Morgunblaðið - 23.09.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.09.1966, Qupperneq 3
Föstudagur 53. sept. T966 MORGUNBLAOIÐ 3 Áhugi á að auka tengsl íslands og Júgóslavíu SjlenntomdliuQðherra kom þnðnn úr opin- berri heimsókn s. 1. miðvikudng GYLFI 1». Gíslason menntamála-1 raðherra ko«n í fyrradag heim úr 10 daga opinberri heimsókn til Júgóslavíu, og er það jafn- j framt fyrsta opinbera heimsókn Íslendings þangað. Gat ráðherra þess á fundi með fréttamönn-; um blaða og útvarps í gær, að j það hefði verið menntamálaráð-1 herra Júgóslavíu, Vipotnik, er sér hefði boðið. Einnig hefði Armann Snævarr háskólarektor ■ og frú hans verið í Júgóslaviu í boði háskólarektors þar. Sagði ráðherra að mikill áhugi virtist vera meðal Júgoslava að aukaj tengsl íslands og Júgóslaviu, sem væru næsta litil sem væri. Þá j væri alltaf mikið gagn af þvi! að menn ausian og vestan járn-, tjalds hittust og skiptust á skoð- j unum. Ráðherra sagði síðan í stuttu mál frá ferð sinni um Júgó- j slaviu og sagðist fyrst hafa farið til Belgrad og þar rætt við við- ( skiptamálaraðlierra og mennta- málaráðherra Júgóslavíu. Hefði þar borið á goma viðskiptamal almennt, svo á hvaða hátt væri hægt að auka menningartengsl landanna. Hcfði í því sambandi m. a. verið rætt um stúdenta- skipti, gagnstæðar listamanna- heimsóknir, svo og skipti á fræðslumyndum frá landi og þjóð. Ekki hefðu verið gerðír neinir viðskiptasamningar, en eins og væri færu lítil viðskipti fram á milli landanna. íslend- ingar seldu þeim þó nokkurt magn af þorskalýsi en fengju í staðinn vélar og rafmagns- tæki. Ráðherra fói síðan til Du- borning sem er fornfræg kastaia borg og nú upp á síðkastið mjóg vinsæll ferðamannastaður, en ferðamanriastraumur hefur auk- izt mjög til Júgóslavíu hin síðari ár. Síðan fór ráðherra til 2agreb sem er höfuðborg fylkisins Kromidia og þar skoðaði hann mikla alþjóðlega kaupstefnu og heimsótti háskóla Því næst fór ráðherra til borgannnar Ljub- lada sem er nyrzt í Júgóslavíu. Sagði hann að þar væri mjög fagurt Alpalandslag, líkt og gerðist í Austurríki og Sviss. Að lokum fór ráðherra og skoðaði þar einnig gestasýningu mynd- listarmanna frá 'París. Á þeirri sýningu var eitt málverk eftir íslendinginn Ferró, stórt súr- relaist máiverk, og sagði ráð- herra að það nefði verið greini- legt að sú mynd hefði vakið mikla athygli sýnmgargesta. Þá vék ráðherra nokkuð að málefnum Jugóslavíu og sagði að þar væru fjöldamargar að- stæður. Landið va*ri þannig eitt ríki, þar væru notuð 2 stafró, þarna væru 4 trúarbrögð, þar byggju 5 þjóðir og landið skipt- ist í 6 lýðveldi. Það setn sam- einaði landið öðru fremur væri það, að 82% íbúanna væru suð- urslavar. Júgóslavia væri gamalt landbúnaðarland, en eftir seinni Gylfi Þ. Gíslason heimsstyrjcldina hefði orðið þar mjög hröð iðnþroun og væri nú svo komið að 52% íbúanna stund- uðu annað hvort iðnað eða námu gröft. Ráðherra sagði, að þessi þróun hefði í raun og veru gerzt á 4 tímabilum. Fyrsta tímabilið hæfist í lok heimsstyrjaldar- innar með aðstoð og uppbygging- arlánum Sameinuðu Þjóðanna. Annað tímabilið hæfist 1947 með aðstoð Rússa og 5 ára áætlun að þeirra fyrirmynd, sem hefði þó fljótlega farið út um þúfur þar sem deilur hefðu komið upp á milli landanna. 1951 hæfist svo þriðja tímabilið og kæmi þá til lán og tækniaðstoð frá Banda- ríkjamönnum og segðu Júgóslav- ar nú, að á árunum frá 1953 til 1959, hefði ekki í neinu landi verið um eins mikil hagvöxt Framhald á bls. 10. HDMS Hvidbjörnen. Ræða EBE og EFTA Brússel, 22. sept. NTB. • DAGANA 10. og 11. október munu forsætisráðherra Dan- merkur Jens Otto Krag og ný- skipaður viðskipta og markaðs- málaráðherra Tyge Dahlgaard, eiga viðræður i Brússel við utan ríkisráðherra aðiidarríkja Efna- hagsbandalags Evrópu. Munu viðræðurnar snúast um sam- skipti aðildarríkja Efnahags- bandalagsins og Fríverzlunar- svæðisins og þa sérstaklega um afstöðu Danmerkui til landa fyrrnefnda markaðssvæðisins. Rýr afli AKRANESI, 22. sept. — Afli línubáta, sem róa héðan frá Akranesi hefur verið mjög rýr, eða 2-4 smálestir í róðri. Óvíst er, hvort haldið verður áfram útgerð þessari, ef afli glæðist ekki bráðlega. — HJp. „Hvidbjörnen" í Reykjavíkurhöfn DANSKA mælinga- og fiski- rannsoknaskipið HDMS Hvid- björnen kom til Reykjavíkur í gær í stutta óopinbera heim- sókn. Hvidbjörnen hefur und- anfarna þrjá mánuði stundað sjávarmælingar m e ð f r a m strönd Vestur-Grænlands. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta nýja skip kemur til Reykja- víkur. Svo sem eldri menn m i n n a s t stundaði alnafni þessa skips strandgæzlu undan íslandsströndum á millistriðs- árunum. Því skipi létu Danir sökkva undan Korsör í ágúst 1943. Þjóðverjar náðu síðan skipinu af hafsbotni og drógu það til Þýzkalands. Sökum kostnaðar við endurbyggingu óskuðu Danir ekki eftir Hvid- björnen aftur og í dag siglir hið 39 ára gamla skip undir austur-þýzkum fána. Blaðamaður Mbl. brá sér um borð í Hvidbjörnen í gær- dag og hitti að máli blaðafull- trúa skipsins og þann sem gengur næst skipstjóra að tign, P.R.S. Brink orlogs- kaftein. Brink sagði, að Hvidebjörn- en væri byggður í Danmörku árið 1962. Skipið er 1600 lest- ir að stærð og 72 metra langt. Um borð í skipinu eru nú 106 manns, en upphaflega var gert ráð fyrir 83 manna áhöfn, 21 yfirmanni og 62 hásetum. Hlutverk þess á friðartím- um eru fiskirannsóknir í Grænlandshafi, kringum Fær- eyjar og í Norðursjónum. Það annast og sjúkraflutninga og sjúkraþjónustu í Grænlandi og Færeyjum og um borð er fullkomið sjúkrahús fyrir 6 manns. Skipið annast einnig vöruflutninga og slökkviliðs- störf á sjó og í landi. Brink orlogskafteinn sagði, að skipið væri ekki byggt sem ísbrjótur, hins vegar væri skrokkur þess styrktur til að sigla í allt að 75 sm þéttum ís. Auk allra þessara verkefna annast skipið leitar- og björg- unarþjónustu, mælingastörf og hafliffræðilegar rannsókn- ir. Sagði Brink, að í fyrra hefði skipið mælt 6000 sjómílna vegalengd fyrir Sjókortasafn- ið í Kaupmannahöfn, en í sum ar einungis 4000 sjómílna spöl, enda hamlaði veður og ísrek mjög mælingum í ár. Héðan heldUr Hvidbjörnen t i 1 Kaupmannahafnar nk. mánudag, sem fyrr segir. Seinna í vetur fer það til fiski- rannsókna á miðin umhverfis Færeyj ar. Almenningi er heimilt að skoða skipið og útbúnað þess frá kl. 14—16 nk. sunnudag. STMSTEINMI í Svíþjóð FRÓÐLEGT er að fylgjast með þeim umræðum, sem nú fara fram innan sænska Jafnaðar- mannaflokksins um það, bvaða lærdóm draga skuli af hinum, mikla kosningaósigri, sem flokk- urinn beið í sveitarstjórnarkosn- ingunum í Svíþjóð sl. sunnudag. - Nú er talið ólíklegt, að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga, en búast má við að jafnaðarmenn reyni að þrauka þar til reglulegar þingkosningar eiga að fara fram 1968. Hinsveg- ar bendir allt til þess, að veru- legar breytingar verði gerðar á rikisstjórn landsins og forustu- liði flokksins, og þá sérstaklega í þá átt, að yngri menn komi til starfa í ríkisstjórn og forustu- sveit Jafnaðarmannaflokksins. Rannsóknir á kosningaúrslitun- um benda til þess að jafnaðar- menn séu í þann veginn að missa tökin á æsku landsins, en í sveit- v arstjórnarkosningunum var ald- urstakmark kjósenda í fyrsta skipti lækkað í tuttugu ár. Æska og reynsla hinna eldri Hlutskipti sænsku jafnaðar- mannanna nú bendir glöggt til þess, að það sé eitt vandasam- asta verk stjórnmálaflokka hvar sem er í heiminum, að halda hæfilegu jafnvægi milli reynslu hinna eldri manna og framsýni og stórhug hinna yngri. Öllum stjórnmálaflokkum er nauðsyn- legt að endurnýja sig með nýj- um og óþreyttum starfskröftum en um leið er þeim ákaflega mikilsvert að njóta í lengstu lög þeirrar miklu reynslu, sem eldri menn í flokkunum hafa aflaðA . sér á löngum starfsaldri. Til þess j ara tveggja sjónarmiða þarf , greinilega að taka fullt tillit, og hafa hæfilegt jafnvægi á milli þeirra. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum sænsku jafnaðarmannanna á næstu mán- uöum, og sjá hvaða breytingar þeir gera á flokki sínum og stefnu til þess að undirbúa sig betur unúir þingkosningarnar 1968. Samstarf borgaraflokkanna v En hverjar svo sem aðgerðir jafnaðarmanna í Svíþjóð verða til þess að skapa sér betri víg- stöðu er alveg ljóst, að úrslit sveitarstjórnakosninganna munu verða til þess, að borgaraflokk- arnir í Svíþjóð hefja nánara samstarf eins og borgaraflokk- arnir í Noregi hafa gert með prýðilegum árangri, og enki væri óeðlilegt þótt Svíar teldu nú ástæðu til að reyna stjórn borgaraflokkanna þar í landi eftir áratuga stjórn jafnaðar- manna. Borgaraflokkarnir í Sví- þjóð hafa hinum hæfustu for-* ustumönnum á að skipa, og ó- neitanlega mundi það tákna töluverða breytingu í þessu mesta velferðarríki heims, þar sem velferðarsjónarmiöin ganga jafnvel út í öfgar, ef sú breyting yrði þar á næstu árum, að jafn- aðarstefnan færi frá völdum, en hin borgaralegu sjonarmið 1 tækju við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.