Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 1. nóv. 1966 Eric Ambler: Kvíðvænlegt ferðalag fram í fyrir honum. — Ha! Þarna sjáum við Grikkland! Þau fóru að horfa. Og það leyndi sér ekki, að þarna sást Grikkland. Það ieit út eins og lágur þokubakki á sjónhringn- um. — Indælt veður! sagði Kuwetli í hrifningu. Stórkostlegt. Hann dró andann djúpt að sér og blés svo _frá sér með mikJum hávaða. — Ég hlakka mikið til að sjá Aþenu. Við komum til Pireus klukkan tvö. — iðCtlið þér og frúin að fara í land? spurði Graham Mathis. — Nei, ég held ekki. Þetta er alltof stuttur tími. Hann bretti upp frakkakragann og skalf. — Ég skal viðurkenna, að veðrið er gott, en það er nú samt ka!t. — Ef þú stæðir ekki kyrr og jkjaftaðir svona mikið, þyrfti þér ekki að vera kalt, sagði kona hans. — Og svo ertu með engan trefil.' — Gott og vel, sagði nann ön- uglega. — Það er bezt að fara niður. Afsakið, herrar mínir. —-~Ég held ég verði líka að fara niður, sagði Kuwetli. — Eruð þér samferða, hr. Graham? — Ég ætla að bíða hér svolítið við. Hann mundi fá nóg af Ku- wetli seinna. — Klukkan tvö þá! drakk það í rúminu. Hún hleypti brúnum. — En þér spyrjið mig ekki, hvers- vegna ég vildi tala við yður und- ir eins og ég væri komin á fæt- ur. — Þessi uppgerðar-strang- leiki fór í taugarnar á honum. Graham svaraði: — Ég er hrædd ur um, að ég hafi ekki tekið yður 17 alvarlega. Til hvers ættuð þér að vilja finna mig? — Jæja, þetta var skárra. Ekki gott, en illskárra. Farið þér til Aþenu í dag? — Já. — Ég ætla að spyrja yður, hvort ég mætti koma með yður. — Ég skil. Það væri mér .... — En nú er það orðið um sein- an. — Það þykir mér ieltt, sagði Graham og var sárfeginn. Mér hefði verið það ánægja að taka yður með mér. Hún yppti öxlum. — Það er ofseint. Hr. Kuwetli hefur boðið mér með sér, og af því að ég átti ekki betri kosta völ, þá þá ég boðið. Ég er nú ekkert hrif- in af honum, en hann er kunn- ugur í Aþenu. Það getur orðið gaman. — Já, það skyldi maður halda. — Ham* er mjög eftirtektar- verður maður. — Sýnilega. — Vitanlega gæti ég fengið hann til að .... — Það er því miður hængur á því. í gærkvöldi spurði hr. Kuwetli mig, hvort hann mætti koma með mér, þar eð hann hefði aldrei áður komið til Aþenu. Hann h?tfði gaman af að geta sagt þetta, en hún fór ekki út af laginu nema rétt sem snöggv- ast. Hún rak upp hlátur. — Þér eruð alls ekkert kurt- eis. Alls ekki! Þér látið mig segja það sem þér vitið. að er ósatt. Þér þaggið ekki niður í mér. Þér eruð vondur. Hún hló aftur. En það getur verið gam- an að þessu. — Ég er viss um, að hr. Ku- wetli mundi verða feginn, ef þér kæmuð með okkur. Og ég auðvitað líka. Þér þekkið senni- lega Aþenu miklu betur en ég geri. Hún kipraði snögglega saman augun. — Og hvað eigið þér við með því, með leyfi að spyrja. VíngSös — Já. Þegar þau voru farin, leit hann á úrið sitt og sá, að klukkan var hálftólf, og ákvað að ganga tíu hringi um bátaþilfarið, áður en hann færi niður og fengi sér glas. Meðan hann var að ganga þetta, fannst honum, að hann hefði haft talsvert gott af nætur hvíldinni. Þó ekki væri annað, var æðaslátturinn í hendinni hættur, og hann gat beygt fing- urna ofurlítið, án sársauka. En mikilvægara var þó hitt, að þessi martraðar-tilfinning, sem hafði hrjáð hann daginn áður, var nú horfin. Hann var nú hress og kát ur. Gærdagurinn var kominn mörg ár aftur í tímann. Vitan- lega var höndin með umbúðun- um enn til þess að minna hann á það, en sárið hafði ekki leng- ur neina teljandi þýtSingu. í gær var það ekki annað en rispa á hendinni á honum, sem mundi gróa á fáum dögum. En nú var hann á leið heim og til vinnu sinnar. Hvað snerti Josette, þá hafði hann ekki haft svigrúm til að heimska sig neitt að ráði. Að hann skyldi hafa langað, þó ekki væri nema snöggvast, að kys3a hana, var nógu slæmt. En hann hafði verið þreyttur og ringlað- ur, og enda þótt hún væri þann- ig kvenmaður, sem ekkert leyndi tilgangi sínum, /arð hinu ekki neitað, að hún var bráðsnotur. Hann hafði lokið fjórða hringn um, þegar sú, sem hann hafði verið að hugsa um, birtist á þil- farinu. Hún var nú í kápu úr úlfaldahári, í stað loðkápunnar. og með stóran bómullartrefil um höfuðið í stað ullartreflisins áð- ur, og í sportskóm með flötum korkskólum. Hún beið þess, að hann kæmi til hennar. Hanh brosti og bauð góðan daginn. "Hún lyfti brúnum. — Hafið þér ékkert að segja nema góðan daginn? Honum varð hverft við. — Hvað ætti ég að segja? — Þér hafið valdið mér von- brigðum. Ég hélt, að allir Eng- lendingar færu eldsnemma á fætur og ætu heljarmikinn morg unverð. Ég kem á fætur klukk- an tíu og þá eruð þér hvergi að finna. Þjónarnir segja að þér 3é- uð enn í káetunni yðar. — Því miður fær maður ekki enskan morgunverð hér um borð. Ég lét mér nægja kaffi og Allar stærðir. Ný sending komin. Jön íiiqnumílGtHin Sknrípripoverzlun Vinsœlustu sokkarnir Venjulega fáanlegir í litunum Bronz, Champagne, Solera, Caresse og Bali. Austurstræti 17 Silla og Valda húsinu. — Er ég iðjuleysingi? Ég sem útfylli knaUspyrnugelraunina í hverri viku. Hann hafði ekki átt við neitt annað eða meira en það, sem í orðunum lá. Hann svaraði með brosi, sem hann ætlaði að vera uppörvandi: — Ég á við, að kannski hefðuð þér einhvern- tíma dansað þar. Hún starði snöggvast á hann með ólundarsvip, og hann fann, að girndarbrosið, sem verið hafði á hans eigin vörum, máð- ist smámsaman út. Hún sagði dræmt: — Ég held ekki, að ég sé eins hrifin af yður og ég hélt áður. Ég held bara, að þér skiljið mig alls ekki. — Það er hugsanlegt. Ég hef ekki þekkt yður nema svo stutt Hún svaraði reiðilega: — Af því að kona er listamaður, finnst yður hún vera einhver iægri vera. — Alls ekki. Það hafði mér alls ekki dottið í hug. Eígum við að ganga kring um þilfarið’ Hún hreyfði sig ekki. — Ég er hrædd um, að ég sá bara ekkert hrifin af yður. — Það þykir mér leitt. Ég var farinn að hlakka svo mikið til að fá yður með í ferðina. — Nú, en þér hafið hann Ku- wetli, svaraði hún meinfýsni- lega. —- Satt er það. En hann er bara ekki eins laglegur og þér. Hún hló háðslega. — Svo að þér hafið komið auga á, að ég sé lagleg? Það var gott. Mikið er ég hrifin. Að ekki sé talað um heiðurinn. — Ég virðist hafa móðgað yð- ur og þá bið ég fyrirgefningar. Hún veifaði hendi. — Ekki skuluð þér vera að því. Þér viljið ganga. Gott og vel, þá skulum við ganga. — Ágætt. Þau höfðu ekki gengið nema þrjú skref, er hún stanzaði og sneri sér að honum. — Til hvers þurfið þér að vera að taka þenn an Tyrkja með yður til Aþenu? Segið þér honum, að þér getið ekki farið. Væruð þér kurteis munduð þér gera það. — Og taka yður með mér í staðinn? Var það það, sem þér áttuð við? — Ef þér byðuð mér, mundi ég fara rheð yður. Ég er orðin hundleið á þessu skipi og svo langar mig til að tala ensku. — Ég er hræddur um, að hr. Kuwetli mundi ekki þykja það nein kurteisi . — Ef þér kunnið vel við mig, munduð þér ekki vera neitt að súta hr. Kuwetli. Hún yppti öxl- um. — En ég skil. Þáð gerir ekk- ert til. Mér leiðist enn. Við skul- um ganga. Og þegar þau voru komin af stað, bætti hún við: — Honum José finnst þéa- vera nokkuð nærgöngull. — Einmitt það? Og hvers- vegna? — Það er þessi gamli Þýzkari, sem þér voruð að tala við. Hvern ig vitið þér, að hann sé ekki njósnari? Hann skellihló. — Njósnari? Það var skrítin hugdetta! Hún horfði á hann kuldalega. Og hversvegna svo skrítin? — Ef þér hefðuð talað við hann. munduð þér sannfærast um, að hann er ekkert 1 þá átt, — Kannski ekki. En hann José er nú alltaf svo tortrygg- inn gagnvart svona fólki. Hann heldur alltaf, að það sé að villa á sér heimildir. — Hreinskilnislega sagt, mundi ég taka baktal af Jósés hálfu sem beztu meðmæli. — Hann hefur ekkert á móti honum. Hann er bara forvitinn um hann. Hann vill alltaf fá að vita allt um fólk. Honum finnst við öll vera skepnur. Hann hneykslast aldrei á því, sem íóik gerir. — Hann virðist vera býsna heimskur. — Þér skiljið hann bara ekki. Hann hugsar ekki um gott og illt á sama hátt og gert er í klausturskólunum, en bara um hlutina eins og þeir koma fyrir. Hann segir, að hlutur, sem getur verið góður fyrir einn, geti verið slæmur fyrir annan, en að það sé heimskulegt að vera að tala um gott og illt. — En stundum gerir fólk nú það, • sem það gerir, beinlínis vegna þess að það telur sig vera að gera gott. — Nei, bara vegna þess, að því finnst sjálfu það vera gott ef það gerir hlujtina, eða það seg ir José! — En hvað þá um fólkið. sem stillir sig um að gera hlutinn, af því að hann sé slæmur? — José segir, að ef einhver þurfi virkilega að gera eitthvað, þá stilli hann sig ekki um það vegna þess, sem fólk kunni að segja. Ef hann er veruiega hug- aður, þá stelur hann. Ef hann er í verulegri hættu, drepur nann. Ef hann er verulega hræddur. er hann grimmur. Hann segir. að það hafi verið sadda fólkið. sem fann upp gott og illt til þess að hafa áhyggjur af hinum, sem eru hungraðir og öryggislausir. Hvað maðurinn gerir, er undir því komið, hvers hann þarfnast. Ósköp einfalt mál. Þér eruð ekki morðingi. Þér segið, að það sé ljótt að myrða. José mundi segja, að þér séuð eins mikill morðingi og Landru eða Weid- mann, en hamingjan hafi bara ekki gert yður nauðsynlegt að myrða neinn. Einhver sagði hon um einhverntíma, að til væri þýzkt máltæki, þar sem segir, að maðurinn sé ekki annað en flauelsklæddur api. Hann hefur gaman af að hafa það eftir. — Og þér eruð á sama máli og José? Ég á nú ekki við, að ég gæti verið morðingi, heldur hitt, hversvegna fólk er eins og það «»r?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.