Morgunblaðið - 23.09.1966, Síða 31

Morgunblaðið - 23.09.1966, Síða 31
Föstudagur 23 sopt. t9(K5 MORCUNB• 4ÐIÐ 31 Sovézkur fiðluleikari til T ónlistarf élagsins TÓNLISTARFÉLAGIÐ h e 1 d u r fyrstu tónleika sína á þessu hausti nk. mánudags- og þriðju- dagskvöld í Austurbæjarbíói, þá 1 e i k u r sovézki fiðluleikarinn Mark Lubotsky en undirleikari verður landi hans Ljubov Edlina. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Prokofiev, Schnitke og Brahms. Mark Lubotsky er fæddur árið 1931 í Leningrad. Árið 1938 hóf hann nám í fiðluleik hjá prófess- or Yampolsky. Er hann lauk Indónesla yur í SÞ New York, 22. sept. AP. • Adam Malik, utanríkisráð- herra Indónesíu, er köminn til New York ásamt fjórtán manna sendinefnd og er talið, að hann muni sækja um aðild Indónesiu ad Sameinuðu þjcðunum. Malik vildi ekkert um mál þetta segja, er hann kom til borgarinnar, en vitað er, að hann átti fund með U Thant, fram- kvæmdastjóra í dag. Síðar í kvöld var talið, að hann mundi fara til Washington til viðræðna við ráðherra þar. burtfararprófi frá Musikháskól- anum í Moskvu fékk hann fyrstu verðlaun í fiðluleik. Eftir það hélt hann áfram námi hjá hinum fræga fiðluleikara David Oistrak. Lubotsky er margfaldur verð- launahafi. Hann fékk fyrstu verð laun á alþjóðamóti ungra fiðlu- leikara í Berlín. Hann fékk lár- viðarverðlaunin í fiðluleik í tónlistarkeppninni í Salzburg er haldjn var á 200 ára afmæli Mozarts árið 1956. Árið 1958 fékk hann aftur lárviðarverð- launin í keppni þeirri er kennd er við Tschaikovsky og þykir einn mesti heiður er ungum tón- listarmanni hlotnast. Mark Lubotsky hefir haldið fjölda tónleika í ýmsum löndum auk Sovétríkjanna, Austurríki, Póllandi, Búlgaríu, Ungverja- landi, Finnlandi, Hollandi og víð- ar. Hér heldur Lubotsky tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins nk. mánudags og þriðju- dagskvöld kl. 7 í Austurbæjar- bíói. Undirleik annast landi hans Lubov Edlina. Næstu tónleikar Tónlistarfé- lagsins eftir þessa verða 10. og 11. október, þá syngur óperu- söngkonan Herta Töpper og mað- ur hennar dr. Franz Mixa annast undirleikinn. Höfuöpaurinn í brezka lestarráninu handtekinn BREZKA lögreglan hand- íók sl. mánudagsnótt Roon- ald Edwards og lauk þar með þriggja ára leit um all- an heim að manninum, sem grunaður er um að vera glæpamaðurinn og hugvits- maðurinn, sem stóð að baki og skipulagði lestarránið mikia í Bretlandi á sínum tíma. Edwards er talinn geta veitt upplýsingar um, hvað varð um 2 millj. sterlings- punda eða meira en 240 millj. ísl. kr. sem stolið var í lest- arráninu. Scotland Yard hefur neitað að gefa upplýsingar um, með hvaða hætti Edwards var handtekinn. Samkv. áreiðanlegum heimildum á hann hins vegar að hafa ver ið einsamall og ekki að hafa veitt neina mótspyrnu, er það gerðist. Var jafnvel tal- ið, að hann hefði verið orð- inn uppgefinn eftir eltingar- leik lögreglunnar og peninga laus og hefði því sjálfur gef- ið sig fram. Annar þátttakandi í lestar- ráninu, James White var svipað á sig kominn, er hann var handtekinn í apríl sl. Við réttarhöldin vfir honum sagði hann, að undirheimafé- lagar sínir hefðu kúgað sig til þess að láta af hendi sinn hluta af ránsþýfinu. Edwards hefur verið leitað í Evrópu, Suður-Ameríku og viða annars staðar í heimin- um frá því í ágúst 1963. er flokkur glæpamanna framdi eitt furðulegasta rán, sem sakamálasagan þekkir. Með hernaðarlegri nókvæmni' og með einstakri þekkingu á öll um kringumstæðum, stöðv- uðu þeir póstlest og rændu Ronald Edwards. þaðan gömlum peningaseðl- um — um 2,5 millj. sterlings- pundum — sem verið var að flytja i Englandsbanka, þar sem átti að eyðileggja þá. Aðeins 337.000 nund af þeim peningum, sem stolið var, hafa komið í leitirnar. Aðeins einn þeirra, sem grunaðir hafa verið um þátt- töku í lestarráninu, hefur komizt hjá handtöku. Það er fyrrverandi forngripasali, Bruce Raynolds að nafni. Lög reglan leitar hins vegar ákaft tveggja manna, sem áður voru í varðhaldi, þeirra Charles Wilson og Ronald Arthur Biggs. Báðir sluppu þeir úr fangelsinu og nutu til þess utanaðkomandi hjálpar. ÓvenguEeg) ástæSa til afsagnar stjórnar jgH Áslaug Finsen starfsstú'ka í Ameríska bókasafninu klædd bun ingi indíánastúlku. Sýning ó Ináíónamannm í Ameríska bókasoininn INDÍÁNAR hafa löngum verið heillandi verur í augum margra, einkum drengja á aldrinum 8— 12 ára. Flestir sjá fyrir sér Indí- ána þeysandi eftir sléttum Norð- ur-Ameríku, stríðsmálaðir og fjaðurskreytta, í eftirför að liti- um og skefldum hópi landnema, sem búast til varnar eftir bez;u getu gegn æpandi villimönnuo- um. Fæstum kemur til hugar að Indíánar hafi verið friðsæl þjoð, sem vegna innrásar og ofstopa hv.ítra manna snerust til örvænt ingarfullrar varnar, sem laulc með ósigri og undirgefni þeirri. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast Indíánum frá nýrri hhð ættu að leggja lei'ð sína í Ameríska bókasafnið. Næstu þrjár vikur stendur þar yfir sýn ing á ýmsum munum Iroquois indíána ættstofnsins, meðal ann ars fjórum alklæðnuðum, skreyct um perlum og ísaum, ýmsum munum, sem notaðir hafa verið við helgiathafnir; svo sem málað ar trégrímur, einnig búsáhöld og körfur og allmargar myndir. Sýningin er opin á útlánstírr. um safnsins, mánud., miðvikud.. föstud. kl. 12—9, og þriðjud. og fimmtudaga frá kl. 12—6. Kenn- arar, sem koma vilja með nem- endur sína geta einnig komið að morgunlagi. Á mánudagskvöldið kl. 8.45 verður fluttur í bókasafninu fyr- irlestur, sem nefnist „An Americ IMasser an Indian". fluttur af Mr. Loyl R. Williams, starfsmanni banda- ríska landbúnaðarráðuneytisins. Hann mun tala um Algonqum indíánana í norðausturhlur.a Bandaríkjanna Ennfremur verð ur sýnd stutt kvikmynd. Þetta eru fyrstu kynningar- kvöld vetrarins á bandarísxri list og menntun, en eins og marg ir muna, voru mörg slík kvöld haldin í fyrravetur á vegum Upplýsingaþjónustunnar og þóttu mjög fróðleg og voru vei sótt. í FYRRAPAG varð það óhapp í Landeyjum að niu tonna ýta sökk í sandbleytu og hvarf. Ýtu- stjórinn Þráinn Þorvaldsson frá Oddakoti naumlega ýtuna. Samkvæmt upplýsingum Mark úsar Jónssonai a Borgareyrum, fréttaritara Mbl. varð þetta óhapp miili Álfhólahjáleigu og Skipagerðis. Þar er venjulega mikið útfall, en er það lokast flæðir vatn um nágrennið og vatnsborðið liækkar svo að nauð synlegt er að grafa rás fynr vatninu og Jagfæra. Seoul, 22. sept. NTB - AP. STJÓRN Suður-Kóreu hefur sagt af sér vegna svívirðingar, er for- sætisráðherrann og fleiri ráð- herrar urðu fyrir af hendi eins þingmanna landsins. Hvolfdi hann yfir þá úr fötu með saur og þvagi. Atburður þessi varð eftir heift- arleg orðaskipti milli ráðherra og eins þingmanns stjórnarandstöð- unnar, Doo Han Kim, um smygl- mál, er verið hefur eitt mesta hitamál i stjórnmálalífi landsins síðustu dagana. Er Kim steig í ræðustól í síðasta sinn, las hann upp harðorða yfirlýsingu, gerði sér síðan lítið fyrir og tók upp fötu með saur og þvagi og hvolfdi úr henni yfir forsætis- ráðherrann og nokkra aðra ráð herra, er sátu rétt hjá ræðu stólnum. Dauðaþögn datt yfir þingsalim og sátu þingmenn nokkra stunc' sem þrumu lostnir. Síðan glumdi við reiðihróp og þingfundi vai frestað í skyndi, meðan ráðherr- arnir þustu burt til að þurrka a' sér óþverrann. Af hálfu stjórnarinnar segir að hún muni ekki gegna áfram störfum eftir slíka útreið og lagði II Kwon Chung, forsætisráðherra, fram lausnarbeiðni stjórnarinnar í dag. Chung Lee Park forseti kveðst ekki munu ákveða fyrr en á laugardag hvort hann tekur lausnarbeiðnina gilda. Leidiélttng MISHERMT var í frásögn af slátursölu í blaðinu hér í gær að Verzlanasambandið hefði enn ekki ákveðið, hvort það hæfi slátursölu nú í haust. Slátur- sala Verzlanasambandsins hefst 9 tonna ýtu, sem grófst í sand, bjargað i Landeyjum slapp ; 3 mannhæöa dýpi í sandinum. áður en flæddi inn! notuð ýta, skurðgrafa og stór bifreið. Var útreniislið eða ósinn fyrst stíflaður og síðan var graf- ið niður á ýtuna, stm var á 2 _______ Ægisandur er með ströndinni á þessum slóðum og hleðst jafn- óðum upp i brimrotmu og stífiast þá ár og laikir. Komizt hefur sjór í ýluna og verður að taka hana í sundur. svo að hún verði nothæf aftur. í gær var hún dregin he,m á bæ í nágrenninu. — Friðarsinnar í Tanzaniu Dar Es salaam, 22. sept. — NTB FORSETI Arabíska Sambands lýð'veldisins, Gmal Abdel Nass- er, kom í dag i fimm daga op- inbera heimsókn til Tanzaniu. Er það fyrsta heimsókn hans til Austur-Afríku og í fyrsta sinn, sem hann fer til útlanda á þessu ári. Nasser fékk hjartanlegri mót- tökur í Dar Es Salaam en nokk- ur erlendur ríkisleiðtogi, er þangað hefur komið til þessa. Þúsundir manna voru á flug- vellinum og urðu fagnaðarlætin mikil, er þeir föðmuðust Nasser og Nyerere, forseti Tanzaniu. Þeir munu ræðast við um ýmis vandamál, m.a. Rhodesiu-málið og Einingarstofnun Afríkju- ríkjanna. Um tíma nefur útfall þetta verið lokað og var því jarðýta Ræktunarsambands Austur- og Vestur-Landeyinga fengin til þess að ræsa fram vatnið. Er ýtan hafði næstum lokið verkinu og vatnið var byrjað að renna út grófst sandurinn undan ýtunni og hafði ýr.ustjórinn engin ráð til þess að komast á þurrt. Fossaði vani.ið uruhverfis ýtuna, sem í sandbleytunni hafði litla viðspyrnu og komst ýtustjórinn með naumindum út úr ýtunni, er vatnið var að byrja að flæða inn í hana. Þráinn ýtustjóri fór þá til bæja, er hann sa að hann einn fengi ekkert að gert, til að leita aðstoðar. Fór síðan Erlendur Árnason á Skíðbakka með hon- um á staðinn. en þá var ýtan með öllu horfin. í fyrrinótt um kl. 3 var svo hafizt handa um að bjarga J ýtunni. Við björgunarstarfið var Framhald af ols. 1 enta og voru alls um sjö hundruð manns í slagnum, er mest var. Börðust þeir með stokkum og steinum. Slegizt vai um forystu í þessum samtökum friðar- sinnaðra stúdenta. Að sögn lögreglunnar gengu harðast fram í slagnum tvö róttækustu stúdentafélögm sem hafa það á stefnuskrá sinni að vinna að friði í Viet- nam. Héldu félögin hvort um sig fundi í garðinum og reyndu ræðumenn með hátöl urum að yfirgnæva hver ann an. Þar sem árangur varð ekki viðunandi — að stúdent unum fannst — töldu þeir nauðsynlegt að grípa til rót- tækari aðgerða. Þrjú hund1-- uð manna lögreglulið varð að grípa í taumana. 18 stúdentai voru handteknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.