Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21 sept. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjon: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður 3jarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garða.r Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. S:m? 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
RÁÐSTÖFUN SEM
MÆLIST VEL FYRIR
tofnun jarðakaupasjóðs til^
þess að kaupa jarðir, sern !
af þjóðhagsiegum ástæðum ei
talið æskilegt að fari í eyð',
mun vafalaust mælast vel
fyrir. Enn eru mörg býli á ís-
landi, sem ekki hafa þau ræi^
unarskilyrði, að fullnægjandi
geti talizt, og sem skapað geta
» grundvöll fyrir nútímabu-
skaparháttum. >eir, sem á
slíkum jörðum búa, hafa þo
eytt miklum hluta ævinnar,
mikilli vinnu og verulegum
fjármunum til þess að bæta
þessar jarðir og byggja þær
upp. En bágur efnahagur
þeirra hefur aftur orðið til
þess að draga niður fjárhags-
lega aðstöðu landbúnaðarins
í heild.
Það er þess vegna hyggileg
leið, sem nú hefur verið valiii
og ríkisstjórnin mun gangast
fyrir, að sérstakur sjóður
verði settur á stofn til þess að
kaupa þessar jarðir, þannig
að þeir, sem á þeim búa geti
hætt þar búskap, án þess að
fara frá ævistarfi sínu slippir
og snauðir.
" í sambandi við samkomu-
íag það, sem nú hefur orðið
í sexmannanefnd um fram-
leiðsluverð landbúnaðarvara
hefur ríkisstjórnin ákveðið að
gangast fyrir þessum aðgerð-
um, svo og öðrum, til dæmis
veitingu sérstakra hagræðing
arlána til landbúnaðarins og*
stofnun Hagræðingarsjóðs
sem hafi yfir 30 milljónun*
krónum að ráða til hagræð-
ingar, en af þeirri upphæð
verði 20 milljónir veittar sem
framlag til hagræðingar og
endurbóta í vinnslustöðvum
landbúnaðarins. Þá er enj-
-fremur gert ráð fyrir. að
Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins veiti lán til vinnslustöðva
og sláturhúsa á þessu hausti
ekki lægri upphæð en 30
milljónir króna, en það er
mun meira en áður hefur ver
ið lánað.
I>á verður veðdeild Búnað-
arbankans útvegað að láni fe
á árinu 1967 til þess að deil 1
in geti lánað til jarðakaupa
allt að 200 þúsund krónur a
býli í stað eitt hundrað þus
und króna eins og nú er gerr
Allar þessar ráðstafanir, sem
ríkisstjórnin mun gangast
fyrir, eru larrdbúnaðinu.n
mjög til hagsbóta og vænleg-
ar til þess að stuðla að heti
brigðara ástandi i þessuin
undirstöðuatvinnuvegi þjoð-
arinnar.
MERKIR ÁFANGAR
í SAMGÖNGU-
MÁLUM NORÐ-
LENDINGA
Cíðustu daga hafa borizt
^ fregnir um merka áfanga
í samgöngumálum Norðlend-
inga. Múlavegur hefur verið
opnaður og framkvæmdum
við Strákaveg hefur miðað
svo áfram, að jarðgöngin ei i
komin í gegnum fjallið.
Við Múlaveg hefur verið
unnið i 10 sumur, en hann
gerbreytir allri aðstöðu hins
myndarlega kaupstaðar, Ól-
afsfjarðar, og er að öðru
leyti mikil samgöngubót á
Norðurlandi.
Strákavegur mun tryggja
Siglfirðingum öruggar sam-
göngur allan ársins hring, en
þær hafa verið mjög erfiðar
mikinn hluta ársins.
Þessum merku áföngum í
samgöngumálum Norðleni-
inga er ástæða til að fagna.
Þeir munu verða Norðurlandi
til mikils hags, stuðla að aukn
um samgöngum milli byggð
arlaga, sem áður hafa venð
einangruð rnikinn hluta árs-
ins. /
ÞÁTTASKIL 'l
STJÓRNMÁLUM
NORÐURLANDA
ap Verkamannaflokksins
Noregi, og sú staðreynd
að borgaraflokkarnir hafa
reynzt fullfærir um að
stjórna landinu, hefur vaí*-
laust haft nokkur áhrif á úr-
slit sveitarstjórnarkosning-
anna, sem fram fóru í Svi-
þjóð sl. sunnudag og ósigur
jafnaðarmanna í þeim, en
hann er talinn hinn mesti,
sem þeir hafa heðið í þrja
áratugi.
Ekki er enn ljóst hvaða á-
lyktun ríkisstjórn jafnaða,-
manna dregur af úrslituni
þessara kosninga, en þó virð
ist hugsanlegt, að þing verði
rofið og efnt til almennra
þingkosninga, þar sem úrsht
kosninganna tákni það eitc
að ríkisstjórnin mundi sitja
gegn vilja almennings, ef hun
héldi fast við völdin.
Versnandi sambúð Frakka
og Kínverja
SAMBÚÐ Frakka og Kín-
verja hefur ekki verið sem
bezt síðustu mánuðina, og
virðast Frakkar nú vera furðu
lostnir yfir hinum hörðu árás-
um kínverskra blaða og frétta
stofnana á frönsku nýlendu-
stefnuna, einmitt á sama tíma
og De Gaulle heimsótti
Kambódíu og fordæmdi að-
gerðir Bandaríkjamanna í
Vietnam.
Franskar fréttastofur hafa
jafnvel látið í það skína að
árásir þessar séu fyrstu merk-
in um vinátturof milli Frakk-
lands og Kína, en árásirnar
hafa aukizt mikið og harðnað
að sama skapi frá síðustu ára-
mótum.
Þegar Frakkar viðurkenndu
Kínverska Alþýðulýðveldið í
janúar 1964, skapaði sú viður-
kenning aldrei fulla einingu
milli Kínverja og Frakka. í
harðri gagnrýni á Sovétríkin
þrem mánuðum áður, for-
dæmdu Kínverjar vináttu Sov
étstjórnarinnar við „frönsku
heimsveldissinnanna", — og
„menn eins og De Gaulle“.
Grein þessi var endurprentuð
nokkrum sinnum eftir viður-
kenninguna og síðar prentuð
í andsovézku ritgerðarsafni,
sem gefið var út í Peking á
síðasta ári.
Lykillinn að vináttusamn-
ingi Frakka og Kínverja var
andspyrna De Gaulles gagn-
vart Bandaríkjamönnum, og
var viðurkenningu Frakka á
kínversku stjórninni lýst í
kínverskum blöðum, sem að-
gerðum gegn Bandaríkjunum.
Á meðan kínverska stjórnin
leitaði afstöðu, sem gæti ver-
ið sameiginleg Frökkum gegn
Bandaríkjunum, sýndu þeir
Frökkum almennt vantraust,
sem auðvalds- og nýlendu-
veldi. Andúð Pekingstjórnar-
innar í garð frönsku stjórnar-
innar gerist nú æ augljósari.
í ársskýrslu fyrir árið 1965,
sem fréttastofan „Nýja Kína“
gaf út, er miklu rúmi varið
undir skoðanaágreining Banda
ríkjamanna og Frakka. M. a.
eru rakin þar andbandarísk
ummæli De Gaulle, andstaða
Frakka gegn íhlutun Banda-
ríkjamanna í Víetnam og Dom
ínikanska lýðveldinu, neitun
Frakka um að viðurkenna
dollarann, sem alþjóðlegan
gjaldmiðil, neitun um að
greiða framlag til friðargæzlu
Sameinuðu þjóðanna í Kongó,
kröfur Frakka um endurskipu
lagningu NATO, og afstaða
Frakka gegn Efnahagsbanda-
laginu og hinum svonefndu
Kenhedy umræðum um tolla-
mál.
Þó að þessar aðgerðir
Frakka féllu bersýnilega vel
í kramið hjá Pekingstjórninni,
hélt hpn samt áfram að láta
í ljós vantraust á frönsku
stjórninni, með því að skýra
stöðugt frá verkföllum, sem
gerð voru í Frakklandi.
Skýrðu kínversk blöð frá
óánægju franskra verkamanna
með stefnu stjórnarinnar, og
hve oft hún hefði gengið á
bak orða sinna, og látið undir
höfuð leggjast að koma til
móts við réttlátar kröfur
verkalýðsins.
l
Sambúð landanna var þó
ekki verri en svo, að þau
gerðu með sér loftferðasamn-
ing 1. júní sl. 20. júní hóf svo
De Gaulle 10 daga opinbera
heimsókn í Sovétríkjunum,
þar sem hann fékk ein-
stæðar viðtökur. í fréttum
kinverskra blaða frá heim-
sokninni gætti auðsærrar
gremju í garð forsetans, og 9.
júlí samþykkti þing rithöf-
De Gaulle
unda frá Asíu- og Afríku-
ríkjum fýrstu ályktunina af
mörgum sem beint var gegn
frönsku stjórninni. Ályktanir
þessar fjölluðu m. a. um eign-
aryfirráð Frakka yfir Sómalí-
landi og Kómóróeyjunum og
fyrrverandi nýlendur þeirra í
Niger, Malagasy og Kamero-
um. í þeim fyrrnefndu voru
Frakkar sakaðir um ómann-
leg grimmdarverk og villi-
mannslegar aðgerðir, en frels-
inu í þeim síðarnefndu lýst
sem „málamyndasjálfstæði" og
jafnvel krafizt hernaðarað-
gerða gegn nýlendustefnu
Frakka.
12. júlí afnámu Kínverjar
sérréttindi franskra ferða-
skrifstofa til að skipuleggja
hópferðir til Kína. Tveim dög-
um síðar sagði Chen Yi utan-
ríkisráðherra Kína í ræðu, að
trínveriar væru reiðubúnir að
gera tilraun ásamt Frökkum
LuL eo Áuuia al stað andspyrnu-
Mao Tse Tung
hreyfingu gegn Bandaríkjun-
um, og var það almennt álit
manna, að með þessum um-
mælum væri hann að reyna
að koma sambúðinni aftur í
rétt horf. Stefna Kínverska
alþýðulýðveldisins í Víetnam-
málinu krefst skilyrðislausrar
uppgjafar Bandaríkjamanna,
en slíkri uppgjöf hlyti að
fylgja alger valdataka komm-
únista í Víetnam. Tillaga De
Gaulles um að Bandaríkja-
menn flytji á brott herlið sitt
í Víetnam og hlutleysi lands-
ins síðan tryggt, er því ekki
í samræmi við kröfur kín-
versku stjórnarinnar, og það
er staðreynd, að flestir stjórn-
málaleiðtogar heims, sem leit-
að hafa eftir friðsámlegri
lausn Víetnamdeilunnar, hafa
verið kallaðir glæpamenn í
kínverskum blöðum. Meðal
þeirra má nefna Wilson, for-
sætisráðherra Bretlands, U
Thant framkvst. SÞ og frú
Indíru Gandhi forsætisráð-
herra Indlands.
De Gaulle hefur þó ekki
sætt slíkum ummælum, lík-
lega vegna þess að friðarum-
leitanir hans og þjóðhöfðingj-
ans í Kambódíu voru sameig-
inlegar, og Kínverjar vilja
ekki móðga þann síðarnefnda,
en þeir hafa látið vanþóknun
sína í ljós á sinn hátt, með þvi
að minnast ekki einu orði á
ummæli De Gaulles.
(Observer, öll réttindi
áskiiin).
Þessi þróun stjórnmálanna
á Norðurlöndunum er din
merkasta. — Jafnaðarmenn
hafa lengi haft þar mikla yfú
burði og verið alls ráðand) t
stjórn þessara noriænu landa.
Nú er greinilegt, að almenn-
ingur er tekinn að þreytast a
stjórn þeirra og vill reyna
borgaraflokkana, ekki sízt eft
ir þá reynslu, sem Norðmenn
hafa haft af stjórn borgara-
flokkanna þar. Þáttaskil virð-
ast framundan i stjórnmáium
Norðurlanda, og verður froð-
legt að fylgjast með fram-
vindu mála þar á næstunnc.