Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. nóv. 1968
MORGUNBLABIÐ
19
Álit lækna
Deilur snérust fyrst 09
fremst um starfsaðstöðu
SVOFELL.D greinargerð frá
Læknafélagi Reykjavíkur var
fréttamönnum afhent á blaða-
mannafundi í gær:
Stjórn L.R. telur, að ekki verði
hjá því komizt að mótmæla harð
lega ummælum um læknastétt-
ina í fjárlagaræðu fjármálaráð-
herra, sem síðar voru áréttuð
af honum í umræðum á Alþingi
hinn 27. okt. s.l., svo og um-
mælum félagsmálaráðherra í
sömu umræðum.
Telur stjórnin, að ráðherrarnir
hafi á vítaverðan hátt reynt að
hasta rýrð á læknastéttina og
grafa undan trausti þjóðarinnar
á henni.
í sambandi við kjarasamninga,
sem gerðir voru í maí s.l. milli
stjórnarnefndar ríkispítalanna
og L.R., hafði fjármálaráðherra
eftirfarandi umæli: „Læknar
neyttu hér þeirrar aðstöðu sinn-
ar, að hafa í bókstaflegri merk-
ingu líf fjölda fólks í hendi sinni
og brutust undan launakerfi ríkis
ins“.
Þessu er til að svara, að lækn-
ar þeir, er um ræðir, sögðu upp
stöðum sínum með löglegum fyr-
irvara og framlengdu auk þess
þann uppsagnarfrest, skv. beiðni
heilbrigðismálaráðherra, og að
þeim tíma liðnum héldu læknar
áfram störfum skv. sérstöku sam
komulagi og heimild heilbrigðis-
málaráðherra til yfirlækna um,
að þeir mættu kalla lækna til að
sinna nauðsynlegum störfum.
Læknum þessum kom aldrei til
hugar að hætta að lækna, hvorki
innan eða utan sjúkrahúsa, þó
að þeir teldu sig ekki geta starf
að á viðunandi hátt innan launa-
kerfis opinberra starfsmanna.
Hér var því hvorki um það að
ræða, að læknar boðuðu til verk
falls eða legðu niður vinnu á
skipulegan hátt eins og kemur
fram í þessum ummælúm félags
málaráðherra: „Ég sé ekki mik-
inn mismun á því fyrir sjúkl-
ingana sjálfa, hvort boðað er til
verkfalls eða vinna lögð niður
á skipulagðan hátt.“
Á þeim 5 mánuðum, sem liðu
frá því að læknar sögðu upp
stöðum sínum og þar til upp-
sagnirnar komu til framkvæmda
var engin af stöðum þeirra aug-
lýst, þó að vitað væri um fjölda
lækna erlendis, sem færir hefðu
verð um að gegna þeim.
Virðist sem sú leið, að aug-
lýsa stöðurnar, hefði verið eðli-
leg, ef starfsaðstaða og launa-
kjör hefðu verið svo eftirsóknar-
verð, að líkur væru til að lækn
ar fengjust til að sinna þeim.
Ráðherra sagði ennfremur:
„Þessi stórbylting á kjörum
lækna hér í þéttbýlinu eykur
að sjálfsögðu enn á vanda strjál
býlisins að fá viðhlýtandi læknis
þjónustu og gerir að litlu þær
mikilsvægu úrbætur, sem Al-
þingi hefur áður gert til að bæta
úr læknaskorti í strjálbýlinu".
Þessu er því til að svara, að
kjarasamningur sá, sem um ræð
ir, nær ekki til nema takmark-
aðs hóps lækna, þ.e.a.s. sjúkra-
húsalækna, en nær ekki til lækna
almennt.
Læknaskortur í strjálbýli og
reyndar skortur á „praktiser-
andi“ læknum er vandamál alls
staðar í heiminum, og var upp
komið hér á íslandi löngu áður
en umræddir samningar komu
til.
Sama er að segja um „úrbæt-
ur“ þær, er ráðherra talar um,
en árangur af þeim hefði átt að
vera kominn í ljós áður, ef árang
urs væri að vænta.
Þeir héraðslæknar, sem flutzt
hafa til Reykjavíkur undanfarið,
voru nær allir fluttir áður en
samningur var gerður og starfa
þeir allir sem heimilislæknar hér
í Reykjavik
Vegna þeirra ummæla á Al-
þingi, að læknar vilji ekki vinna
fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur,
er rétt að benda á, að S.R. hefir
í raun og veru einkaleyfi á heim
ilislækningurn í Reykjavík og
ómögulegt hefir verið að setjast
að í Reykjavík sem almennur
læknir, nema sem launþegi S.R.
Sjúkrasamlagsstörf hafa til þessa
ekki verið það vel borguð, að
heimilislæknar hafi getað skap-
að sér viðunandi starfsaðstöðu
og það laðar ekki unga lækna
til starfa. Auk þess er því ekki
að leyna, að vaxandi tortryggni
gætir í röðum lækna gagnvart
þeirri tilhneigingu stjórnar S.R.
að hlutast til um samskipti
lækna og sjúklinga og það, hvern
ig læknar hagi lækningum sín-
um.
Enn segir fjármálaráðherra í
umræðum á Alþingi, að læknar
hafi farið fram á 1—IV2 milljón
krónur í árstekjur.
Sem svar við þessari staðhæf-
ingu nægir að birta samanburð
á launum lækna skv. kröfugerð
L.R. og eins og launin eru í dag,
en þar ber ekki mikið á milli.
Árslaun Árslaun skv.
spítalalækna núeildandi
T.andspítali skv. kröfugerð kjarasamn
Deild A: kr. 795,120.00 kr. 716,194,00
— B: — 908,695,00 — 711,350,00
— C: — 783,550,00 — 684,295,00
Af þessum launum greiða lækn
ar sjálfir í lífeyrissjóð, utanfar-
arkostnað til náms, veikinda-
tryggingu> bifreiðakostnað og
fá ekki greidd laun í sumarleyf-
um.
Starfsaðstaða:
Um þessi ummæli fjármála
ráðherra í umræðum á Alþingi
þ. 27. okt. sl.: „Það var haft á
oddinum í byrjun, að það væri
starfsaðstaðan, sem máli skipti,
en það kom svo á daginn, að
það var aukaatriði", er þetta að
segja:
Þegar í ljós kom, að óánægja
lækna var annars vegar með
laun og hins vegar með starfs-
aðstöðu, voru þessi mál aðskilin
af heilbrigðismálaráðherra, og
skipaði hann nefnd til að athuga
skipan og fyrirkomulag læknis
þjónustu í Landsspítala með til-
liti til þeirra vandkvæða, sem
upp væru komin. Nefnd þessi
skilaði rækilegu áliti hinn 20
apríl s.l. og þar kemur fram, að
kröfur lækna um bætt starfs-
skilyrði voru á rökum reistar.
Telur stjórn L.R. rétt að álit
þeirrar nefndar verði birt.
Kröfur lækna voru í aðalatrið
um, sem hér segir:
1. Flýtt yrði framkvæmdum í
byggingamálum Landspítalans
og athugun færi fram á þeim
seinagangi og skipulagsleysi, sem
einkennt hefur þær framkvæmd
ir.
2. Breytingar yrðu gerðar
stjórn spítalans og ráðinn sér-
menntaður spítalastjóri.
3. Vinnuskilyrði yrðu bætt,
m.a. með auknum vinnuherbergj
um, fjölgun á sérhæfðu aðstoðar
fólki og læknisfræðilegu bóka-
safni.
4. Ráðningarfyrirkomulagi yrði
breytt og tekið upp frjálslegra
kerfi, sem gæfi möguleika
betri nýtingu starfskrafta og sér
þekkingar sjúklingum til hags
bóta.
5. Sjúkrahúslæknar fengu
aukna aðild að læknisfræðilegri
stjórn spítalans og stofnað yrði
læknaráð með aðild allra sér-
fræðinga spítalans og fulltrúum
aðstoðarlækna.
6. Sköpuð yrði aðstaða til eft-
irmeðferðar á sjúklingum þeim,
sem vistaðir hafa verið á sjúkra
húsinu og þurfa hennar sérstak-
lega með og reistur yrði hjúkr
arspítali til að létta á Landspítal
anum.
Þessar kröfur lækna voru tekn
ar til umræðu á fundi með heil
brigðismálaráðherra hinn 18.
maí s.l. og farið fram á ákveðin
fyrirheit um framkvæmd þeirra.
Ráðherra taldi sig ekki geta
gefið ákveðin fyrirheit, þar að
framkvæmd þeirra snerti önnur
ráðuneyti og þá sérstaklega fjár
málaráðuneytið. Hann taldi sig
ekki hafa á móti því að stofnað
yrði læknaráð Landspítalans og
að skipaður yrði spítalastjóri.
Á fundi þessum skýrði landlækn
ir ennfremur frá því, að ýmis
þessara atriða væru í athugun.
Stjórn L.R. fór fram á, að fá
að fylgjast með gangi þessara
mála og varð ráðherra við þeirri
ósk og staðfesti það síðan með
bréfi til stjórnar L.R. 20. maí s.l
Stjórn L.R. skipaði þegar
nefnd, sem hefir átt viðræður
við ráðherra um framgang þess-
ara mála. Læknaráð Landspítal
ans hefir verið stofnað og er tek
ið til starfa, en stofnun þess var
ein veigamesta krafa lækna.
Læknar eru nú ráðnir eftir nýjú
kerfi, sem gefur möguleika á
þeim skipulagsbreytingum, sem
læknar hafa óskað eftir.
Um Borgarspítalann er það að
segja, að nefrid skipuð af Borgar
stjóra starfar nú með nefnd frá
L.R. að því að ákveða starfstil
högun á Borgarspítala og mun sú
starfstilhögun verða tekin upp,
þegar spítalinn tekur til starfa.
Af framanskráðu má sjá, að
því fer fjarri, að læknar láti sig
engu skipta starfsskilyrði. Þeir
hafa aðeins fallizt á þau sjónar-
mið, að ekki sé hægt að bæta
þau öll þegar ístað.
Það sem hér hefir verið sagt
leiðir í ljós, að ummæli ráðherr-
anna á Alþingi benda til þess, að
þeir hafi ekki kynnt sér mál
þessi sem skyldi.
Læknar munu fylgja fast eft
ir kröfum 'um bætt skipulag og
starfsaðstöðu og munu ekki sætta
sig við, að bygging Landspítal-
ans verði tafin meira en orðið er.
Vaxandi samvinna hefir tek
izt milli heilbrigðisstjórnarinnar
og læknasamtakanna og hefir
heilbrigðismálaráðherra, Jóhann
Hafstein, haft þar lofsvert frum
kvæði.
Stjórn L.R. harmar það, ef
ummæli fjármála- og félagsmála
ráðherra spillá þeim vísi að sam
starfi, sem tekizt hefir með
læknasamtökunum og heilbrigðis
yfirvöldum, en vandi heilbrigðis
málanna verður ekki leystur,
nema með sameiginlegu átaki
þessara aðila.
í öllum menningarlöndum er
það viðurkennt, að góð heilbrigð
isþjónusta sé dýr-. Þrátt fyrir
það kappkosta menningarþjóðir
að reisa heilbrigðisstofnanir, sem
þær geti verið stoltar af.
Þessi stefna virðist hafa átt
erfitt uppdráttar hjá íslenzkum
fjármálayfirvöldum, sem sjá má
af því, að byggingar sjúkrahúsa
taka hér lengri tíma en þekkist
annarsstaðar.
Fjármálaráðherra sagði, að
læknar hefðu notað sér þá að-
stöðu, að hafa líf fjölda sjúklinga
í hendi sér. Hversu mörg líf
hafa þeir stjórnmálamenn í
hendi sér, sem skera fjárframlög
til spítalabygginga svo við nögl,
að það liggur við að neyðará-
stand ríki á sumum deildum
spítalanna sökum plássleysis?
Áttfalt húrrahróp
E I N N ágætur sovézkur strok-
kvartett, kenndur við efnafræð-
inginn, lækninn og tónskáldið
Borodin, kom hér fyrir helgi og
lék á vegum Tónlistarfélagsins í
Austurbæjarbíói sl. föstudags-
kvöld og laugardagseftirmiðdag.
Á efnisskránni voru þrír kvart-
ettar, áttundi kvartettinn eftir
Sjostakóvitsj, 11. kvartett Beet-
hovens (op. 95) og Debussy-kvart
ettinn. Það er alveg stórfurðulegt
með jafn fyrirferðarmikinn, víð-
frægan, margumtalaðan og mik-
ilsmetinn (á sumum vígstöðvum)
kommúnista og Sjostakóvitsj,
hvað hann hefur annars litlar
fréttir að færa. Þegar menn hafa
heyrt 2 til 3 verka hans, þá þurfa
þeir ekkert að Ijá eyra hinum
hundrað verkunum. Þa'ð eitt
væru fullgóð meðmæli með Boro
din-kvartettinum, að þeim tókst
að fanga hugann í hinum síendur
teknu og margþvældu mótífum
höfundarins.
Hininr tveir kvartettarnir eiga
það báðir sammerkt að vera á
sínum tima boðberar nýunga,
sem lítt hafa rykfallið síðan.
Beethoven kallaði sjálfur f-moll
kvartettinn o. 95 „quartetto seri-
oso“, og markmið hans virðist
ekki einungis hafa verið að tjá
alvöru, heldur öllu heldur að
skrifa alvarlega um hluti, sem
a'ðrir samtímamenn hans tóku
sem léttvæga (sbr. þriðja þátt-
inn). í þessu verki var það, að
öll snilld Borodin-kvartettsins
fékk sína útrás. Kvartettinn hef-
ur geysivíðtækt styrkleikasvið.
Hinn voldugi cellótónn Valintins
Berlinsky átti sinn þátt í því.
Þeir félagar eru engar pempíur,
tónar þeirra fæðast af blóðhita
og sterkum taugum. Daufur tónn
(t.d. án víbratós) er ekki dauður
tónn hjá þeim. Það kom svo eftir
minriilega fram í „aukalaginu‘%
Andante cantabile úr Tjækovskí-
kvartettinum, því að þar var eins
og sungið „í laumi“. Að lokum
var kvartettinn kvaddur (á laug-
ardag) með áttföldu húrrahrópi.
Þorkell Sigurbjörnsson
Kínverjar koma þar
hvergi nærri!!
SJm fyrirlestur Soru Lidman
S K Á L D geta verið vafasamir
fréttamenn og höfum við íslend-
ingar mikla og átakanlega
reynslu af því. Það var skáldið
Halldór Kiljan Laxness, sem
flutti löndum sínum sjónarvotts-
fréttir af réttarhöldunum í Rúss-
landi á Stalínstímanum. Þessar
fréttir voru á sínum tíma teknar
sem fréttamannsstaðreyndir, en
síðar kom í ljós, að það var skáld
sýn, sem lýst var, en ekki kaldur
veruleiki, hugsjónir og drauma-
land skyggðu á bitrar staðreynd-
ir. Og það var ekki fyrr en þrjá-
tíu árum síðar að skáldið gerði
sér þess grein, hvað þarna hafði
raunverulega gerzt.
Nú gistir annað skáld land okk
ar og ber okkur sjónarvottsfrétt-
ir af átökunum í Víetnam. En
það kom greinilega í Ijós á fund-
inum í Austurbæjarbíói á sunnu-
dag, að það var skáld, en ekki
fréttamaður, sem þar flutti mál,
skáldsýn Söru Lidman sveif ofar
köldum staðreyndum veruleik-
ans, og ísmeygni mállipurðar
hennar sveigði hjá hverjum þeim
rökum, er stóðu í vegi fyrir þeim
málstað, sem hún hefur tekið að
sér að túlka.
Það voru Menningar- og frið-
arsamtök íslenzkra kvenna, sem
efndu til fundarins í Austurbæj-
arbíói með sænsku skáldkon-
unni. Af hálfu samtakanna setti
Jón Múli Árnason fundinn og
stýrði honum. Gaf hann fyrst for
manninum orðið og flutti hún
nokkur ávarpsorð, bauð skáldið
velkomið og þakkaði öllum, sem
styrkt hafa ferðalag Söru Lid-
man hingað til lands. Þá gaf Jón
Múli Árnason Söru Lidman orðið
og flutti hún fyrirlestur sinn.
Sara Lidman rakti sögu Víet-
namþjóðarinnar margar aldir aft
ur í tímann og lýsti baráttu henn
ar fyrir sjálfstæði sínu fyrr og
síðar og þeim erjum, sem hún
átti í við aðrar þjóðir. Þá rakti
hún lauslega þróun mála þar
eystra síðasta áratug, en fór fljótt
yfir sögu þar sem hentaði mál-
stað þeirra Norðurvíetnama og
dró í einu og öllu taum þeirra í
lýsingum sínum og frásögn. Hún
sagði m. a., að það væri ekki rétt,
að stríð Norðurvíetnama væri að
undirlagi Kínverja og sæist það
bezt á því, að Hó Shi Minh, for-
ingi kommúnista í Norðurvíet-
nam, hefði verið yfirlýstur komm
únisti í Frakklandi um 1920, áður
Ho Chi Minh
Mao
en Maó Tse Tung varð kommún-
isti. Hún fór hörðum orðum um
Ky, forsætisráðherra Súðurvíet-
nam, og tvítók í fyrirlestrinum,
að hann hefði sagzt vilja líkjast
Hitler. Sara Lidman tók það
fram, að hún byggði fyrirlestur
sinn fyrst og fremst á fréttum
bandarískra blaða og tímarita.
í auglýsingum um fundinn var
þess getið, að Brynja Benedikts-
dóttir leikkona mundi túlka mál
Söru Lidman. Flutti hún þý'ð-
ingu á fyrirlestri hennar, sem
gerð hafði verið fyrir fundinn.
Er flutningi fyrirlestrarins var
lokið voru skáldinu og leikkon-
unni færðir blómvendir.
Eftir fyrirlesturinn var sýnd
kvikmynd frá iUetnam, stríðs-
mynd, sem einnig var byggð upp
sem áróðursmynd fyrir málstað
Norðurvíetnam.
Að lokum voru fyrirspurnir.
Kona nokkur spurði, og var íik-
ið niðri fyrir, hvað Söru finndist
um fréttaflutning þeirra hjá
Vísi. Þetta væru menntaðir menn
og þó skrifuðu þeir svona eins og
þeir gerðu. Var fyrirspurnin í
löngu máli og skeleggu, en leik-
konan túlkaði fyrir skáldkonuna
Framliald á bls. 25.