Morgunblaðið - 01.11.1966, Side 30

Morgunblaðið - 01.11.1966, Side 30
ow W' 24 O w JW O U, +# i ** jr'iiojuaagui i. nov. iyt>ti mnÉiii—uwnii liiBiiiniriHfii'ínii iiniTiiiWMrmwi' "ni—iii ig»ii«imMiiii«BiiasgaÉíÉá^^ íslefiska golfsveitin sigraði aðeins 2 sveitir í Mexico þó hún sækf i sig þegar á leið mótið ÍSLENDINGAR voru í 3. neðsta sæti í hinu alþjóðlega golfmóti, sem kennt er við Eis- enhower forseta, og nú fór fram í Mexico. Mótinu lauk á sunnu- ðaginn. Það hófst í bezta veðri, en síðar urðu brautir þungar eftir miklar rigningar. Mjög truflaðar fréttasendingar yfir helgina, koma í veg fyrir að við getum birt úrslit meðal efstu þjóða, en Ástralíumenn, Bret- ar, S-Afríkumenn og Bandaríkja menn börðust um sigurinn, þá er við vissum síðast. Um íslenzku keppendurnar fékk Mbl. sérstakar fréttir frá AP-fréttastofunni. Vegna þess að ranglega var hermt í skeyti tölur Islendiriganna í skeyti er hér birtist á laugardaginn (frá fyrsta degi mótsins) skal nú á- rangur þeirra birtur í heild á mótinu. Fimmtudagur: Magnús Guðmundsson 86 högg (Ekki 76 eins og hermt var). Ólafur Bjarki Ragnarsson 88 h. Óttar Yngvason 88 högg. Þorbjörn Kjærbo 98. Þrír fyrstu telja í sveitinni. Tala íslands 262 högg. Föstudagur: Magnús 80. Óttarr 83. Ólafur Bjarki 88. j Kjærbo 94. Tala íslands í sveitakeppninni 251. Laugardagur: Magnús 85. Óttarr 85. Kjærbo 88. Ól. Bjarki 96. Tala íslands í sveitakeppnirini 258. Keflavík vann bikarinn í Liilu bikarkeppuinni Úrslitaleikurinn í Litlu bikar- keppninni milli Akraness og Keflavíkur fór fram á sunnudag inn á malarvellinum í Keflavík. Hávaða SV-rok og skúraleiðing- ar var meðan á leiknum stóð og aðstæður slíkar að ógerlegt var fyrir liðin að sýna nokkuð sem kalla má knattspyrnu. Leiknum lauk me'ð jafntefli 2-2, sem nægði Keflvíkingum til sigurs, og þeir unnu bikar þann sem um var keppt til eignar. Veðrið mótaði leikihn og má segja að mestur hluti hans hafi farið fram á sama vítateignum og var það liðið í sókn sem und- an lék. Þó voru á þessu undantekning ar. T. d. skoruðu Keflvíkingar fyrsta markið móti vindi. En þar urðu mikil mistök í vörn ÍA og höfðu þrír tækifæri til að sparka frá, en Jón Jóhannesson kom aðvífandi og skoraði. Síðast í hálfleiknum skoruðu Skagamenn — en markið var þó. sjálfsmark Kjartans, sem missti knöttinn í marki'ð eftir að hafa gripið inn í þversendingu fyrir markið. Og rétt eftir hlé skoraði Rík- harður úr aukaspyrnu utan víta- teigs. Skotið var gott — og Skagamenn höfðu forystuna í hléi. Allan síðari hálfleik sótti Keflavíkurliðið óslitið, enda þurftu þeir að minnsta kosti eitt mark til að eignast bikarinn. En það var ekki fyrr en 6-7 mín. voru til leiksloka að Sig. Alberts syni tókst að skora með skalla upp úr einni af mörgum horn- spyrnum sem Keflvíkingar fengu í röð á Akranesmarkið. Örlögin voru ráðin — bikar þeirra Alberts og Axels Kristj- ánssonar var eign Keflvíkinga. í ' sveitarkeppninni Sunnudagur: Magnús 79. Óttarr 85. Kjærbo 89. Ól. Bjarki 91. Tala íslands 253. Samanlögð stigatala fslands er því 1024 högg og varð sveitin í þriðja aftasta sæti. Næst aftast ir eru Dominikaska lýðveldið með 1031 högg og síðastir sveit Puerto Rico með 1070 högg. Danska sveitin er 6. að aftan talið með 960 högg, en næstir á undan íslendingum voru S- Rhodesiumenn með 996 högg. Þess má geta að „par“ á vell- inum er 72 högg. Athyglisvert er hversu okkar menn sækja sig er á mótið líður. BELGISKI hlauparinn frægi, Gaston Roelants, setti á föstu daginn tvö heimsmet í hlaup- um á móti í Leuvan (nálægt Brússel). Vegalengdirnar eru sjaldan hlaupnar á mótum, en það talar sínu máli aff metin tók Roelante af hinum fræga Ástralíu-„metakóngi“ Ron Clarke. Metin voru sett á 20 km vegalengd, þar sem hann hljóp á 58:06.2 mín og hins- vegar hversu langt er hægt aff lilaupa á 1 klst. Roelants hljóp 20644 m. Bætti hann fyrra metið um 1 min og 15 sek. og hiff síðara um 400 m. Myndin er af Roelants í hlaupinu. Fjær viff hliff hans er landi hans Henri Cleroux, sem „hjálpaffi" til viff aff halda uppi byrjunarhraða. Reykjavíkurmótið Fram og KR hafa einfélaga ekki tapað stigi / fyrstu 2 umferðum Rvikurmótsins MEISTARAFLOKKAR sex Reykjavíkurfélaganna spreyttu sig í íþróttahöllinni á sunnu- dagskvöldið. Það sýndi sig að áhugi fyrir mótinu er mjög vax- andi — og fari svo sem horfir þurfa handknattleiksmenn varla aff kvíða fjárhagslegri afkomu, þó lágmarksleigan sé óneitan- lega há. Valur og Fram fóru með sigur í sínum leikjum en Víking ur og Ármann skiptu stigum. Eru þá aðeins tvö félög sem ekki hafa tapað stigi, Fram og KR. Valur 1R 16—12. Leikurinn var miklu jafnari en búist var við. Að sönnu hafa Vals menn ekki náð tökum á stórum velli, en frammistaða ÍR-liðsins kom þá nokkuð á óvart. Þetta unga ÍR-lið hefur nú sýnt dá- góðan leik gegn Fram og Val og má sannarlega ætla að það ná sér fljótlega eftir þá blóðtöku sem burtför Gunnlaugs og Gylfa Hjólmarssonar varð fyrir liðið. Uppistaða liðsins eru hinir ungu menn úr 2. flokki, en á þeim vettvangi eru þeir nú í allra fremstu röð. Fram — Þróttur 20-9 Fram hafði er á leið leikinn algera yfirburði, eins og marka- talan sýnir. En framan af veittu Þróttararnir harða keppni, en hún var þó fremur mótuð af líkamlegum krafti en fínlegum og listrænum handknattleik. Sennilega vantar mikið á að Þróttarar séu komnir í æfingu, sem ætti þó að vera þeir létt- ara flestum hverjum, eftir knatt spyrnu sumarsins. En Framliðið hefur heldur ekki, þrátt fyrir yf- irburði í þessum leik, ná’ð valdi á leik sínum. En nái þeir valdi á þeim hraða sem þeir leggja nú mikla áherzlu á, verður vel- gengni liðsins sennilega mikil 1 vetur. Víkingur — Ármann 12-12 Mest óvissa ríkti um getu Víkings — nýliðanna í 1. deild — sem nú komu fram í fyrsta sinn. Og þeir móttu sín lítils i byrjun. Ármenningar fundu hina auðveldu leið gegnum vörn Vík» ings, sem var mjög léleg. Og Ár- mann náði öruggri forystu og leit út fyrir tryggan sigur þeirra. En er á leið tóku Víkingar sig á og skildu aðeins tvö mörk lið- in að er 2 mín. voru eftir. Það hefði samt átt að nægja Ármenn ingum. En þá tóku Víkingar að leika „maður á mann“ og náðu áð jafna og ná öðru stiginu. Æfingar Ármanns í frjálsum Frjálsíþróttadeild Ármanns er nú að hefja æfingar sínar. Fær deildin tvær æfingar í íþrótta- höllinni í Laugardal og verða þær á þriðjudögum kl. 7-8 og á laugardögum kl. 3-4. Deildin væntir þess að sjá marga nýliða á æfingunum. Hinir tólf bann- færðu sýknaðir Um þessar mundir stendur yfir hraðkeppnismót Menntaskóla Reykjavikur í handknattleik og er leikið í leikfimishúsi skólans. Hver bekkur má senda tvö fimm manna lið tii leiks og hvert liff, sem tapar Ieik, er úr keppninni. 36 liff mættu til leiks í fyrstu umferff, sem leikin var fyrr í vikunni. Meistarar frá í fyrra er þaff lið, sem nú er í 5-Y og þykja þeir mjög sigurstranglegir en þeir unnu fyrsta leik sinn gegn 3-H 21-3 — en allt getur skeff. Myndin er úr leik 5-Jt og 3-Sb og er 5-R að skora, en þeir sigruðu 24-9 EINS og allir muna voru 12 danskir landsliffsmenn dæmdir í 9 mánaða keppnis- bann af danska handknatt- leikssambandinu, eftir aff þeir höfðu — að dómi sam- bandsins — brotið agareglur í keppnisferff í Rússlandi í april í vor. Málið vakti mikla athygli og landsliðsmennirnir höfðuffu réttarmál til að fá banni danska handknattleiks- sambandsins aflétt. Málið hefur tekið langan tíma en fyrir helgina var kveð inn upp dómur á þá leið að keppnisbanninu skuli aflétt þegar í stað og hinir dæmuu fá fullgild réttindi innan dansks handknattleiks. Málið hefur aff vonum ver- iff leiðindamál og er það ai- menn skoðun að báðir hafi gert skyssur, handknattleias- sambandið með hinum þuuga banndómi og leikmennirnír með agabroti. En nú hefur aftur birt lil í dönskum handknattleik ug Danir mæta í heimsmeista.a- keppnina með alla sina beztu menn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.