Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Island eftir 5 í 2. sæti umferðir Friðrik og Guðmundur unnu biðskákir gegnMexicó, og Freysteinn á betristöðu t FJÓRÐU umferð á skákmótinu í Havana á Kúbu tefldu íslend- ingar við Mongólíu. Friðrik vann Miagmasuren, Ingi vann Ujtum- en, Guðmundur Páimason vann Tsagan og Guðmundur Sigur- jónsson gerði jafntefli við Tchalkasuren. Samkvæmt þessu hefur ísland því unnið Mongólíu með 3*4 vinning gegn %. Viðureign annarra landa í fjórðu umferð lauk þannig: Indónesia vann Mexikó með 3 vinningum gegn engum og ein skák fór í bið. Austurríki vann Tyrkland með 3 vinningum gegn einum. 1 fimmtu umferð tefldu fs- lendingar við Mexikó. Vann Ingi Acevedo, en skákir hinna þriggja 5. dauöa- slysið JÓHANN Guðnason til heimilis Skipholti 51 sem varð fyrir bif- reiðinni í Skipholtinu sl. fimmtu dagskvöld lézt aðfaranótt sl. sunnudags í Landakotsspítala án þess að komast til meðvitundar. Jóhann hefði orðið fimmtugur í þessum mánuði. Þetta er fimmta dauðaslysið sem verður í um- ferðinni í Reykjavík á þessu ári. Rannsóknarlögreglan ítrekar við alla þá sem geta gefið ein- hverjar upplýsingar um slys þetta, að hafa samband við sig sem fyrst. fóru í bið. Biðskákirnar voru svo tefldar seint í gærkvöldi sam- kvæmt ísl. tíma, og vann þá Friðrik Igleslas, og Guðmundur Pálmason vann Delgada. Skák þeirra Freysteins og Terrazas fór aftur í bið, en Freysteinn hefur betri stöðu. Viðureign annarra landa lykt aði svo, að Júgóslavía vann Indó nesíu 3% gegn % og Mongólía 2 vipninga gegn 1 á móti Austur riki, en einni er ólokið. Þá gerðu Mexicó og Indónesía jafntefli í biðskák úr fjórðu umferð. Staðan að fimm umferðum loknum er því þessi: 1. Júgóslavía 14 vinninga. 2. fslands 11% + biðsk. 3. Indónesía 9%. 4. Austurríki 7 -|- biðsk. 5. Mongólía 7 -f- biðsk. 6. Tyrkland 6%. 7. Mexikó 2% og biðskák. Þess má geta að Friðrik er í hópi fimm skákmanna, er tefla á fyrsta borði, sem enn hafa ekki tapað. ísland teflir í næstu um- ferð gegn Júgóslövum. Myndin sýnir slökkviliðsmann reyna að slökkva eldinn í dráúarvélinni. -------------------------------(Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson). Lýst eftir vitnum Ekið var á kyrrstæðan bil milli kl. 11—12 á sunnudag þar sem hann stóð í bifreiðastæðinu gegnt gömlu Sundlaugunum. Er hér um að ræða Skodabíl ljósleitan að lit, og var vinstra afturbretti hans beyglað og þar skilið eftir í farinu ljósgræn málning. Biður rannsóknarlögreglan þá, sem gætu gefið upplýsingar um at- burð þennan, að hafa samband við sig. Geyntsluhús brennur uð ísólfsskúiu Dráttarvél og jeppi eyðilögðust Keflavík, 31. okt. UM kl. 3 í dag kom upp eldur að ísólfsskála, sem er nokkru austan við Grindavík. Var eldur í stóru geymsluhúsi, sem áföst Hafnar framkvœmdir fyrir fé HGH á Mada- gaskar MBL. hafði í gær samband I hungri, og spurðist fyrir um ráð- við Ragnar Kjartansson, fram- stöfun peninga þeirra, sem hér kvæmdastjóra, sem er í fram- | söfnuðust, til styrktar fólki á kvæmdastjórn Herferðar gegn | Madagaskar. Ragnar sagði, að þangað hefðu verið sendir um 25 þúsund doll- arar (um 1.070.000 ísl. kr.), og hefði átt að ráðstafa þeim til kaupa á netum og veiðiútbúnaði og til kennslu í meðferð þessara veiðifæra, og á nýtingu aflans. var við þrjú minni hús. Slökkviliðið í Keflavik var kvatt til og er það kom á vett- vang eftir talsvert langan akstur var eldurinn orðinn mjög magn- aður, og tókst þó að verja fjár húsin og hlöðu, sem stóðu þarna nærri. Algjör vatnsskortur var þarna á staðnum og var því mikil hjálp í að fá stóran tankbíl frá Kefla- víkurflugvelli, sem slökkviliðs- stjórinn þaðan kom með, og um kl. 6 í kvöld var búið að ráða algjörlega niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu talsverðar m. a. brann inni í geymsluhús- inu dráttarvél og jeppabifreið. Húsið og innbúið þar var tryggt mjög lágt. Eldsupptök eru ókunn. h.s.j. Flugvélin á Vífilsstaðatúninu í gær. Við vélina stendur Guðmundur Guðmundsson slökkvi- liðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli. Flugvél nauðlendir á Vífilsstaðatúni Flugmennirnir sluppu ómeiddir LÍTIL, einshreyfils flugvél nauðlenti á túninu hjá Vífils- stöðum um kl. 12 á hádegi í gær. Tveir menn voru í flug- vélinni og sakaði hvorugan. Vélin er tékknesk af gerðinni Zlin (Trener Master TF- ABC), sú hin sama og sýnt var á listflugi yfir Hljómskála garðinum eigi alls fyrir löngu Vélin var í eigu Félags ís- lenzkra einkaflugmanna og notuð til æfinga félagsmanna. Flugvélin var í 3000 feta hæð er mótorinn drap á sér og fór ekki í gang aftur.Flug- mennirnir tveir, Þórólfur Magnússon og Eiríkur Nielsen flugkennari, voru í æfingar- flugi og var Þórólfur að kenna Eiríki meðferð vélarinnar. Þegar sýnt var, að til nauð- lendingar mundi koma, fóru þeir að litast um eftir hent- ugu svæði og ákváðu að reyna að lenda á Vífilsstaðatúninu, sem er mishæðótt og skurðir og girðingar allt í kringum það. Nauðlendingin heppn- aðist ágætlega þrátt fyrir það að hjól vélarinnar voru ekki komin í lás er hana tók niðri. Rann hún alllangan spöl eft- ir túninu, yfir upphækkaðan malarveg og stanzaði rétt fyr Framhald af bls. 31 Ragnar kvað framkvæmd á þessu vera nýbyrjaða, en sagði að þeir í fjáröflunarnefndinni myndu fylgjast með fram- kvæmd verkefnisins mjög ná- kvæmlega. Gat hann þess, að Andri Isaksson, sálfræðingur, er sat í sumar stúdentaráðsfund í Kenya, hefði á vegum fjáröflun- arnefndar verið sendur til Framhald á bls. 31 Lámarksverð framlengt Á FUNDI yfirnefndar verðlags ráðsins í gær var ákveðið að framlengja gildistíma núgild- andi lágmarksverðs á síld veiddri við Suður- og Vesturland til bræðslu, til 5. nóv. n.k. Rak í 2Vi súlahrinj í biluðum bát -frá Patreksfirði til Bolungaví'nr Bolungarvík, 31. okt.: — VÉLBÁTURINN Særún ÍS-309, strandaði sl. sunnudagsmorgun við Bolungarvík. Báturinn hafði orðið fyrir vélarbilun á fimmtu- dagskvöld, þar sem hann var að veiðum djúpt út af Patreksfirði, og rak hann norður með Vest- fjörðum, þar til hann strandaði í Bolungarvík. Einn maður var um borð, skipstjórinn Albert Vig- fússon. Albert hafði gert bátinn út frá Patreksfirði í nokkra daga, og sl, miðvikudagskvöd sigldi hann á veiðar. Var hann á hand- færaveiðum djúpt úti af Patreks firði á fimmtudagskvöld, er vél- in bilaði, og gat Albert ekki kom ið henni í gang aftur. Bátinn rak síðan djúpt úti norð ur með Vestfjörðum. Ekki varð Albert var við neina báta, sem komið gætu honum til hjálpar, nema hvað hann sá all miklu lengra úti ljós, sem hann telur að hafi verið frá togara. Engin tal- stöð var um borð í bátnum, og gat hann því hvorki gert vart við sig í land né meðal nærstaddra báta. Með einhverjum hætti tókst honum þó um síðir að sigla bátn Framhaid á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.