Morgunblaðið - 29.10.1966, Side 17
Laugardagur 29. okt. 1966
17
MORCUNBLAÐIÐ
— Kína
Framh. af bls. 15
Ungverjaland og Pólland og
þar á móti dregið úr aðstoð við
Kína.
Allt þetta kom sér mjög illa
fyrir Kínverja, en Mao varð
nú staðráðnari í því en áður,
að Kínverjar skyldu byggja upp
sinn kommúnisma sem mest
einir og óháðir Rússum. Jafn-
framt tók hann að bíta frá sér
— og lét Krúsjeff finna, að
tæki hann ekki tillit til skoð-
ana Kínverja skyldu þeir svo
sannarlega gera ágreining ríkj-
anna opinberan og neyða komm
únista um allan heim til að
velja á milli stefnu Rússa og
Kínverja. Rússar hefðu horfið
frá réttri Marx-Leniniskri
stefnu og bæru ábyrgð á því,
ef kommúnistahreyfingin klofn
aði. Mao vissi einnig, að stefna
hans átti nokkru fylgi að fagna
meðal gömlu Stalínistanna í
Sovétríkjunum og treysti því,
að þeir mundu þjarma að
Krúsjeff.
Fj'rstu vísbendingar.
Gagnvart umheiminum urðu
ein fyrstu merki um ágreining
Rússa og Kínverja afstaða
þeirra til atburðanna í Irak og
Libanon sumarið 1956 — er
Kínverjar kröfðust þess, að
Bandaríkjamönnum yrði engin
linkind sýnd, ef þeir hyrfu ekki
þegar á brott með herlið sitt
frá Libanon og Jórdaníu.
Krúsjeff vildi aftur á móti ræða
málin við Eisenhower forseta.
Þetta ár miðaði Krúsjeff að
auknum samskiptum við Vest-
urveldin. Hann ræddi við. Mac
millan um nauðsyn. ráðstefnu
æðstu manna, síðan ræddi hann
við Nixon, þáverandi varafor-
seta Bandaríkjanna og undirbjó
för sína til Bandaríkjanna. Mán
uði áður en hann fór þangað,
höfðu landamæradeilur Kín-
verja og Indverja leitt til auk-
inna átaka — og sýndi hin til-
tölulega hógværa afstaða hans
í því máli glöggt, að kommún-
istum í Kína og Rússlandi bar
eitthvað meira en lítið á milli.
Þegar Krúsjeff kom svo til
Peking í október 1959, í tilefni
tíu ara afmælis kínversku bylt-
ingarinnar, fullur hrifningar af
einu og öðru í bandarísku þjóð
félagi — og af Eisenhower for-
seta, biðu hans kaldar móttök-
ur, sem gáfu vísbendingu um
hversu djúpur ágreiningurinn
var orðinn.
„Lenin lengi lifi“.
Þegar Krúsjeff kom heim frá
Peking sendi sovézki kommún-
istaflokkurinn bréf til allra
kommúnistaflokka heims, þar
sem skýrð var og réttlætt af-
staða Krúsjeffs til Bandaríkj-
anna. Mánuði síðar skrifaði
upplýsingamálaráðherra Sovét-
ríkjanna grein, sem var greini-
leg árás á afstöðu Kínverja,
jafnframt þvi, sem stefna Sovét
stjórnarinnar var útskýrð á
grundvelli þeirra kenninga
Lenins, að kommúnistar ættu
að byrja að byggja upp áhrif
sín og vinna sér stuðning með
því að koma sér upp sambandi
við borgaralega flokka, ala á
sundrungu innan þeirra og not-
færa sér allar hugsanlegar að
stæður til framdráttar.
Upp frá þessu beittu báðir
aðilar fyrir sig skrifum Lenins.
Þar var ýmislegt að finna, sem
leggja mátti í tvennskonar skiln
ing og gat gagnað báðum.
í febrúar 1960 var haldinn
lokaður leiðtogafundur aðildar
ríkja Varsjárbandalagsins, þar
sem Krúsjeff réðst harðlega á
stefnu Kínverja. í marz bauð
hann Kinverjum að senda full-
trúa flokks og stjórnar til
Moskvu til viðræðna um deilur
ríkjanna, en því boði var hafn-
að, — og í tilefni 90 ára af-
mælis Lenins í apríl birtust í
kínverskum blöðum langsu-
greinar undir samheitinu
„Lengi lifi Leninisminn þar
sem gert var upp við Rússa að
verulegu leyti og hinum komm
úniska heimi bent á með ýms-
um rökum, að Krúsjeff hefði
svikið kommúnismann og væri
ekki fær um að stjórna komm-
únistahreyfingunni.
Nokkrum dögum síðar var
Krúsjeff svo heppinn, að U-2
njósnaflugvélin bandaríska var
skotin niður yfir Sovétríkjun-
um. Gafst honum þá, er mest
reið á, tækifæri til að sýna
kommúnistum um heim allan,
að hann gæti verið eins vond-
ur við Vesturveldin og hver
annar. Hann fór rakleitt til
Parísar og hleypti upp fundi
æðstu manna með eftirminnileg
um hætti, — fundi, sem hann
sjálfur manna mest hafði ósk
að að yrði haldinn. Meðal
kommúnista varð þetta Krús-
jeff til vegsauka — en það
breytti stefnu hans ekki til
langframa og á þriðja þingi
rúmenska kommúnistaflokks-
ins, sem haldinn var í Búkarest
í júní 1960 sögðu Rússar og
Kínverjar hvor öðrum til synd
anna svo um munaðL "
Fundurinn í Búkarest.
Sigurður Sigurðsson
listmálari fimmtugur
Kínverska sendinefndin undir
forsæti Peng Chen, þáverandi
borgarstjóra í Peking (sem
einna fyrstur féll í valdabar-
áttunni í sumar) átti frum-
kvæðið með ræðu, þar sem
hann gagnrýndi stefnu Krús-
jeffs. Henni svaraði Krúsjeff
með því að dreifa meðal full-
trúa á þinginu greinargerð, þar
sem ágreiningsatriðin væru
rædd ýtarlega, lið fyrir lið, rök
fast og af hógværð. Þar var því
meðal annars lýst yfir,
hver væri hinn raunverulegi til
gangur með stefnu friðsamlegr
ar sambúðar — sem sé, að
vinna stuðning meðal allra frið
elskandi manna í heiminum,
nota þennan stuðning til að
snúa þjóðum gegn ríkisstjórn-
um sínum, efla verkalýðsbarátt-
una og vinna að því að grafa
undan varnarbandalögum Vest
urveldanna og gera þeim æ erf
iðara fyrir um að viðhalda er-
lendum herstöðvum.
Viðbrögðin létu ekki á sér
standa — á næsta fundi lýsti
hver fulltrúinn af öðrum yfir
stuðningi við Rússa og hvatti
Kínverja til sátta. Peng Chen
svaraði með því að afhenda
fulltrúum þýðingu á bréfi frá
sovézka kommúnistaflokknum
til hins kínverska, þar sem alls
kyns sakir voru á hann bornar
og með öllu ósvífnara orðalagi,
en menn höfðu áður átt að
venjast. Kínverjar voru húð-
skammaðir fyrir stefnu sína í
mörgum málum, ekki sízt utan
ríkismálum m.a. gagnvart Ind-
landi, Alsír og öðrum vanþró-
uðum ríkjum.
Þessu reiddist Krúsjeff óskap
lega — og hélt nú eina af
þrumuræðum sínum, þar sem
hann hellti sér yfir Kínverja
með ofsa. Hann líkti Mao við
Stalín, sagði, að hann hugsaði
aldrei um annað en eigin hags-
muni og gerði sér enga grein
fyrir því sem raunverulega
væri að gerast í heiminum.
Kínverjar hefðu engan skilning
á nútíma herbúnaði og hefðu
grafið undan hugsjónum sósíal
ismans í Indlandi, með því að
ásælast indverskt land í eigin-
hagsmunaskyni. Lét hann og að
því liggja, að Kínverjar hefðu
mælt gegn varnaraðgerðum
Rússa á landamærum Manchu-
ríu og komið í veg fyrir könn-
unarflug sovézkra flugvéla.
Þessu svaraði Peng Chen með
stuttri en rökfastri ræðu, sem
lauk með því, að Krúsjeff hefði
sýnt, að dómgreind hans væri
ekki treystandi og raunar væri
vandséð hver stefna hans værL
Moskvuráðstefnan.
Þar með lá deilan ljós fyrir
öllum hinum kommúniska
heimi — og á ráðstefnu komm-
únistaflokkanna i Moskvu í
nóvember sama ár kom til end-
anlegs uppgjörs.
Þangað til gengu klögumálin
á víxl, kínversk tímarit voru
bönnuð í Rússlandi og rússnesk
ir tæknifræðingar kallaðir heim
frá Kína eftir mikla deilu um
framkomu þeirra og annað.
Moskvuráðstefnuna sóttu full
Sú var tíðin hér á landi, að
fimmtugir menn þóttu nokkuð
fullorðnir, nú eru þetta ungling-
ar. Já, Sigurður minn Sigurðs-
son, tímarnir breytast og menn-
irnir með. Þess vegna er ég í
nokkrum vafa um, hvort ”senda
eigi þér línu í tilefni dagsins,
en ég get nú samt ekki á mér
setið, þar sem annar eins
skemmtikraftur og heiðursmað-
ur á í hlut og þú. Þannig er það
nefnilega með sérstæða persónu-
leika, að manni þykir svo vænt
um að hafa fengið að kynnast
þeim, að það er ekki hægt að
þegja yfir því. Þú verður því að
umbera það við mig, að ég láti
þessar línur flakka. Og fimmt-
ugur verður þú aðeins einu sinni.
Ég er í dálitlum vandræðum,
hvernig gefa á sem bezta hug-
mynd um þig í fáum orðum.
Það er af miklu að taka, en þar
sem þú ert ekki eldri en raun
ber vitni, vil ég ekki vera of
hátíðlegur, og varast að fá í
þetta greinarkorn eftirmælis tón
eða afrekarollu. Það getur beð-
ið betri tíma, þegar árunum hef-
ur fjölgað.
Þú hefur nú stjórnað sam-
tökum myndlistamanna með
einstakri lipurð og réttsýni um
árabil Þannig, að sá sundur-
leiti hópur hefur einróma kosið
þig í oddvitastöðuna ár eftir ár,
og við, sem höfum starfað þar
við hlið þína, vitum manna bezt,
hve fádæma heiðursmaður þú
ert (ég kem mér ekki til að
nota enska orðið Gentleman, en
það er það, sem ég meina). Og
sannast að segja sé ég ekki, að
margir geta fetað þar í fótspor
þín.
Um list þína mætti margt
segja, en ég veit, að þér er ekki
hólið að geði. Samt vil ég halda
því fram, að það séu t.d. ekki
margir listamenn okkar, sem
geta málað sláandi myndrænar
andlitsmyndir og þú. Á því sviði
hefur þú bókstaflega bjargað
miklu. Því að hvar værum við
staddir, ef við ættum ekki góð-
an andlitsmyndamálara.
Um kennaraferil þinn veit ég
lítið sem ekkert, nema hvað þú
ert búinn að vera við Handíða-
skólann lengur en nokkur ann-
ar, við óunandi kjör fyrir yfir-
kennara, ef ég veit rétt. Ég get
ekki hugsað mér annað en, að , unni.
nemendur þínir hljóti að virða I
við og elska. Ef svo er ekki, þá
er það þeirra sök en ekki þín.
Hér hef ég farið snöggt yfir
sögu og læt það gott heita að
sinni. Það er annars leiðinlegt
að við skulum ekki fá að sjá
yfirlitssýningu á verkum þínum
á þessum tímamótum. En þú um
það, og auðvitað verður enginn
skikkaður til eins eða neins í
þeim efnum, en ánægjulegt hefði
það verið.
Svo langar mig til að rifja
upp enn einn þátt í fari þínu,
sem er sérlega merkilegur og
skemmtilegur, en það er sú ein-
dæma frásagnargáfa, sem þú
hefur yfir að ráða og oft hefur
komið manni í gott skap bæði
á þurrum dögum og votum. Og
ævintýrin spanna frá Sauðár-
krók til Samarkand, frá Arnóri
afa til Einsa Balda, svo að aðeins
brot sé nefnt. Já, Sigurður minn,
þannig er lífið, þegar minnst
varir, er maður minntur á ým-
islegt í fari sjálfs síns, sem mað-
ur umgengst dagsdaglega án
þess að taka eftir því.
Nú þegar ég er að setja þess-
ar línur saman, kemur kunn-
ingi okkar inn úr dyrunum og
segir aldeilis hissa: „Ertu vit-
laus, maður, að vera að skrifa
um hann Sigurð fimmtugan,
þetta er enginn aldur. „Ég jánka
því, hugsa mig um andartak og
slæ síðan botninn í skrifið, með
miklum hamingjuóskum í tilefni
dagsins, og hver veit nema við
sjáumst í Fögrubrekku á næst-
Valtýr Pétursson.
trúar frá 81 af 87 kommúnista
flokkum heimsins, — allir nema
sex sendu formenn sína. Jafn-
skjótt og þeir komu til Moskvu,
tóku fulltrúar Rússa þá tali
og skýrðu afstöðu sína. Árang-
urinn kom fljótt í ljós. Hver
ræðumaður af öðrum gagn-
rýndi stefnu Kínverja og fyrir
svörum varð Peng Hsaio-ping,
aðalritari kínverska kommún-
istaflokksins.
Eini fulltrúinn, sem tók und-
ir afstöðu Kína, var Enver
Hoxa frá Albaníu, sem réðist
með ofsa á Krúsjeff persónu-
lega — og upp frá því varð
Albanía blóraböggull fyrir all-
ar misgerðir Kínverja eins og
Júgóslavar fyrir syndir Rússa.
Þrátt fyrir átök þessi var
gefin út sameiginleg yfirlýsing,
sem einnig Kínverjar undirrit-
uðu og reynt var í lengstu lög
að halda deilunni leyndri fyrir
umheiminum. Nefnd rússneskra
efnahagssérfræðinga fór til
Kína og síðan tæknifræðingar
— en á meðan reyndu báðir
aðilar að beita áhrifum sínum
innan kommúnistahreyfingar-
innar og afla sér fylgis.
Það gekk ekki eins vel og
vænzt var. Kommúnistaflokkar
heimsins tóku að sýna vaxandi
tilhneigingu til að fara eigin
leiðir, A-Evrópuríkin notuðu
sér ástandið til aukins sjálf-
stæðis og hver flokkurinn af
öðrum í Evrópu, t.d. Ítalíu og
Noi'ðurlöndum, mæltist til þess,
að gömlum kenningum yrði
varpað fyrir borð og þess í stað
stefnt að því að skapa alþýðu
manna betra líf, réttlátt þjóðfé-
lag, hverju nafni, sem það svo
nefndist.
Deilan opinberuð.
Það var ekki fyrr en komið
var fram undir árslok 1962 að
stjórnirnar í Moskvu og Peking
viðurkenndu opinberlega að
þær væru ekki á eitt sáttar, —
eftir að báðum leiðtogunum
höfðu orðið á mistök, Krúsjeff
á Kúbu og Mao með innrásinni
í Indland — og síðan hafa þær
að verulegu leyti háð sitt stríð
fyrir opnum tjöldum.
Jafnframt þessari samkeppni
Kínverja og Rússa um forystu
í heimi kommúnismans og
framkvæmd hans, hefur deilan
afhjúpað annars konar ágrein-
ingsatriði, þjóðernisabráttu,
landamæraerjur — þ. á m. kröf-
ur Kínverja um endurskoðun
landamærasamninga ríkjanna
frá keisaratímanum — og jafnvel
kynþáttaágreining. Þess verður
oft vart, að Kínverjar líti ekki
allt of stórum augum hina
kubbslegu og klunnalegu Rússa
og Rússar hafa horn í síðu
hinna gulu og skáeygu Kín-
verja. Enda hafa Kínverjar spil
að á kynþáttatilfinningar, í við
leitni sinni til að vinna stuðn-
ing Asíu og Afríku-þjóðanna.
Þar fyrir utan eigast þarna við
tvö stórveldi í nábýli, hvorugt
vill láta sinn hlut fyrir hinu
en ljóst, að Rússar óttast, að
Kínverjar, sem eru í brýnni
þörf fyrir aukið landrými,
muni helzt leita yfir á rúss-
nesk landsvæði.
Á hinn bóginn er þess að
gæta, að þótt Kínverjar hafi
náð að sprengja kjarnorku-
sprengjur og smíða eldflaug,
standa þeir Rússum efnahags-
lega og hernaðarlega langt að
baki og finna sárt til þess. Þeir
finna líka, að þeir standa —
eins og nú er komið — því sem
næst einir uppi með sína gömlu
og úreltu heimsbyltingarhug-
mynd.
Einir á báti?
Þegar litið er yfir heimskort-
ið sjáum við, að Kínverjar eiga
ekki marga bandamenn, sem
stendur, hvað sem síðar verð-
ur. Fyrirætlun þeirra í Indó-
nesíu fór út um þúfur og
hnekkti áliti þeirra meðal
margra þjóða Suð-austur Asíu.
Stefna þeirra í nýfrjálsum ríkj
um Afríku hefur hvað eftir ann
að misst marks. í Suður-Ame-
ríku hefur þeim heldur ekki
orðið verulega ágengt, þrátt
fyrir ýtarlegar tilraunir til und
irróðurs. Meira að segja Castro
á Kúbu hefur snúið við þeim
baki, — opinberlega vegna þess
að Kínverjar stóðu ekki við
samninga um sykurkaup og
hrísgrjónasölu, en ekki síður
vegna þess, að Castro gramdist
ítrekaðar tilraunir Kínverja til
að dreifa áróðursritum meðal
kúbanskra hermanna.
Og ekki hefur atferli Rauðu
varðliðanna orðið til að auka
álit Kínverja gagnvart umheim
inum.
Svo virðist sem Kínverjar
undir stjórn Mao Tse-tungs og
kommúnista, séu að nokkru leyti
komnir í svipaða aðstöðu og þeir
voru á fyrri hluta 19. aldar við
keisarastjórn, þótt vafalaust
hafi orðið þar miklar framfar-
ir. Menningarbyltingin sýnir að
megn og almenn óánægja er
ríkjandi yfir þeirri einangrun,
sem þjóðinni hefur verið hald
ið í, bæði andlega og líkamlega,
ef svo mætti segja. Eins og á
19. öldinni risu upp menn, sem
kröfðust breyttra þjóðfélags-
hátta, heiðarlegra stjórnarfars
og aukinnar menntunar og
menningar, rísa menn upp nú
gegn þeim mikla múr, sem Mao
hefur reist utan um þjóðina
með stefnu sinni — í von um
að geta ótruflaður af utanað-
komandi áhrifum steypt 700
milljónum manna í mót komm-
únismans.
Enginn efast um, að átökin
við rússnesku kommúnistana
hafa haft víðtæk áhrif í Kína
— og þær raddir orðið æ há-
værari, sem heimta að fylgt sá
stefnu, sem fært geti þjóðinnl
aukna efnahagslega velmegun
og aukið andlegt frelsi.
Spurningin er, hver verða úp-
slit þessara átaka — verður
þaggað niður í þessum röddum
enn einu sinni? Halda kínversla
ir kommúnistar til streitu
heimsbyltingarhugsjóninni? —
Hversu langt ganga þeir til að
uppfylla þann draum sinn, að
Kína verði stórveldi sem beri
uggvekjandi ægishjálm yfir
aðrar þjóðir? Og hvað gerist
nú ,er Kínverjar ráða yfir kjara
orkuvopnum?
í næstu og síðustu grein 1
þessum greinaflokki verður
fjallað lítillega um menningar-
byltinguna og þær hugmyndir,
sem nokkrir kunnir stjórnmála-
sérfræðingar gera sér um til-
efni hennar og tilgang.