Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID Miðvikudagur 21. sept. 1966 Skiptar skoöanir um hvort rjúía skuli nú þin; — meðal forustumanna sænskra jafnaðarmanna Stokkhólmi 20. september, NTB. MJÖG skiptar skoðanir ríkja innan flokksíorystu sænska Jafnaðarmannaflokksins, u.n hvort rjúfa skuli þing og efna til nýrra kosninga, nú að lokn um mesta kosningaósign jafnaðarmanna sl. 30 ár. Fregnir herma þó að meiri hlutinn sé andvígur slíkum ráðstöfunum. Stokkhólms- blaðið Dagens Nyheter full- yrðir í dag, að engin hætta sé á þingrofum. Ákvörðun í þessum etnum verður tek:n 1. október nk., á landsfundi jafnaðarmannaflokksins. Borgarflokkarnir hafa ekki sett fram kröfur um þingslit, og er haft eftir forystumönnum þeirra að þeir muni biða þar til taln- ingu 300 þúsund utankjörstaða- atkvæða verður lokið. Aftur á móti hefur leiðtogi Þjóðarflokks- ins, Bertil Ohlin lagt til að efri deild þingsins verði leyst upp, og hin nýkjörnu fylkisþing látin velja fulltrúa í hana, en þau útnefna nú fulltrúa til efri deild- ar til eins árs í senn, en þess ber að geta að einungis áttundi hluti deildarinnar er þannig valinn ár- lega. Tage Erlander forsætisráð- herra, sem þegar á kosninganótt- ina lét hafa eftir sér, að hugsan- legt væri að þing yrði leyst upp, hefur afdráttarlaust vísað tillögu Ohlins á bug, á þeim forsendum að hann sjálfur hafi í kosninga- baráttunni lagt til, að fylkisþing- in veldu fulltrúa í efri deild þeg- ar að loknum kosningum, en að kjósandinn yrði að fá að vita fyrirfram að sveitarstjórnarkosn- ingar hefðu þannig bein áhrif á þingið. Félag ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð hefur krafizt þess að yngri menn taki sæti í flokks- forystunni. Var það formaður félagsins Ingvar Carlson, sem setti fram þessar kröfur í hörð- um ummælum sem hann hafði um kosningaúrslitin. Erlander svaraði Carlson í ræðu á mánu- dag, þar sem hann benti á að Olaf Palme samgöngumálaráð- herra 39 ára að aldri, sé einn af yngstu ráðherrum Evrópu. Er- lander lýsti sig þó fúsan til að ræða nánar kröfurnar um að yngri menn taki sæti í stjórninni og innan flokksforustunnar. Með- alaldur sænsku ráðherranna er nú 52,8 ár, og forsætisráðherrann sjálfur er nú 65 ára að aldri, en Bifreið veltur í Hvassahrauni ÞAÐ slys varð á veginum við Hvassahraun í gær, að bifreiðin R-16538 ók á kind, og fór við það út af veginum og valt í hraun- inu. Nokkrir farþegar voru í bíln- um ásamt ökumanni, en enginn slasaðist alvarlega og var fóU- inu leyft að fara heim að aflok inni rannsókn á Slysavarðstoi- unni. Kindina varð hins vegar að aflífa. Bifreiðin er mjog skemmd. Ástæða er til að vara öku- menn við fé. sem mikið er aí í Hvassahraum og leitar í þar- ann niður í fjörunni. Hafa sams konar óhöpp og áður var lyst áður komi'ð fyrir. bótt enn hafi ekki orðið stórvægileg slys a mömium. hann hefur gegnt embætti for- sætisráðherra um 20 ára skeið. - Sænsku blöðin byrjuðu í dag, að tala um „hauka“ og „dúfur“ innan jafnaðarmannaflokksins. „Haukar" eru þeir, sem eru fylgj- andi harðari stjórnmálastefnu, en „dúfur“, þeir sem eru meira hæg- fara og rólegri. „Haukarnir“ vilja að þingið verði leyst upp og efnt til nýrra kosninga, vegna þess að þeir álíta að kosningaósiurginn nú muni verða hagkvæmur jafnað- armönnum í þingkosningum. Þeir efast um að borgaralegu flokk- arnir séu reiðubúnir til að taka völdin í sínar hendur og segja að jafnaðarmennimir, sem sátu heima í þessum kosningum, muni fylkja sér um flokkinn í þing- kosningum við slíkar aðstæður. Einnig er álitið að kommúnistar myndu fara sér hægt, með tilliti til þess að þeir hafa gefið hátíð.- leg loforð um að þeir muni aldrei styðja borgaraflokkana til valda. Hinar svokölluðu „dúfur“ vilja fremur öryggi en hitt, segja að með því að nota tímann fram að næstu kosningum, geti jafnaðar- mannaflokkurinn mætt betur bú- inn til orrustu með nýja menn í fararbroddi, sem séu reynslunni ríkari. Umræður um mál þessi eru nú mjög miklar innan flokksins, og á það er bent, að fjármálaráð- herrann, Gunnar Stæng, hafi af- lýst ferð sinni til Washington þar sem hann ætlaði að sitja fund Alþ j óðabankans. Hljómsveit Ingimars Eydal í Austurbæjarbíói í kvöld f ÞESSARI viku er ár síðan hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri heimsótti Reykjavík og lék átta lög inn á segulband, sem síðar komu út á tveimur hljóm- plötum. Öll lögin á plötum þessum hafa nám vinsældum, "svs/s, ss’- •vy*r*s's<ffs- '"s" 'S"-.'/yA •#, '.y.yssy, Þeir Hafsteinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson og Sigurður Sigurðsson í sýningarnefnd við verk eftir Sigurjón Ólafsson. Haustsýning Fei. ísienzkra mynd listarmanna hefst í kvöld FÉLAG íslenzkra myndlistar-1 manna opnar hina árlegu haust- [ sýningu sina í Listamannaskál- ! anum í kvöld kl. 8.30. Verður J sýningin opin í þrjár vikur frá I því kl. 2—10 daglega. Að þessu sinni sýna 36 listamenn alls 65 j olíumálverk, grafikmyndir, teppi, höggmyndir og fleira. Einn gest- ur sýnir þarna 4 olíumyndir, en það er Færeyingurinn Ingalvur av Reyni, einn af þekktari eldri málurum Færeyinga. Þeir sem sýna á haustsýning- unni eru: Sverrir HaraldsSon, Jóhannes Jóhannesson, Hafsteinn Austmann, Jóhann Briem, Ey- borg Guðmundsdóttir, Hrólfur 'zo.mMésiiz\ XW^ _V » • í gær var hæg suðvestlæg urlandi var léttskýjað og rúm átt á landinu. Skúrir voru frá iega io stiga hiti. Horfur eru SV-landi til Vestfjarða og hejzt ^ svipuðu veðri í dag og einnig á Norðurlandi vestan- verðu. Á Austur- og Suðaust- sennilega á morgun. og ber þar hæst lagið „Á sjó“, sem sungið var al Þorvaldi Hall- dórssyni. Hljómsveitin kom aftur til Reykjavíkur fyrir þremur dóg- um og lék tólf lög inn á segul* band fyrir Ríkisútvarpið, en þættinum verður sennilega út- varpað í upphafi vetrardagskrár. Hljómsveit Ingimars Eydal með söngvaranum Þorvaldi Halldórssyni og söngkonunni Erlu Stefánsdóttur, koma fram sem skemmtiatriði á bingo- kvöldi Ármanns í Austurbæjar- bíói í kvöld. Þar mun Þorvaidur væntanlega syngja í fyrsla skipti opinberlega í Reykja'nk lagið „Á sjó“, auk þess sem Þor- valdur, Erla og Finnur Eydal munu syngja nokkur lög saman, en þau hafa myndað söngtríó innan hljómsveitarinnar. Sigurðsson, Jóhannes Geir, Jónas Guðvarðsson, Benedikt Gunnars- son, Valtýr Pétursson, Bragi Ás- geirsson, Snorri Sveinn Friðriks- son, Magnús Á Árnason, Steinþór Sigurðsson, Eiríkur Smith, Hjör- leifur Sigurðsson, Þorvaldur Skúlason, Jón Engilberts, Barb- ara Árnason, Ásgerður Ester Búadóttir, Sigurður Sigurðsson, Hringur Jóhannesson, Arnar Herbertsson, Ólafur Gíslason, Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Benediktsson, Guðmundur Elías- son, Jón Benediktsson og Sigur- jón Ólafsson. Þá er að nefna sjö listamenn sem ekki hafa fyrr tekið þátt í haustsýningum FÍM, en það eru: Ragnheiður Jónsdóttir, Gunnar Bjarnason, Mattea Jónsdóttir, Ólafur Gíslason, Kristín Eyfells, Sigríður Björnsdóttir og Sigur- jón Jóhannsson. Myndir þessara síðast nefndu valdi sýningarnefndin, en í henni eiga sæti þeir Jóhannes Jóhann- esson, Steinþór Sigurðsson, Sig- urður Sigurðsson, Hafsteinn Aust man, Eiríkur Smith, og fyrir höggmyndadeild, Sigurjón Ólafs- son, Guðmundur Benediktsson og Magnús Árnason. Framhald af bls. 32 í gærdag var fatnaðar Banda- ríkjamannsins leitað á Stóra- Meitli og nágrenni af leitar- mönnum úr Hveragerði. SagM Magnús Hannesson Mbl. í gær, að unglingspiltur úr Hveragerði, sem var þar á ferli upp á eig- in spýtur, hafi fundið skinnúlou upp á háfjallinu, en ekki h/ft hana með sér til byggða. líi að því er Ingólfur Þorsteinssoi tjáði blaðinu var vitað að Whit- low ætti skinnúlpu. Jólnir horfinn EYJAN .Tólnir, sem kom upp við Surtse.v annan dag jóla í fyrra, sökk í sæ í óveðrunum suður af landinu undanfarna daga. Brýtur nú efst á eyj- unni. Jólnir var stærstur 70 metra hár, 250—300 metrar á breidd og 300 m að lengd. Blaðið hafði samband við gæziumarninn i Surtsey, Árna Johnson sem nu dvelst í Eyj um. Sagði Árm að ófært hati verið til Surtseyjar undan- farna daga vegna veðurs, en bjóst þó við, að komast út i eyna í dag. Verður Árni í eyjunni i 10 daga i viðbot, en hún veröur gæziumannslaus í vetur. Árni kvað mikið og stöð- ugt gos vera enn í Surti. — Renna 10—15 rummetrar af hrauni úr gignum á sekúndu. Árni gat þess til gamans, að nafnið á Joini væri fornt nafn á höfuðgoði íslendinga fyrir kristnitöku, Óðni, en við hann eru jólin kennd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.