Morgunblaðið - 18.09.1966, Síða 5
Sunnudagur 18. sept. Í966
MORCUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
j: í HÓLMAVÍK hefur kirkja
jj verið í byggingu í allmörg
; ár. Framkvæmdum hefur
» miðað hægt áfram sökum
: erfiðs fjárhags safnaðarins,
!; sem er nú tæplega 400
j: manns. Byggingunni er nú
; það langt komið, að bygging-
1 arnefndin gerir sér vonir um
* að unnt verði að taka kirkj-
• una í notkun næsta vor.
j; Lokið er við að ganga frá
j! kirkjunni hið ytra að mestu
;; leyti, búið að einangra húsið
;; og upphitun komin í það, enn
I: fremur er búið að klæða
; hvelfingu kirkjunnar, en
; hún er kiædd viði. Sérstakur
; steinn verður lagður í gólf
: kirkjunnar. Búið er að kaupa
; steininn, en eftir er að setja
: hann í gólfið. Eftir er að
Hólmavíkurkirkja vænt-
anlega vígð næsta vor
Vonir standa til að fram-
kvæmdum við byggingu
kirkjunnar Ijúki í vetur
smíða ailar innréttingar í
kirkjuna og ljósabúnað og
koma því fyrir, ennfremur að
lagfæra lóð umhverfis húsið
o. fl. Áætlað er lauslega að
framkvæmdir, sem eftir er
að ljúka. muni kosta um 800
þús. kr , og verður þá heild-
arkostnaður byggingarinnar
nokkuð yfir 2 millj. kr.
Hólmavíkurkirkja verður
hið fegursta guðshús, eins og
þeir hafa sannfærzt um, er
hana ha^a séð. Hún stendur
á hinum fegursta stað og
setur mkiinn svip á þorpið.
Framkvæmdir við byggingu
kirkjunnar hafa legið niðri
síðan síðastl. vetur sakir fjár-
skorts. Nú er hafin fjáröflun
í lokaátakið við bygginguna.
Sérstök fjáröflunarnefnd er
starfandi beima fyrir, sem
aflar fjár í Hólmavík með
ýmsu móti. Byggingarnefnd-
in hefur gefið út skuldabréfa-
lán að uppbæð 500 þús. kr.,
og er nú hafin sala skulda-
bréfanna. Átthagafélag
Strandamanna í Reykjavík
mun annast sölu bréfanna
þar, en form. þess er Sigur-
björn Guðiónsson, bygginga-
meistari, Langholtsvegi 87. Á
Akranesi eru bréfin til sölu
hjá Birni H. Björnssyni, lög-
regluþjcni, Stekkjarholti 3,
og í HóJmavík hj Vígþóri H.
Jörundssyni, skólastj., for-
manni byggingarnefndarinn-
ar.
Stofnaður hefur verið
minningagjafasjóður Hólma-
víkurkirkju. Sjóðurinn, sem
þegar hefur gefið kirkjunni
drjúgar tekur, hefur gefið út
smekkleg minningarspjöld. í
Reykjavík fást minninga-
spjöldin í Bókabúðinni Álf-
heimum 6 og í Bókaverzlun
ísafoldar í Austurstræti.
Spjöldin fst einnig í Hólma-
vík og á Akranesi í Bóka-
verzlun Andrésar Níelssonar
Skólabraut 2. Þá hafa einnig
verið gefin út jólakort til
ágóða fyrir kirkjubygging-
una. Kirkjunni hefur orðið
vel til vir.a í gjöfum og áheit
um, einkum nú í sumar.
Burtfluft kona úr Hólma-
vík hefur gefið kirkjunni ■ 20
þús. kr., önnur kona 5 þús.,
hjón burtflutt 10 þús. kr.,
einn velunnari kirkjunnar
gaf 20 þós. kr. í orgelsjóð,
Verkalýðsfélag Hólmavíkur
25 þús. kr. til búnaðar kirkj-
unnar, Sparisj. Kirkjubóls-
Fellshr. 10 þús., og fleiri gjaf
ir hafa borizt.
Fyrir allar þessar gjafir og
fjölmargar aðrar ótaldar er
bygginga: nefnd kirkjunnar
bæði ljúft og skylt að þakka.
Nokkrir velunnarar kirkjunn-
ar hafa lofað ákveðnum gjöf-
um í bjnaði hennar.
Það er mikil uppörfun fyrir
fátækan söfnuð að mæta
slíkri velvild og finna þann
hlýhug er fylgir hinum góðu
gjöfum. Fyrir því er söfn-
uðurinn vongóður um að
unnt verði að ná langþráðu
takmarki með byggingu
kirkjunnar næsta vor.
Hólmavík, 9. sept. 1966.
F. h. bvggingarnefndar
Andrés Ólafsson.
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Þingholtsstræti
Aðalstræti
Tjarnargötu
Barónsstígur
Laufásveg 2—57
Lynghagi
Freyjugata
Laugarósveg
Vesturgata 2—44
Snorrabraut
Bergstaðastræti
Hverfisg. frá 4—62
Karlagata
Hringbraut 92—121
Hávallsgata
Nesvegur
Víðimelur
Efstasund
Tahð við afgreiðsluna sími 22480.
Jftttgtnsirlðfcifr
Flytjið vöruna f/ugleiðis
Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli 13 staða á
landinu. Vörumóttakatil allrastaðaalla daga. í Reykjavík
sækjum við og sendum vöruna heim.
Þér sparið tfma
Fokker Friendship skrú-
fuþoturnar eru hrað-
skreiðustu farartækin
innanlands.
Þér sparið fé
Lægri tryggingariðgjöld,
örari umsetning,
minni vörubirgðir.
Þér sparið
fyrirhöfn
Einfaidari umbúðir,
auðveldari meðhöndiun,
fljót afgreiðsia.