Morgunblaðið - 01.11.1966, Side 17

Morgunblaðið - 01.11.1966, Side 17
r Þriðjudagur 1. nóv. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 17 Heidur áfram rannsóknum á meðfæddum munngöllum SUTVIARMÁNUÐINA 1963 og 1965 hefur Pálmi Möller, prófess- or, við háskólann í Alabama í Bandaríkjunum unnið að söfn- un gagna viðvíkjandi íslenzkum bprnum, sem fæðst hafa með skarð í vör og holgóma. Hefur það auðveldað mjög rannsóknarstörf þessi, að nær öll börn, sem fæðzt hafa með þessa munngalla, síðastliðin tíu ór, hafa komið til aðgerða hjá einum og sama manni, Árna Björnssyni lækni á Landspítal- anum. Helztu markmið rann- sóknarinnar hafa verið að finna tíðni þessa munngalla hér á landi og svo athugun á arfgengi þeirra. Þótt lítið sé vitað með vissu um orsakir þessa með- fæddu galla, virðast allar líkur bénda til þess, að arfgengi eigi þar stóran þátt. Helztu niðurstöður þessa rann- sókna hafa þegar birzt í erlendu tímariti (Archives of Ural Biology) og í Árbók íslenzka tannlæknafélagsins, sem er ný- útkomin. Ennfremur flutti Pálmi erindi um þetta efni á þingi International Association of Dent al Researeh, sem haldið var í marz síðastliðinn í Miami, Flor- ida. Þó er hér einungis um bráðabirgða niðurstöður að ræða, því enn er mikið starf fyrir hendi, til þess að telja megi að þessi rannsókn sé til hlítar unn- in. Þó má geta þess, að tíðni þessa munngalla virðist mun hærri hér á landi en annars- staðar í heiminum, að Japan undanskildu. Einnig má geta þess, að af íslenzku tilfellunum vissu 50 af hundraði um aðra ættingja, með álíka munngalla. í vor var Pálma veittur styrk- ur af heilbrigðisstjórn Banda- ríkjanna, til þess að halda þess- um rannsóknum áfram, og mun hann dvelja hér á landi í eitt ár, samfleytt, við rannsóknarstörf sín. Er nú takmarkið, að ná til allra íslendinga, sem fæðzt hafa holgóma eða með skarð í vör. Ennfremur verður safnað upp- lýsingum um ættingja þessa fólks. Er það hugsanlegt, ef vel tekst, að lokaniðurstöður þessara rannsókna leiði til þess að ör- uggar tölur fáizt viðvíkjandi tíðni þessara meðfæddu munn- galla, hér á landi, og betri skiln- ingur fáizt á arfgengi þeirra. Aðstöður til rannsókna, sem þessara, eru mjög góðar hér á landi. Þar hjálpast að velfærðar sjúkraskýrslur, fyrirtaks mann- talsskýrslur og hinn almenni á- hugi og fróðleikur íslendinga um ætterni sitt. Heilbrigðismála- stjórn íslands, og þá fyrst og fremst landlæknir, dr. Sigurður Sigurðsson, hafa með ráð og dáð stutt þessa rannsókn og sam- vinna Árna Björnssonar læknis, er ómetanleg. Prófessor Pálmi Möller 1 Hingað til hefur söfnun gagna gengið greiðlega, en nú má bú- ast við, að róðurinn þyngist, þeg- | ar leita þarf uppi eldra fólk, því margt af því mun ekki vera á 1 skýrslum sjúkrahúsa. Mun nú verða leitað til héraðslækna og 5 tannlækna og þeir beðnir að # gefa upplýsingar um fólk, sem hefur verið á þeirra vegum. Von- andi helzt hin ágæta samvinna, || sem tekizt hefur með aðstand- endum þeirra, sem hlut eiga að máli, og hverskonar upplýsingar um þá, sem ekki hefur náðst til eru kærkomnar. Mætti fólk snúa sér til Pálma Möller Gnoðavog 58 (s. 35143), eða Árna Björns- sonar, læknis. Að sjálfsögðu er skoðun Sú, sem rannsókninni fylgir öllum viðkomandi að kostnaðarlausu og allar upplýs- ingar álitnar einkamál. Gullbrúðkaup að Akri ÞANN 26. þ. m. áttu hjónin á Akri, Jónína Ólafsdóttir og Jón Pálmason, gullbrúðkaup, og sýsl- ungar þeirra notuðu tækifærið til þess að votta þeim virðingu og þakklæti fyrir langt og vel unnið ævistarf með því að halda þeim fjölmennt og veglegt samsæti. Jón á Akri var bóndi í hálfa öld. Hann hóf búskap á Ytri- Löngumýri í Blöndudal vorið 1913 og bjó þar á móti Eggert bróður sínum í tvö ár. Honum fannst of þröngt um þá báða á Löngumýri og flutti að Mörk í Laxárdal. Þar bjó hann í tvö ár, en þá lézt Eggert og Jón flutti aftur að Löngumýri. Árið 1923 keypti Jón Akur, flutti þangað um vorið og bjó þar í 40 ár. Þá tók Pálmi sonur þeirra hjóna við öllu búi á Akri, en áður hafði hann búið þar með foreldrum sín um um 10 ára skeið. Frá því Jón á Akri varð ful'l- tíða maður, hefur hann tekið mjög mikinn þátt í félagsmálum og þó einkum stjórnmálum, eins og alþjóð er kunnugt. Hann var þingmaður Austur-Húnvetninga í 26 ár og alla þá tíð ekki aðeins óvenju dugmikill fulltrúi héraðs- ins á Alþingi heldur einn af at- kvæðamestu þingmönnum þjóð- arinnar. Sú saga verður ekki rak in hér, en þegar héra’ðsbúar líta yfir liðna tíð, þá eru þeir allir, andstæðingar hans í stjórnmál- um ekki síður en samflokksmenn, honum þakklátir fyrir hans miklu og farsælu störf í þágu hér aðsins. Aldna húsfreyjan á Akri, Jón- ína Ólafsdóttir, hefur unnið hljóð látari störf en bóndi hennar. Heimilið og fjölskyldan hafa jafn an verið hennar vé. Á heimilislíf Akurhjónanna hefur aldrei borið skugga. Þau hafa haft barnalán, notið hylli hjúa sinna og séð bú- ið og jörðina blómgast. Þar hefur glaðværð, gó'ðvild og rausn verið ríkjandi og þáttur húsfreyjunnar ekki síðri en húsbóndans. — B. B. Eiríksjökull eftir Asgrím Jónsson Ásgrímssýning í Kaupm.höfn SVO sem kunnugt er hefur staðið yfir í Kunstforeningen í Kaupmannahöfn sýning á verk- um Ásgríms Jónssonar listmál- ara. 1 Berlingske Tidende, miö- vikudaginn 19. október birtist listdómur um sýninguna eftir Gunnar Jespersen. Jespersen minnir á, að Ás- grímur sé frumkvöðull íslenzkr- ar málaralistar og þurfti í fyrstu að sigrast á aldagömlum höftum fátæktar og einangrunar. Eink- um finnst honum athyglisverðar vatnslitamyndir Ásgríms. Jespersen segir: „Myndirnar Höfnin í Reykjavík" og „Úr Fljótshlíð", bærinn Barkarstaðir" Þessi mynd var tekin á gullbrúðkaupsafmæli Akurshjónana: Jón Pálmasonar fyrrum ráð- herra og alþingisforseta og Jónínu Ólafsdóttur, 26. okt. sl. Mað þeim á myndinni eru börn þeirra hjóna og tengdabörn. í fremri röð talið frá vinstri: Pálmi Jónsson Akri þá gullbrúðkaups- hj iinin Jónína og Jón Pálmason, og Helga Sigfúsdóttir Akri. — I aftari röð Sigþór Steingríms- son Reykjavík og Margrét Jónsdóttir, Reynir Steingrímsson Hvammi, Vatnsdal og Salóme Jóns- dotur, Sigríður Árnadóttir Reykjavík Guðmundur Jónsson Blöndósi og Ingibjörg Jónsdóttir, (Ljósm. Björn Bergmann.) I sýna að Cézanne hefur gefið ^ Ásgrími lykil að málverkinu, lyk il, sem hann síðar missir. 1 myndum sem málaðar eru á ár- unum 1910-’15 er hann nákvæm- ur í uppbyggingu myndanna og leggur lit við lit, og minna þau verk á annan íslenzkan listmál- ara, sem mjög var undir áhrif- um Cézanne, Jón Stefánsson. Myndir Ásgríms frá þessu tímabili eru skírar og fastmótað ar og fullar sigurvissu, en í seinni myndum hans sigrar imp- ressionisminn, sem í myndum hans verður frekar úthverfur og litríkur. Það er eins og málarinn geti ekki lengur haldið litun- um innan viss ramma og ná- kvæmnin hverfur." Jespersen segir, að ef dæma megi eftir skipulagi myndanna á sýningunni virðist svo vera sem Ásgrímur haldi taki sínu lengur í vatnslitum en olíu. 1 vatnslitamyndunum takist hon- um hvað eftir annað að líkja eftir hinum stóru andstæðum í litum, og fá hin sterku lita- áhrif til að mynda heild. Síðan telur Jespersen upp hin- ar ýmsu myndir Ásgríms og seg- ir, að þær sýni listamann, sem á beztu árum sínum hafi tekizt að sameina kynni sín af náttúr-' unni, einlægri litaskynjun og miklu skaplyndi. Síðan segir Jespersen að vatnslitamyndirnar séu fallegar en þrátt fyrir gleðji það mann, er á seinni árum lista mannsins komi aftur oliumyndir til sögunnar. Þrátt fyrir vatns- litamyndir og olíumyndir á sömu sýningunni, segir hann, er heild arsvipur sýningarinnar góður. Erik Clemmesen ritar list- gagnrýni á Kristeligt Dagblad. Hann segir um Ásgrýmssýning- una: „Ef þú ert orðinn svo gamall, að þú manst enn þá tíð að til voru myndir, sem táknuðu eitt- hvað, þá er það góð hugmynd að fara og skoða sýningu As- gríms Jónssonar í Kunstforen- ingen. Ekki vegna þess að ég álíti að abstraktmálverk séu verri, heldur einungis vegna þess að minna þig á að fyrir nokkru málaði listmálari svo, og í framtíðinni munum við heimta að fólk skoði abstraktlistaverk okkar með sömu þolinmæði og við njótum hennar í dag.“ Clemmesen segir, að Ásgrím- ur hafi orðið fyrir frönskum og ítölskum áhrifum og hann hafi borið þessi áhrif heim til ís- lands og notað þau á hina óspilltu íslenzku náttúru, og hann hefst handa um að túlka það, sem áður hafi ekki verið túilkað á léreftinu. Hann málar fjöll á þann hátt sem enginn annar hefur gert áður. Ásgrím: tekst að fá jöklana til að lýsa og tindana til að tróna. Maður finnur náttúruna, ilminn og þyngdina, m.a. af skilningi hacj á grundvallareiginleikum og sérkennum olíulitanna. í Politiken ritar B.E. og segir m.a.: Unun er að skoða teikn- ingar Ásgríms, þar sem hann teiknar atburði úr þjóðsögum og ævintýrum — þar er hann eins og máttugur sagnaritari sem sýnir hversu kunnugur hann hef ur verið bæði tröllum, konungs sonum og venjulegu fólki. P.G. ritar í Information og segir m.a. að krafturinn og lit- auðgin í myndunum komi dönsk um listunnendum á óvart. Dökk ur massi af striðandi manna- myndum í „Dauðabylgjunni", þar sem þær eru að skolast burt í risabylgju í grænu, bláu og hvítu, sem fyllir myndflötinn ásamt kvöldhimninum með sól- ina sem eldkúlu, sem næstum hylur óveðurshimininn, skýrir kraftinn bezt. Þá segir P.G. að nokkrar teikn ingar úr þjóðsögum og ævin- týrum sýni vel hina miklu hæfi leika Ásgríms, þar sem hug- myndaflug hans r.ýtur sín. Tröll og tröllskessur geri fjöllin að smáhólum. í Berlingske Aftenavis ritar Leo Estvad og segir m.a. Áhorf- andinn finnur hrifningu málar- ans af íslenzkri náttúru. Inni- hald hins íslenzka málverks er: Framnald á bls 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.