Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 7
rttiiwAi
Simnudagur 18. sept. 1968
MOR.CU NBLAÐIÐ
Skáldið
f DAG eru 3 ár liðin frá and-
láti Ásmundar Jónssonar
skálds frá Skúfsstöðum.
Hann lézt hér í Landakots-
spitala 18. september 1963.
Fyrir allnokkru lét ekkja
hans, frú Irma Weile-Jóns-
son reisa veglegan legstein
á leiði hans, en Ásmundur er
sem kunnugt er grafinn í
kirkjugarði Dómkirkjunnar á
Hólum í Hjaltadal, enda eru
tengsl hans við Hólastað
mikil og margvísieg, og er
skemmst að minnast á hina
glaesilegu viðhafnar útgáfu á
ljóðaflokk hans HÓLAR í
HJALTADAL, en ágóða henn
ar er varið til að styrkja efni-
lega nemendur bændaskólans
á Hólum.
Einmitt um þessar mumr
er fyrsti styrkþegi sjóðsins,
Ragnar Eiríksson frá Akureyn
að fara utan, og fær 10000
krónur í veganesi frá sjóðn-
um. Þessum sjóði er ekki ætl-
a'ð að staðna, heldur eru hvers
konar tillög velþegin í hann.
Óþarft er að kynna Asmuna
fyrir lesendum Morgunblaðs-
Ásmundur Jónsson.
ins eða skáldskap hans. Eftir
hann hafa komið út nokkrar
ljóðabækur, og ný ljóð hans
munu koma út á næstunm,
einnig eru væntanlegar þýð-
ingar á ljóðum hans á erlend
tungumál.
Geta má þess, að á stríðs-
árunum flutti hann í dansxa
ríkisútvarpið Kristjáni X,
þáverandi konungi íslands, ti-
ræða drápu, en það var á 70
ára afmælisdegi konungs, og
söng þá einnig Stefán ís-
Legsteinninn í Hólakirkjukirkjugarði.
landi, og Anna Borg las upp.
Margt fólk hefur komið á
Hólastað i. sumar, og látið í
Ijós ánægju sína með, hve
vel. er hirt um legstað skálds-
ins. Margir hafa komið með
blóm á leiði hans. Mynd sú,
sem þessum línum fylgir, er
tekin af einum gestanna frá
í sumar. Legsteinninn er
stuðlabergssteinn, þar sem á
er greypt krossmark, én fyrir
neðan stendur: Asmundur
Jónsson skáld frá Skúfsstöð-
um 1899—1963.
Rætur Ásmundar lágu í
Skagafirði. Mætti nefna að
föðurmóðir hans var systir Sig
urðár Guðmundssonar mái-
ara. Hann orti líka óð til
Skagafjarðar, og birtum við
héra að neðan fyrsta erindi
úr þeim óð, sem margir kann-
ast við, og sjálfsagt sungið
oft undir hinu fallega írska
þjóðlagi.
Ásmundur var jarðsettur í
Hólakirkjugarði 3. október
1963.
Hljómbrot
Óður til Skagaíjarðar
Ég minnist þin um daga og dimmar nætur,
mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær.
og þegar húmið hylur allt, sem grætur,
mín hugar-rós á lei'ði þinu grær.
Þm kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast,
þitt allt — þitt bænarmái og hvarms þíns tár.
Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast.
Þín ástarminning græðir lífs míns sár.
Ásmundur Jónsson i'rá
Skúfsstöðum.
frú Skúfstöðum
SÖFN
; Listasafn Einars Jónssonar ■
■
• er opið á sunnudögum og I
!; miðvikudögum frá kl. 1.30 — j
íj 4. :
j; Ásgrímssafn Bergstaða- j
Z stræti 74, er opið sunnudaga, ;
íj þriðjudaga og fimmtudaga kl. "
: 1:30—4.
j Listasafn íslands: Opið j
j þriðjudaga, fimmtudaga, laug ■
j ardaga og sunnudaga kl. 1,30 I
: til 4. j
j Þjóðminjasafn íslands: Er:
j opið á þriðjudögum, fimmtu- ;
j dögum, laifgardögum og sunnu j
: dögum frá 1,30 — 4.
: Listasafn Einars Jónssonar ;
j er opið daglega frá kl. 1:30 :
j U1 4. j
; Minjasafn Reykjavíkurborg :
: ar, Skúlatúni 2, opið daglega ■
j Srá kl. 2—4 e.h. nema mánu :
j daga. j
j Landsbókasafnið, safnahús- :
j inu við Hverfisgötu. Lestra- ■
; saliur er opinn alla virka daga :
j kl. 10 — 12, 13 — 19 og 20 — ■
j 22, nema laugardaga kl. 10 — j
12 og 13 — 19. Útlánsalur ki. *
13 — 15. :
Borgarbókasafn Reykjavík- j
nr: Aðalsafnið Þingholtsstræti :
2® A, sími 12308. Útlánadeild •
opin frá kl. 14—22 alla virka j
daga, nema laugardaga kL :
13—lð. Lesstofan opin kl. 9— j
22 alia virka daga, nema laug !
ardaga, kl. 9—16.
Stork-
urinn
sagoi
að vonandi fengju nú þeir sem
í göngur og réttir færu skaplegt
veður, því að ekki er nú meir en
orðið er á landbúnaðinn bæt-
andi, þótt sveitafólk þurfi ekki
að standa í austri í réttunum,
nema þá úr réttarpelunum, sem
þar teljast sjálfsagðir, og er það
gamall siður. Einnig segir Ólaf-
ur Davíðsson frá því á einum
stað, að gangnamönnum hafi oft
verið skammtaður fulldrjúgur
afréttari meðferðis hér áður
fyrri á afréttina, en sjálfsagt
er sá siður nú aflagður, nema
ríkiseinkasalan hafi þar með
hönd í bagga, því að nú er af
sem áður var sungið við raust:
„— og bændurnir brugga í friði,
meðan Blöndal er suður með sjó“.
En semsagt, góðar og fengsæl-
ar réttir í allar áttir, góðir háls-
ar! sagði storkur og brá sér upp
í almenningin í réttinni við Arn-
arhamar, á Kjalarnesi, en þar
verða bæði menn og skepnur
réttaðar á þriðjudaginn kemur.
Þar ofanvert við hamarinn, þar
sem útsýn er fögur til allra átta,
nema þá helzt til Esju kerlingar,
hitti ég mann, sem var drýldinn
á svipinn.
Storkurinn: Ekki á að slátra
þér, manni minn?
Maðurinn hjá Arnarhamri: Ó,
nei, en mér datt svona í hug,
hvort ekki væri hægt að skipa
einhverjum af þessUm mörgu
stofnunum, sem við þjónustustörf
fyrir almenning fást, að sjá um
að merkja örnefni og sögustaði
meðfram þjóðvegum. Að vísu
bætir Ferðahandbókin þar úr
brýnni þörf, en þó hvergi nærri
nóg, eins bókin við Þjóðveginn,
en þær fjalla bara um svo féar
leiðir. Ég ók um daginn Dynj-
andisheiði vestra, en þar er ein-
hver bezti vegur á landinu, —
og er það önnur saga — þar
fyrir ofan Botn í Geirþjófsfirði,
Stanza margir til að horfa á
dýrlegt útsýni. Norðmenn myndu
gera þar útsýnispall, girtan hand-
riði og kalla „Kóngsútsýni". En
við gerum ekki neitt. Vegfarend-
ur vita ekki, að þarna var Gísli
Súrsson á sínum tíma, og þar
fyrir neðan er allt skógivaxið.
Vel getur verið, að þetta sé í
verkahring Vegamálastjórnarinn
ar, og þá er það hennar að láta
nú hendur standa fram úr ermum
en eins og allir vita, er hún ein-
staklega viðbragðsfljót til allra
þrifaverka.
Storkurinn sagði: „Satt segir
þú hinn frómi, og hafðu sæll
mælt“ og með það renndi hann
sér renniflugi til höfuðborgar-
innar aftur og sönglaði á leið-
inni:
„Svífur að haustið, og sval-
viðrið gnýr“
Til leigu
4ra herb. íbúð, ca. 120
ferm. í nýju húsi við
Kleppsveg. Ársfyrirfram-
greiðsla. Tilboð er greini
fjölskyldustærð, sendist
Mbl. fyrir 22. sept. merkt:
„4277“.
Vantar létta vinnu
Ungan mann er ekki getur
unnið erfiðisvinnu vantar
einhverja létta vinnu, ekki
skrifstofuvinnu. Er lag-
hentur, hefur bílpróf. Tilb.
merkt: „Létt vinna 4273“
sendist afgr. Mbl.
Eldri hjón
sem eru tvö ein í heimili,
óska að taka á leigu litla
íbúð 2—3 herb. og eldhús.
Góðri umgengni heitið. —
Vinsaml. leggið inn tilboð
merkt „Húsnæði — 4285“
fyrir miðvikudag.
Atvinna Húsnæði
Ungur fjölskyldumaður ósk
ar eftir atvinnu úti á landi
við járnsmíðar. Margt ann-
að getur komið til greina.
Skilyrði að íbúð fylgi. Til-
boð sendist Mbl. fyrir 25.
þ.m. merkt: „Atvinna —
4058“.
Hótel VALKOLL
Zf Þingvöllum
Lokað mánudaginn 19. september
Hótel VALHÖLL
Verzlunar og skrifstofuhúsnæði
Til leigu er húsnæði á góðum stað í borginni fyrir
verzlanir, skrifstofur, teiknistofur eða aðra skylda
starfsemi. — Upplýsingar í síma 17888.
íbúð til sölu við Bugðulæk
Til sölu er 4ra herb. íbúð við Bugðulæk, sérinng.
sérhiti. Fallegur og vel hirtur garður,
Malbikuð gata. — Útborgun 550 þús.
Upplýsingar veitir:
Fasteignasalan
Skólavörðustíg 30. —- Simi
IMyndlÉstar - og I|,
handíðaskóli Íslands J
tekur til starfa 1. okt. Umsóknir um skólavist berist ^
fyrir 25. september. Námsskrá skoinns og umsóknar- %
eyðublöð eru afhent í bókabúð Lárusar Blöndal,
Skólavörðustíg og í Vesturveri. Skri.tstofa skólans er
opin daglega frá kl. 5—7 að Skipholti 1.
SKÓLASTJÓRL
ORIGINAL HANAU
HÁFJALLAS
veilir
aukinn þrótt
og velliðan
Ódýr sumarauki
fyrir unga
sem gamla.
SMITH & NORLAND H.F.
Einkaumboð:
Suðurlandsbraut 4
sími: 38320.
>
!
n
f
t,
1
I