Morgunblaðið - 23.09.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 23.09.1966, Síða 4
4 MORCU NBLAÐIÐ Föstudagur 23. sept. 1966 BILALEICAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381 í-C®siH'1-44-44 m/ufíB/fí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. BÍLALEICAN rALUR éti RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22 Ó 22 LITLA bílaleigan Ingólfsstrætl 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Bifreiðaleigan Vegferi SÍMI - 23900 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. ★ Spegillinn Nýjasti Spegillinn liggur hér á borðinu hjá mér. í „Sálmi að sumri“ segir í upp- hafserindi: Nú treð ég grænan töðuvöll og túngróðunnn beztan, og Hanníbal nú heyjar vel í haganum fyrir vestan, en aðrir bændur eru mest að andmæla á fundum, á Hótel Sögu halda til og heyja bara stundum. Mikill bálkur er um sjón- varpið og hin vinsamlegu skipti Vestmannaeyinga við Útvarpið og Landssímann vegna hins mikla sjónvarps- áhuga í Eyjum. Þar er- þetta erindi: Veður í vondskuhríðum Vilhjálmur Þ & G, hamast í stormi stríðum stýrandi Guðsfriðe, — Gylfi að baki baxar bróður að veita lið grípandi greitt til axar greiðandi högg á snið. Aftast í blaðinu fundum við eftirfarandi ferðamálaþanka: Maður fer af stað í ferðalag einn fagurleitan sumardag, og maður syngur lífleg ferðalög og leikur við hvern sinn fingur því að maður er ánægður mjög, og manni finnst voða gaman, þangað til springur að framan. Þá setur maður í „bakkinn" og sækir helvítis tjakkinn, beyglunni í bræði lyftir og skiptir. Dável gengur það, og maður djöflast aftur af stað, og leggur nú á brattann eins og bjartsýnn íslendingur, og syngur, þangað til springur og að þessu sinni að aftan! Og maður skiptir um dekk og þannig trekk í trekk unz maður kemur hálfvitlaus heim með hærusekk. Sýningin í Keflavík Simbi skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég var meðal þeirra mörgu, sem lögðu leið sína suður á Keflavíkurflugvöll á sunnu- daginn. Þóttist ég nokkurs vís- ari eftirá. En nú þegar ég les frásagnir blaðanna og skoða myndirnar, kemst ég að raun um, að margt af því, sem ég hefði endilega viljað kynnast fór algerlega framhjá mér. Eins og kunnugt er, var veðrið hvasst og kalt. Af þeim sökum urðu sýnendur að sleppa ýmsum atriðum, sem fyrirhuguð höfðu verið, og eins fór.um við skoð- endur miklu minna um sýn- ingarsvæðið en við ella hefð- um gert. Ég vil því, um leið og ég þakka þeim, sem að sýning- unni stóðu, skora á hlutaðeig- andi aðila að endurtaka sýning- una. Ég er viss um, að margir munu taka undir þessa ósk. Simbi.” Hver er móðirin? Pétur Sigurðsson skrifar: „Velvakandi góður. Menn leita víst helzt til yðar, þegar þeir vilja koma á framfæri einhverju smávegis í blaðinu — stundum ekki svo litlu. Væri úr vegi að birta eftirfarandi athugasemd. Móðir á ekki minna í barni en faðirinn og sér ekki síður um uppeldi þess en hann. Auð- vitað þótti mér gaman að lesa frásögn Morgunblaðsins 20. sept. um námsdugnað sonar- sonar míns, Sigurðar Esrason- ar (Péturssonar), en mér fannst á vanta, þegar nafn föðurins var nefnt, Esra Pét- urssonar, að þá skyldi ekki nafn konu hans einnig vera nefnt. Hún heitir Ásta Einarsdóttir og er ein af 9 dætrum þess mæta manns, Einars Tómassonar, en um hann var minningargrein í sama blaðí Morgunblaðsins. Jarðarför hans fór fram daginn áður, 19. sept. sl. Pétur Sigurðsson." Dreifingar- koslnaður Lesandi skrifar: „Nú síðustu dagana hefur varla verið rætt um annað en innheimtuaðferð olíufélag- anna, og hefur þá margt kom- ið til tals, sem þykir heldur broslegt í sambandi við olíu- sölumálin í heild. Skal sagt frá einni sögustaðreynd, sem mælir á móti verðlagningu, sem gildir yfir allt landið með verðjöfnun samkvæmt kostn- aðarreikningi. Viðkomandi var staddur í sumarbústað við Þingvallavatn seinnihluta ágústmánaðar. Sumarbústaðurinn er stórt og vandað hús með olíukyndingu, og tjáði eigandinn mér að hann hefði pantað 200 lítra af olíu daginn áður til þess að geta yljað upp ef hann þyrfti með í haust- og vetrarferðum sínum austur. Meðan við sátum í sólskin- inu þennan sama dag kom stór olíubíll með þessa 200 lítra, en á sama tíma var annar stór olíubíll frá öðru olíufélagi að losa olíu í smátank við nágranna sumarbústaðinn. Báðir bílarnir fá fulla greiðslu, úr verðjöfnunarsjóði, fyrir ferðina austur og jafnvel fulla greiðslu fyrir hverja af- greiðslu í þessari ferð. Þess- konar ófremdarástand og skipulagsleysi er látið viðgang- ast meðal þessara þriggja olíu- félaga landsins, og þau græða á skipulagsleysinu og almenn- ingur borgar. Hefur ekki hin mikla aukn- ing á olíusölu og nýtni á tækj- um og starfsfólki olíufélaganna getað haldið verði á vörum og þjónustu þeirra í stað. Að- búnaður þeirra á skrifstotum og benzínsölum er með þeim myndarbrag að viðskiptamenn trúa ekki neyðarástandi þess- ara fyrirtækja, og ofangreind dæmi um augljóst bruðl á sam- bandi við dreifingarkerfið út um land, gefur tilefni til að láta viðkomandi endurskoða þessa hlið kostnaðar, áður en ósanngjörnum innheimtukostn- aði er velt yfir á þá sem sækja vörurnar á afgreiðslustað. Þetta segir Bangsi — og allir hafa eitthvað til síns máls. En meðal annarra orða: Er ekki líka nóg að einn aðili selji land3 mönnum matvöru, eða vefnað- arvöru? Mundi slíkt ekki draga eitthvað úr dreifingar- kostnaði? Af hverju verzla fleiri en einn aðili með ullar- teppi? Sambandið gæti sjálfsagt annað allri eftirspurninni. Bangsi/ Kennsla hefst í næstu viku. Get bsett við npkkrum byrjendum, hafið samband við mig sem fyrst. Verð til viðtals í dag og næstu daga frá kl. 1 til 3 í síma 20147. Karl Jónatansson. Karlakór Reykjavíkur HLJÓIULEIKAR í Austurbæjarbíói, laugardaginn 24. sept. kl. 3 e.h. Fjölbreytt efnisskrá: Páll Pampiehler Pálsson, stjórnandi. Svala Nielsen sópran. Guðmundur Guðjónsson, tenór. Friðbjörn G. Jónsson, tenór. Guðrún Kristinsdóttir, píanóleikari. Aðgöngumiðasala hafin í Austurbæiarbíói. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR. Afgreiðslu — og lagerstarf Maður sem unnið hefur ca. 15 ár við lagerstörf, lengst af sem lagerstjóri, óskar eftir vel launuðu starfi, helzt við vélavörulager. Tilboð um kaup og kjör sendist afgr. blaðsins fyrir 26. þ.m. merkt: „Reglusemi — 6336“. Garðcahreppur Börn óskast til að bera út Morgunblaðið í Garðahreppi. Upplýsingar í síma 51247. ngdpmtttlftfrifr B08CH SPENNUSTILLAR 6 VOLT 12 VOLT 24 VOLT Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.