Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 21. sept. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
25
5 sek. kosta 1675 kr.
Tillaga um auglýsingaverð Sjónvarpsins
Hlöðubruni í
Svarfaðardal
ÍSLENZKA sjónvarpið hefur nú
ákveðið í hvaða formi það mun
taka auglýsingar og hvað þær
kosta til að byrja með. Við þess
ar ákvarðanir hefur verið höfð
hliðsjón af auglýsingaregium og
g jaldskrán: sjónvarpsstöðva í
Evrópu, niiðað við viðtækja-
fjölda.
Þegar útsendingar íslenzks
sjónvarps hefjast verða auglýs-
ingatímar iveir á hverju kvöldi,
3 mínútur hvor um sig. Hinn
fyrri verður að loknum fréttum
kl. 20,27, en sá síoari á tímabil-
inu milli kl. 21.00 og 22.00, eftir
því sem stendur á dagskrá. Verð
fyrir auglýsingar verður hið
sama í báð-irr. auglýsingatímun-
um.
Gert er réð fyrir, að auglýsing
ac veröi í tvenns konar formi,
kyrrstæðar myndir, sem sýndar
verða í 5 sekúndur og kvikmynd
ir, sem tekur 7, 10, 20, 30, 45 og
60 sekúndur að syna. Fyrir 5
sekúnda kyrrstæða mynd skal
auglýsandi greiða 1.675 krónur,
fyrir 7 sekunda kvikmynd 2.175
krónur, fyrir 15 sekúnda kvik-
mynd 4.250 krónur, tyrir 20 sek
únda kvikmynd 5.260 krónur,
fyrir 30 sekúnda kvikmynd 6.600
krónur, fyrir 45 sekúnda kvik-
mynd 9.000 krónur og fyrir 60
sekúnda kvikmynd 12.000 krón-
ur.
Ef auglýsandi pantar sérstak-
an tíma innan auglýsingatímans
fyrir kvikmynd sína, skal hann
greiða 20% hærra gjald, en ef
hann pantar tíma fyrir eina eða
fleiri aug'ýsmgar, en tekur ekki
fram hvaða dag vikunnar aug-
lýsingin skaJ birtast né í hvorum
auglýsingaíimanum, heldur læt-
ur auglýsinga'-krifstofu sjónvarps
ins ráða því, fær hann 10% af-
slátt. Ef auglýsandi auglýsir á
— Álsamningur
Framhald af bls. 2.
milli álfélagsins og Swiss Al-
uminium Limited, en gildistaka
aðalsamningsins var háð undir-
ritun þessara samninga auk
gildistöku lánssamningsins miili
Alþjóðabankans og Landsvirkjun
ar, sem undirritaður var hinn
14. þ.m. Lánssamningurinn tók
gildi hinn 20. þ.m. og hlaut þá
aðalsamningurinn fullnaðargildi
samkvæmt gildistökuákvæði
sínu svo og fylgisamningur hans.
— Óspektir
Framhald af bls. 1
Tlm 200 hermenn og 1000
leíreglumenn höfðu tekið sér
stöðu á strætum þeim, sem
drottningin og fylgdarlið
hennar ók um, og lenti þeim
saman við 50 hollenzka „bitn-
ikka", sem kalla sig „Provos"
— æskuna — og gefa m.a. út
sitt eigið vikublað. Voru
nokkrir æskumannanna hand-
teknir.
Andrúmsloftið við setningu
þingsins var spennt, enda
voru fjarverandi hinir fimm
fulltrúar „Friðarsinnaða sós-
íaiista“, sem krefjast lýðveld-
is og settu sig frá öndverðu
á móti giftingu Beatrix krón-
prinsessu og Klaus prins. í
ræðu sinni við þingsetningu
ræddi Hollandsdrottning vax-
andi afbrot æskunnar í land-
inu.
Yfirvöld í HoIIandi gerast
nú æ áhyggjufyllri yfir starf-
semi „provos“-æskunnar, sem
svo mjög hafði sig í frammi
á götum Haag í dag. Sl. mánu
dag gerði hollenzka lögregl-
an húsleit í bækistöðvum þess
arar hreyfingar og gerði þá
upptækt fimmtudagsupplag
vikublaðs hennar, sem meðal
annars efnis, innihélt mynd-
skreytta grein er þótti móðg-
andi i garð konungsfjölskyld-
unnar.
ári fyrir 100.000,00 til 500.000,00
fær hann 5% afslátt eftir árið, en
auglýsi hann fynr meira en 500
þúsund krúnur fær hahn 10% af
slátt eftir árið.
Frakkar hefja
flugferðir
til Kína
Peking 20. september NTB.
BOEINGÞOTA frá franska
flugfélaginu Air France lenti í
dag á flugvellinum í Shanghai,
og opnaði þar með fyrstu flug-
leið vestræns flugfélags til Kína.
Frakkar og Kínverjar undir-
rituðu með sér loftferðasamning
1. júní sl. og er þar gert ráð fyr-
ir, að Air France fljúgi einu sinni
í viku milli Parísar og Shanghai.
Á flugvellinum í Shanghai
tóku á móti flugvélinni fulltrúar
kínversku stjórnarinnar, fuiltrú
ar frá kínverska loftferðaeftir-
litinu og sendiherra Frakka í
Peking hr. Lucien Paye.
Önnur flugfélög, sem hafa
fastar áætlunarferðir til Kína
eru sovézka flugfélagið Aeroflot,
flugfélag N-Kóreu, ríkisflugfélag
ið í Kambódíu og „Pakistan
International Airlines".
FINNAR og Danir léku lands-
leik um he'.g’na. í A-leik land-
anna, sem fram for í Helsinki,
sigruðu Finnai með 2 mörkum
gegn 1. Danir skoruðu fyrsta
markið eftir 13 mín., en eftir að
bakverði Finna tókst að jafna
náði finnska liðið góðum tökum
á leiknum og unnu verðskuldað
an sigur.
í Osló kepptu sama dag Svíar
og Norðmenn og unnu Svíar 4:2.
Finnar eru nú efstir í keppni
Norðurlandanna fjögurra í ár —
og hafa einnig forystu í keppni
landanna, sem nær yfir 4 ára
tímabil.
- S.Þ.
Framh. af bls. 1
leggja áherzhi á stuðning sinn
við samtökin á þessum tímum tví
sýnis í sögu beirra. Meðal ann-
arra háttsettra st.iórnmálamanna
á þinginu má nefna Gromykó, ut
anríkisráðl.pria Sovétríkjanna.
Dean Ru.sk utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og auk þess um
50 utanríkiscáðherra annarra að
ildarríkja, sem þegar eru komn-
ir, en búizt er við mörgum öðr-
um, þ.á.m. utanrikisráðherrum
Frakklands og Bretlands. Orð-
rómur er uin að Johnson Banda-
ríkjaforset.i :nnm ávarpa þingið.
FANFANI, utanríkisráðherra ít-
alíu og fráfarandi forseti Alls-
herjarþingsins, sagði í setningar-
ræðu sinni, að vonirnar um frið,
sem fram komu á síðasta Alls-
herjarþingi, hefðu því miður ekki
orðið að veruleika. Hann beindi
tilmælum sínum til U Thant, að
hann gæfi kost á sér til endur-
kjörs, og sagði að aðildarrikjun-
um bæri skylda til að sameinast
um að leysa fjárhagsvandræði
samtakanna, og að víkka starfs-
svið þeirra, þannig að það næði
um allan heim. Hann sagði „Þetta
er ekki gerlegt án alheimsgrund-
vallar“. og átti hann þar bersýni-
lega við Kínverska alþýðulýð-
veldið, sem 'eins og kunnugt er
hefur enn ekki fengið inngöngu
í samtökin.
Hinn nýkjörni forseti Alls-
herjarþingsins tók í ræðu sinni
undir ummæli Fanfanis. Hann
beindi þeim tilmælum til þing-
fulltrúa að þeir leituðu til hans
hvenær, sem hugsanlegt væri að
hið hlutlausa embætti forseta
mætti verða til að auka sam-
eiginlegan skilning á málunum
og stuðla að einingu um þau.
í lok ræðu sinnar lagði forset-
inn til að Guyana yrði tekið í
samtökin, sem 118. aðildarríki.
Var tillagan einróma samþykkt
I og sendinefnd Guyana því næst
i vísað til sætis. Búist er við að
| Indónesía verði 119. aðildarríkið.
en sem kunnugt er sagði hún sig
úr samtökunum á sl. ári, en
hefur nú látið í ljós ósk um að
gerast aðili á nýjan leik.
ELDTJR kom upp í heyi í f jár- |
húshlöðu að bænum Ingvörum
í Svarfaðardal kl. 3.30 aðfara-
\ nótt þriðjudags sl. 250 hestar
af heyi voru i hlöðunni og brann
um þriðjungur heysins.
Slökkviliðið á Dalvík var
kallað á vettvang um nóttina
og kom .það á staðinn eftir 15
mínútur. Tók slökkviliðið um 2
klukkutíma að ráða niðurlög-
um eldsins. Tafði það nokkuð
störf þess, að veður var slæmt.
hvass suðvestan, og auk þess
var vatn takmarkað. Urðu
slökkviliðsmenn að stífla upp
tvo lækni til að ráða bót á vatns
skortinum. Þrátt fyrir þessa
erfiðleika tókst að ,bjarga mikl-
um hluta heysins og verja nýja
viðbyggingu við fjárhúsið, en
þak hlöðunnar féll ekki í elds-
voðanum.
- íþróttir
Framhald af bls. 30
er 1. deiidar liðin koma í keppn
ina. Átta lið eru þá eftir og kom
ust ísfirðingar og Fram í úr-
slitakeppnina ásamt 1. deildar-
liðunum.
Þróttur vann ísafjörð með 4:2
eftir alljafnan leik. ísfirðingar
munu ekki hafa haft sitt sterk-
asta lið þar sem einhverjir leik-
manna þeirra komust ekki til
Reykjavíkur í tæka tíð vegna
tafa á flugsamgöngum.
Fram ki.mst í 8 liða keppnina
eftir sigut yfir FH 4:2.
Um helgina foru fram úrslita
leikir í 3. og 5. flokki íslands-
'mótsins. Fram vann FH í 5. fl.
með 2:1 og er þetta þriðji leikur
inn sem liðm nafa leikið til að
fá úrslit.
í 3. fl. vann Fram lið ÍBK með
2:1 eftir framlengdan leik og var
orðið all skuggsynt er úrslita-
markið var skorað.
Bóndinn að Ingvörum er Stein
grímur Eiðsson.
— Bikarkeppnin
Framhald af bls. 30
sveitinni er boðið til keppninn-
ar að kostnaðarlausu fyrir stjórn
Frjálsíþróttasambands íslands. _
Stjórn FRÍ hefur staðfest þátt
töku sína, en jafnframt hafa
Norðmenn dregið lið sitt til baica
í karlagreinunum vegna annarar
landskeppni, sem fer fram dag-
| ana 20. og 21 september við Finu
1 land og fer sú keppni fram í
Oslo.
íslenzka sveitin er skipuð 3
keppendum og einn þeirra Kjart
an Guðjónsson er nú staddur í
V- Berlín við tannlæknanám.
Hann mun sameinast sveitinni 1
Kaupmannahöfn. ísl. keppend-
urnir eru: Valþjörn Þorláksson
K. R. Kjartan Guðjónsson K. R.
Ólafur Gúðmundsson K. R.
Fararstjóri er Örn Eiðsson,
formaður laganefndar FRÍ.
Þjálfari liðsins er BenediKt
Jakobsson.
Eins og kunnugt er þá fékk
Valbjörn Þorláksson smá togn-
un í landskeppni við Austur Þjóð
verja í ágúst s. 1. Eftir umsöga
læknis var talið að tognun þessi
myndi ekki há Valbirni í keppni
á EM og að sögn Valbjörns sjálfs
fann hann ekkert tii í fætinum
þegar farið var til Budapest,
en tognunin tók sig upp í 100
metra hlaupi tugþrautarinnar, og
var þar með lokið keppni Val-
bjarnar á EM
Stjórn FRÍ hefur fylgst með
æfingum Valbjarnar síðan hann
kom heim frá EM og hefur hann
tekið þátt í ýmsum kastkeppn-
um, þar sem árangur hans er
með því bezta sem hann hefur
náð í viðkomandi greinum. Þá
ákvað stjórn FRÍ að Valbjörn
skyldi hlaupa 100 metra grind-
arhlaup, áður en hann yrði val-
inn til þessarar keppni. Valbjörn
hljóp þessar greinar í gærkveldi,
og náði tilskildum lágmörkum.
I keppninni eru reiknuð sam-
anlögð stig tveggja fyrstu manna
frá hverju landi. íslenzka sveit-
in fer utan 22. þ .m.
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu
JAMES BOND
•*—r — ->f •
Eftii IAN FLEMING
James Bond
IV m FLEIMNC
ORAWING BY JOHN McLUSKY
w
— Hérna áttu að dveljast, James Sé — 3 daga? Það verða 30 dalir hr. Bond.
þig seinna. Herbergi 49.
Felix kom um kvöldið með fregnir
um hvað hann hefði orðið áskynja uxn
best flokksins.
Allt virðist ganga sinn vana gang hjá
þorpurunum, nema hvað ótti og vonzka
ríkir yfir hvarfi eins af félögunum, sem
fór á veiðar. — Það er eins og ég hef
alltaf sagt, hann er til einskis nýtur, seg-
ir Álfur fokreiður. Hann getur ekki einu
sinni veitt í matinn.
— Ef hann kemur tómhentur heim
dreg ég við hann matarskamtinn næst í
vikurnar, segir Álfur ógnandi, við vit-
um ekkí ennþá, hversu lengi við þurfum
að halda hér kyrru íyrir........Á því
augnabliki..........birtist skipstjórina
vopnaður stórri kylfu. — Þið ættuð að
draga við hann matarskammtinn svo ið
um munar, þvi hann hefur vísað okkur
leiðina til ykkar, segir skipstjórinn sigri
lirósandi.