki fremur ylur en
ávítun í rómi Jesú, þegar hann
segir: „Marta, Marta, þú ert
áhyggjufull og mæðist í mörgu“?
Hann horfir þá til Maríu. sem
situr við fætur hans, og hann
bætir við: „En eitt er nauðsyn-
legt“.
Viðhorfin tvenn okkar tví-
þætta eðlis hefir reynzt erfitt að
samræma. Þessvegna verða á-
rekstrar í hjarta mannsins eins
og í húsi systranna i Betaníu.
Á okkar tímum gieymast ekki
umsvif Mörtu, það er engin
hætta á því. En verðmæti Mariu
eru í hættu. Á hraðans öld
glevmist mörgum hennar hljóða
og heilaga iðja.
Sú hætta fer vaxandi. Margir
hafa af því þungar áhyggjur og
horfa kvíðnir fram. En þá stefnir
tll ógæfu ef ekki ræður hin
kristna hugsjón, að María fái
næði til að hlusta og Marta til
að vinna. Ekki sín í hvorri sál,
heiriur báðar í sama mannshjarta.
Hin kristilega hugsjón er. að
saman fái að renna í einum far-
vegi þráin eftir himni og þjón-
ustan við heiminn, hugskoðunar-
líf hinnar hlustandi sáiar, og
starfslif sem finnur útrás í þjón-
ustu og fórn.
Því minna okkur systurnar i
Betaniu báðar á örlög, sem mér
og þér eru spunnin og eiga að
ráðast í eilífð Guðs.
Sr. Jón Auðuns, dónpróf.:
SYSTUR
i