Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 2
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. nðv. 1966
Rætt við aðila í vinnu-
deilunni við Búrfell
Samningar náðust ekki á sáttafundi í gær
FRÉTTAMAÐUR blaðsins brá
sér austur að Búrfellsvirkjun s.I.
laugardag í þeim erindum að
forvitnast um ástæðurnar fyrir
verkfaili því, sem þar er nú
skollið á og stendur í fyrstu lotu
í tvo daga.
Við hittum fyrst að máli Ingólf
Möller skipstjóra, sem nú hefir
axlað sjópokann sinn og er tek-
inn að starfa í landi. Hann hefir
á hendi staðarstjórn við Búrfell
og um hendur hans fara öll einka
erindi starfsmanna auk þess sem
mötuneyti og önnur þjónustu-
starfsemi staðarins falla undir
hans stjórnardeild, ef svo má
segja.
Okkur gafst- lítið tækifæri til
að ræða við þennan gamalkunna
og þekkta skipstjórnarmann,
enda erindið að þessu sinni ekki
til þess, Hann kvað engan látinn
fara svangan frá þessum stað og
bauð okkur til hádegisverðar og
leiðbeindi okkur síðan og
greiddi götu okkar eftir föngum.
Fyrst hittum við að máli Sig-
urð Sigurbjörnsson birgðaaf-
greiðslumann, eða lagermann,
eins og menn í hans stöðu eru
almennt nefndir. Hann er nú
trúnaðarmaður verkalýðsfélag-
anna á staðnum, tók við af Arn-
grími Guðjónssyni, sem nú er
Sigurður Sigurbjörnsson
orðinn verkstjóri og hefir því
verið fluttur úr flokki hinna al-
mennu verkamanna, og er því
ekki lengur málsvari þeirra.
Hinsvegar hefir Arngrímur fylgst
með málum frá því er deilurn-
ar komu upp.
Johnson fagnað
í Seouí
Seoul, 31. okt. (NTB).
Lyndon B. Johnson Bandaríkja-
forseti er nú staddur í Suður
Kóreu og er áætlað að um ein
milljón manna hafi safnazt sam-
an á götum höfuðborgarinnar
Seoul í kvöld til að hylla hann.
Flutti forsetinn ávarp við ráð-
hús borgarinnar þar sem hann
rómaði hlutverk Suður Kóreu í
samfélagi Kyrrahafsþjóða.
— „Það rýkir nýr samstarfs-
andi i þessum heimshluta," sagði
forsetinn, „andi, sem þjóð mín
fagnar innilega og styður, og sem
einkenndi allar sjö sendinefnd-
irnar á Manila-ráðstefnunni í
síðustu viku. Þessi sögulega ráð
stefna sem þið áttuð svo mikinn
þátt í að koma á, sýndi að hinar
frjálsu Kyrrahafsþjóðir starfa
saman á breiðum grundvelli að
sameiginlegu takmarki, samstarf,
sem á eftir að haldast löngu eftir
að árásum kommúnista linnir í
Vietnam. Lokatakmörk okkar ná
langt út fyrir vígvellina. Þeim
verður náð þegar öll auðæfi
mannkynsins verða helguð bar-
áttunni gegn hungri og sjúk-
dómum, og fyrir því að frelsa
anda mannsins jafnt og líkama.
Johnson kom til Seoul frá Ku-
ala Lumpur, höfuðborg Malay-
síu. Dvelur hann þrjá daga í ar ekki í vikunni mun verða fjög
Suður Kóreu, en heldur síðan urra daga verkfall um næstu
Sigurður Sigurbjörnsson sagði
að það sem um væri deilt væri
nánast milli þjóða, ef svo mætti
segja. Við Búrfellsvirkjun vinna
auk íslendinga; Danir, Færey-
ingar, og Svíar. Útlendingarnir
hefðu mun hærra kaup en aðrir
og allt upp í 30 kr. sænskar á
tímann fyrir sömu vinnu og ís-
lenzkir starfsmenn vinna. Eru
útlendingarnir ráðnir með þess
um kjörum segir Sigurður. Þeir
munu hinsvegar allir vera fag-
menn. Ekki er um neina vakta-
vinnu að ræða, enn sem komið
er, og er það ein af ástæðunum
fyrir verkfallinu. Ennfremur
hafa danskir handverksmenn á-
kvæði á staðnum, sem að vísu
hefir ekki verið reiknað út enn,
þótt sýnilegt þyki að það gefi
mun hærra kaup en hinir ís-
lenzku handverkamenn hafa.
Meginkröfur þær, sem gerðar
eru af hálfu starfsmanna eru
í fyrsta lagi 15% staðaruppbót
í öðru lagi vaktavinna verði upp
tekin og launatextar ákveðnir
við hana og í þriðja lagi verði
greiddir heimferðapeningar þ.e.
að starfsmönnum sé ekið til og
frá Reykjavík í vinnutíma þá
daga sem þeir eiga helgarleyfi.
Verkfallið er algjört og nær
til allra, nema þeirra, sem vinna
við rafstöð, kyndistöð og vatns-
dælur, sem eru í gangi í grunni
stöðvarhússins. Þá er fólki, sem
vinnur við mötuneyti og ræst-
ingu heimilt að halda áfram
störfum.
Til að byrja með verður vinnu
stöðvunin nú á mánudag og
þriðjudag, sagði Sigurður en
samningafundir verða milli deilu
aðila á mánudag. Takist samning
Sören Langvad og Ingvar Hildebrand.
mánudag og þriðjudag. Annað
hefir ekki verið ákveðið enn sem
komið er.
Að lokum sagði Sigurður að
eftir væri að gera ýmsa fleiri
samninga og ganga frá heildar-
samningum fyrir menn, sem
vinna á stórum vélum, en sum
tækjanna eru þannig að með
Framhald á bls. 10.
íslenzkt kinda-
kjöt til Noregs
heim til Bandaríkjanna.
helgi, þ.e. laugardag, sunnudag,
Osló, 29. okt. Einkaskeyti til Mbl.
ÞRÁTT fyrir harðorð mótmæli
bændasamtakanna norsku, hefur
landbúnaðarráðuneytið fallizt á
að veita innflutningsleyfi fyrir
700 tonnum af lambakjöti frá
íslandi. Er reiknað með að helm-
ingur kjötmagnsins verði frystur
og helmingur saltaður. Búast má
við áframhaldandi mótmælum
vegna innflutnings, enda hefur
verið lögð fram fyrirspurn í
norska þinginu um það hvers-
vegna stjórnin heimili innflutn-
inginn á meðan fyrir liggi í
landinu 200 tonn af frystu kinda-
kjöti frá i fyrra, sem nú verði
annað hvort að reyna að koma
í verð erlendis eða heima, og
ljóst sé að það hafi í för með
sér f járhagslegt tap.
Þrátt fyrir mótmælin, hefur
sendiherra íslands, Hans G. And-
ersen, tekizt að ganga frá sölu-
samningunum, og má þar efa-
laust þakka því hve viðskipta-
jöfnuður landanna er Norð-
mönnum hagstæður.
Sumarið 1965 var norskt
lambakjöt selt á niðursettu verði
til að draga úr birgðunum, en til
þessa ráðs var ekki gripið í ár.
Er þar að finna ástæðuna til þess
að framleiðslan frá í fyrra er
ekki uppseld.
Ekki er beint unnt að tala um
samkeppni af íslands hálfu á
markaðnum þar sem norskt
lambakjöt kostar n. kr. 8,75 í
verzlunum, en íslenzka kjötið
n. kr. 12,-. Hinsvegar er litið á
íslenzka kjötið sem gæðavöru.
Sk.sk.
Kvöldfcrlingur þykist leiða fram
nýtt vitni í handritamálimi
■en málið snýst í höndum blaðsins
Einkaskeyti til Mbl.
Kaupmannahöfn, laugardag
VIKU áður en Hæstiréttur tekur
handritamálið til meðferðar
birti Berlingske Aftenavis í dag
áberandi grein, þar sem boðað er
að I vikunni muni hulunni svipt
af því, sem blaðið nefnir „hina
leynilegu dansk-íslenzku samn-
inga“. Ennfremur er frá því
greint, að biaðið hafi komizt á
snoðir um framburð frá fyrstu
hendi pólitísks aðalvitnis í mái-
inu.
Síðan kemur á daginn, að þetta
umrædda aðalvitni er Gylfi Þ.
Gíslason og grein eftir hann,
sem birtist í júní 1961 í þá nýju
tímariti jafnaðarmanna „Áfangi“.
Tímaritið horfið?
Kvöldberlingur segir síðan, að
svo líti út í dag, að tímaritið sé
horfið sporlaust af yfirborði jarð
ar á íslandi og í Danmörku hafi
fyrst vitnazt um það nýlega er
Dr. Ólafur konungur. fyrir hafi legið skrá um prentað
London 31. okt. f NTB). mál á fslandi árið 1961
Ólafur Noregskonungur kom Kvöldberlingur hefur löngum
í dag flugleiðis til London í haldið því fram að leynilegir
18 daga einkaheimsckn Ferð 1 samningar hafi átt sér stað og
ast hann nokkuð urn landið hefur byggt þær staðhæfingar
og fer seinna til c 1 nds sínar á ummælum K.B. Ander-
þar sem hann vero. . our sen, kennslumálaráðherra, sem
að heiðursdoktor v, .,„„..„1
ann í Glasgow.
Ekið á telpu
Síðari hluta dags á sunnudag
varð níu ára telpa, Ingiríður
Lovísa Maginúsdóttir, heima að
Nökkvavogi 24, fyrir bifreið og
Langholtsvegi á móts við hús nr.
151. Hlaut hún lítisháttar meiðsli
og var flutt heim að lokinni að-
gerð í Slysavarðstofunni.
gerð hafi ekki verið skrifuð á
mörgum samningafundum á ýms
um stigum málsins. Hér var um
að ræða tækifærisviðræður milli
íslenzkra og danskra ráðherra.
Andersen byggði fyrrgreind
ummæli sín á samtölum við
Viggo Kampmann, fyrrum for-
sætisráðherra, og Jörgen Jörgen
sen, fyrrum kennslumálaráð-
herra.
íslandsferð Bjarne Poulson
Kvöldberlingur telur nú, að
frásögn Gylfa Þ. Gíslasonar
sýni, að Andersen hefði einnig
átt að spyrja Jens Otto Krag, for
sætisrá'ðherra, sem í embætti ut-
anríkisráðherra gaf eitt hinna
fyrstu og mest bindandi loforða
um að leysa handritamálið ef
stjórnarflokkarnir færu með sig-
ur af hólmi í þingkosningunum
1960. Segir blaðið, að Krag hafi
einnig borið ábyrgð á því, að
Bjarne Poulson, sendiherra var
í febrúar 1961 sendur til Reykja-
víkur í opinbera sendiferð, sem
þinginu hafi samt verið ókunn-
ugt um, þ.e.a.s. tilkynningu frá
dönsku ríkisstjórninni þess efn-
is að hún „væri í þann veginn að
yfirvega möguleika á lausn hand
ritadeilunnar og óskaði eftir að
lýsti því yfir vfð handritanefnd I fá að kynnast nákvæmlega sjón-
I danska þingsins 1965 að fundar- armi'óum íslendinga i málinu“.
Þessar upplýsingar byggjast
einnig á skrifum Gylfa Þ. Gísla-
sonar, segir Kvöldberlingur.
Dansk—íslenzkur ráðherrafund-
ur
Þá segir blaðið ennfremur, að
hvorki utanríkismálanefnd
danska þingsins né Árnasafns-
stofnun hafi nokkuð fengið um
þetta að vita. Undraðist blaðið
og yfir því, að grein Gvlfa Þ.
Framhald á bls. 25.
Bókauppíioð
í dag
SIGURÐUR Benediktsson held-
ur bókauppboð í Þjóðleikhús-
kjallaranum kl. 5 e.h. í dag.
Á söluskrá eru 101 númer.
Þeirra á meðal eru mörg fágæt
og eftirsótt tímarit, m.a. Blanda,
Gríma, Þjóðsögur Sigfúsar Sig-
fússonar, Sunnanfari, allur,
Sýslumannaævir Boga Benedikts
sonar, mjög gott eintak, Dýra-
vinurinn, verkið allt í prýðis-
bandi. Ennfremur Islandica Hall
dórs Hermannssonar, verkið allt
í frumprenti.
Bækurnar verða til sýnis frá
kl. 10 f.h. í dag til kl. 4 e.h.
Skotlnndsbréf
ÞAU mistök urðu í blaðinu s.L
sunnudag, að nafn höfundar
Skotlandsbréfsins féll niður, en
hann er Stefán Aðalsteinsson,
búfræðingur.
í GÆRMORGUN var norðan- lega lægði og létti til. "
átt með frosti um alla land Hins vegar versnaði veðrið •
og hafði þá kólnað í hátt í 10 á miðunum fyrir austan land :
stig frá því deginum áður. og var þar N-stormur síðdeg- ■
Framan af deginum í gær is. :
snjóaði norðan lands, en fljot-
<