Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 21. sept. 1966 Stöllurnar í herbergi 59, María S kagan til haegri og Þórunn Guð mundsdóttir. „Aö þola að sigra þau“ Rabb við Itfaríu Skagan á Elliheimilinu A AUSTURGANGI Elliheimilis- ins Grundar í Vesturbæ Rvíkur- borgar í herbergi 59 búa tvær stöllur, þær Þórunn Guðmunds- dóttir og María Skagan. Þegar blaðakona Mbl. var á gangi þarna vesturfrá einn laugardag- inn núna fyrir stuttu, tók skyndi- lega að rigna og skemmsta leiðin tíi að forðast vaetuna, var því að fara inn í Elliheimilið og dvelja þar á meðan regnið buldraði niður. Svo heppin var þessi blaðakona að þekkja á Elliheimil inu góða og skemmtilega konu, sem var fús til viðræðna þessa stund. Þessi kona er sú síðar- nefnda af þeim sem ofan getur, María Skagan. Hún er 40 ára frá mörgu að segja og vill gjarnan tala, og maður hlýðir á með hinni mestu ánægju. — En þú starfar eitthvað, María, er það ekki? — Það er nú það, að starfs- aðstaða hér er ekki góð, mér finnst eins og vinnukraftur ör- yrkja sé ekki nýttur sem skyldi. En þetta á etfir að breytast. Þessi mál eiga eftir að þróast upp í það sem þau eru í Dan- mörku. Þar er samvinna á milli sjúkraþjálfara, föndurkennara, lækna og félagsráðgjafa um líð- an og starf öryrkjanna. Með þess ari samvinnu fæst í fyrsta lagi vitneskja um það hvert hugur gömul og öryrki eftir slys, sem sjúklingsins hneigist mest og í öðru lagi hvað geta hans leyfir. Þannig geta læknar, sjúkraþjálf- arar og föndurkennarar leiðbeint hún varð fyrir 18 ára að aldri, — Sæl vertu, María. — Nei, sæl og blessuð. Komdu nú hérna inn og rabbaðu við mig. Hafðu ekki áhyggjur út af henni Þórunni, hún heyrir ekk- ert blessunin. Hún situr þarna á rúmstokknum sínum með prjón- ana sína á milli handanna og hefur hugann óskertan við þá, en hún Þórunn mín er svo góð, alveg eins og bezta amma. Ég tyllti mér á rúmstokkinn hennar Maríu. en hún sezt á söðulstólinn sinn, sem hún segir mér að sé eini stóllinn, sem hún getur setið á. — Læknirinn í Hornbæk á Norður-Sjálandi út- vegaði mér þennan stól, segir hún. — Ég var þar lengi á hæli og þar hef ég náð einna mestum framförum. Ég á tvo svona stóla, hinn er hjá pabba og mömmu. Þetta er eini stóllinn, sem ég get setið við og vélritað. — Hvað gerirðu þér til dund- urs hérna á Elliheimilinu, María? — Hérna á Elliheimilinu, seg- irðu, og ég veit hvað þú átt við. Ég kom hingað í haust, því hér er góð heit innilaug og ég á fyrst og fremst að stunda æfing- ar og vera í heitu vatni. Þetta er ein bezta æfingalaug, sem völ er á hérlendis. — Það er enginn staður til fyrir okkur öryrkjana svo ég er nú hér niðurkomin núna. Nú, það eru æfingarnar, sem ég verð sí og æ að stunda og svo má segja að þetta eilífa randarí á herbergin drepi fyrir manni tímann. Það er gaman að hlusta á Gamla fólkið, það hefur sjúklingum um starfsval og fé- lagsráðgjafar síðan útvegað þeim vinnu. — Reiknarðu með að vera lengi hér á Elliheimilinu? — Ég veit ekki hvernig það verður, mest langar mig til að vera hjá pabba og mömmu, þar sem ég lengstum hef verið. Þar sem þau búa núna er um 30 tröppur að ganga upp, svo það gengur ekki. En mamma á nú orðið erfitt með gang, orðin full- orðin kona, er búin að fá tvisvar blóðtappa eftir uppskurð, svo þau eru að reyna að skipta um húsnæði og langar mig þá mest til að fá 1—2 herbergi hjá þeim. — Ég minnist þess einkar vel að þú sért bókhneigð. — Já ég les mikið og hef sér- staklega gaman af ljóðum. En það er nú bara þetta með bæk- ur, þær eru svo dýrar, að vísu er bókasafn hérna en nýjustu bækurnar er aldrei hægt að fá, þær eru alltaf í útláni. Mér finnst vanta „Pocket“ bókaútgáfuna t.d. ætti að gefa bækur þánnig út í endurútgáfu, eins og gert var með „79 af stöðinni". Þá geta þeir sem ekki sjá í aurana keypt fyrstu útgáfu, við hin bíðum og kaupum þá seinni. — En varstu ekki eitthvað að tala um það áðan að þú vélrit- aðir? — Jú, ég vélrita spakmælin mín. — Spakmælin þín? — Já, ég er að safna spak- þarf ekki að vera langt, sérhvert orð var eitt sinn kvæði“. Þegar hér var komið sögu, stóð María Skagan upp, gekk óstyrk- um skrefum að skrifborðinu sínu og tók þar upp þykka möppu, er hún síðan rétti mér um leið og hún sagði: — Hérna hefurðu spakmælin mín og nú langar mig til að lesa nokkur þeirra upp fyrir þig. í möppunni voru fjöldamörg hólf og Maria Skagan fór með höndina ofan í nokkur þeirra, dró upp úr hverju þeirra nokkr- ar vélritaðar síður og sagði: — Hér er sálin, og hér er vizkan, nú og hér hefurðu veruleikann. Einhvers staðar hér á hjartað líka að vera. Jú, hér er það og hérna hefurðu guðina. Þannig hefur hún „sorterað" spakmælin sín niður í þessa þykku möppu. — Sum af þessum spakmæl- um mínum eru þýdd úr „Sand and Foam“ eftir Kahil Gibran, en hann er einn af mínum uppá- haldshöfundum. Ég er alltaf að lesa og svo tíni ég svona út úr hitt og þetta, það veitir mér mikla ánægju. — Þú varst á skóla, er það ekki? — Ég var i Verzlunarskólan- um, en kláraði hann aldrei. Ég varð fyrir slysi. — Sjáðu nú t.d. þetta hérna í „Sand and Foám“, segir hún. „The reality of the other person is not in what he reveals to you, but in what he cannot reveal to you“. Þetta mælum í eina bók og langar mig fl°kka ég undir veruleikann er til að hún komi út í janúar— febrúar. Ég á bara eftir að fá leyfi hjá nokkrum höfundum. Það er ekki svo ýkja langt síðan ég byrjaði að safna þessu saman, en allt frá því ég var telpa hef ég haft áhuga á spakmælum. Mér fannst alltaf meira gaman að einu spakmæli en langri ræðu, enda er það nú einu sinni þannig, að það sem oft er bezt í ræðunum eru spakmælin eða ljóð, sem ræðumenn mjög svo viturlega salta oft inn í ræður sínar. Það vill oft verða þannig að ef menn ætla að segja eitt- hvað, nota þeir alltof mörg orð, sem síðan útvatnast bara og verða meira og minna merkingar laus. Það er nefnilega eins og Emerson eitt sinn mælti: „Kvæði — Komdu með eitthvað á ís- lenzku. — Hér er dálítið um þögnina, það er úr bókinni „Dagen för í Morgen“ eftir Leif Jörgensen. „Einmitt það sem hann lét ósagt var mér mikilvægast. Veröld þagnarinnar er án endimarka, orð eru oftast hindranir — óyfir- stíganlegur virkisvetur sem ein- angrar mennina hvorn frá öðr- um. Orð eru síðasta úrræðið sem við grípum til, ef við getum ekki talað saman. „Hér eru tvö, sem eru stutt og laggóð „Vitur maður spyr sjálfan sig, heimsk- inginn aðra“, og hitt, „Að þola örlögin er að sigra þau“. Þetta er úr Kristöllum. — Hér er enn fleira um þögn- ina. — Æ, nei, ekki meira um hana. Menningarsjóður Súðavíkurhrepp 'Ávarp til íbúa Súðavíkurhrepps FYRSTU ávarpsorð mín skulu vera samfagnaðaróskir. Ég trui því, að byggðarlagið hafi eign- azt þroskavænlegan kvist, sem mun vaxa og verða ar’ðsamur, þegár fram líða stundir, og pví ábatasamari sem þroskaár hans verða fleiri. Þessi gróandi kvistur er mér kær. Þið — en ekki ég — eigið að njóta ávaxtanna. Hann á að vera ykkur hvatn- ing til dáða og drengskapar, afl- vaki menningarátaka í framsókn til bættra lífskjara, já, miklu betri lífskjara og þægilegri en við nýliðarnir í byrjun tuttug- ustu aldarinnar bjuggum við. Gróðurkvisturinn, sem ég nefni svo, er Menningarsjóðjr Súðavíkurhrepps. Hann var stofnaður árið 1965. Fyrsta út- hlutun úr þessum sjóði mun fara fram árið 1970. Það, sem kom mér til þess að senda ykkur þeskar línur, er sú staðreynd, að sjóðurinn er að engu leyti mm eign, heldur að öllu leyti sam- eign ykkar. Nú vil ég vinsamlegast benda ykkur á, að mér sýnist eðlilegt að þið vilduð stuðla að sem ör- ustum vexti hans og sýnduð hon- um velvilja og hlýhug, t. d. með því að efla hann með áheitum og gjöfum nú í góðærinu, mögru ár- in geta líka komið. Loks vil é° minna á, að vel væn viðeigandi að minnast latinna ástvina með dánargjöfum til sjóðsins. Minnist þess sérstaklega, að allir íbúar byggðarlagsins, ungir sem gamlir, munu, beint og ó- beint, njóta góðs af starfsemi sjóðsins, kynslóð fram af kyn- slóð. Höfuðstólinn má aldrei skerða, en helmingur af öllum vöxtum af höfuðstól, áheitum, gjöfum og minningargjöfum verður lagður árlega við höfuð- stólinn, hinn helmingurinn verð- ur til úthlutunar. Ef við verðum öll samhuga um eflingu þessa sjóðs og fylgt verður þeim grundvallartillög- um, sem ég hef gert um ávöxtun hans, þykir mér ekki vonlaust, að þessi sameign ykkar muni verða um ein milljón króna árið 1985, á hundrað ára árstíð minm. Hér að framan hef ég nú hva.t ykkur öll til samstarfs og ég treysti því, að þið munið ekki bregðast í þessu ykkar eigin vei- ferðarmáli. Nú er ég sjálfur orðinn áttatíu og eins árs og vel þa'ð, þetta verð ur síðasta átakið sameiginlega með ykkur Súðvíkingum. Handleiðsla Guðs míns hefur alltaf verið mér dásamlegur styrkur, og ég finn æ betur til nálægðar hennar og i trausti tii ósköp ertu mikið fyrir þögnina, María mín. — Já, segir hún og brosir. — Það á nú rætur sínar að rekja til dvalar minnar í Danmörku. Ég fékk svo mikið af kjaftæðinu þar, að síðan kann ég svo vel að meta þögnina. Kerlingarnar þar* voru alltaf síkjaftandi þar og mest um mat. — En hér er kafli úr bók eftir Gorki, en þann höfund held ég mikið upp á: „En meðal annarra orða, þar sem ég hafði þrengt mér inn í leik lífsins af slíkri gjör- bygli, þá hafði ég týnt því niður að hata, en ekki vegna þess að það sé erfitt, — að hata kemur ósköp auðveldlega — heldur vegna hins, að slíkt er gagns- laust og jafnvel ósæmandi, því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá hata menn eitthvað, sem er þeirra eigið“. — Svo langar mig til að lesa fyrir þig eitt sem er um lífið: „Lífið er ekki viðfangsefni, sem unnt er að leysa heldur leyndar- mál, sem þú verður að lifa‘. — Og að lokum langar mig til að þú hlustir á enn eitt spak- mælið, og það er um manninn, og um leið ætla ég að segja þér, að það er í öðru fólki, sem ég finn gleðina. Þetta spak- mæli er svona: „Ef nokkuð er til í heiminum í raun og sann- leika heilagt og stórfenglegt, þá er það aðeins hinn sívaxandi maður, — hann er dýrmætur, jafnvel þegar hann er mér ekki að skapi“. Þar með kveð ég þessa stór- brotnu konu. S. ól. 4 prófessors- embætti laus í LÖGBIRTINGI frá 10. sept. eru auglýst laus til umsóknar fjögur prófessorsembætti við Háskóla Islands. Þessi embætti eru: Eitt i lögfræði. Þrjú í heimspeki- deild, þ.e. eiit í ensku, eitt í Norð urlandamá’.um, einkum dönsku og eitt í ahnennri sagnfræði. Umsókna' Irestur um stöðurnar er til 10. oktober. hennar geri ég þetta áheit. Ef mér endist líf og starfsorka, heiti ég því að greiða í Menning- arsjóð Súðavíkuriirepps og Barnasjóðinn kr. 25.000 — tuit- ugu og fimm þúsund krónur —■ á ári, árin 1967—1970, af starfs- launum mínum, sem skiptist til helminga á milli sjóðanna, ef sjóðsstjórnin samþykkir eftirfar- andi tillögu mína: Barnasjóðurinn verði sérdeild innan Menningarsjóðsins með að skildum fjárhag, þannig, að af peningum þeim, sem standa ínni á sparisjóðsreikningi í Lands- bankanum á ísafirði, verði i.ö'3 inn á sérstaka sparisjóðsbox Barnasjóðsins, stofnupphæð, sem fullnægi tilgangi hans. Hver sú upphæð þarf að ven, hef ég ekki getað gert mér grem fyrir, þar eð ég hef engin sv )r fengið við endurtekinni beiðui minni til oddvita og fyrrveranai sóknarprests um nauðsynlegar upplýsingar. Sömuleiðis hefur sjóðsstjórnin ekki sinnt fyrirspurn minni j.n verkaskiptingu innan hennar, og hlýt ég hér enn að ítreka beiðni mína um svör. Þar sem., málefni sjóðsins eru mér áhugamál, leyfi ég mér að bera fram þá ósk við þá, sem með þau fara, að ég fái að fylgj- ast með fjárhag sjóðsins, meðan ég lifi. Ef stjórnarmeðlimum þykir ég leggja þeim ónæðissamt starf á herðar, þar sem er ávöxtun sjóðs ins samkvæmt áðurnefndum til- lögum mínum, verð ég að segja, að mér sýnist, að efling og við- gangur sjóðsins hljóti að vera oddvita hreppsins sérstakt áhuga mál, þar eð hér er vissulega um hagsmunamál byggðarlagsins að ræða. Grímur Jónsson frá Súðavík,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.