Morgunblaðið - 23.09.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 23.09.1966, Síða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 23 sept. 1966 menn sem tafimenn a' skákborði f SÍÐUSTU viku gisti ísland í nokkra daga ungur blökku- maður, Sam Mtepuka, sem ættaður er frá Bhódesíu og S-Afríku, hefur átt heima í báðum löndunum, en stundar nú lögfræðinám í London. Kom hann hingað til þess að fá einhverja nasasjón af lifn- aðarháttum og lifskörum íbú- anna „á mörkum hins byggi- Iega heims“ og jafnframt vegna þess að hann, eins og margir Afríkumenn, telur þjóðskipulag á Norðurlönd- um til fyrirmyndar um marga hluti. Þar sem ættlönd Mtep- uka voru svo mjög í fréttun- um þessa daga, sem hann dvaldist hér, og þróun mála þar umhugsunarefni þeim, er fylgjast með erlendum málefnum, þótti okkur fýsi- legt að heyra eitthvað um ástandið þar af sjónarhóli blökkumanns. Sam Mtepuka er 24 ára að aldri, fæddur í Rhódesíu, skammt frá Salisbury, höfuð- borginni. Faðir hans var frá Rhódesíu en móðirin frá S- Afríku. Kynntust þau þar, er faðir hans var þar við fram- haldsnám — hann nam mynd- list og gerðist síðan kennari í þeirri grein, fyrst í S-Afríku síðan heima í Rhódesíu. Á þeim árum tíðkaðist það gjarna, segir Mtepuka, að íbúar Rhódesíu, bæði hvítir og blakkir færu til náms í S- Afríku, þar sem skólamál voru þar lengra á veg komin, — en fyrir nokkrum árum hætti S-Afríkustmrn að heim- ila skólavist blökkumanna þar. Sam Mtepuka stundaði sjálfur framhaldsskólanám í S-Afríku fram til ársins 1961 en hefur síðan verið í Lond- on. Hann kvaðst siálfur standa straum af kostnaði við nám sitt. vinna fyrir sér með ýmsum hætti í fríum og þess utan skrifa greinar fyrir ýmis blöð um málefni Rhodesíu og S-Afríku. Kvaðst hann hafa skrifað fyrir blöð á Norður- löndum, m.a. „Dagens Nýhet- er“, „Göteborgsnosten" og „Syd-Svenska Dagbladet" í Svíþjóð, og „Berlineske Tid- ende“ í Kaupmannahöfn, *— ennfremur „Neue Ziicher Zeitung" í Zúrich í Sviss og þessi blöð greiddu það vel fyrir greinar, að verið hefði sér mikill styrkur. Ekki kvað hann það tíðkast að stjórnir Rhodesíu eða S-Afríku veittu blökkumönnum styrki til náms erlendis, enda sæju þær sér sízt hag í aukinni menntun þeirra. Talið barst að skipan mennta mála í Rhodesíu og sagði Mtepuka, að í háskólanum í Salisbury væru bæði hvítir og blakkir stúdentar, væru þeir síðarnefndu um þriðjung ur. Þeir sækja kennslustund- ir og fyrirlestra sameiginlega og matast í sama borðsal — en þó þannig, að öðrum megin í salnum sitja hvítir stúdent- ar og hinum megin blökku- stúdentar — „rétt eins og tafl menn á skákborði", sagði hann. í vistarverum stúdenta er hkísvegar alger aðgreining, sérstakir stúdentagarðar fyrir hvíta og aðrir fyrir blakka. Aðspurður kvað Mtepuka þetta fyrirkomulag oft tilefni ólgu og jafnvel átaka í há- skólanum. Á hinn bóginn hefðu hvítir stúdentar og kennarar háskólans margir haft vaxandi tilhneigingu til að snúast á sveif með blökku mönnum í Rhodesíu gegn stjórn Ian Smiths, einkum eftir að hann lýsti yfir sjálf- stæði. Hefði þetta leitt til alls kyns vandræða, margir blökkustúdentar verið hand- teknir, hvítir stúdentar sætt áminningu og kennarar orðið fyrir áreitni vegna afstöðu sinnar. Til dæmis hefði a.m.k. níu brezkum kennurum verið vísað úr landi og þrír voru nýlega handteknir, að því er Mtepuka sagði. Skipan menntamála í Rhod- esíu sagði Mtepuka að væri í- flestu sniðin eftir s-afrískum fyrirmyndum. í barnaskólum ríkti alger aðskilnaður hvítra og svartra og menntunarskil- yrði blökkubarna væri stór- um lakari. Skylt væri að sjá hvítum börnum fyrir ókeypis skólavist allt til menntaskóla- aldurs, en greiða yrði fyrir námsvist allra blökkubarna og þau væru ekki skólaskyld. Meðal ársgjöld fyrir blökku- barn væru 30 sterlingspund, fyrir utan bækur og fargjöld. Aðspurður um laun blökku- manna í þessu sambandi, sagði Mtepuka meðallaun ó- faglærðs verkamanns u. þ. b. þrjú sterlingspund á viku fyrir 8 klst. vinnudag, meðal- laun iðnverkamanns um 5 pund á viku en þeir, sem hlot- ið hefðu framhaldsskólamennt un, svo sem kennarar skrif- stofumenn og aðrir, hefðu u. þ. b. 8 pund á viku. Þess bæri hinsvegar að gæta að sárafáir blökkumenn væru í röðum menntamanna, flestir væru kennarar og kenndu ein- göngu í skólum blökkumanna, en jafnvel þar væru þeim margar stöður lokaðar. Kenn- arasamband hvítra væri svo sterkt og gæti útilokað blökku menn frá störfum. Blökku- kennarar hafa líka samtök sín í milli, en þau kvað Mtepuka lítils megnug. „Þeim er bann- að, samkvæmt lögum, að gera verkföll, eins og öllum verka- lýðsfélögum blökkumanna. — Stjórnin ákveður laun þeirra og það eina, sem samtökin geta gert, er að bera fram kvartanir. Þegar í harðbakka slær eru þau gersamlega máttlaus“, sagði hann. Aðspurður um samskipti hvítra manna og blakkra í daglega lífi í Rhodesíu sagði Mtepuka, að yfirleitt yrði ekki mikið vart átaka, auðvitað yrðu þar róstur annað veifið, en ekki eins miklar og við mætti búast. „íbúðahverfi hvítra og blakkrá eru auðvit- að alveg aðskilin en fólkið umgengst nokkuð frjálslega á vinnustöðum. Veitingahús eru í flestum tilfellum aðskilin en þó hafði, áður en lýst var yfir einhliða sjálfstæði, verið kom- Sam Metpuka ið á laggirnar veitingahúsum, sem bæði voru ætluð hvítum og svörtum. Var þetta liður í þeirri fyrirætlun Breta að auka samskiptin smám sam- an“. — Staða blökkumanna og afstaða í Rhodesíu og S- Afríku er að mörgu leyti ólík því, sem verið hefur í hinum frjálsu Afríkuríkjum. Þeir eru — og hafa svo lengi verið — háðir iðnaðinum sem er al- gerlega í höndum hvítra og líf þeirra svo við hann miðað, að þeir geta hreint og beint ekki risið upp og barizt af hörku fyrir bættum lífskjörum og sjálfstæði. í- flestum öðrum Afríkuríkjum hafa forvígis- menn sjálfstæðisbaráttunnar verið ættflokkaforingjar eða menn, sem lifað hafa í land- búnaðarhéruðum og verið sjálfstæðari í hugsun og verk- um. Þeir hafa aldrei orðið eins háðir hinum hvítu og blökku- Kannda menn í S-Afríku og Rhodesíu. Hvítir menn höfðu þar víða ekki eins algert vald og í þess- um tveimur ríkjum, þar sem þeir ráða gersamlega öllu á sviði stjórnmála, viðskipta og hermála. Að vísu eru nokkrir blökkumenn í landher Rhod- esíu, en undir sterkri hvítri stjórn og aðeins í lægri stöð- um. í flughernum, sem er mjög vel þjálfaður, ér enginn blökkumaður. í S-Afríku eru alls engir blökkumenn í hern- um. Lögreglulið beggja land- anna eru hinsvegar skipuð blökkumönnum að nokkru leyti, en þeir fá aldrei að bera vopn“. í samtali okkar talaði Mtepuka alltaf um hina hvítu íbúa Rhodesíu og S- Afríku sem Evrópumenn. Að- spurður hvort blökkumenn í Afríku litu yfirleitt á þá sem slíka, svaraði hann og hló við: „Já, það er von þú spyrjir að þessu. Sannleikur- inn er sá, að framkoma hinna hvítu íbúa þessara landa er í þessum efnum tvíræð. f við- ræðum og viðskiptum við umheiminn tala þeir um sig sem Afríkumenn — en þegar þeir tala við blökkumenn heima fyrir telja þeir sig Evr- ópumenn. Á öllum opinber- um skiltum, til dæmis á veit ingahúsum, stendur „Evrópu- menn“ og „Ekki Evrópu- menn“. — Samkvæmt því ættu t.d. Bandaríkjamenn, sem þangað kæmu að fara inn á staði þá, sem ætlaðir eru blökkumönnum? — Strangt til tekið ætti svo að vera, að þeir litu bara á alla hvíta menn sem Evrópumenn, aðrir þjóðflokk ar t.d. frá Asíuríkjum, Kín- verjar og Japanir o.fl. teljast ekki hinir — ekki Evrópu- menn og er því skipað á bekk með okkur. Að vísu hafa Japanir nú verið viðurkennd- ir •í S-Afríku, sem hvítir vegna mjög vaxandi við- skipta S-Afríku og Japans, en framkvæmd þeirrar opinberu stefnu er enn ekki komin lengra á veg en svo, að víða veldur árekstrum. Skammt er síðan nokkrir Japanir reyndu að fara í sundlaug, sem ætl- uð er Evrópumönnum og var vísað á dyr. í Rhodesíu telj- ast Japanir enn ekki hvítir. — Yfirleitt er ástandið í kynþáttamálunum á allan hátt verra í S-Afríku en í Rhodesíu, þó nógu sé það slæmt þar. Oft hefur komið til þess, að fjölskyldum blökkumanna — og þó eink- um hinna svokölluðu blend- inga, múlatta — sé sundrað vegna litarháttar, einn bróðir reynist t.d. öðrum hvítari, sem rekja má til of náinna kynna kynþáttanna annað- hvort nú eða jafnvel fyrr á tímum, því að framan af voru engin lög í S-Afríku, er bönn uðu náin mök hvítra og svartra, eins og nú er. í slík- um tilfellum eru þeir, sem teljast nógu hvítir, látmr flytjast burt og þeim búin betri kjör. Kynþátta flokkun fer alltaf fram öðru hverju, — ekki með ákveðnu millibili. Henni er mjög auðveldlega komið fyrir, því að allir blökku- menn verða að bera vega- bréf og geta ekki farið milli borga og bæja, án þess að sýna þau. — Á hinn bóginn er þess að gæta, sagði Mtepuka að lok- um, að hinir hvítu íbúar Suð- ur-Afríku hafa verið þar miklu lengur en þeir hvítu í Rhódesíu. Þeir standa þar fastari rótum og má því segja. að hin harða afstaða þeirra og óttinn við að verða undir í baráttunni við blökkumenn. fái þeir völd, sé skiljanlegri. í Rhódesíu hafa hvítir menn hinsvegar aðeins verið í um sjötíu ár og langflestir komu þangað eftir heimstyrjöld- ina síðari. Til dæmis eru þrír af hverjum fjórum ráðherr- um í stjórn Ians Smiths fædd ir í Englandi. En þeir er i engu að síður harðir í horn að taka og ákveðnir í að láta í engu svipta sig þeim ágætu lífskjörum og forréttinda- aðstöðu, sem þeir hafa skap- að sér. Þeir eru orðnir þvi vanir og háðir að hafa um sig lið blakkra þjóna og hagnast á hræódýru vinnuafli og þarf eitthvað meira en lítið til. að þeir varpi slíkum lífsþægind- um fyrir borð. Eins og nú horfir málum blökkumanna > Rhódesíu og S-Afríku tel óg ástandið gersamlega von- laust“. I | I i > > > s > > I s > > > > > > > > > > > > > > i — Ahugi Framhald af bls. 3. að ræða, nema í Þýzkalandi. 1957 hæffet svo síðasta tíma- bilið, sem einkenndist af áætl- unargerðum af hendi ríkisvalds- ins og stæði það timabil enn. Ráðherra ræddi síðan um efna- hagsmál Júgóslava og sagði þau hafa nokltra sérstöðu. Fyrst eftir stríðið hefði landbúnaður- inn verið þjóðnýttur eftir Rúss- neskrí fyrirmynd, en það hefði ekki tekizt vel og 1953 hefði það verið opinberlega játað að þessi stetna hefði mistekizt og hefði þá verið tekið til við að skipta ríkiSjörðum upp á milli smábænda. Hefði svo verið komið árið 1960 að 88% af öll- um landeignum hefoi verið komin í eigu bænda. | Júgóslavar teldu sig standa jafnlangt kapitalúma og komm- únisma, en sósialísk viðhorf kæmi helzt fram í iðnaðinum, j sem væri grundvallaður á því að allt land, námur og vélar væru i eðli sínu talin samfélagseign, en öllu væri hinsvegar stjórn- að af fólkiriu er við fyrirtækin störfuðu. Þannig væri reynt að forðast ríkisrekstur kommúnista sem mest. Fynrtækjum væri stjórnað af verkamannaráðum sem starfsfólkið kysi. Þannig væri í raun og veru enginn at- vinnurekar.di t.il og væru fyrir- tækin samt ekki ríkisfyrirtæki. Aðspurður sagði ráðherra, að tvennt væn +il í afskiptum hins ^ opinbera af verðiagsmálum. Öll stærri fyrirtæki yrðu að lúta opinberum verðlagrakvæðum, en, í landbúnaði og smáiðnaði væri verðmyndunin frjáls. Það fyrir- tæki sem hagnaðist á rekstri sín- um hefði hagnaðmn sjálft til ráðstöfunar og réði því hvort það grexddi verkafólki hærri laun eða legði út í aukna fjár- festingu. Eí fyrirtæki ættu hins- vegar í fjárhagsörðugleikum gætu þau lerað tii annarra fyrir tækja um aðstoo eða til banka. Fyrirtæki mætti ekki leggja niður eða selja. Ráðherra sagði að þrátt fyrir aukinn hagvöxt unaaníarin ár væru meðaltekjur manna frem- ur lágar, eða uir. 500 dollarar á ári, sem er rúmlega þrisvar sinnum minna en hérlendis. Væri það þo mjóg mismunandi eftir héruðum Sumstaðar, þar sem vélaiðnaður væri mikill, hefði fólkiö góð laun, en mikil fátækt væri í landbúnaðarhér- uðum syðst í laridinu Nýjar íbúðir væru yfirleitt tveggja herbergja og um 50 fer- metrar. Meðaiíbúatala á íbúð væri 4,5 manns. 1 aí hverjum 40 ættu ísskáp, 1 af hverjum 140 ættu bifreið, 1 aí hverjum 90 ættu sjónvarp og 1 af hverjum 8 ættu útvarp. Varðandi menntamál landsins, sagði ráöherra, að þar hefði orðið mjóg hröð uppbygging. Fyrir stríð hefðu um 26% lands- manna verið olæsir og óskrif- andi, en nú væri komin þar á 8 ára skóiaskylda og sæti nú 5. hver íbúi á skólabekk. Um utanríkismaJ sagði ráð- herra það, að Júgoslavar teldu sig hlutlausa. Þeir væru alþjóð- legir í aðstóðu til lista og trú- mál og kitkjur væru látin þar afskiptalaus af hálfu hins opin- bera. Títo væri eini þjóðhötð- inginn í Anstur-Evrópu sem komizt hefði til valda upp á eigin spýtur og hvergi Játið bilbug á sér finna í deilum við Rússa. Rifjaði ráðiierra það upp, að Stalín hefði eitt sinn látið þau orð faJla í ræðu, að hann gæti hrist Tító frá völdum með þvi einu að hrista litJafingur. Síoan hefði Krusjeíf vitnað í þessi um- mæli er hann helt sína frægu ræðu um Stalín og sagði. aó Stalín hefði hrist allt sem nann gat hrist, en saint hefði 'Ihj setið sem fastast. Að lokum sagði ráðherra að tekið hefði verið a inoti s>.. .f mikilli vinsemd og gestrism. Væri greimlegt að Norðurlanaa- búar nytu mikils aiits 1 Jugo- slavíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.