Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Fostudagur 18. nov. 1966 Verðákvarðanir yfirnefndar : 13 teknar a! eddamanní e@ fisks 5 af oddamanni og fiskkaupendum - 3 með almennu samkomulagi FRÁ ÁRSBYRJUN 1965 hefur yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins tekið 21 verðákvörðun, þar af hafa þrjár verið teknar með almennu samkomulagi, 5 hafa verið teknar með atkvæð- um oddamanns og fulltrúum fisk kaupenda gegn atkvæðum fisk seljenda en 13 hafa verið tekn- ar með atkvæðum oddamanns og fulltrúa fiskseljenda gegn atkv. kaupenda. hessar upplýsingar komu fram af gefnu tilefni i Námskeið fyrir leiðsogumerm VEGNA óska ýmissa aðila vill Ferðaskrifstofa ríkisins hérmeð taka það fram, að námskeið það fyrir leiðsögumenn ferðamanna, sem auglýst hefur verið undan- farið, er algjörlega óviðkomandi Ferðaskrifstofu ríkisins. Ferðaskrifstofa ríkisins mun hinsvegar halda námskeið fyrir leiðsögumenn ferðamanna síðar á þessum vetri, þar sem þátttak- endur munu væntanlega eiga þess kost að námskeiði loknu að ganga undir próf, sem veitt get- ur viss starfsréttindi. ( (Tilkynning frá Ferðaskrifstofu Ríkisins). ræðu Eggerts G. Þorsteinssonar, sjávarútvegsmálaráðherra á fundi Efri deildar Alþingis í gær. Sjávarútvegsmálaráðherra sagði jafnframt, að frá því að lögin um Verðlagsráð sjávarútvegsins komu til framkvæmda í ársbyrj un 1962 þar til í árslok 1964 er lagabreytingin gekk í gildi, hafi yfirnefnd tekið 11 verðákvarð- anir, 7 voru gerðar af odda- manni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum annars eða beggja fulltrúa seljenda, 3 voru gerðar með atkvæði oddamanns og fulltrúa seljanda gegn at- kvæðum kaupenda eða með hjá setu þeirra og ein var gerð með úrskurði oddamanns eins. Sj ávarútvegsmálaráðherr a, sagði, að þetta yfirlit sýndi ljós- lega, að breyting laganna á ár- inu 1964 hefði leitt til mun hag- kvæmari niðurstöðu fyrir selj- endur en áður var. Sú breyting hafi falið í sér tvennt, annars vegar að settur var fastur odda- maður, forstjóri Efnahagsstofn- unarinnar eða fulltrúi hans, hins vegar að svo var mælt fyrir að taka skyldi tillit til kostn- aðar við bæði vinnsluna og öfl- unar hráefnis. Ráðherrann sagði, að það gæti verið nokkurt álitamál, hversu margar ákvarðanir hafa verið teknar í einu. í yfirlitinu hafi þeirri reglu verið fylgt, að telja verðlagningu á síld til bræðslu, frystingar og söltunar sérstaka verðlagningu enda þótt ákvarð- anir hafi verið teknar í einu. -4> Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 19. september 1951, er Sig- urey, sem þá hét Jörundur, kom til Krossanes með um 400 lestir. Skipstjóri á Jörundi var þá Guðmundur Jörundsson og var hann aflakóngur það sumar með 12.743 mál og tunnur að verð- mæti 1.405.000 kr. og var háset ahluturinn nákvæmlega 29.957,44 krónur. Þorsteinn Gíslason kaupir Sigurey Er stærsfa síldveiðiskip flofans MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær fregnir af því að hinn kunni aflamaður, Þorsteinn Gíslason, hefði fest kaup á Sigurey EA, sem áður var Þorsteinn þorskabítur, en var á sl. ári breytt í síldveiðiskip, m.a. settar á það þilfarsskrúf- ur og aðrar nauðsynlegar breytingar gerðar. Skipinu hefur ekki gengið sem hezt á síldveiðunum í sumar og á- kváðu eigendur þess, hluta- félagið Grímur í Grímsey að selja skipið. Mbl. sneri sér í gær til Þorsteins Gíslasonar Búrfellsdeilan leyst SAMNINGAR hafa tekizt í vinnu deilunni við Búrfell. — Sam- þykktu báðir aðilar tillögu sátta- Til hamingju ísland til hamingju Danmörk! segir Jörgen Jörgensen JÖRGEN Jörgensen fyrrver- andi kennslumálaráðherra Danmerkur, er fyrstur ráðherra kom fram með lög- in, var í geðshræringu, er við töluðum við hann um úr- slit málsins. Hann sagði: „Til hamingju ísland, til ham- ingju Danmörk. Handrita- málið er komið fram hjá síð- ustu hindrun sinni. Þau lög- fræðilegu vandamál, sem vakin voru upp í Danmörku um stöðu Árna Magnússonar stofnunarinnar i málinu, liafa verið skýrð með niðurstöðu Hæstaréttar, svo að afhending handritanna, þeirra sem lög- in, sem þjóðþingið hefur sam- þykkt, ná til, getur nú farið fram. Þessir verðmætu dýrgripir íslenzku þjáðarinnar verða nú fluttir til heimalands síns sem gjöf frá Danmörk. Með ákvörðun danska þjóðþings- ins hefur danska þjóðin virt þá þjóðarósk, sem við fund- um, að lá að baki tilmælum islenzku ríkisstjórnarinnar um afhendingu. Við vorum ekki bundnir af neinum rétt- arlegum skyldum en við við- urkenndum og samþykktum þau almennu réttindi, sem ísland bar fyrir sig. Handritin eiga uppruna sinn að rekja til hins mikla menningartimabils íslend- inga. Á þessu tímabiii sög- unnar skapaði hin fámenna íslenzka þjóð á undan nokk- urri þjáð annarri menningu, sem varð líísgrundvöllur lýð- ræðisríkjanna á Norðurlond- um og skapaði grundvöllinn að þeirri þjóðlegu sameign, sem einkennir hinar nonæ.iu þjóðir enn þaim dag í dag. Ég vona, að lausn handrita- málsins megi verða til gagns norrænni samvinnu og þjóð- um Islands og Danmerkux til gæfu og gleði“. Flaggað á ísl. sendiráð .... 66 STRAX og hæstiréttur hafði kveðið upp dóm sinn í hand- ritamálinu var íslenzki fán- inn dreginn að húni á sendi- ráðsbyggingunni í hjarta Kaupmannahafnar. Hið sama var gert við heimili sendi- herrahjónanna í Hellerup. Síðdegis í gær heimsótti hóp ur íslendinga sendiherrahjón- in, þau Völu og Gunnar Thor- oddsen, a'ð heimili þeirra, til að fagna hinuim merka við- burði. ísland og Danmörk voru þar hyllt með húrrahróp um. Þess má geta að danska sjónvarpið hafði í gærkvöldi viðtal við sendiherrann um handritamálið. semjara, sem Framkvæmdanefnd Vinnuveitendasambandsins lagði fyrir stjórn Vinnuveitendasam- bandsins og verkalýðsfélögin fyr ir starfsmenn Búrfellsvirkjunar í Reykjavík sl. miðvikudag. Meginatriði samninganna eru þau, áð því er Björgvin Sigurðs- son, framkvæimdastjóri, tjáði Mbl. í gær, að samningarhir í Reykjavík fyrir viðkomandi stéttir yfirfærast á Búrfell, eft- ir því sem við á, nema fyrir tré- smiði, en fyrir þá eru samningar trésmiða á Sölfossi lagðir til grundvallar. Þá er kveðið á uim það í samn- ingunum, að verkamenn verða sjálfir að sjá sér fyrir fari frá og til Búrfells utan vinnutíma, en fá kr. 630 á mann á viku til að standa straum af þeim kostnaði, sem þetta hefur í för með sér. Þá kvað Björgvin þáð eitt höfuð- atriði samningsins, að nú má taka upp tvískipta vaktavinnu, en á það hefur Vinnuveitenda- sambandið lagt áherzlu í samn- ingaviðræðunum. og spurði hann hvort það væri rétt að hann hefði keypt skipið. — Já, þetta er rétt, ég hef fest kaup á skipinu ásamt eig- endum Jóns Kjartanssonar á Eskifirði og er kaupverð skips- ins 16 milljónir króna. Skipið er 491 lest að stærð og er stærsta síldveiðiskip íslendinga í dag. — Hvernig leggjast þessi kaup í þig? — Það segir sig sjálft, að við hefðum ekki verið að leggja út í þetta ef við tryðum ekki á að skipið bjóði upp á mikla mögu- leika. Sérstaklega með tilliti til að sækja á fjarlæg mið, t. d. Jan Mayen. —■ Verða ekki talsverð við- brigði fyrir þig að taka við svona stóru skipi? — Vitaskuld. Skip af þessari stærð hafa bæði galla og kosti. Það má segja að stærðin sé bæði galli og kostur. Á sumarsíldveið- unum er það mikilvægt atriði að skipið sé lipurt í meðförum, vegna þess að þá er síldin yfir- leitt styggari og verra að eiga við hana. Nú svo þegar kemur fram á veturinn, eins og t. d. veiðum er háttað nú, þá er þetta líkast því að hræra í grautar- potti og með tilkomu reglugerð- arinnar um hámarkshleðslu síld- veiðiskipa á vetrarsíldveiðum liggur það í augum uppi að eftir því sem skipin eru stærri þeim mun meira geta þau borið. — Ætlið þið að láta gera ein- hverjar frekari breytingar á skipinu? — Gert er ráð fyrir að afhend- ing fari fram um nk. áramót og þá verður skipið sent utan, þar sem sett verður í það stærri leitartæki, gerðar ýmsar smá- vægilegar breytingar. Skipið er jú orðið 17 ára gamalt. — Hvaðan verður skipið gert út? — Fyrst um sinn verður það gert út frá sama stað. — Þú hyggur þér gott til glóð- arinnar næsta sumar? — Já, það má segja það. Ég hef alltaf haft trú á að það væri hægt að nota togarana okkar úl síldveiða með vissum breyting- um, og sérstaklega núna þegar orðið er langt að sækja. Hér er um að ræða tilraun, sem við munum halda áfram. Það er óhætt að segja, að ef miðin við Jan Mayen hefðu ekki fundizt í fyrra, þá hefði aflinn orðið ryr bæði þá og í sumar. Erlendir frœði- menn velkomnfj segir menntamálaráðherra GYLFI Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, sagði í gær við Mbl. um dómsniöurstöður í handrita- málinu: „Á þessari stundu er mér það efst í huga að láta í ljós þakk- læti til dönsku þjóðarinnar og danskra stjórnmálaleiðtoga fyrir víðsýni þeirra og drengskap. Sovétríkin nœr örugg um sigur Havana 17. nóvember NTB. | Sovétríkin eru nú næstum örugg um sigur á Olympíuskák- mótinu í Havana eftir að hafa sigðrað Norðmenn með 4 vinn- ingum gegn engum í 10. umferð og Júgóslavíu með 2V2 gegn 1% í 11. umíerð. íslendingar tefldu við Ung- verja í 11. umferð Freysteinn gerði jafntefli við Snhcvl, Gunn ar jafntefli við Bilek, Ingi á bið skák við Portisch og Guðmundur tapaði fyrir Barcza. Önnur úrslit urðu sem hér segir. Bandaríkin og Tékkóslóvakia 1 Vt hvort og eina biðskák, Noregur iy2 Spánn IV2 og ein biðskák, Danmörk 1 Argentína 1 tvær biðskákir, Búlgaría 114 Kúba Vz 2 biðskákir Þýzkaland Vt Rúmenía Vt og 3 biðskákir. Röðin að 11. umferðum lokn- um. 1. Sovétríkin 33 — 2 bið. 2. Bandaríkin 28% — 1 bið. 3. Ungverjaland 27% — 1 bið. 4. Júgóslavía 27%. 5. Tékkóslóvakia 25 — 1 bið. 6. Argentína 24% — 2 bið. 7. Búlgaría 24 — 1 bið. 8. Rúmenía 21 — 3 bið. 9. A-Þýzkaland 19 — 3 bið. 10. Danmörk 16% — 2 bið. 11. —12 ísland 15 y2 —■ 1 bið. 11.—12. Spánn 15% 1 bið. 13. Noregur 13 —■ 1 bið. , 14. Kúba 9 — 1 bið. Þagar ég tók vfð starfi mennta- málaráðiherra fyrir 10 árum var þetta eitt þeirra mála, sem ég hafði hvað mestan áhuga á að vinna að. Strax haustið 1956 átti ég fyrstu viðræðurnar við Jörg- en Jörgensen, sem þá var mennta málaráðherra Dana. Síðan komu fjölmargar aðrar við hann og aðra danska ráðherra, stjórnmála menn, sendiherra og háskóla- menn. Nú loksins eftir 10 ár er málinu endanlega lökið. Það er mi'ki'ð fagnaðarefni. Mér er mjög til efis, að nokkur önnur þjóð en Danir hefðu leibt þetta mál til lykta, sem hér hef- ur orðið. Ég hef aldrei undrazt andstöðuna gegn handritaaf- hendingunni í Danmörku. í hópi andstæðinganna hafa verið marg ir miklir aðdáendur íslenzkrar menningar og vinir fslands. Ein- mitt vegna þes-s, hversu þeir mátu handritin mikils, vildu þeir halda þeim í Danmörku. Auð- vitað verða þessir vísindamenn jafn velkomnir hingað til áfram- haldandi rannsókna á handritun- um og allir aðrir erlendir fræði- menn. Nú er deilunum lokið, tram- vegis er aðalatrfðið að sem bezt ■sé unnið að rannsókn handrit- anna og staðinn sé traustur vörð ur um þann menningararf sem þau ihafa að geyma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.