Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 10
'0 MOHGUNBLADIÐ Þriðjudagur 1. nóv. 1966 EINS og fyrr hefur verið skýrt frá í blaðinu, var Árni Kristjánsson einn dómnefnd- armanna við Van Cliburn píanókeppnina, sem haldin var í Fort Worth í Texas dag- ana 25. sept. til 10. okt. sl. Þátttakendur í keppninni í þetta sinn voru 47 frá 16 lönd um. Sigurvegari varð tvítug- ur Rúmeni, Radu Lupu, og hlaut hann 10 þúsund dali auk margra smærri verðlauna fyrir píanóleik sinn. Önnur verðlaun hlaut Bandaríkja- maðurinn Barry Lee Snyder, 22 ára að aldri, og þau þriðju ung stúlka frá Kolumbíu, Blanca Uribe. Fjórða varð Maria Lopez Vito, 27 ára frá Filippseyjum, fimmti 19 ára Austurríkismaður, Rudolf Buchbinder, og sjötti Bene- dikt Köhlen frá Þýzkalandi. Dómnefndina skipuðu 17 manns frá 13 löndum, og áttu í henni sæti, auk Árna, Hér sjást allir keppendur samankomnir fyrir framan tónlistarbyggingu Tcxas Christian há- skóla, en þar var keppnin háð. Hlýddi á píanóleik 5 stundir daglega í hálfan mánuð Rabbað við Árna Kristjánsson margir þekktir hljómlistar- menn, þar á meðal bandaríska tónskáldið Howard Hanson, Lili Kraus frá Nýja-Sjálandi, Jószef Gát frá Ungverjalandi, Gerald Moore frá Englandi, Friedrich Wúhrer frá Þýzka- landi og Valentin Gherorghiu frá Rúmeníu. Keppnin var háð í þremur áföngum, komust 12 í undan- úrslit, en sex kepptu að lok- um um verðlaunin. í fyrsta áfanga lék hver keppandi í 40 mínútur, í öðrum áfanga í \xk tíma og í þriðja áfanga léku píanóleikararnir með sinfóníuhljómsveit FortWorth borgar. Viðfangsefni keppend anna var ýmist sjálfvalið eða fyrirfram ákveðið, t.d. urðu allir í forkeppninni að leika ákveðin verk eftir Bach, Beet- hoven og Chopin, svo og tvö verk eftir Aaron Copland og Williard Straight, en þeir eru báðir nútímatónskáld bandarísk. 1 fréttaauka útvarpsins fyr- ir skömmu sagði Árni Krist- jánsson m.a. um leik sigur- vegarans Radu Lupu: — Hann lék að lokum sjálf- stæðan konsert og sýndi yfir- burða kunnáttu og mikinn tónlistarþroska og bíða hans nú konsertar um alla Vestur- álfu og víðar. Má búast við að hann nái skjótri frægð sem snjall píanóleikari. Auk dvalar sinnar í Texas fór Árni Kristjánsson til Washington D.C. og New York. Blaðamaður Mbl. bað Árna að segja sér frá dvöl sinni í New York borg, sem nú má heita höfuðborg lista í heiminum. — Hvað er um tónlistarlífið í New York að segja. Komstu í Metropolitan-óperuna nýju? — Nei, en ég skoðaði nýja húsið, eða réttara sagt höllina, sem hún er flutt í og er eitt þeirra menntasetra, er mynda hina glæsilegu miðstöð list- anna, er nefnist Lincoln Center. Það voru mikil við- brigði, að flytja úr hinu gamla húsi, sem var orðið úr sér gengið í þetta nýja skraut hýsi, sem kostaði um 45 milljónir dala, eða allt að því 2 milljarða íslenzkra króna, ég hef séð og minna á stjörnu þyrpingar. Gríðarstórar myndir eftir Marc Chagall blasa við þegar inn kemur. Einnig eru þar höggmyndir eftir Aristide Maillol, 3800* sæti eru í aðalsýningarsaln- um, sem er þiljaður rósa- viði, hvefldur gylltu þaki, en auk aðalsviðsins er þrem minni sviðum komið fyrir í húsinu og hægt að æfa 7 óperur samtímis í þessari miklu listahöll. Lincoln Center er enn í smíðum. Þar er sinfóníuhöllin, Philharm- onic Hall, leikhús fleiri en eitt, Juilliard-tónlistarháskól- taka — og söngstjörnur eins og Birgit Nilsson, Leontyne Price, Lisa della Casa, Anna Moffo, Tebaldi, Rysanek, Nicolai Gedda, Cesare Siepi, — ekkert miðlungsfólk," enda útselt á allar sýningar. Vilj- irðu fá þar eitthvað að sjá, þarftu að kaupa miðann 5 eða sex vikum fyrirfram og bíða þolinmóður í langri bið- staðinn, skoðaði Guggenheim- safnið og Museum of Modern Art, tvö af merkari söfnum borgarinnar, bæði full af merkilegum listaverkum. f Museum of Modern Art sá ég eina mynd eftir Kjarval, lit- ríkt hraunlandslag, hreina sinfóníu í litum, sem sómdi sér prýðilega innan um fjölda mynda frá öllum heimsins löndum. Mættu vel vera þarna fleiri myndir frá íslandi Safn vörðurinn er kona að nafni frú Cahill Miller, og er mér sagt að hún hafi verið gift íslendingi, sem látinn er fyrir nokkrum árum. — Hvernig leizt þér á borg- ina sjálfa? — New York er ógnvekj- andi ásýndar. Þessi mikla Metropolis minnir á forynju- lega draumaveröld. Ég fór upp á þak Rockefeller-skýja- kljúfsins einn daginn og horfði yfir Manhattan. Það var ægilega stórkostleg sýn. Steinrisarnir standa í þéttri hvirfing allt um kring og vaða í skýjum. Árnar eða öllu heldur stórfljótin Hudson og East River sitt hvoru megin þessarar eyjar, sem er miðbik borgarinnar hnýta glitrandi band utan um þessa stein- dranga, sem sumir minna á bergkristalla að lögun. 1 móðu langt í suðri má eygja Frelsis- styttuna. Hafskipin sigla um fljótin en langt, langt niðri í djúpunum, í götunum, sem minna á gjár, bærist mann- lífið, — það er sem maura- breiða séð úr þessari hæð. Þungur niður stígur til eyrna okkar sem þarna stöndum og Dr. Howard Hanson, bandaríska tónskáldið og formaður dóm- nefndarinnar, ræðir við frú Grace Lankford, framkvæmda- stjóra keppninnar. Árni ræðir við koliega sína í dómnefndinni, József Gát, frá Ungverjalandi og Valentin Gheorghiu. allt framlög einstaklinga og einstakra fyrirtækja að und- anskildum gjöfum erlendis frá. Þannig gáfu Þjóðverjar fagra höggmynd af krjúpandi konu, stóra eirlíkneskju er prýðir stigapall aðalupp- gangsins, ítalir marmarann, er klæðir veggi anddyris og ganga, Austurríki kristalls- krónurnar, þær fegurstu, sem inn og fleiri stórhýsi. Metro- politan óperuhúsið var vígt 16. sept sl. og var þá sýnd óperan „Anthony and Cleo- patra“ etfir Samuel Barber. Ég leit á auglýsingaspjöldin fyrir aðaldyrunum: „Don Giovanni", „Faust“, „La Traviata", „La Gioconda“, „Elektra“, „Die Frau ohne Schatten“ — af nógu er að röð tímum saman. En mikið skal til mikils vinna. Það er hátíð að fá að sjá þar sýningu og margt heldra fólk snæðir kvöldverð á undan sýningu í einhverjum af veizlusölum leikhússins. — En hlustaðirðu á kon- serta? — Nei, ekki heldur, en þó var margt freistandi á boð- stólum. Ég las hljómleikasíð- una í New York Times, og sá þar nöfn frægustu lista- manna: Rubinstein, Heifetz, Piatigorsky, Serkin, Kogan, Wilhelm Kempff, Arthur Grumiaux, Emil Gilels, Leon- ard Bernstein, o.s.frv. — Allir koma til New York, höfuð- borgar heimslistarinnar og hefði vissulega verið gaman að fá eitthvað af þessu að heyra, en ég var orðinn þreyttur á músík eftir að hafa hlustað á alla píanistana, fimm stundir á dag I hálfan mánuð í Fort Worth, svo eg fór hvergi. Ég gekk á söfn í er sem hrynji foss í þröngum gljúfrum. Það er hægt að standa þarna agndofa tímun- um saman. New York er engri annarri heimsborg lík. Hún er veröld út af fyrir sig — furðuveröld. — Var ekki farið að hausta þarna vestra? — Það er svo langt á milii þeirra staða, sem ég gisti, að misjafnlega gætti árstíða. í Texas var sumar og fór hitinn einn daginn upp í 37 stig, í Indíanafylki logaði skógurinn í haustlitum og var kominn svali í loftið, í Washington og New York var enn hlýtt í veðri og fólkið léttklætt. Haustið sagði einkum til sín í því, að útiskemmtunum var nij að mestu lokið, en leikár hljómsveita og óperusýninga innanhúss gengið í garð. Árni lagði að lokum áherzlu á það, hversu vel hefði verið búið að öllum -keppendunum í Fort Worth og rómaði mjög gestrisni og alúð borgarbúa. — Búrfell Framhald af bls. 2 þeim hefir ekki verið unnið áð- ur hér á landi og því engin á- kvæði til um þau. Mat þarf að fara fram í þessu efni. Við fórum næst á fund for- ystumanna verktakanna. Hittum við þá Sören Langvad og Ingvar Hildebrand verkfræðinga. Þeir kváðu sjónarmið sitt í þessu máli vera það að sem fyrst fengist lausn á því. Milljónaverðmæti liggja óhreifð, svo sem tæki og annað, meðan á verkfalli stend- ur. Vinnuveitendasambandið ann ast alla samninga fyrir verk- taka í þessari deilu. Þeir verk- fræðingarnir töldu dálítið erfitt um vik í sambandi við heim- ferðargreiðslurnar þar sem í vetr arveðrum gæti verið um tals- vert langan tíma að ræða, sem flutningur að og frá Reykjavík tæki. Hinsvegar fá: allir starfs- menn frían flutning. Vegna þessa verkfalls fá verk- takar lengingu á verktímanum, en verða að öðru leyti sjálfir að bera tjónið af því. Þeir tóku fram að útlendingar þeir, sem vinna við Búrfell væru ráðnir hingað til lands með ís- lenzkum kjörum, enda gengju þeir í verkalýðs- og fagfélög hér á landi. Þeir væru hinsvegar ráðnir upp á sérstaka uppbót á laun sín þar sem þeir vinna fjarri heimalandi sínu. Það skal enn fram tekið að þar sem þeir eru í íslenzkum verkalýðsfélögum eru þeir einnig þáttakendur í þessu verkfalli. Við spurðum þá félaga um hvernig verkið gengi og fengum þau svör að það væri lítilshátt- ar á eftir áætlun og fram til þessa hefðu fyrst og fremst ver- ið unnin undirbúningsstörf. Við Búrfell vinna nú 220 manns, en ráðgert er að fjölga starfsmönnum þar nú á næst- unni. Á þessu stigi verður ekki frek ar rætt um verkfali þetta. Fund- ur var í gær hjá sáttasemjara, en samkomulag hafði ekki náðst þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.