Morgunblaðið - 29.10.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.10.1966, Qupperneq 3
“i' I GÆR tók félagsmálaráðherra, Eggert G. .Þorsteinsson, fyrstu Bkóflustunguna að Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, Eandssambands fatlaðra, á bygg ingarsvæðinu við Laugarnesveg. Viðstaddir voru forráðamenn Sjálfsbjargar, borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, og danskir gestir, sem færðu Sjálfsbjörg mikla peningagjöf til byggingarframkvæmdanna, 100.000 kr. danskar, eða rúmlega 600.000 ísl. kr. Hinir dönsku gest ir við þetta tækifæri voru Fr. Knudsen, form. landssarabands fatlaðra í Danmörku og frú hans, E. Nygaard-Jensen og AA. Voldstedlund. Á fundi fyrrgreindra aðila og fréttamanna í Hótel Loftleiðum skýrði formaður Sjálfsbjargar, Theódór A. Jónsson, frá aðdrag- anda þessara framkvæmda. Sagði hann, að landssambandið hefði verið stofnað árið 1-959 og þá þegar hefði borið á góma byggingu dvalarheimilis fyrir fatlaða, sem væn hið mesta Félagsmálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna á byggingar svæðinu við Laugarnesveg. gefa 6 00.000 kr. til vinnu- dvalarheimilis Sjálfsbjargar Framkvæmdir eru hafnar nauðsynjamál. Fjár til fram- kvæmdanna verður aflað með ýmsu móti, stærsti hluti þess kæmi úr styrktarsióði lamaðra og fatlaðra, sem í eru 4 miUi. kr. Þá hefur fjáv verið aflað með merkjasölu og bókasölu og sagði Theódór, að landsfólk hefði sýnt málefnum fatlaðra mikinn skilning með merkja- kaupum, en sala þeirra er að öllum líkindum í ár 50% meiri en í fyrra. Þá lýsti Theódór byggingunni. Hún er teiknuð og skipulögð með það í huga, að þarna rísi af grunni heimili, lækningarmið stöð og starfsaðstaða fyrir fatl- að fólk. Sömuleiðis að þarna verði miðstöð Sjálfsbjargar. í byggingunni verður allt mið að við, að vistmenn verði sem mest sjálfum sér nógir bæði hvað varðar einkalíf marina, læknisþjálfun, starf og ferðalög utanhúss sem innan. Húsið verður byggt sem þrjár aðalálmur, þar af tvær upp á fimm hæðir, en hliðarálmur eru einna hæða. Kjallari verður und ir öllu húsinu. Fyrsta hæð byggingarinnar er kjarni hússins. Þar kemur stór lækningar- og þjálfunarmið stöð, þ.á.m. fullkomin sundlaug með tilheyrandi búningsklefum og böðum. Á fyrstu hæð verða einnig vinnusalir fyrir fatlaða og ýmiskonar aðstaða fyrir starf og verkstjórn. Þá verða þar aðal skirfstofur fatlaðra, stór fundar salur fyrir um 80 manns, verzl- un fyrir vistmenn, skóvinnu- verkstæði, bókasafn, lesstofa o.fl. Á annarri hæð verður aðal- eldhús stofunarinnar og borð- salur fyrir rúmlega 100 manns, auk fundarsals og hljómlistar- stofa. Þar er einnig vistmanna- deild með smáíbúðum og ýmis- konar aðstöðu fyrir vistmenn. Á 3., 4., og 5. hæð eru vistmanna deildir með smáíbúðum og einka herbergjum o.fl. Alls verða í húsinu 12 íbúðir, 24 stærri her- bergi og 45 einsmanns-herbergi, allt ætlað mikið fötluðu fólki. í kjallaranum verða miklar bílageymslur, og geymslurými fyrir vistmannadeildirnar. AUs verða 4 rúmgóðar lyftur 1 hús- inu. Grunnflötur fyrirhugaðrar byggingar verður alls 2377 ferm., en samanlögð gólfflatarstærð verður alls um 7170 ferm. Stærð hússins verður um 26000 rúm- metrar. Teikningar af húsinu gerði Teiknistofan sf. Ármúla 6, en teikningar af berandi húshlut- um gerir Verkfræðistofa Braga Þorsteinssonar og Eyvindar V aldimarssonar. Fyrsti áfangi byggingarinnar var boðinn út í ágúst sl. Alls bárust 6 tilboð í verkið, en þau voru opnuð 14. sept. Lægstbjóð- andi var byggingarfélagið OK hf. í Reykjavík og hefur nú ver- ið gerður verksamningur við það fyrirtæki að steypa upp und irstöður og kjallara undir alit húsið svo og að steypa upp og fuilegra að utan aðalálmu húss- ins. Skal þessu verki vera lokið haustið 1968. Þá tók til máls Gísli Halldórs- son arkitekt og lýsti nánar teikningu hússins. Formaður landssambands fatlaðra i Dan- mörku Fr. Knudsen tók því ræst til máls og flutti Sjálfsbjörg kveðjur danska sambandsins og flutti einnig ráðherra, borgar- stjpra og Sjálfsbjörg kveðjur Viggo Kampman fyrrv. forsætis- ráðherra Danmerkur, en Kamp- man er formaður Vanförefond- en, öryrkjasjóðs, sem hinar 600.000 kr. voru gefnar úr. Þá færði Fr. Knudsen félagsmála- ráðherra og borgarstjóra minn- ispeninga úr silfri, sem slegnir voru í tilefni trúlofunar Anne Marie Grikklandsdrottningar og Konstantíns konungs. Landssam- band fatlaðra í Danmörku lætur slá slíka minnispeninga við áþekk tækifæri og hagnaðist um eina milljón danskra króna á sölu þeirra við trúlofunina. Minnispeningana, sem gefnir voru ráðherranum og borgar- stjóra, kvað Fr. Knudsen eiga að minna þá á skyldur þeirra Fr. Knudsen færði gjöfina frá Hanmörku. við fatlaða menn og öryrkja á íslandi. Teódór A. Jónsson, formaður Sjálfsbjargar þakkaði í nokkr- um orðum hina stórhöfðinglegu gjöf Dana. Er félagsmálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna á bygging arsvæðinu við Laugarnesveg hélt hann stutt ávarp og minnti á skyldur heilbrigðra við þá sem af einhverjum ástæðum ganga ekki heilir til skógar. Byggingarframkvæmdir við Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar hefjast nú þegar. Fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar er Trausti Sigurlaugsson. Gömul konu íyrir bíl UM KL. 21 í gærkvöldi varð það slys, að 76 ára kona varð fyrir lítilli fólksbifreið á mótum Hringbrautar og Sóleyjargötu. Gekk hún í veg fyrir bifreiðina, en bifreiðastjóranum tókst ekki að stöðva fyrr en hann hafði ekið á konuna, sem féll í göt- una og slasaðist svo að flytja varð hana á Slysavarðstofuna. Hún var hress er lögreglan hafði þar tal af henni og kvaðst hún hafa haldið bifreiðina í meiri fjarlægð, en raun varð á, en jafnframt, að bifreiðin hefði ekki verið á mikilli ferð þar sem hún hefði numið staðar í þann mund er hún hafði ekið á sig. Meiðsl konunnar eru ó- kunn. PRÓFESSOR dr. med. Morgens Fog hefur verið kjörinn rektor Kaupmannahafnarháskóla til næstu tveggja ára. STAKSHlMáR „Hafnarbætur og annar hégómi“! Einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins, Alfreð GísXason, flutti læðu í efri deild Alþingis sl. fimmtudag og sakaði ráðhera ríkisstjórnarinnar um að hafa ltiið vit á heilbrigðismálum, en hins vegar teldu þeir sér nauð- .. syulegt að hafa meiri þekkingu á „Hafnarbótum og öðrum hé- góma“. TJmmæli þessi vöktu að sjálfsögðu mikla furðu þing- manna, og er ekki úr vegi í tilefni af þeim, að beina fyrir- spurn til Alþýðubandalagsins og málgagna þess hvort þessi yfir- lýsing þingmannsins sé í sam- ræmi við stefnu Alþýðubanda- lagsins gagnvart hafnarbótum. Telur Alþýðubandalagið að hafa arbætur séu hégómi? Gleði kommúnistablaðsins Ástæða er til að ætla, að nokk ur átök hafi farið fram á rit- stjórnarskrifstofu Þjóðviljans um afstöðu blaðsins til „menn- ingarbyltingarinnar” i Kína og að helzti stjórnmálaritstjóri blaðsins, sem dvalizt hefur í DIOÐVimMW MtTT oo MJOG ÓVMHT VtSMOAAHtEK KlNVEKJA V«l* HDMSATHYðU Sendu kjarnasprengju með eldflaug EMftauW* I BMdt œ f|ér*« Kherari* - F»«a •• Ki«v«iw lw«l bM (*o bMm hwka énm fré firntii MmoprMahgWMl Kína, hafi ekki fengið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim málum. Hins vegar er . ljóst, að Pekin|,sinnar á rit- stjórnarskrifstofu Kommúnista- blaðsins hafa orðið ofan á i gær, þvi að gleði og ánægja Þjóð- viljans yfir kjarnorkusprengingu Kínverja leynir sér ekki á for- síðu blaðsins, og í fréttinni, sem - birt er um þetta mál. Fréttia er þannig yfir alla forr>3una með stóreflis letri, og í lok frétt arinnar er birt kínversk tilkynn ing, þar sem veitzt er bæði að Bandaríkjamönnum og kommún istum í Sovétríkjúnum. Fer ekki milli mála að Þjóðviljinn birtir þessa yfirlýsingu Kín- verja með hinni mestu velþókn- un. Landsfundur I gær hófst hinn svonefndi Landsfundur Alþýðubandalags- ins og mun helzta verkefni hans að koma einhverri flokksmynd á þá ómynd, sem nefnd hefur % verið Alþýðubandalag sl. 10 ár. Vafalítið verða umræður fjör- ugar á fundinum, og þá ekki síður kosningar í ýmsar trún- aðarstöður. Sjaldan mun lands- fundur stjórnmálasamtaka hafa verið haldinn hér á landi eftir svo langvinn og hörð átök og mikil umbrot, sem þessir fundir Alþý ðubandalagsins, og jafn- vel þótt skaplega takizt að hafa hemil á þeim mikla óróa, sem í þessum stjórnmálasamtökum er á þessum fundi, er hitt jafn vist, að eftir sem áður mun ríkja fullkominn fjandskapur milK for ustumanna þessarar hreyfingar, og hún raunar klofinn, ekki að- eins í tvennt, heldur mörg flokks brot. Það eru því enn allar lík- ur á því, að þessi samtök muni ekki verða langlíf í sinni nú- verandi my», og að því komi fyrr en síðar, að þau sundrist og hinir mismunandi hópar flokksbrota eftir því hvort þeir skipi sér í raðir mismunandi flokksbrota eftir því hvort eru hlynntir Peking eða Moskvu hlutleysingjar, þjóðvarnaifrnenn eða annarar skoðunar. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.