Morgunblaðið - 21.09.1966, Side 24
24
MORGU NBLADID
Miðvikudagur 11. «ept. 1966
ÚTVARP REYKJAVÍK
AJLDARAFMÆLI orófessors Gjð
mundar Hannessonar var 9. þ. m.
Minntist Ríkisútvarpi'ð þess með
klukkustundar dagskrárlið. Páll
V; Kolka læknir flutti æviágrip
Guðmundar, Vilhjálmur Þ. Gisla
son útvarpsstjóri og Kristjan
Eldjárn þjóðminjavörður lásj
upp kafla úr ritum hans. Guð-
mundur Hannesson læknir var
ákaflega vel ritfær maður, skrir-
aði fagurt mál og var skýr og
ekorinyrtur í framsetningu
þeirra mála er um fjallaði i
hvert sinn. Hann leit ætíð á öll
mál frá fleiri en einni hlið og
ethugaði gaumgæfilega. Ég
þekkti þennan ágætismann fra
barnæsku minni, 'r hann var
læk-nir í Skagafirði og mikiii
vinur foreldra minna. Síðar varð
hann læknir minn meðan hann
stundaði íækningar hér í borg-
inni. Má hiklaust telja hann .
flokki merkustu manna samtíð-
ar sinnar. Páll Kolka lýsti honum
vd og rétt. Deila má um. hvorki
ekki hefði mátt fá skemmtilegri
kafla til upplesturs en þá, er
fram voru bornir, en sá á völina
sem á kvölina, þegar af mörgu
og merkilegu er að taka.
f þætti þeirra Brynju Bene-
diktsdóttur og Hólmfríðar Gunn-
arsdóttur 10. þ. m. áttu þær m. a.
tai við Ævar Kvaran um íslenzKj
tungu o. fl. Ævar Kvaran, leik-
ari, leiklistarkennari og fyrirles-
ari, meðal annars, er, sennilega
einn þeirva manna, er nú flytja
áheyrilegast og fegurst íslenzkt
mál í útvarpi. Hann kann að lesa
og hefnr hæfiieika til þess. Hann
ta.að; um .sparibúning tungunn-
er", sem hann nefndi svo og
lagííi áherzlu á. að gott mál væri
k»»>nt í öilum skólum landsino.
Ég spyr: Er það ekki gert?
Kvaran vill innleiða ho-fram-
burð og afnema linmæli, en dó
vill hann ekki að landshlutir
leggi niður sín sérkenni í máli,
svo sem norðlenzka k-hljóðið og
vestfirzka a-hljóðið á undan ng
(tangi). Ekki veit ég hvernig á
að samríma þetta. Og þó, hugsan
legt er það. — Kvaran krefst
þess að þeir er stunda leiklist
svo og útvarpsþulir. prestar og.
aúðvitað, kennarar læri fagran
framburð. Þetta er alveg rétt en
því miður ekki ætíð farið eftir
því. Þulir útvarps eiga t.d. ætíð
að vera vel læsir. Nú eru sumir
ágætir, en aðrir lakari. Þetta
samtal við Ævar Kvaran var
fræðandi og skemmtilegt.
Þá töluðu þær um leikhúsmál
í tilefni af því að leikhúsin erj
nú að hefja starfsemi þessa dag
ana. — Sagt var, að húsmæður
hefðu helzt frið til að fá sér kaffi
bolla og líta í blað eða bók á
morgnana eftir kl. 9 er húsbónd-
inn er farinn í vinnu. Margir hus
bændur fara nú fyrr og ég hélt
áð húsmæður hefðu. yfirleitt
mjög annríkt á morgnana? —
Um áramót ’68—’69 fá Sviar tvö-
falda útvarpsskrá auk sjónvarps.
Fróðlegt að vita það? f Rúss-
landi á sunnudagurinn bráðum
að verða hvildardagur, jæja.
hafa Rússar aldrei hvílt sig síðan
kommúnistar komust til valda?
James Bond er ekki lengur' í
tízku, annar kominn í staðinn,
Cotton, held ég hann heiti. —
Fjórða kona Maós tekur þátt í
æskulýðsbyltingunm. Sagt tals-
vert af kvennamálum einvalds-
herrans. — Jú, mér þykir mikiu
ljótara að drepa konur og börn,
en þótt karlmenn stúti hver öðr-
um, af hverju .... þetta konur.
Líklega atavism? — Þátturinn
var skemmtilegur þegar á alit
er litið.
Leikritið „Ókunn vídd“ eftir
Harry Penson, þýtt af Magnúsi
Torfa Ólafssyni, stjórnað af Jón-
asi Jónassyni, leikið af afbragðs
leikurum, var ágætt í sinni röð.
Getur vel verið að í því felist
mikill sannleikur.
Prófessor dr. Rcihard Beck, sá
góði íslandsvinur, flutti hjart-
næma kveðju við brottför sína
héðan. Hann og kona hans hafa
dvalizt hér um stuttan tíma ■
sumar. Fáa betri syni og mál-
svara mun land vort eiga er-
lendis nú. Ættjarðarást hans er
vafalaust sönn og fölskvalaus.
þótt hann sé borgari í erlendu
ríki. Heill og þökk fylgi þeim
ágætu hjónum.
Þátturinn Á náttmálum (Vé-
steinn Ólason og Hjörtur Páls-
son). Lesið var úr ferðabókum:
Uno von Troil, Ebeneser Hender-
son og Dufferin lávarður. Gami
ir og góðir kunningjar í „spari-
búningi", svo ég noti orð Ævars
Kvaran. Færeyingar kváðu sinn
grindadrápssöng. Kannske ein-
hverjum hafi þótt gaman af því?
Sigurjón Jóhannsson, ritstjóri
frá Akureyri, talaði um daginn
og veginn á mánudaginn. Talaði
ryrst um kulda nyrðra, snjó á
Vaðlaheiði og norðanhret. Mest
ræddi hann um háska þann er
þjóðinni í heild stafáði af of-
þenslu byggðar hér við Faxaflóa
þar sem nú býr yfir helmingur
landsmanna. Fannst mér nokkur
norðankaldj í ræðumanni og
anda kalt á okkur „fyrir sunn-
an“. „Litla þjóð, sem átt í vók
að verjast, vertu ei við sjálfan
þig að berjast“, sagði sá spa«.i
maður Jón Magnússon skáld.
Nóg er um það.
Pétur Sigurðsson ritstjóri tal-
aði um Chafterbury lávarð er
uppi var á öndverðrj 19. öid og
barðist alla ævi fyrir bættum
kjörum verkaiýðs, einkum barna
er voru látin þræla í kolanámum
og verksmiðjum svo og bættri
meðferð geðsjúkra. Þetta var
holl og góð ræða, líkt og það, er
Ævar Kvaran ræddi um Cuming
ham hinn ameríska nýlega. Væri
æskilegt að sem flestir hlustuðu
á vel sagðár ævisögur göfugra
manna, því það er mannbætandi.
Áttræðisafmæli dr. Sigurðar
Nordal var minnzt á viðeigandi
hátt í Ríkisútvarpinu 16. þ. m.
Prófessor Steingrímur J. Þor-
steinsson flutti skörulegt og á-
gætt ávarp og mælti m. a.: „Sig
urður Nordal hefur haldið og
heldur á lofti menntakyndli sem
lýsir langt út í lönd og vermir
og bjarmar í hugum íslendinga
um ókomnar tíðir'1. — Þá lásu
úr verkum Nordals Lárus Páls-
son, frú Ólöf Nordal, Andres
Björnsson, Kristján Eldjárn og
dr. Sigurður Nordal sjálfur, er
las snilldarlega þýðingu sína a
kvæðinu Atlantis eftir Gustav
Fröding. Ég held að dr. Sigurður
hafi haft um tvennt að velja á
unga aldri, verða, eins og hana
varð, vísindamaður og skáld, eða
aðeins skáld og hygg ég þá að
hann hefði orðið fyrsti maður,
ísienzkur, að hljóta Nóbelsverð-
laun. En fyrir menningarlegt
sjálfstæði vort eigum við íslend-
ingar, vafalaust, engum núlif-
andi nútíðarmannj meira að
þakka en honum. Langa ævi hef
ég verið að læra af honum og
það geta margir sagt, lær’ðir og
■eikmenn. Enginn maður ritar
jafn auðskilin vísindarit og
skemmtileg, svo og um heimspeki
og dulrúnir tilverunnar. — Dr.
Gylfi Þ. Gíslason segir um hann
í afmælisgrein: „Mesti vísinda-
maður þjóðar sinnar fyrr og síð-
ar í þeim fræðum sem ávallt
hafa verið henni hjartfólgnast-
ust, kunnastj maður veraldar á
því sviði“. Og dr. Kristján Eid-
járn segir, að naumast muni nokk
ur maður, fyrr eða síðar, hafa
komið með jafn staðgóða mennt-
un hingað heim og Sigurður Nor-
dal er hann tók við starfi, sem
kennari.
Þorsteinn Jónssoo.
Reglusomur muður
óskast til að keyra vörubifreið.
Upplýsingar á skrifstofunni.
H.F. Humor
ATVINNA
Röskur maður óskast til starfa í fiskbúð. Góð
vinnuskilyrði. Uppiýsingar gefur Valgarð J. Ólafs-
son í sima 12175.
3
LESBÓKBARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
stórum og fallegum eyr-
um. Míkil hörmuna er
að sjá þessa eyrnasnepla
á þér, veslingur"
,.Ég er ánægður með
þau eins og þau eru. En
hvað hefur þú í pokan-
um, gamli minn?“
„Pokinn er fuilur af
silfUrkornum, sem ég
var að tína. Ofan á þau
lagði ég svo feita og
fallega rottu. Kóngsdot:-
irin verður glöð, að fá
hana. til að naga“.
„Hvaða kóngsdóttir?"
„Skiptu þér ekki af
því“, sagði tröllkarlinn.
Hann sló til eyrunum og
horfði illúðlega á karls-
son.
„Ég gæti með göldrum
gert þig að svartri pöddu
ef ég vildi", sagði hann.
„En þú ert hvort sem er
svo ljótur, að ljótari getur
þú varla orðið. Ef þú
hittir bræður mína. þá
segðu þeim, að ég hafi
farið upp í fjallið“. Og
hann þrammaði af stað.
„Vertu sæll, garnli"
sagði karlsson. Hann sat
einn eftir á steimnum
og hlustaði á, hvernig
brakaði og brast í trján-
um. En hann var, nvergi
smeykur.
Nú kom annar tröllkarl
í ljós með poka a baki.
Það var hann St.óri-
Trölli. Hann var allur
ljótur og ógeðslegur en
ljótust var samt löng,
lafandi hakan, sem Jróst
næstum niður við jörð.
„Klafs, klufs, klafs.
klufs“, stundi hann við
hvert fótmál.
„Gott kvöldið, trölli
minn.“ sagði strákurinn.
,Hvaða álfur er þú“,
sagði tröllið og studdist
fram á hökuna.
„Ég er enginn álfur, ég
er drengur“, sagði karls-
son.
„Öllu má nafn gefa!“
sagði tröllið. „Það er
ósköp að sjá, hvernig þú
ert næstum hökulaus.
Líttu á mína! Það er stór
og falleg haka, finnst ber
það ekkí? Ég er viss um,
að kóngsdóttirin velur
mig, bara vegna hökunn-
ar. Ég get varla horft
upp á þessa hökuómynd
á þér, strákálfur"
„Ég er ánægður með
hana eins og hún er. En
hvað hefur þú í pokan-
um, karl minn?“
„Hann er fullur af gull-
kornum, sem ég var að
tína. Ofan á lagði ég stór-
an og feitan frosk. Það
verður gott fyrir kóngs-
dótturina að nasla í
hann“.
„Hvaða kóngsdóttur?“
„Skiptu þér ekki af
því“. sagði tröllið og gaf
stráknum illt auga.
„Hefur þú séð hann elzta
bróður minn?“
„Sá ég víst“, sagði
karlsson. „Hann bað að
heilsa og fór heim í
f jallið.“
„Mér er þá bezt að
flýta mér“, sagði Stóri-
Trölli. „Ef ég hefði betri
tíma skyldi ég galdra að
þú breyttist í kráku. En
það er víst bezt að lofa
þér að vera áfram svo
ljótur sem þá ert“.
Tröllkarlinn þrammaði
áfram og það brakaði og
brast í greinum og kvist-
um þar sem hann fór.
Ekki hafði karlsson
lengi setið, þegar ennþá
eitt tröll kom bröltandi
með poka á baki. Hann
vac bæði Ijótur og leiö-
ur, en ljótast af öllu var
þó langt og bogið nefið
með vörtum og hárum.
„Klafs, klufs, klafs,
klufs“, skrölti í honum
við hvert spor.
„Gott kvöldið" trölli
minn sagði karlsson.
„Þvílíkt örverpi, sagði
tröllið og nasaði út í
loftið.
„Ég er ekkert örverpi,
ég er drengur", sagði
karlsson.
„Sér er nú líka hver
mannaþefurinn“, sagði
tröliið og fussaði. „Mikil
hörmung er að sjá á þér
nefómyndina, strákkind.
Svona á ajmennilegt nef
að vera! Ég er viss um,
að kóngsdóttirin velur
mig, þó ekki væri nema
vegna nefsins. Ég hef nú
aldrei fyrr séð svona
andsyggðar nefstubb
eins og þú hefur“.
„Ég er ánægður með
það eins og það er.
„Hvað er í pokanum þín-
um, karl minn?“
„Pokinn er fuilur af
gimsteinum, sem ég var
að tána. Ofan á er svo
stór og feitur snákur.
Hann er handa kóngs-
dótturinni að gæða sér
á“.
„Hvaða kóngsdóttur?"
„Nú sagði ég vist meira
en skyldi“, sagði tröll-
karlinn og leit illilega til
stráksins. „Ekki vænti
ég, að þú hafir séð bræð-
ur mína?“
„Víst hitti ég þá og
þeir báðu að heilsa þér.
Báðir flýttu þeir sér upp
í fjallið".
„Þá er víst eins gott að
hraða sér“. sagði Litli-
Trölli. „Verst, að ég hef
svona nauman tima.
Annars skyidi ég með
göldrum breyta þér i
skötu. En þú verður lík-
lega að halda áfram að
vera svo ljótur, sem þú
ert“.
Og með það hlammaði
tröllkarlinn af stað, en
karlsson sat eftir.
„Ævintýri", hugsaði
hann. „Þetta fer vel af
stað. Ef ég elti tröllkarl-
ana gæti sitthvað
skemmtilegt skeð“.
Hann iæddist eins var-
lega og hann gat á eftir
Litla-Trölla. Það þaut
draugalega í laufi og
greinum. En stráksi lét
sér hvergi bregða.
í mesta myrkviði skóg-
arins var höll risanna.
Það var hátt fjall, grár
bergkastali. Og langt
inni í einum afhelli var
kóngsdóttirin lokuð innL
Það var fallega, litia
kóngsdóttirin, sem hvarf,
begar hún var að tína
blóm í skóginum. Við
einn vegginn voru svalir
og þangað upp lágu
tröppur, en uppi yfir
svölunum var þakgluggi,
og sást þar skínandi
stjarna. Lagt var á borð
fyrir kóngsdótturina, en
aldrei var fyrir hana
borið annað en andstyggi
legur tröllamatur. Han
vildi fyrr deyja en hún
leggði sér rottur og
froska til munns.
Kóngsdóttirin þorði
ekki að tala hátt, en hún
hvíslaði aftur og aftur til
sjörnunnar:
„Koma álfarnir nú
ekki bráðum? Koma þeir
ekki bráðum?
Einmitt í þeim svifum
komu álfarnir i langri
lest. Þeir svifu niður
gegn um þakgluggann og
kysstu kóngsdótturina á
augu og kinnar. Og peir
gáfu henni ber og avexti
að borða og tóku loks
andstyggilega tröilamat-
inn og svifu á broit með
hann.
Litlu seinna marraði
hurðin að afhellinum á
hjörunum. Knak-kmrr
heyrðist í henni. Gömul
tröllskessa staulaðist inn.
Hún var ljótari en allt
sem ljótt er og með
eins löng eyru og Gamu-
Trölli, eins langa höku
og Stóri-Trölli og eins
langt nef og Litli-TrölJi.
Framhald næst.