Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 1. nóv. 1968
MOHGUNBLAÐIÐ
25
— Forsætisráðherra
I Framh. af bls. 3.
lenzka deildin er miklu minnst.
Forstöðumaður safnsins sagðist
hvað eftir annað hafa leitað til
íslenzkra iistamanna, en þeir virt
list tómlátir um málið, og fáar
myndir eftir íslenzka listamenn
þar til sýnis.
liögreglukór o. fl.
! Að lokum minntist forsætisráð
herra á, að sænskur lögreglukór
sem hingað hefði komið, hefði
sungið í veizlu, sem Erlander
hefði haldið þeim hjónum; vildu
þeir þannig að kveðjur frá þeim
bærust með þakklæti fyrir kom-
una hingað.
Einnig höfðu þau gaman af að
heimsækja sænska Dagblaðið
sem auðvitað er með miklu
stærra sniði en tíðkast hjá okkur.
Þó gat forsætisráðherra þess að
miðað við fólksfjölda væru blöð
hér jafnvel útbreiddari en í Sví-
þjóð.
* Loks gat hann þess að í há
degisverðarboði hjá landshöfð-
ingjanum í Málmey hefði honura
verið skýrt frá því að í undir-
búningi væri keppni um minnis- | um og sum hafa orðið að hætta,
merki Ayrir framan Folketshús og vegna þess að þau standast ekki
— Minning
Framhald af bls. 23
hans, sem í engu voru greiddar,
hafi verið öllu fleiri en hinar, er
goldnar voru. — Menningarstarf
í fámennum og fátækum sveitar-
félögum hefir aldrei verið gróða-
vegur, en oft þakkað og metið
af greindu fólki og góðgjörnu,
þó að heimskan og öfundin hafi
jafnan horn í síðu þeirra, sem
meira hafa til brunns að bera en
allur fjöldinn.
Það er gott að minnast starfa
Páls Erlendssonar, en þó er enn
betra að minnast mannsins
Bjálfs. Hann var öllum hlýr og
góður og þó beztur þeim, er um
sárt áttu að binda. Heimili þeirra
Hólmfríðar á Þrastarstöðum var
ekki einungis friðarskjól börnum
þeirra og foreldrum hennar. Þar
áttum einnig við, bróður- og
systurbörn þeirra, okkar annað
heimili. Þrastarstaðir voru okk-
ur sumarland og draumaland.
Þangað var sælt að láta sig
dreyma á dimmum vetrarkvöld-
tun, en þó tók veruleikinn á
sumrin hinum glæstustu draum-
tun fram. — Á hnakknefinu
fyrir framan Pál Erendsson fór
ég mína fyrstu för án foreldra-
fylgdar. Jafnvel það sæti varð
hægindi. Og mér finnst einhvem
veginn, að alltaf hafi verið sól-
skin á Þrastarstöðum. — Það
voru fleiri en ættingjar þeirra
hjóna, sem athvarf áttu í birt-
unni og hlýjunni á heimili þeirra.
Umkomulausir og fátækir áttu
þar skjól og griðastað um lengri
eða skemmri tíma, og vandalaus-
an dreng, Þaldur Hólm Helga-
son, nú bónda á Páfastöðum í
Skagafirði, ólu þau upp, sem eigið
barn værL
' Páll Erlendsson var óvenju
fróður maður. Engan þekkti ég
margspakari og ættvísari. Og ég
hygg, að hann hafi verið flest-
um mönnum ættræknarL Alla
tíð hafði ég það á tilfinningunni,
að hann fylgdist með því,
hvernig okkur frændum hans
vegnaði, þó að oft væri vik milli
vina. Og alltaf . fannst mér að
því hvatning og styrkur að vita
af hlýhug hans og mildi og finna
gleði hans, ef mér tókst að vinna
verk mín svo, að honum þætti
sómi að. Fyrir það og allt annað
ber nú að þakka, er hann hefir
farið þá för, sem okkar bíður
allra.
Fagur var hann og bjartur,
hásumardagurinn góði, er við
Páll Erlendsson létum hesta okk-
ar fara fetið á Hofsárbökkum.
Hlý var hún og mild, röddin, sem
þá lauk upp undrum lífs og lands
fyrir fákænum kaupstaðardreng.
Sú stund verður aldrei þökkuð,
«em vert væri. Svo er um allt
líf Páls Erlendssonar. Við fáum
aldrei fullþakkað að hafa átt
slíkan dreng að samferðamanni
og vini.
Ólafur Haukur Árnasou.
mundi íslendingum boðin þátt-
taka í þessari samkeppni.
Hanðrit
Þá bar á góma handrit, sem
geymd eru í Svíþjóð, og af því
tilefni var forsætisráðherra
spurður um greinina sem birtist
í Kvöldberlingi og skýrt er frá
annars staðar í Morgunblaðinu í
dag. Hann svaraði á þessa lund:
Ég sá þessa grein í flugvélinni á
leiðinni heim. Ef ég skil rétt, þá
var ætlunin að ljóstra upp ein-
hverju leyndarmáli — en blaðið
segir þó, að Gylfi Þ. Gíslason hafi
látið birta þetta sama leyndarmál
1961! Þeir menn, sem hafa látið
skrifa þetta, hafa meira af öðru
en skilningi á því máli, sem
þarna er um að ræða. Augljóst er
að reynt er með þessum skrifum
að vekja tortryggni og halda
henni vakandi meðan málið er
í hæstarétti og næstu vikur á
eftir — og svo einnig að æsa Is-
lendinga upp. En bezt er að halda
jafnvægi í þessu máli nú ekki
síður en hingað til.
Þá var hann spurður hvort
uggur væri í Erlander eftir kosn-
ingarnar, og svaraði hann því til
að jafnaðarmenn viðurkenndu,
að þeir hefðu beðið ósigur. Veltu
þeir nú mjög fyrir sér, af hverju
þessi ósigur stafaði, en líklega
væru margar ástæður fyrir hon-
um.
Aðspurður benti hann á, að
Norðmenn hefðu áður fyrr verið
haldnir mikilli tortryggni í garð
aðildcir að EFTA en Svíar aftur
á móti bjartsýnir ,en nú hafa
Norðmenn skipt um skoðun á
þessu máli, því aðildin hefði orð-
ið lyftistöng norskum iðnaði
þvert á móti því sem þeir hefðu
búizt við. Norðmenn hafa þann-
ig fengið góða markaði í Svíþjóð
fyrir iðnaðarvörur sínar.
Fyrir kosningarnar hefðu ver-
ið uppi bollaleggingar um, að
Erlander yrði að draga sig í hlé
fyrir aldurs sakir. Nú væri við-
urkennt af öllum, að hann yrði
að sitia áfram sem forystumaður
Jafnaðarmannaflokksins. í beinu
framhaldi af því sem fyrr greinir
um iðnaðinn, gat forsætisráð-
herra þess síðar á blaðamanna-
fundinum, að enda þótt mikil
efnahagsvelmegun ríkti í Sví-
þjóð og þeir stæðu sig vel í aug-
um annarra þjóða, þá ættu ýmiss
fyrirtæki þar í miklum erfiðleik-
samkeppnina. Hefur þetta skap-
að nokkra ókyrrð inn á við.
Há vinnulaun
Auk þess telja Svíar að þeir
hafi orðið að glíma við miklar
verðhækkanir, en þeir hafa reynt
að mæta þeim með því að auka
framleiðnina og hækka laun á
þann hátt. Ea ekki er hægt að
hækka laun takmarkalaust með
þessu móti, svo að ýmsir erfiðleik
ar hafa skotið upp kollinum. For
sætisráðherra sagði að bent hefði
verið á, að ein af ástæðunum fyr
ir blaðadauðanum í Svíþjóð væri
sú, hve há vinnulaunin væru, og
af þeim sökum gætu blöðin ekki
borið sig.
í framhaldi af umræðunum um
blöðin gat forsætisráðherra þess,
að ýmsum þætti einkennilegt að
stærsti flokkur Svíþjóðar, sem
hefði á bak við sig um helming
kjósenda, hefði aðeins við eitt
kvöldblað að styðjast. En hann
bætti því við, að margvíslegt
efni, sem áður hefði verið í dag-
blöðum, bæði áróðurs- og upp-
lýsingaefni, væri nú komið inn í
útvarp og sjónvarp. Almennir
stjórnmálafundir eru að verða úr
sögunni vegna sjónvarps og út-
varps og benti dr. Bjarni Bene-
diktsson á, að svipuð þróun ætti
sér einnig stað hér á landi, og
mætti geta þess að almennir
stjórnmálafundir vektu ekki
sömu athygli nú og áður var.
-- XXX -----
Að lokum kom það fram á
fundinum að Erlander teldi að
dregið hefði úr væringum í heim-
inum og ástandið færi batnandi.
Land eins og Svíþjóð vill að því
vinna og miðast stefna þess í þá
átt, sagði dr. Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra, að lokum.
Blaiburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Faxaskjól
Lyngha^l
Kleifarvegur
Ásvallagata
Skerjafjörður sunnan
flugvallar
Sörlaskjól
Austiu-brún
Talið við afgreiðsluna síini 22480.
— Ásgríms
Framhald af bls. 17
Þetta er náttúran okkar og hún
er óendanleg í breytileik sín-
um.
Augljóst er, að Ásgrímur Jóns
son hefur haft mikil áhrif á
yngri málara íslands. Hann
kynnir liststefnur síðari tíma
evrópsks málaraskóla á eyjunni
sinni.
Síðan segir Estvad, að Ásgrím
ur hafi allt tii elliáranna verið
hinn leitandi listamaður.
— Handritin
Framhald af bls. 2.
Gíslasonar skyldi ekki vera send
utanríkisráðuneytinu af sendi-
ráði Danmerkur í Reykjavík.
Ástæðuna til þess, að slíkt var
ekki gert, telur Kvöldberlingur
vera þá, að þingnefndin hafi ekki
mátt fá að vita um dansk-ís-
lenzkan ráðherrafund, sem
Bjarne Poulson ræ’ði um í bréfi
til Jörgen Jörgensen í apríl 1961.
Um þennan fund sögðu utanrik-
isráðuneytið og kennslumálaráðu
neytið við þingnefndina, að hér
yrði svo að líta á, að þetta hafi
verið eitt hinna svokölluðu til-
failandi tækifærissamtala.
Fundur í Finnlandi
Kvöldberlingur heldur áfram:
„En Gylfi veit, hvers konar
fundur þetta var. Þetta var samn
ingafundur, sem Jörgen Jörgen-
sen bauð honum til eftir að þeir
tveir höfðu rætt um handrita-
afhendinguna á norrænum menn
tamálaráðherrafundi í Finnlandi.
Hér var rætt um hina upphaf-
legu kröfu íslendinga um að fá
allt það, sem rita'ð hefur verið
af fslendingum að undanskildum
sögum Danakonunga, ásamt rit-
um, sem til Danmerkur voru kom
in frá Noregi. Til þessa hafði
Jörgensen boðið verulega miklu
minna. Því vísaði ísland á bug
á þeim forsendum, að engin ís-
lenzk ríkisstjórn gæti nokkru
sinni fallizt á slíka lausn, og
raunar væri sá íslenzkur stjórn-
málamaður til, sem mæla mundi
með slku. Þessu næst bað Jörg-
en Jörgensen Gíslason um að
fara með sér til Kaupmannahafn
ar til þess að ræða við fleiii
danska ráðherra. — Rytgaard.
Umrnæli menntamálaráðhernt
Morgunblaðfð sneri sér í gær
til Gylfa Þ. Gíslasonar, mennta-
málaráðherra, og spurði hvað
hann vildi segja um fyrrnefnda
frétt. Ráðherrann svaraði: „Ég
hef það eitt um þessi skrif að
segja, að tilgangur þeirra sést
bezt á því, að látið er að því
liggja, að tímaritsheftið með
grein minni hafi verið tekið úr
umferð. Út af fyrir sig þætti
mér vænt um, ef hefti'ð væri upp
selt, en svo er ekki“.
— Kinverjar
Framhald af bls. 19
í hljóði. Að því loknu sagði Sara
Lidman, að þetta mál væri örð-
ugt viðfangs, er bezt væri að
fólki'ð talaði fyrst saman sjálft,
síðan væri rétt að tala við stjórn-
arvöld landsins, en þau gætu svo
talað við stjórnina í Washington.
Þá var spurt um loftárásir
Bandaríkjamanna á sjúkrahús 1
Norðurvíetnam. Sagði Sara Lid-
man, að hún hefði séð eitt sjúkra
hús, sem hefði verið gereyðilagt
í loftárás. Nú skildi túlkurinn
ekki og innti nánar eftir:
— Það var gereyðilagt (total
förstört), sagði skáldið.
— Það var mjög stórt, sagði
leikkonan og brosti út í salinn.
JAMES BOND — >f-
Eítii IAN FLEMING
James Bond
BY IAN FLEMING
DRAWIN6 BY JOHN MclUSXY
Twousu tue samssteks
HAP WOUMPED ERMIB
CU8EO. MS MAMASEP TO
SWIMG UlS CAB SUDPEMLV
IMTO A SIDS TU8MIMG-I
JUMP6P0UTAS Mfi
|JBT"
Þótt glæpamönnunum hafi tekizt að
særa Cureo gat hann sveigt bílnum skyndi
lega út í útskot. Ég stökk út um leið og
hann stanzaði.
Ég skaut í sífellu á Sedaninn um leið
og hann sveigði fyrir beygjuna á eftir
JÚMBÖ
IT OFF THB BQAP, CEASHSP
A Tees. AMP BUEST IMTQ FLAMES/
okkur.
Hann þaut út af veginum, skall á tré
og eldur gaus upp í honum.
Teiknari: J. M O R A
Sjóliðinn leggur frá sér vopnið og seg-
ir: — Ég gefst upp allavega skilyrðis-
laust: — Þetta er svo ótrúlegt, að það
getur varla verið rétt, segir Júmbó sem
nú er forvitinn eftir að fá að vita hvaö
hefur fengið hann til að skipta um skoð-
un . . . .
— Herra, segir sjóliðinn, það getur ver
ið að ég sé þorpari, en vanþakklátur er
ég ekki. Þér og vinir yðar hafa platað
mig minna en mínir eigin vinir, og mun
ég ekki sætta mig við að þeir geri yður
mein.
— Og ef þér seljið mig í hendur lög-
reglunni ásamt Álfi, þá er það ekki nema
réttlátt: — Um það getum við rætt seinna,
segir nú Júmbó, en fyrst ætia ég að
skjóta þessu eina skoti úr byssunni svo
að það valdi ekki slysi.