Morgunblaðið - 30.10.1966, Side 2

Morgunblaðið - 30.10.1966, Side 2
s NORCUNBLADIÐ Surmudagur 30. okt. 196< Þessi mynd er tekin á biaðamannafundi forsætisráðherra dr. Bjarna Benediktssonar í Stokkhólmi á dögunum. Á myndinni með forsætisráðherra fyrir miðju eru Gunnar Granberg sendiherra Svía á íslandi lengst til vinstri og Árni Tryggvason sendiherra íslands í Svíþjóð lengst til hægri. Forsætisráöherrahjónin væntanleg heim í gær - úr hinni opinberu heim- sókn til Svíþfóðar DR. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra og kona hans frú Sigríður Björnsdóttir voru vænt- anleg tii íslands úr fimm daga opinberri heimsókn til Svíþjóð- ar í gærkvöldi með flugvél Flug- félags íslands frá Kaupmanna- höfn. Hin opinbera heimsókn for- sætisráðherrahjónanna hófst sL sunnudag og hafa þau hjón ferð- ast víða um Svíþjóð eíns og kom fram á blaðamannafundi er for- sætisráðherra hélt með sænskum blaðamðnnum, en þar sagðist hann aldrei hafa séð jafn mikið af Svíþjóð áður. Á ferðalagi sínu ræddi ráðherrann við ýmsa á- hrifamenn í sænskum stjórnmál- um og bauð m. a. forsætisráð- herra Sviþjóðar Tage Erlander til Islands. Heimsóknartíminn hefur ekki verið endanlega á- kveðínn. Námsstyrkir við 20 árekstrar á einum sólarhring - fæstir alvarlega Frá því á morgni föstudags til j laugardagsmorguns urðu 20 á- rekstrar í borginni, flestir vægir og slys á fólki yfirleitt óveruleg. Er slæmu skyggni og úðarign- ingu þennan sólarhring kennt um þennau ískyggilega árekstra- fjölda. Á Túngötu skammt frá Landa- kotsspítala varð drengur á vél- hjóli fyrir bifreið kl. 9.22 í morgun. Ökumaðurinn gerði sig sekan um þá vítaverðu skyssu, að fá annan mann til að bera með sér drenginn inn í Landa- kotsspítala, en átti auðvitað að gera lögreglu og sjúkraliði tafar laust viðvart en hreyfa ekki drenginn. Að þessu afloknu gerði maðurinn sig sekan um annað brot. Hann ók af slysstað niður á lögreglustöð til að til- kynna slysið, en bar samkvæmt lögum að láta bílinn standa ó- < hreyfðan. Til allrar hamingju eru lögbrot sem þessi fátíð og sýna furðulega vanþekkingu, þótt viðkomandi meini allt hið bezta með framferði sínu. Við rann- sókn kom í ljós að drengurinn var fótbrotinn og hafði auk þess hlotið nckkrar skrámur. Kl. 4 aðfaranótt föstudags varð bílvelta víð Úlfarsá í Mosfells- sveit. í>rír menn voru í bílnum með ökumanni allir drukknir. Voru þeir fluttir á Slysavarðstof- una og ökumaður þaðan í fanga geymslu lögreglunnar. Meiðsli á þessum mönnum voru óveruleg. Grunur leikur á að bílnum hafi verið stolið. Kona á áttræðisaldri varð fyr- ir bifreið á Hringbraut á föstu- dagskvöld og var flutt á Slysa- varðstofuna. Hún reyndist ekki mikið meidd og var leyft að fara heim að rannsókn lokinni. Skotvopnam stolið í Kópovop AÐFARANÓTT laugardagsins var brotizt inn í bifreiðaverk- stæði við Álfliólsveg í Kópavogi og stolið þar þremur byssum og skotfærum í þær. Skotvopnin voru tveir rifflar af gerðinni Sago 222 en auk þess var stolið þýzkri haglabyssu af gerðinni Carl Sies. Lögreglan í Kópavogi tjáði Mbl. í gær, að hætta væri á að unglingar hefðu stoiið þessum skotvopnum, og er því um mjög alvarlegt mál að ræða. Biður lögreglan alla þá, sem séð hafa unglinga eða aðra hafa þessar byssnr undir hönd- nm að gera sér tafarlaust við- vart. Kjötskemmdirnar: Fundur í Fél. ísl. iðnrekenda í gær FÉLAG íslenzkra iðnrekenda hélt fnnd að Hótel Sögm i gær og flutti Jóhannes Nordal Seðla bankastjóri þar erindi um efna- hagsmál. — Norðmenn Framhald af bls. 1 veg fyrir þennan mikla tap- rekstur hjá verksmiðjunum, að lækka hráefnisverðið verulega írá því sem nú er og er ekki hægt um vik. Nú er verið að ræða um það hvort halda eigi áfram nokkra daga enn með þessu sama verði eða ef til vill leggja árar í bát í bili eins og Norðmenn vegna þessa mikla verðfalls s»m orðið hefur á lýsi og mjöli á heims- ■narkaðnum. í erindi sínu rakti bankastjór- inn þróun efnahagsmála hér á landi að undanförnu og viðhorf í þeim málum eins og þau eru nú. í>á gerði bankastjórinn grein fyrir ýmsum úrræðum sem til greina koma í því skyni að koma í veg fyrir hagsveiflur í þjóðar búskapnum. Engum atvinnuvegi hérlendis væri eins naúðsynlegt, að komið yrði í veg fyrir skarp- ar hagsveiflur í iðnaðinum. Þá ræddi bankastjórinn þróun Ina í peníngamálum að undan- förnu og afstöðu Seðlabankans til þeirra. Að ræðu hans lok- inni voru fyrirspurnir, Fundar- stjórí á fundinum var Kristján Friðriksson. Nánar verður greint síðar frá erindi Jóhannesar Nordai Seðla bankastjóra hér í blaðinu. Enn unnið að losun frystiklefans í gær DSA-háskóla ÍSLENZ-AMJERÍSKA félagið hefu milligðngu um útvegun á styrkjum fyrir íslenzka stúd- enta til náms við bandaríska há- Framhald á bls. 31 — Aberfan Framhald af bls. 1 Úr kirkjugarðinum fóru þau heim til Jim Williams, fyrr- um námamanns, sextugs manns, sem missti sjö ætt- ingja sína í slysinu mikla. Heimsóknin stóð hálfa klukku stund og er drottning bjóst til ferðar aftur kom þriggja ára stúlkubarn, barnabarn Willi- ams, til hennar og færði henni lítið blóm sem við var fest kort, er á stóð: „Frá börnun- um sem eftir eru í Aberfan'*. Williams ræddi víð frétta- menn skömmu síðar og sagði að ðrottningu hefði verið mjög brugðið er hún frétti nánar af öllum atvikum slyss- ins. EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær sprakk ammoniakleiðsla í einum klefa í frystihúsi Slátur- félags Suðurlands á Kirkju- bæjarklaustri. Er talið að kjöt- birgðir að verðmæti 10 millj. kr. séu í hættu. Aðfaranótt laugar- dags var sendur frystibíll frá SS í Reykjavík austur og á laugar- dagsmorgun aðrir tveir, en þess- ir bílar bera 9 tonn aí kjöti hver, en þeir eiga að flytja kjötið til Reykjavíkur. Fréttaritari Mbl. á Holti í Síðu Sigurgeir Björnsson tjáði blaðinu í gær, að unnið hefði verið að því að rýma kjötinu frá ammoní- aksleiðslunni, sem sprakk, en það er mikið verk og tímafrekt. Sagði Sigurgeir, að illvinnandi væri í frystihúsinu sökum amm- oníaksgufunnar og yrðu starfs- menn að nota gasgrímur við verkið. XJm 15000 skrokkar eru í húsinu, trúlega að verðmæti 20 miUj. kr. Sagði Sigurgeir, að eflaust þyrfti að henda nokkru magni af þessum kjötbirgðum. Hann bjóst við, að komist yrði að hinni leku ammoníaksleiðslu síðdegis á laugardag, en þá verður fyrst vitað hversu mik- ið af kjötbirgðunum hefur skemmzt. Blaðið hafði og samband við starfsmenn Samvinnutrygginga á Kirkjubæjarklaustri, en þeir kváðust á þessu stigi málsins ekkert geta sagt um tjónið á birgðunum. — Jobnson Framh. af bls. 1 ■tjórn Thailands fyrir aðgerðir hennar í efnahagsmálum og sagðí að leiðtogar Thailands gerðu sér þess sýnilega ljósa grein að baráttan við kommún- ista væri ekki eingöngu hernað- arlegs eðlis. Bandaríkjaforseti flutti ræðu við Chulalongkorn-háskólann í Bangkok er hann hlaut þar heið wrsdoktorsnafnbót og beindi þar m.a. enn þeim tilmælum til ■tjórnar N-Vietnam að hún féll- ist á að setjast að samningaborði og sagði að nær væri að sinna uppbyggingu en stríði og öldin kallaði á uppbyggingu. Heimsókn Johnson i Thailandi lýkur í dag, laugardag, en á morgun heldur hann til Malaysíu i og þaðan á mánudag til S-Kóreu og lýkur þar þessari Asíuferð bans. I ■ Hinn nýi ambassador Sov- forseta Islands trúnaðarbréf 2 étríkjanna herra Nikolai Fet- sitt við hátiðlega athöfn ú ; ■ rovich Vazhnov, afhenti í dag Bessastöðum, að viðstöddum : ; utanríkisráðherra. SUNNANÁTT og hlýindi dal við Patreksfjörð, 27 mm. voru um allt land í gærmorg- á Hvallátrum og 16 á Þing- un. Klukkan átta var hitinn völlum. víðast 5 til 8 stig, hlýjast 10 í dag má húast við suð- stig á Galtarvita. Mikil rign- vestlægri átt hér á landi með ing var á Suður- og Vestur- skúrum um vestanvert land- landi. Mest mældist nætur- ið en bjartviðri á Austur- úrkoman 30 mm í Kvígindins- landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.