Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID Miðvikudagtu 11. «sept. 1966 FYRIR svO sem 30—35 árum var Keflavík fámennt og fátæk- legt fiskiþorp, fátt um þau lífs- þægindi, sem fólkið í dag á við að búa, og kann vart að meta sem skyldi, því yngri kynslóðin þekkir ekki eða man það, sem áður var þó skammt sé umliðið. Þá voru húsin fá og smá, flest timburhús, klædd bárujárni, hituð með kolaofnum, og eldað á kolaeldavélum. Mikil fram- för þóttu þegar olíuvélar — tví- og þríkveikjur — komu og kolakyntar miðstöðvar voru lagðar. Þá komu kolaskip til Keflavíkur og í fjörunni sást ekki spýta, því allt var notað til eldsneytis. Það tók langan Keflavík séð úr lofti. Ilöfnin fremst á myndinni. kippi, sem Keflavík tekur — frá fátæku fiskiþorpi til fjórða stærsta bæjar landsins. A síðustu 10 árum voru byggðar hér 622 íbúðir, sem samtals voru 220,219 tenings- metrar. Göturnar breikka og lengjast. Malbikaðar hafa ver- ið 3500 metrar og í sumar verða malbikaðir 2000 metrar, og undirbyggðar hafa verið 4000 metrar sem tilbúnar eru undir malbikun, eftir því sem henta þykir. Gangstéttir eru nú lagðar meðfram bæði fullbún um götum og ófullbúnum og er lengd gangstétta orðin margir kílómetrar. Þannig heldur Keflavík á- fram að svara kröfum tímans á öllum sviðum. Vatnsveitan hefur verið tvöfölduð og út- hverfunum tryggt nægjanlegt vatn, skólpleiðslur stækkaðar og auknar — og það sem ef til vill er mest um vert, er að nú eru hús ekki byggð nema við fullbúnar götur, undir var anlegt slitlag; en áður fyrr var aðeins iátinn ofaníburður yfir moldina, sem aldrei var er framfarabær Keflavík KJgi S. segir fréltir frá Kejla- vík úr fortíð og nútsð Skólavegurinn, sem nú verður malbikaðui. tíma að fylla öskutunnu því jafnvel askan var margnotuð til brennslu. Vatnið var sótt í brunna með dönskum vatns- póstum, og vatnsberagrindin nauðsynlegt heimilistæki. Göt- urnar voru mjóir malarstigir, enda farartækin ekki svo stór eða hraðfara eins og nú. Götu- kantarnir hlaðnir svo nálægt hver öðrum, sem frekast var unnt þvi færri malarskóflur þurfti þá til ofaníburðar. Djúp- ar holur og hólar gerðu um- ferðina hægari og hættulausa, en oft var erfitt að skrönglast með kola- og saltbílinn um þessar mjóu götur. Samgöngur . við umheiminn voru af skorn- um skammti, vörubílar fluttu soðmatinn til Reykjavíkur og nokkrar nauðsynjar til baka. Fólksflutningar fóru þá fram í svokölluðum „hálfkössum“ og voru farþegar sóttir heim og skilað á áfangastað og sóttir og skilað aftur, gegn vægu gjaldi — tveim krónum eða svo. Ferð- in tók 2% tíma og stundum meira, en nú ganga 40—60 manna hraðbílar milli Kefla- víkur og Reykjavíkur á tveggja klukkustunda fresti, og eru 50 mínútur á leiðinni og gjaldið 30 sinnum hærra að krónutölu. Á þessum árum var í þorp- inu stór og góður barnaskóli, á sína vísu, sem byggður var 1911 og kirkja byggð 1914 með prestsetri að Útskálum. Nú er verið að stækka kirkjuna og prestur situr í Keflavík. Upphaf Keflavíkur er fyrst að finna í sambandi við verzl- unarstríðið og síðan einokunar- verzlun Dana — og tróna hér ennþá húseignir H.P. Duus, þó hrörnandi séu mjög, og týni tölunni óðum. Duus hætti verzl un sinni og útgerð 1920 og eftir það er landaeign og húsakost- ur Duusverzlunarinnar leigður ýmsum, og að lokum selt til félags einstaklinga, því þá hafði Keflavíkurhreppur ekki efni á að kaupa, enda þótt eigninni fylgdi helmingur þess lands, sem Keflavíkurbær stendur á. Þáverandi ráðamenn sáu ekki fyrir þensluna sem skapaðist af síðari heimsstyrjöldinni. — Nú verður vafalítið að kaupa land- ið á jafnmarga milljónatugi, eins og hundruð þúsundanna voru í þá tíð. Útgerð, fiskveiðar og stækk andi skip, hefur alla tíð verið burðarásinn í vexti og við- gangi Keflavíkur og er svo enn í dag. Þegar ég kem til Keflavíkur fyrir eitthvað . um 35 árum, voru hafnarskilyrði fiskibátanna mjög erfið og lé- leg. Bátarnir lágu fyrir fest- ur úti á víkinni og höfðu tvær hallabryggjur — Miðbryggjuna og Básinn — til að losa afl- ann við, og var þar oft þröngt og erfitt athafnasvæði, einkum í norðanátt. Miðbryggjan var aðalathafna svæðið, enda voru þar í kring söltunar- og verkunarstaðirnir flestir. Innbyrðis óeining kom lengi vel í veg fyrir upphaf varanlegrar hafnargerðar, þar til hinn mikli bjartsýnis- og framfaramaður, Óskar Halldórs son, hóf hafnarbyggingu við Vatnsnes, af miklum vanefnum þá. »■ Hafnarmál Keflavíkur er löng og merkileg saga út af fyrir sig og verður drepið á nokkra þætti hennar hér síðar. Áður fyrr var allur Reykjanes- Barnaskólinn í Keflavík. Skrúógaioumm og 17. júni stong in l'remst a myudniiii Sjúkrahúsið í Kcflavík. skaiginn, vestan Vogastapa, einn hreppur — Rosmhvalanes hreppur. Árið 1908 er Kefla- víkurhrepp skipt útúr, ásamt Njarðvíkum og verða þá til Gerða- og Miðneshreppur — síðar er svo Njarðvíkurhrepp ur myndaður og skilinn frá Keflavík, fyrir áhrif þröng- sýnna manna, en Keflavík og Njarðvík eru landfræðilega og skynsamlega einn og sami staðurinn. Keflavíkurhöfn gengur svo kaupum og sölum og að síð- ustu selur Keflavíkurhreppur eignahluta sinn í höfninni og notar 415 þúsund til að kaupa togara, sem kostaði 5 milljónir að losna við síðar. Þá varð til Landshöfn Keflavík—Njarðvík. Milljónatugum hefur verið var ið til byggingar Njarðvíkur- hafnar, en þangað koma láir bátar, því það vantar meiri sjó í höfnina. Bjarni Einarsson framkvæmdamaður, er að byggja þar dráttarbraut fyrir stóra báta og hafði dýpkunar skipið Grettir í allt sumar til að reyna að grafa rás að braut til friðar Allt þetta varðandi gatnagerð eru skynsamlegar framkvæmdir í vaxandi bæ, þó þær séu kostnaðarsamar ver- andi kynslóð. Nú er eðlilega verið að stækka skólana, bæði barna- og gagnfræðaskólann. Barnaskóla- húsið nýja, sem byggt var fyrir nokkrum árum, er nú orðið of lítið og viðbygging, hafin við það. Á síðasta skólaári voru yfir 1200 nemendur í barna- og gagnfræðaskólanum, auk þess voru 130 nemendur við Tónlistarskólann og 80 nemend- ur við Iðnskólann, starfsemi Æskulýðsráðs í nýja Tómstund arheimili var mikið sótt, og hefur gefið góða raun. Félagslíf er með miklum blóma, þó áður fyrr ætti það örðugt uppdráttar. Mér telst svo til að í Keflavík séu yfir 60 félög með jafnmörgum stefnu skrám. Við höfum hér ágætan karlakór og kvennakór — lúðra sveitir, tvær Bítlasveitir, með gítar og græjur spretta upp, eftir því sem hárið vex. Íþróttalífið er með nokkrum Gömul mynd af Miðbryggjunni. inni fyrir stærri báta. Efrafail er orðið þrem vertíðum eítir áætlun með að byggja bryggj- urnar í Njarðvík, á meðan Keflavík bíður eftir nauðsyn- legri fyrirgreiðslu. Nóg um þetta að sinni. Tæki- færi kunna að gefast síðar. Keflavík er vaxandi bær. Við þurfum ekki að líta 30 ár til baka til að sjá. Þá tjör- blóma — handboltastúlkur og sundgarpár geta sér góðan orð- stír, yngstu flokkarnir í knatt- spyrnu feta trúlega í fótspor Islandsmeistaranna frá Ketla- vík. Bæjarfélagið hefur stutt vel að íþróttalifinu og er nú 1 byggingu fullkominn grasvöll- ur með öllu tilheyrandi og gamla malarvellinum vel við- Framhald á bls. lð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.