Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 16
MQRGU N BLAÐ1Q Útgefandl: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðinundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í l&usasölu kr. 7.00 eintakið. AFDRIFARÍKAR AFLEIÐINGAR 17'ið'brögð manna við kjarn- * orkutilraunum Kínverja benda mjög ákveðið til þess að þær muni hafa afdrifarík- ar afleiðingar. Indverskir þingmenn hafa látið í Ijós þá skoðun, að árangur Kín- verja verði til þess að herða mjög á kjarnorkuvísinda- vinnu Indverja og dagblöð í Indlandi segja, að þessar til- , raunir valdi Indverjum á- hyggjum, og sagt er að skammt verði til þess að Ind- verjar geti sprengt kjarn- orkusprengjur og eldflauga- smíði sé einnig vel á veg kom in þar í landi. Af þessu er ljóst, að kjarn- orkusprengingar Kínverja verða til þess að stuðla að frekari útbreiðslu kjarnorku- vopna, og þá ekki sízt í Asíu, þar sem Kínverjar eru nú eina kjarnorkuveldið. Eins og bettt: var á í Morgunblaðinu í gær, búa margar þjóðir yfir þeirri tæknilegu kunnáttu, sem þarf til þess að fram- leiða kjarnorkusprengjur, og hætta er á því að nú muni ekki takast að takmarka kjarnorkusprengjur við þær þjóðir, sem hafa þessi ógn- arvopn undir höndum. Kommúnistar hafa því enn einu sihni framið óþurftar- verk' gagnvart heiminum öll- um pg, heimsfriðnum, en það lýsir nokkru þeirra innræti, að þessari alvarlegu fregn frá Kína var tekið með slíkum fögnuði á forsíðu kommún- istablaðsins hér á landi, að alík gleði hefur ekki sézt á aíðum þessa blaðs síðan Stal- ín framdi sín helztu glæpa- verk. Það er segin saga, að komm Únistar bæði hér og annars ataðar hafa tvenns konar af- stöðu til hlutanna. Sprengi vestrænar þjóðir kjarn- sprengjur er það fordæman- legt í augum kommúnista, en ef það eru bandamenn þeirra sjálfra er það þeim sérstakt gleðiefni. En hætt er við að ráða- mörtnum í Moskvu fari nú ekki' að lítast á blikuna, og ekki, er ólíklegt að margar af þeim eldflaugum með kjarnorkuhleðslum, sem nú er beint gegn Vestur Evrópu og Bandaríkjunum verði færðar til, og kjarnaoddur- -inn vísi til Kína. U Thant, framkvæmda- stjóri Sameinuðu Þjóðanna hefur fordæmt þessar kjarn- orkusprengingar Kínverja, og verður fróðlegt að vita hvort þingmenn kommúnista hér á landi leggja fram á A1 þingí þingsályktunartillögu um stuðning við þessa af- stöðu U Thants til kjarnorku sprenginga Kínverja, en þeir hafa lagt fram þingsályktun- artillögu sem þeir segja vera stuðning við stefnu hans í málum Vietnam. Menn verða að vera sjálfum sér samkvæm ir, og það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum kommúnista í sambandi við þessi mál á næstu dögum. NYTSAMUR SAKLEYSINGI Tslendingar hafa vissulega ánægju af að kynnast viðhorfum fólks á Norður- löndum til heimsviðburða, hvort sem þau sjónarmið falla okkur í geð eða ekki. Hins vegar verður að ætl- ast til þess að slíkir gestir, sem hingað koma, flytji ekki órökstuddan og þvældan á- róður, heldur hafi kynnt sér málin rækilega. Um þessar mundir er stödd hér á landi sænsk skáldkona á vegum „Menningar- og frið arsamtaka íslenzkra kvenna“ og hyggst hún leiða lands- menn í allan sannleika um Vietnam. Á blaðamannafundi fyrir skömmu var hún spurð að því hvort hún hefði kom- ið til Suður Vietnam. Hún svaraði því neitandi. Óneitan lega er sjálfsánægja þessarar ágætu skáldkonu mikil, að koma hingað til íslands og halda fyrirlestra um Viet- nam, en hafa aldrei kynnst suðurhluta landsins. Þá var skáldkonan spurð að því hvort hún teldi það rétt að herflokkar frá Norð- ur Vietnam berðust með Viet Cong, og kvaðst hún ekki vita það. Staðreyndin er auð vitað sú, að hundruð her- manna frá Norður Vietnam beéjast nú í Suður Vietnam, en kona, sem hingað er kom- in til þess að flytja fyrirlestra um Vietnam, hefur enga hug mynd um þá alkunnu stað- reynd. Skáldkonan telur ó- sennilegt, að bandarískir flugmenn, sem teknir eru í Norður Vietnam séu heila- þvegnir, en telur þá skipta um skoðun, þegar þeir fái sannar upplýsingar um land og þjóð, sem þeir hafa ekki átt kost á annars staðar. Um þetta eru til frásagnar banda rískir flugmenn, sem fyrir því hafa orðið að vera hand- teknir í Norður Vietnam, og ætti þessi ágæta kona að kynna sér það, sem þeir hafa að segja, áður en hún kem- ur hingað til íslands með slíkar fullyrðingar. Misþyrmdum og sveltum föngum bjargað úr fangabúðum Viet Cong Skömmu fyrir síðustu mán aðarmót rákust bandariskir hermenn á fangabúðir Viet Cong skæruliða í fjalllendi um 36 kílómetrum fyrir nortJ an Saigon. Fundu hermenn- irnir þar ellefu fanga, sem þeim tókst að leysa úr haldi, og voru fangarnir fluttir beint í sjúkrahús með þyrlum. Flest ir fanganna voru svo máttfarn ir vegna hungurs og veikinda að þeir gátu sig vart hreyft. Tveir fangánna sjást á með fylgjandi myndum. Til vinstri er sjúkraliði að gera að sár- um hermanns úr liði Suður Vietnams, sem setið hafði í fangabúðunum í 14 mánuði. Fanginn til hægri hafði hins- vegar aðeins verið einn mán- uð í fangabúðum. Hann er 23 ára, og var á'ður í skæru- liðasveitum Vlet Cong, en gerðist þar liðhlaupi. Tókst ekki betur til en svo að Viet Cong menn náðu honum aft- ur og vörpuðu honura í fanga búðirnar. Margir fanganna báru á- verka eftir barsmíðar, og sum ir voru bæklaðir eftir bein- brot, sem ekki höfðu gróið rétt SUNDRUÐ SAMTÖK TTm þessar mundir standa • ' yfir fundarhöld á vegum kommúnista, sem nefnd eru Landsfundur Alþýðubanda- lagsins. Fundarhöldum þess- um er ætlað að koma ein- hverri flokksmynd á þá ó- mynd, sem gengið hefur und ir nafninu Alþýðubandalag s. 1. áratug, en er í rauninni ekkert annað en mörg flokks brot, sem lafað hafa saman í einum þingflokki, þótt hann sé klofinn í 5 klíkur, en þing mennirnir aðeins 9. Það er fullreynt, að stjórn- málasamtök þessi eru ekki þyggð á þeim grundvelli, að nokkrar líkur séu til þess, að þau geti haldið saman til ’lengdar. Fullur fjandskapur ríkir meðal helztu forystu- manna þeirra, og um nokk- urra ára skeið hafa staðið yf ir slíkar deilur og þvílík átök innan þessara samtaka, að það mundi þykja ævintýri lík ast, ef skýrt væri frá öllu því, sem þar hefur gerzt á þessum tíma. Allar líkur benda því til þess fyrr en síðar, að svo- nefnt Alþýðubandalag klofni niður í sínar eðlilegu eining- ar, Pekingkommúnista, Moskvukommúnista, Þjóð- varnarmenn, hlutleysingja, vinstri krata og svo framveg- is. Hassan II. heim frá Rússlandi Moskvu. okko hélt helmleiðfs í dag al • Hassan II konungur Mar- lokinni fjögurra daga dvöl í Sovétríkjunum, að því er TASS fréttastofan skýrði frá í dag. Að loknum viðræðum við sovézku stjórnarleiðtogana vac undiritað samkomulag, þar sem kveðið var á um nánari sam- skipti Sovétríkjanna og Marokko og fordæmd íhlutun erlendra ríkja í Vietnam. Hassan konung ur hefur boðið þeim Leoníd Brezhnev, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, Alexei Kosygin, forsætisráðherra og Nikolai V. Podgorny forseta að koma í opinbera heimsókn til Marokko. Ekki er nánar til- greint hvenær heimsóknin er fyrirhueuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.