Morgunblaðið - 30.10.1966, Side 28

Morgunblaðið - 30.10.1966, Side 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. okt. 1966 Brie Ambler: Kvíðvænlegt ferðalag — .. .en prinsinn vildi ekki kvænast prinsessunni, og liföi hamingjusamur til æviloka. — Gott veður, finnst yður ekki. Sváfuð þér vel? Leyfið mér að kynna yður hr. og frú Mathis. Hr. Graham. Þau heilsuðust með handa- bandi. Hr. Mathis var skarpleit- ur maður um fimmtugt, magur í andliti og ygldur á svip. En þegar hann brosti var brosið á honum fallegt og augun lifandi. Yglibrúnin var ekkert annað en merki um yfirburði hans yfir konuna. Hún var stórbeinótt og var á svipinn eins og sá, sem er þess alráðinn að stilla skip sitt, hversu mjög sem á þá stillingu yrði reynt. Hún var alveg eins og málrómurinn hennar. — Monsieur Mathis, sagði Kuwetli, og franskan hjá hon- um var talsvert öruggari en ensk an, — hann er frá Eskeshehir, þar sem hann hefur verið að vinna fyrir franska járnbrautar- félagið. — Loftslagið þar er ekkert hollt fyrir lungun, sagði Mathis. — Þekkið þér Eskeshesir, hr. Graham? — Ég stóð þar ekki við nema nokkrar mínútur. — Það hefði verið mér alveg nóg, sagði frúin. — Við höfum verið þar í þrjú ár. Og það var alveg jafnvont síðasta dag- inn eins og þann fyrsta. — Tyrkir eru ágætis þjóð, sagði maður hennar. — Þeir eru verðum og þrautseigir. En við verðum nú samt fegin að koma til Frakklands. Komið þér frá London? — Nei, ég á heima á Norður Englandi. Ég er bara búin að vera nokkrar vikur í Tyrklandi, í erindagerðum. — Fyrir okkur verður styrjöld in einkennileg, eftir svona mörg ár. Það er sagt að borgirnar i Frakklandi séu ennþá meira myrkvaðar en seinast. — Já, borgirnar eru fjanda- lega dimmar, bæði í Englandi og Frakklandi. Ef máður þarf ekki að fara út á kvöldin, er betra að halda sig inni. — Já, þetta er styrjöld, svar- aði Mathis spekingslega. — Já, það er þessum skítugu Bochum að kenna, sagði frúin. — Stríð er hræðilegt, sagði Kuwetli og strauk órakaða hök- una. Það er enginn vafi á því. En Bandamenn hljóta að sigra. — Þýzkarinn er sterkur, sagði Mathis. — Það er hægast að segja, að Bandamenn hljóti að vinna, en það kostar bara mikla bardaga enn. Og vitum við kannski enn, hverja við kom um til að berjast við, og hvar? Það eru nú líka vígstöðvar aust- an til, ekki síður en vestan. Við vitum enn ekki sannleikann í málinu. En þegar við vitum hann, verður stríðinu lokið. — Það er ekki okkar að spyrja, sagði kona hans. Hann gretti sig og í svipnum var margra ára gömul beizkja. — Það er rétt hjá þér. Það er ekki okkar að spyrja. Og hvers- vegna? Af því að þeir einu, sem geta gefið okkur svarið, eru fjármálamennirnir og pólitikus- 16 arnir í hæstu stöðum, kallarnir, sem eiga verksmiðjurnar og stóru hlutabréfin, og framleiða vopnin. Og þeir vilja ekki svara okkur. Hversvegna? Af því að þeir vita, að ef hermennirnir í Frakklandi vissu svarið, mundu þeir alls ekki berjast. Konan hans roðnaði. — Þú ert brjálaður! Vitanlega munu Frakkar berjast til þess að verja okkur fyrir skítugu Bochunum. Hún leit á Graham. — Það er ómaklegt að segja, að Fraktc land vilji ekki berjast. Við erum engar lyddur. — Nei, og við erum heldur ekki bjánar. Hann sneri sér að Graham. — Hafið þér heyrt Briey nefnt á nafn? Úr námun- um í Brieyhéraðinu koma 90% af járngrýti Frakklands. Árið 1914 voru þessar námur teknar af Þjóðverjum, sem unnu úr þeim það járn, sem þeir þurftu. Þeir gengu nærri þeim. Þeir játuðu sjálfir seinna, að járnið, sem þar var til, hefði orðið upp- urið 1917. Já, þeir gengu nærri Brieynámunum. Það get ég sagt yður, sem var sjálfur við Verd- un. Nótt eftir nótt sáum við blossana upp úr bræðsluofnun- um, í nokkurra kílómetra fjar- lægð, þegar þeir voru að fóðra fallbyssur Þjóðverja. Stórskota- liðið okkar og flugvélarnar hefðuvgetað sprengt ofnana í loft upp á einni viku. En stórskota- liðið okkar þagði og einn flug- maður, sem lét sprengju falia á Brieysvæðinu, var dreginn fyrir herrétt. Hversvegna? Hanp brýndi raustina. — Ég skal segja yður, hversvegna, herra minn. Af því að þeir höfðu fyrirskip- anir um að láta Brieysvæðið al- veg í friði. Og hvaðan komu þær fyrirskipanir? Það vissi enginn. En þær komu frá einhverjum á hæstu stöðum. Hermálaráðuneyt ið sagði að þær kæmu frá hers- höfðingjunum. Hershöfðingjarn- ir, að þær kæmu frá ráðuneyt- inu. Við komumst ekki að sann- ieikanum fyrr en eftir stríðið. Skipanirnar höfðu komið frá herra Wendel og Námunefnd- inni, sem átti allar námurnar og bræðsluofnana. Við vorum að berjast fyrir lífi okkar, en líf okkar var minna virði en nám- urnar hans hr. Wendels, sem varð að varðveita, svo að þær gætu gefið honum ágóða. Nei, það er ekki heppilegt fyrir þá, sem eru að berjast að vita of mikið. Já, það er nógu mikið tal- að. En að segja sannleikann. Ekki aldeilis! Konan hans snuggaði. — Nei, það er alltaf sama sagan. Lof- um einhverjum að tala um striðið og þá fer hann alltaf að tala um Briey-viðburði, sem gerðust fyrir tuttugu og fjórum árum. — Og hversvegna það? spurði hann. — Það hafa ekki orðið svo miklar breytingar á síðan. Af því að við vitum ekki um slíkt sem þetta fyrr en það er búið og gert, og þar með er ekki sagt, að við vitum hvað nú er að gerast. og það gæti orðið það sama upp aftur. Þegar ég hugsa um stríð, hugsa ég altlaf um Briey og blossana upp úr ofninum til að minna sjálfan mig á, að ég er bara venjulegur maður, sem trúi ekki öllu, sem mér er sagt, Ég sé blöðin frá Frakklandi með eyðunum i, sem sýna, að ritskoð- arinn hefur verið þar að verki. Þau segja mér sitt af hverju. þessi blöð. Þau segja, að Frakk- land sé að berjast ásamt Eng- landi, gegn Hitler og Nazistun- um fyrir lýðræði og frelsi. — Og trúið þér því? spurði Graham. — Já, ég trúi því, að þjóðirn- ar í Englandi og Frakklandi séu að berjast, en það er bara ekki það sama, eða er það? Ég hugsa þá um Briey og efast. Þessi sömu blöð sögðu mér á sinum tíma, að Þýzkararnir tækju ekki málmgrýti í Briey, og allt væri í lagi. Ég er örkumlamaður úr síðasta stríði og þarf ekki að berjast núna. En þar fyrir get ég hugsað. Konan hans hló aftur. Ja! Þetta verður öðruvísi, þegar við komum til Frakklands aftur. Hann talar eins og bjáni og þið skuluð ekki fara að taka mark á honum, herrar’ mínir. Hanr, er góður Frakki. Hann fékk stríðs- krossinn. Hann glotti. — Já, ofurlítinn silfurbút utan á brjóstið til að syngja ástaróð til járnmolans inni fyrir, ha? Mér finnst að kvenfólkið ætti að heyja þessar orustur. Það er miklu grimmara og föðurlandselskara en við. — Og hvað finnst yður, hr. Kuwetli? sagði Graham. — Mér? Æ, hafið mig afsakað- an, sagði Kuwetli og fór undan í flæmingi. — Ég er hlutlaus, skiljið þér. Ég veit ekkert. Ég hef enga skoðun á málinu. Hann fórnaði höndum. Ég sel tóbak. Til útflutnings. Það nægir mér. Frakkinn lyfti brúnum. Tóbak? Ja, svo? Ég sá um heil- mikinn útflutning fyrir tóbaks- fyrirtækin. Hvaða félag eruð þér fyrir? — Pazar í Istambul. — Pazar? Ég held ekki, að ég .... Mathis var í hálfgeröum vandræðum, en Kuwetli tók □sta- ocj Smjörsalan s.f.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.