Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 1. n8v. 1966
MORCUNBLADID
23
t-
Púll Erlendsson
söngstjóri — Minning
F. 30. sept. 1889.
D. 17. sept. 1966.
„Þó leið þín sem áður
þar liggi hjá,
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin, sem kærast þig
kvaddi þá,
hún kveður þig ekki í sumar.“
Þ. V.
BJARTAN hásumardag fyrir
rúmum aldarfjórðungi riðum við
Páll Erlendsson djúpar moldar-
göturnar norðan Hofsár í átt til
Hofsóss. Við létum hestana lötra.
Veðrið var eins og það getur
fegurst orðið í Skagafirði. Og
Páll hafði frá mörgu að segja.
Niður árinnar var eins og undir-
leikur við lága og hlýja rödd
hans. Ég átti þá að baki tæpan
tug ára, hann fimm sinnum
fleiri tugL Og hann lauk upp
fyrir mér sögu kynslóðanna við
hið yzta haf; hann skýrði fyrir
mér tengsl þjóðar og lands á
þann hátt, að síðan hefir hóglát
orðræða hans ekki fallið mér
úr minni. Harðtroðnar reiðgöt-
urnar, sporaslóðir fólks og fén-
aðar, vallgróinn bær í túni, sól-
eyjar í vaipa, tóftarbrot eyði-
býlis: allt þá þetta líf og lit af
frásögnum hans. Þær frásagnir
nemur nú enginn framar. Páll
Erlendsson er allur.
Páll Erlendsson var fæddur á
Sauðárkróki 30. september 1889.
Porelddar hans voru Erlendur
Pálsson, þá bókhaldari á Sauð-
árkróki, síðar verzlunarstjóri í
Grafarósi og Hofsósi, og kona
hans, Guðbjörg Stefánsdóttir. —
Erlendur var sonur Páls bónda
að Hofi í Hjaltadal, Erlendssonar
á Yxnhóli í Hörgárdal, og konu
hans, Guðrúnar Magnúsdóttur,
sem var dótturdóttir sr. Gama-
líels á Myrká Þorleifssonar á
Hraunum í Fljótum Kárssonar.
— Guðbjörg, móðir Páls, var
dóttir Stefáns Ólafsson, bónda að
Pjöllum í Kelduhverfi, og konu
hans, Önnu Guðmundsdóttur
Sveinssonar á Hallbjarnarstöð-
um á Tjörnesi. Foreldrar Stefáns
voru Ólafur Gottskálksson Páls-
sonar hreppstjóra í Nýjabæ og
kona hans, Kristín Sveinsdóttir
frá Hallbjarnarstöðum. Voru því
foreldrar Guðbjargar systkina-
börn. — Guðbjörg missti móður
sína ung og var síðan alin upp
á Siglufirði hjá föðursystur sinni,
Margréti Ólafsdóttur, konu
Snorra verzlunarstjóra Pálsson-
ar. Þar var Erlendur um skeið
við verzlunarstörf, og mun hann
þar hafa kynnzt konu sinni. —
Systur Páls Erlendssonar voru
Anna, Guðrún, Margrét og
Stefanía, og eru þær allar látnar.
Bróðir hans er Vilhelm, fyrr
póst- og símstjóri í Hofsósi og
Blönduósi, nú búsettur í Reykja
vík.
Páll Erlendsson ólst upp með
foreldrum sínum á Sauðárkróki
og í Grafarósi. Hann stundaði
nám i Lærða skólanum í Reykja-
vík 1904 til 1908, en hvarf þá
frá skólanámi og gerðist verzl-
unarmaður hjá föður sínum í
Grafarósi. Við þau störf var hann
til 1914, en varð þá um eins árs
skeið ráðsmaður að Hólum í
Hjaltadal. Síðan er hann eitt ár
bóndi að Hofi á Höfðaströnd.
Árið 1916 kvæntist Páll Hólm-
fríði, dóttur Rögnvalds bónda
Jónssonar að Á í Unadal og konu
hans, Jónínu Kristínar Björns-
dóttur bónda í Gröf á Höfða-
strönd Jónssonar. Það sama ár
hófu þau búskap á Þrastarstöð-
um á Höfðaströnd og bjuggu þar
rúma tvo áratugi eða til 1940.
Þá fluttust þau til Siglufjarðar og
áttu þar heimili síðan.
Páll Erlendsson og Hólmfríð-
ur Rögnvaldsdóttir eignuðust
fjögur börn, sem öll eru á lífi.
Þau eru: Guðbjörg, húsfreyja í
Reykjavík, gift Jóni Árnasyni
skrifstofumanni; Erlendur, gjald-
keri bæjarfógetaembættisins í
Hafnarfirði, kvæntur Sigfried Á.
Bjarnason; Jón Ragnar, banka-
stjóri á Sauðárkróki, kvæntur
Önnu Pálu Guðmundsdóttur; og
Guðrún handavinnukennari, hús
freyja í Reykjavík, gift Finni
Kolbeinssyni lyfjafræðingi. —
Barnabörn Páls og Hólmfríðar
eru nú 11.
Meðan Páll Erlendsson bjó á
Þrastarstöðum gegndi hann fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína, var m. a. kennari við
"barna- og unglingaskóla í Hofs-
ósi lengi vel, í stjórn búnaðar-
félags og sjúkrasjóðs, skóla-
nefndarmaður, skattanefndar-
maður og formaður sóknar-
nefndar Hofskirkju um árabil.
Á Siglufirði vann Páll Erlends
son ýmis störf. Hann hafði löng-
um á hendi bókhald fyrir ýmsa
aðilja, var umboðsmaður Happ-
drættis Háskóla íslands, ritstjóri
Siglfirðings, prófdómari við
Barnaskólann og endurskoðandi
bæjarsjóðs.
Og er þá ótalið það, sem lík-
lega mun ýmsum minnisstæðast,
en það eru fjölþætt og merk
störf hans að söngmálum. Páll
hafði notið nokkurrar tón-
menntunar, meðan hann var við
skólanám í Reykjavík, og sú
menntun reyndist honum drjúg,
enda var hann óefað gæddur
ríkri tónlistargáfu og smekkvís
og listfengur með afbrigðum. —
Árið 1916 stofnaði hann karlakór
í Hofshreppi, og var kórnum
gefið nafnið Þrestir. Stjórnaði
Páll kórnum á þriðja tug ára,
og má nærri geta, hve erfitt slíkt
hefir verið í fámennu sveitar-
félagi, jafnvel þótt söngglaðir
Skagfirðingar hafi þar átt hlut
að máli. Að sjálfsögðu var Páll
einnig kirkjuorganisti að Hofi og
Felli um það bil tvo tugi ára og
stjórnaði söng við ýmsar kirkju-
legar. hátíðir heima á Hólum
Og þeir munu nú ófáir, gömlu
Höfðstrendingarnir, sem minnast
óeigingjarns menningarstarfs
Páls Erlendssonar með virðingu
og hlýju þakklæti.
Á Siglufirði kenndi Páll Er-
lendsson söng í Barna- og Gagn-
fræðaskólanum og var söngstjóri
og organisti í Siglufjarðarkirkju.
Einnig leiðbeindi hann karla-
kórnum Vísi um skeið. — Löng-
um var á orði haft norðanlands,
hve vel og fagurlega væri sung-
ið í Siglufjarðarkirkju, enda tón
skáldið sr. Bjarni Þorsteinsson
þar prestur fyrsta þriðjung
þessarar aldar og öllu lengur þó.
Ekki mun reisn eða listfengi
kirkjukórsins hafa sett ofan, er
Páll Erlendsson tók við stjórn
hans, nema síður væri. Minnast
margir frábærs söngs kórsins við
fjölmörg hátíðleg tækifæri, svo
sem á aldarafmæli sr. Bjarna
Þorsteinssonar haustið 1961.
Hér hefir þá fátt eitt verið
tíundað af fjölþættum störfum
Páls Erlendssonar. Öll voru þau
unnin af einstakri smekkvísi og
trúmennsku. Aldrei var spurt
um gjald eða gróða. Og líklegt
þykir mér, að þær vinnustundir
Framh. á bls. 25.
Einbýlishús
Höfum til sölu einbýlishús bæði við Smáragötu og
Langholtsveg, bílskúr fylgir. Húsin eru laus nú
þegar. Einnig höfum við til sölu við Sunnuflöt
í Garðahreppi glæsileg einbýlishús. Húsin seljast
í fokheldu ástandL
íbúðir í Árbœjarhverfi óskast
Höfum ávallt kaupendur að 2, 3, 4 og 5 herbergja
íbúðum í Árbæjarhverfi. íbúðirnar mega vera
fokheldar, tilbúnar undir tréverk eða lengra
komnar.
FASTEIGNA
SKRIFSTOFAN
BJARNI BEINTEINSSON HÐL JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR. FTR.
AUSTURSTRÆTU7 (HÚS SILLA OG VALDA) SÍMI 17466
Bókhald
BréSaskrlftir - Innheimta
Tökum að okkur bókhald, bréfaskriftir á Norður-
landamálum og ensku, innheimtu launaútreikninga
og ýmsa aðra þjónustu við smærri fyrirtæki. Enn-
fremur þýðingar á ofangreindum málum.
Upplýsingar virka daga kl. 1:00 — 4:00 í síma 17559.
Halldór Laxness hefur einniy leyst íslenzkan leikhússmekk ur álöyum
„Dúfnaveizlan“ eftir Halldór Laxness, bókin sem ieyst hefur íslenzkan leikhússmekk úr álögum hinnar rómantísku skrýtlu,
er kominn í bókaverzlanir um allt land.
Af hinum síðari leikritum Halldórs Laxness hefur Dúfnaveizlan hlotið beztar viðtökur í leikhúsi. Hún er fyndin, auðtekin, ná-
læg. En eins og önnur Ieikrit Halldórs skilur þetta verk eftir ásækna tilfinningu þess, að ekki er allt sem sýnist. Öðrum þræði
er Dúfnaveizlan árétting langreynds höfundar á þeirri staðrey nd, að listin er ekki hið sama og lífið, hversu mikið sem hún
kann að koma því við. Allt verkið er samfelld listileg einföldun nútímalífs. Samt er það fyrst og fremst tilbúinn veruleiki leik-
sviðsins. Og hann er einmitt sérstaklega tii þess fallinn að opinbera þann skilning, sem höfundurinn leggur í líf vort í dag.
Þess vegna er Dúfnaveizlan afburða leikhúsverk. — Heimur Dú ínaveizlunnar er vissulega tilbúinn veruleikL
Fylgist með því sem hinir vitru menn segja um bókina: Halldór Laxness höfundur mánaðarins í
„Bókin útheimtir einveru — og einvera frá glym múgmenn- Skandinavíu. Höfum gefið út nær 30 bækur
ingarinnar er ein af þörfum nútímans. Lesandi maður, einn efur H. L. og 23 þeirra fást nú. Þetta eru auð
yfir bók sinni, .hefur einatt meiri og betri félagsskap en sá, vitað bækur mánaðarins hjá okkur og sjálf-
sem situr mcð þúsund áhorfendum öðrum“. Ó. J. kjöinar jólabœkur. Fást allar í Unuhúsi.
En í þessum heimi fer hins vegar ekki milli mála, hvar vér erum staddir. Ef til vill mætti kalla þetta leikrit heimspekilega skopstælingu á samtímanum,
þar sem aðalpersónan er peningar, hin sjálfstæða, viðmiðunarlausa höfuðskepna í lífi voru í dag. Að sama skapi og veruleiki Dúfnaveizlunnar er fullkom-
inn í sjálfum sér, kemur í ljós óraunveruleiki þess lífs, sem vér lifum.
Með leikritum sínum hefur skáldsagnahöfundurinn Halldór Laxness gert merkilegt átak til þess að leysa íslenzkan leikhússmekk úr álögum hinnar róman-
tisku skrýtlu — og hinnar raunsæilegu skáldsögu. — Það er óhugsandi að átta sig til fulls á þessu margslungna, stórfyndna verki nema gera hvort
tveggja, lesa það í einrúmi og sjá á leiksviði. — Lesið það áður en þér farið í leikhús og eftir að þér hafið séð það — og þér munuð ekki sjá eftir.
Dúfnaveizlan fæst í öllum bókabúðum og UNUHÚSI. HELGAFELLSBÓK.