Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADID Þriðjudagur 1. nóv. 1966 BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SEN DU M MAGIMÚSAR SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun sími 40381 Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31160. LITL A bííaleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzín innifalið í leigugjaldi Sími 14970 BÍIALEIGAiM VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. BÍLALEIGA S/A CONSTJL CORXINA Simi 10586. m—*BÍLALEIGAN Falur p Kr. 2,50 á ekinn km. ^■^^^300 kr. daggjald RAUDARÁRSTÍe 31 SÍMI 22022 . BO SC H Háspennukeili ' ^ Brœðurnir Ormsson Lágmúia 9« — Sinn 38820. Að geta þess, sem gert er „Sn. J. skrifar: „Naumast væri sanngjarnt að aetlast til þess af hverjum manni, að hann minntist þess að grein sem hann les í blað- inu sínu í dag, var ekki alltaf skrifuð í gær. Hún getur verið margra daga og jafnvel nokk- urra vikna gömul, en á með hún beið byrjar, voru nýir at- burðir að gerast. Vitaskuld eru margir lesend ur Morgunblaðsins hugkvæmir, en vart trúi ég því, að nokkur þeirra lesi í málið allar prent- villurnar í bréfkorni því, er Velvakandi birtir frá mér í dag, 27. október. Um pað verð- ur að fara sem fara má. En það skilur hver lesandi að ég er þar að átelja þögnina um gagn- merk rit Rímnafélagsins, og þá einkum tvö hin nýjustu, sem bæði teljast til kennileita í bók menntasögu okkar: ritgerð Dr. Björn K. Þórólfssonar um Árna Böðvarsson með Brávallarim- um hans, og Rímnatal Dr. Finns Sigmundssonar. Bréf mitt, sem er í lengra lagi, hafði eðlilega orðið að bíða nokkuð, og á þeim biðtíma hafði það gerst, að Þjóðviljinn hafði (19. okt.) birt sérlega fróðlegan rit dóm um bók Finns og útvarp- ið lika sagt frá henni langtum skilmerkilegar og ítarlegar (ég veit að prófarkalesarinn, þó að of óft dotti hann, breyt- ir þessu í ýtarlegar, og við því fæ ég ekki gert) en við eigum að venjast í umsögnum frétta- stofunnar um bækur. Er batn- andi manni bezt að lifa og við skulum vona að þessi óvenju- lega greindarlega frammistaða reynist upphaf nýs og betri tíma í þessu efni. Þetta tvennt knýr mig, sóma míns vegna,' til þess að skrifa á ný, þó að þreyta kunni Vel- vakanda. Ella mundi margur ómaklega saka mig um van- þakklæti. Mínir lestir eru nógu margir þó að ekki sé bætt við þá öðrum, sem ég er ekki sek- ur um. Hyorki Þjöðviljihn né út- varpið gátu um verð bókar- innar. En það er aðeins 475 kr. til félagsmanna í Rímnafélag- inu. Ef einhver telur sig of fín an til þess að innritast í félag- ið, þá er það hans einkamál og hann getur þá fengið að greiða söluskatt. Ekki mun ríkissjoði af veita. Það er að vísu annar hand- leggur, en samt langár mig til að nota tækifærið og þakka Kjalnesingnum, sem löðrung- aði Velvakanda fyrir að hieypa Staupasteinsfíflskunni inn í dálka sína. (Hve mörg staup hugsa þessir menn sér ann- ars?) Og máske ég megi líka þakka sjálfum Velvakanda fyr ir að hafa loks byggt barna- skapnum og barnamálinu út af þessum vettvangi og komið þætti sínum á réttan og sóma- samlegan rekspöl, Þetta er mál sem varðar alla þjóðina og eft- ir þessu höfðu hinir skynsam- ari menn b§ðið. Skoðanamunur má koma þnrna fram og á að koma þar fram. Slíkt er heil- brigð blaðamennska. — Sn. J.“ Herferð gegn hungri Velvakanda hefur borizt þetta bréf frá „Herferð gegn hungri“: í dálkum yðar sunnudaginn 23. okt. er skrifað um „Millj- ónirnar til Madagaskar", og gætir þar nokkurs misskiln- ings. í fyrsta lagi kostaði verkefn- ið við Alaotra-vatn ekki 3 milljónir kr., heldur sem svar- ar 26.250 dollurum, en það er rúmlega ein milljón og eitt hundrað þúsund ísl. krónur. Jafnframt var safnað tæpri milljón til þriggja smærri verk efna í Afríku, og skiptist hún milli dælustöðva í Nígeríu, Skólagarða á Madagaskar og húsmæðrafræðslu í Marokkó. Þetta fé var að sjálfsögðu yfirfært og sent til höfuð- stöðva Herferðar gegn hungri í Róm, en yfirstjórn herferð- arinnar og stjórn FAO (Mat- væla- og landbúnaðarstofnunn- ar S þj.) ábyrgjast gagnvart gefendum að framlög þeirra renni til umsaminna verkefna. Annað fé ísl. HGH er enn i geymslu í bönkum hérlendis, en verður brátt varið til nýrra verkefna í samráði við yfir- stjórn HGH í Róm. í öðru lagi er ekki „eðlilegt", að gefendur annist framkvæmd allra verkefna a vegum HGH. Það eru sérfræðingar á vegum Sþj., sem undirbúa verkefnin og sjá um framkvæmd þeirra í samvinnu við sérfræðinga á hinum ýmsu stöðum. 1 þriðja lagi hefur frönsku- mælandi jslendingur, Andri ísaksson, sálfræðingur, ferðazt um Madagaskar snemma í sum ar, og kynnti hann sér starf HGH á Madagaskar og undir- búning að framkvæmd verk- efnisins við Alaotra-vatn. í fjórða lagi hafa allar of- angreindar upplýsingar komið fram bæði í blöðum og sjón- varpi, nema þær, að fé, sem varið var til skólagarða og hús mseðrafræðslu færi til Mada- gaskar og Marokkó. Hins vegar má gjarnan bæta þeim upplýsingum við, að Andri ísaksson hefur samið mjög fróðlega og greinargóða skýrslu um för sína, og verður hún bæði gefin út og flutt í útvarp á næstunni. Áhugafólk um starf HGH getur fengið fréttabréf herferð arinnar sent, en það kemur út einu sinni í mánuði og sömu- leiðis er enn hægt að tilkynna þátttöku í ráðstefnu HGH, sem haldin verður um næstu helgi og auglýst verður nánar í blöð um og útvarpi. Skrifstofa HGH er opin milli 10 og 12 árdegis, og þar eru gefnar allar nánari uppiýsing- ar um starf HGH. Sími 14053.“ ^ Tíbetar á Hóls- f jöllum ? Guðrún Jacobsen sendir Velvakanda þetta bréf: „Herra Velvakandi. Það er undarleg árátta hjá fslendingum, sem telja sig þurfa að fá útrás fyrir hugsjón ir sínar eða sjónarmið, að segja eða skrifa það sem þeim býr í brjósti einungis undir áhrif- um áfengis eða undir tveimur lesstöfum í Velvakanda Morg- unblaðsins. Þetta gerir það að verkum, að hlédræg manneskja, eins og ég fæ ekki tækifæri til að rök- ræða ákveðið málefni við ein- hverja þessara umræddu skít- hræddu persóna, heldur verð ég að hlaupa með það í blöðin, og er þá undir hælinn lagt, hvort reiði mín fær útrás eða ekki. Og nú er það einhver mann- eskja, sem nefnir sig K.S., sem ég vil fá færi á í þætti yðar. í þætti yðar fyrra sunnudag kveður einhver K.S. sig ekki trúa sínum eigin eyrum, er hann kveður sig heyra herra Gunnlaug Þórðarson vilja flytja hóp flóttafólks frá Tíbet hingað til íslands og setja þá niður mitt á meðal ÍSLENZKU ÞJÓÐARINNAR! Og herra K.S. spyr, hvort mongólar, kinnbeinaháir, gulir á hörund oð skakkeygðir, séu líklegir til kynbóta hér á íslandi. Önnur spurning frá K.S. er sú, hvort íslenzkt foreldri æski þess að fá mongóla fyrir tengdason. Hvað mig snertir, hygg ég, að engu mál skipti í hvers kon- ar umbúðum sálin sé, bara að hún sé góð. — Eða er ekki svarta lambið jafn-fallegt og það hvíta? Hvað minn smekk snertir, finnst mér dökkeygðu börnin, sem hrópa á okkur í neyð sinni af síðum dagblað- anna, fegurstu börn heimsins. — Máske er það vegna þess að ég er nýkomin, ekki frá Tíbet, heldur frá Alaska, þar sem dökkir menn og hvítir, eskimóar og indíánar, virðast allir af sömu rót spunnir. — Það sýnir velvilji þessa fólks út á við og innbyrðis. Við fslendingar höfum nógu lengi grætt á styrjöldum ann- arra þjóða. Það er tími til kom inn að við gerum eitthvað ann- að en henda í fólk tíu eða hundraðkalli. — Það er líkt og að borga manni fyrir að skjótá hundinn sinn, þegar maður nennir ekki að hafa fyrir hon- um lengur. Hitt er annað mál, að ég mæli einna sízt með því, að hingað verði flutt fjölskyldu- fólk. — Nær væri að- bjóða öldruðu fólki vist hér eða mun aðarleysingjum, jafnvel frá Vietnam. Og efa ég ekki, að fleirum væri líkt farið og mér að vilja taka það að sér. Hvað það snertir að snúa þessu þjáða fólki til réttrar trú ar, vil ég spyrja herra K.S., hvort hann haldi, að þessi ný- fermdi bítlalýður hér á íslandi sem hlær, þegar maður minn- ist á trúmálin, syngi sálma og grallarasöng undir bítlamúsik- inni í sjónvarpinu, útvarpinu eða á dansleikjum? Virðingarfyllst, Guðrún Jacobsen“. 'k Spurningar vegna iðnmeistara við húsbyggingar „Húsbyggjandi skrifar: „Tilefni skrifa minna er grein, sem birtist í 240. tbL. dagbl. „Vísir“. Grein þessi ber yfirskriftina: Ábending iðn- meistara til húsbyggjenda og húskaupenda". Grein þessi er á þá leið, að farið sé eftir til- lögum meistara húsa og hús- bygginga, og að þeir séu hafð- ir með í ráðum, enda beri þeir ábyrgð á viðkomandi verki og byggingarstigi. Má segja, að þetta séu „orð í tíma töluð“, en svo að bent sé á hið gagn- stæða, vil ég tilfæra lítið dæmi. Ég er nú senn að ljúka við byggingu, sem ég hefi reynt að vinna við, — eins og svo margir ungir menn, — sem mest sjálfur, en ennþá er þó nokkrum hluta verksins ólok- ið sem ég hefi hvorki tæk'- færi, kunnáttu né verkfæri til að vinna og framkvæma. Nú, ég hefi leitað til viðkomandi meistara, með það fyrir augum að fá umrædd atriði lagfærð og unnin, en svör þau, sem ég hefi fengið, eru oftast á þessa leið: „Hvað er þetta, þú gerir þetta sjálfur, þú ert búinn að gera svo mikið hvort eð er, og þar að auki hefi ég engan tíma“, eða „heldurðu, að ég geti alltaf verið að smá-vinna þetta verk, ég, sem hefi nóg að gera“. Eftir þessa reynslu mína koma mér nokkrar spurningar í hug, og þá fyrst: • Hve mörg prósent meist- ara fylgjast með verki því, sem þeir hafa tekið að sér? • Hve mörg prósent meistara sjá um, að verki sé lokið að fullu á tilskildum tima fyrir umsamið verð? Svona mætti lengi upp telja, en nóg um þetta. Skal nú vik- ið að öðru, og það er, hvaða ráðum geta húsbyggjendur beitt til þess að ná fram rétti sínum, sem þeir telja sig hafa gagnvart viðkomandi by.gging- armeistara? Geta meistarar af- salað sér skyldum sínum til annarra meistara, án þess að ræða við húseiganda eða hús- byggjanda? Geta meistarar hlaðið endalaust á sig verkefn um, þannig að venjulegt ár, að ekki sé talað um sólarhring eða enn minni tíma-mæli- kvarða, nægir ekki til að ljúka verki á umsaminn hátt? Með þökk fyrir birtinguna. — Húsbyggjandí". Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram nauð- ungaruppboð að Brautarholti 8, hér í borg, fimmtudag- inn 10. nóvember 1966, kl. 2 síðdegis. Selt verður plastvél Windsor talin eign Plastverk- smiðju Aðalsteins Friðfinnssonar s.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.