Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 71. sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 23 ÞÆR skoðunarfsrðir. sem Garð- yrkjufélag Tslands hefur efnt til í sumar hafa fengið verð- skuldað lof. Það sýndi sig bezt þegar boðið var til þátt- töku í hringferð um borgina til að skoða nokkra fallega garða. Minnst 100 manns, mestmegnis frúr og blómarósir mættu kl. 2 e.h. og í tveim strætisvögnum var fyrst haldið vestur í bæ. Formaður félagsins Kristinn Helgason stjórnáði ferðinni í heild og öðrum vagninum. í hin- um var leiðsogumaður Hafliði Jónsson garðyrk,ustjóri, og báð- ir leystu þessa vinnu sem „guides 1 eigin borg“ p: ýðilega af hendi. Allar götur. sern ekið var uro voru nefndar með nafni, einnig Garður Ámunda Sigurðssonar, Skoiunarferðir Garðyrkjufélagsins um skrúðgarða borgarinnar minnismerki og sagt var frá i nafni allra aimenningsgaroa, aldri og stnrð. Nú við stönzuðum við Faxa- skjól 4 þar sem Jóhann Wathne og frú Martha tóku á móti hópn um. Eins og vænta mátti af áður verðlaunuðum garði var allt í fínasta lag). biornaskrúð og upp að þakrennu sennilega hæsta „geitablað"1 í Reykjavík, og það | þrátt fyrir legu hússins að opnu hafi. Hér var snúið við og ekið að Kvisthaga 23 h]á Georg Lúðvíks- | syni. Einnig hér hafa áður verið veitt verðlaun og ekki að ósekju. Garðurinn, sem snyr að götu er mjög fallegur og nú þéttvaxinn en vel hirtur, en bak við húsið • I er yndislegur og hlýlegur blett- ur. Því næsc var haldið að Miklu braut 7 hja hin.im kunna blóma áhugamannt Gunnari Hannessyni en hann á mikið af fallegum rós- um, enda eitt af „sérhobbies“ hans. Þá var ekið lúsnægt gegnum Brekkugerði með mörgum fall- egum, nýjum görðum. Einn garð i sáum við þó ekki, því hann er staðsettur efst á tveggja hæða einkennilegu iiúsi fyrir enda göt unnar. Þá var okkur ekið i Smáíbúða hverfið til ÓJafs B Guðmunds- sonar lyfjafræðings, Langagerði 96. Þessi garður er í sérflokki, næstum þvi j hollenzkum stíl, því hver ferþumiungur er vaxta staður blóma, einar 500 tegund- ir í garðinum, og einnig runnar. Hafi eigandi þessi líka þökk fyrir iiðlegheit.in að hleypa svo mörgu fólki inn, en þar sem hér var eingöngu blómafólk á ferðinni var mjög vel gengið um. í Njörvasundi 12 hjá Guð- brandi Bjatnasyni og frú vakti athygli fyrir snvrtimensku, suna arblóma og gosbrunn. Við vorum nr komin nær því í hinn enda borgarir nar, svo snú ið var við og ekið um Vestur- brún með hinu annálaða fallega útsýni, að Kieifarvegi og með leyfi gengið um hinr. dásamlega, útlendingslega, en þó íslenzka suðræna garð hié Ámunda Sig- urðssyni. Sólin skein og þetta var góður endir ferðarinnar. — Leiðsögumönnunum var lofþakk að þegar við komum niður í mið bæ. Hinn ötuii formaður bauð þá til skoðunarferðav til fróðleiks og ræktunaruppörfunar í „Gras- garðinn“ í Laugardal viku seinna. Þá söfnuðust saman um 40—50 áhorfeudur Hér skýrðu Sigurður Aibert Jónsson garð- yrkjufræðingur og verkstjóri og hinn þekkti garðyrkjumaður og margreyndi blómagrúskari Krist inn Guðsteinsson frá öllu, sem sást eða menn vildu vita, nöfn á íslenzku eða latinu, aldur og ræktunarniöguieika blóma og runna. Þá voru þessar 3 eftirhádegis ferðir búnar. Nú nálgast berja- tíminn, með krækiberjum, blá- berjum, tins-. sól- og stikkil- berjum, en það er ekki neitt, sem maður skcðar heldur tínir og etur. Trúað get ég að ef Garð- yrkjufélag tslavds (sem er ekki fagmannafélag heldur fyrir alla blómaræktunar- og áhugamenn) héldi innanhus skemmtun t.d. með litskuggamyndum o. fl., myndi verða húsfyllir. Vonum vér að stjórnin kalli aftur næsta sumar og „láti hlómin tala“ — og blómailmurinn mun fylla loft ið í staðinn fyrir . . . nú já. — K. Br. LESBÓK BARNANNA Hraínkelssoga Freysgoða Teiknari: Ágúst Sigurðsson ' % Hann kvaðst eigi þræta þess mega. Hrafnkell svarar: „Fyrir hví reiðstu þessu hrossi, er þér var bannat, þar er hin váru nóg til, er þér var lofat? Þar mynda ek hafa gefið þér upp eina sök, ef ek hefði eigi svá mikit um mælt, en þó hefir þú vel við gengit.“ En við þann átrúnað, at ekki verði at þeim mönnum, er heitstreng- ingar fella á sik, þá hljóp hann af baki til hans ok hjó hann bana- hógg. Eftir þat ríðr hann heim við svá búit á Aðal ból ok segir þessi tíð- endi. Síðan lét hann fara annan mann til smala í selit. En har.n lét færa Einar vestr á hallinn frá selinu ok reisa vörðu hjá dysinni. Þetta er kölluð Einarsvarða, ok er þaðan haldinn miðr aftan frá selinu. 7. Sámr tók við máli á hendr Hrafnkeli. Þorbjörn spyrr yfir á Hól víg Einars, sonar sins. Hann kunni iila tíð- indum þessum. Nú tekr hann hest sinn og ríðr yfir á Aðalbol ok beiðir Hrafnkel bóta fyrir víg sonar síns. Hann kvaðst fleiri menn hafa drepit en þenna einn. „Er þér þat eigi ókunnigt, at ég vil engan mann fé bæta, ok verða menn þat þó svá gert at hafa. En þó læt ek svá sem mér þyki þetta verk mitt í verra lagi víga þeira, er ek hefi unnit. Hefir þú ver- it nábúi minn langa sýna, at mér þykir þetta verk mitt verra en önnur þau, er ek hefi unnit. Ek vil birgja bú þitt með málnytu í sumar, en slátr um j haust Svá vil ek gera við þik hvert miss- eri meðan þú vilt búa. Sonu þína ok dætr skui- um vit í brott leysa með minni forsjá ok efla þau svá, at þau mætti fá góða kosti af því ok allt, er þú veizt í mínum hirzi- um vera ok þú þarft at hafa héðan af, þá skaltu mér til segja ok eigi fyrir skart sitja héðan af um þá hluti, sem þú þarft at hafa. Skaltu búa, meðan þér þykkir gaman at, en fara hing- at, er þér leiðist. Mun ég þá annast þik til dauðadggs. Skulum vit þá vera sáttir. Vil es þess vænta, at þat mæli fleiri, at sá maðr sé vel dýrr“. stund, ok hefir mér lík- at vel til þín ok hvárum okkar til annars. Myndi okkr Einari ekki hafa annat smátt til orðit, ef hann hefði eigi riðit hest inum. En vit mundum oft þess iðrast, er vit erum of málgir ok sjaldnar mundum vit þess iðrast, þó at vit mæltim færa en fleira. Mun ek þat nú . Skrýtla Pétur litli: Mamma, hefur Stína sagði þér, að é~ hafi verið óþekkur meðan þú varst í burtu? -— Nei. — Jæja, þá aetla ég ekki að segja þér frá því, að hún braut kínverska blómsturvasann. 12 10. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson. 21. sept. 1966 Walter Stenström: Drengurinn og tröllið Einu sinni var karlsson, sem langaði út í heiminn í ævintýraleit. Honum fannst dauflegt heima í kotinu og aldrei skeði neitt. Að vísu hafði dcottningin í landinu dáið fyrir nokkru og síðar kom önnur * í hennar stað. En grunur lék á, að hún væri flagð og galdrakind, sem hafði orðið þess vald- andi að kongsdóttirin týndist úti í skógi, þegar hún var að leita að blómum. Karlsson gekk langt inn í skóginn í ævintýraleit. „Ævm týr, ævintýr, komdu og mættu mér‘‘, kallaði hann. t>egar kvöldaði settist hann á stem að hvíla sig. Allt í einu .sá hann, hvar tröllkarl kom skálmandi með stóran poka á baki. Þarna var á ferðinni hann Gamli- Trölli, sem var elztur þriggja bræðra. Hann var afburða ljótur. en ljotust af öliu voru þó eyrun á honum, svo löng, að þau löfðu næstum mður á jörð. „Klafs, klufs, klafs, klufs“, rumdi í honum við hvert skref, sem tók. „Gott kvöldið, gamii minn“, sagði karlsson. Tröllkarlinn stanzaði, sló til löngum eyrunum og kom loks auga á strak inn. „Þvílíkur dvergur", sagði hann. „Eg er enginn dvergur, ég er drengur", sagði karlsson „Strákpatti", leiðrétti tröiiið. „Osköp hefur þú lítil og ljót eyru. Líttu á mín! Það eru eyru, sem um munar. Ég er viss um að kóngsdóttirm verður hrifin af svona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.