Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 16
16 MOHGUNBLAÐIÐ FSstUífagUr 18. nór. 196® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Joi'annessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Kjtstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. A-’-' iftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. ÍSLENDINGAR FAGNA OG ÞAKKA 17'ennslumálaráðherra Dana, K. B. Andersen, sagði í sam- tali við Morgunblaðið eftir samþykkt handritafrum- varpsins 19. maí í fyrra: „Ég horfi með ánægju fram til þess dags er íslenzku handritin, sem afhenda á, eru komin til Reykjavíkur“. Sá dagur nálgast nú óðum. Þegar danska Þjóðþingið hafði þannig afgreitt málið, skrifaði Morgunblaðið í forystugrein meðal annars: „ís- lenzka þjóðin þakkar ríkisstjórn og Þjóðþingi Danmerkur einum rómi og heils hugar. Dagurinn í gær, 19. maí 1965, er einn stærsti dagurinn í langri sögu samskipta Dana og ' íslendinga. Þennan dag samþykkti Þjóðþing Danmerkur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða afhendingu handrit- anna, hinna fornu íslenzku þjóðardýrgripa, til íslendinga. Af þessum degi mun standa ljómi í sögunni langt fram um aldirnar“. Handritamálið er nú til lykta leitt, þó enn sé eftir endan- leg skipting þeirra handrita, sem enn hefur ekki náðst sam- komulag nm, en í þeirra flokki eru ekki helztu dýrgripirnir, eins og Codex Regius og Flateyjarbók. Hæstiréttur Danmerkur hefur kveðið upp þann dóm að handritalögin frá 19. maí séu ekki brot á stjórnarskrá Dana og því í fullú gildi. Handritin koma því heim og er vonandi, að undirbúningur að afhendingu þeirra gangi í senn vel og greiðlega, og störf vísindamanna við skiptingu verði öllum til sóma. íslendingar munu leggja kapp á að geta veitt handritunum verðuga móttöku, að þeim mun búið á íslandi eins vel og frekast er kostur. Handritin eru ekki aðeins blöð og skinnbækur, heldur hluti af sál íslenzku þjóðarinnar. í Morgunblaðinu í dag er skýrt frá viðbrögðum Dana og íslendinga við dómsniðurstöðunni. Skemmtilegt er hvernig --ræska íslands tekur hinum góðu tíðindum. Nemendur Menntaskólans flykktust að danska sendiráðinu til að hylla Danmörk og danska þjóð. Er mjög sjaldgæft að slíkir atburð- ir gerist í Reykjavík. Framkoma hinna ungu íslendinga speglar gleðina í brjósti allrar þjóðarinnar. Hún veit að hér er til lykta leitt mál, sem varðar bræðraþjóðirnar báðar, Dani og íslendinga, og atburðirnir í gær varpa ekki einungis ljóma á líðandi stund okkar samtíðar, heldur munu þeir einnig í minnum hafðir um langan aldur. Eða hvonær væri ástæða til að þakka og fagna, ef ekki á þeirri stund, þegar mestu dýrgripir þjóðar koma heim? Viðbrögð manna um allt land sýna, að gleðin er ekki bundin við fáeina fræði- ménn í fornum norrænum menntum, heldur tekur þjóðin öll þátt í gleðinni og þakklætinu. Nýtt og glæsilegt handrita- hús mun geyma þennan óviðjafnanlega fjársjóð, en hjarta íslendingsins mun um ókominn aldur varðveita anda hinna gömlu blaða. Margir hafa auðvitað lagt hönd á plóginn og þokað hand- ritamálinu áleiðis. Þeirra hefur oft áður verið getið hér í blaðinu, erlendra manna sem innlendra; þeir hafa unnið að farsælli lausn þess. Handritamálið var á sínum tíma ofar- lega í hugum íslendinga, þegar þeir börðust fyrir sjálfstæði sínu. Alþingi hafði ávallt vakandi áhuga á málinu og voru um endurheimt handritanna gerðar ályktanir bæði 1930 og 1944. Þess má geta, að þingsályktunartillaga þeirra Péturs Ottesens cg Sveinbjarnar Högnasonar um skipun nefndar til að vinna með ríkisstjórninni að framgangi handritamálsins, sem samþykkt var á Alþingi 11. maí 1959, sýndi glöggt áhuga íslendinga á málinu. Auðvitað hefur enginn einn maður né fámennur hópur .manna unnið að farsælli lausn handritamálsins. Þar hafa Lögfræðingarnir Poul Schmith og Gunnar Christrup (með gleraugu) »yrir framan sjónvarpsmynd* tökuvélarnar í réttarsalnum í Kristjánsborgarhöll í gær. — Einróma álit Framhald af bls. 1. mynda dómsuppkvaðningu. Ljós myndarar blaða fengu einnig nú í fyrsta sinn að taka myndir við slikt tækifæri. Mikil spenning var í salnum og biðu menn í ofvæni eftir því að heyra úrslit málsins. Þarna voru m. a. Gunnar Thoroddsen, sendiherra, sendiráðsfólk, íslands vinurinn Poul P. M. Pedersen, rithöfundur, og formaður stjórn- ar Árnasafns, Westergaard-Niel sen prófessor. Þá voru þarna lög menn, laganemar, tslendingar bú settir eða gestkomandi í Kaup mannahöfn, svo og fjölmargir danskir blaðamenn og tveir ís- lenzkir. A slaginu kl. 12 á hádegi gekk forseti Hæstaréttar Danmerkur Aage Lorentzen, inn í salinn. Lögmennirnir Poul Schmith, sem flutti málið fyrir mennta- málaráðuneytið og Gunnar S. Christrup, sem flutti málið fyrir Árnasafn, hneigðu sig fyrii rétt arforsetanum sem tók að því búnu til máls: „Dómararnir komust einróma að þeirri niðurstöðu að lögin séu gild. Átta dómarar telja, að um eignarnám sé að ræða, en fimm dómarar telja, að svo sé ekki. Dómur Eystri Landsréttar skal því óhaggaður standa. Kliður fór um salinn eftir dómsuppkvaðninguna. Taugaæs- inguna lægði. íslendingarnir fundu sigurgleðina læsast um sig Sama má segja um marga Dani, sem þarna voru. Margir þeirra höfðu barizt fyrir þessum sigri. Viðstaddir óskuðu hverjir öðr- um til hamingju. Dómur Hæstaréttar Danmerk ur í handritamálinu hljóðar svo: „Fimmtudaginn 17. nóvember kvað Hæstiréttur í máli þessu upp svofelldan dóm: Hinn áfrýjaði dómur var kveð- inn upp af Eystri Landsrétti. í dómsuppkvaðningu hafa tekið þátt þrettán dómarar: Lor entzen, Dybdal, Trolle, Hermann, Djerulff, Theodor-Petersen, Spleth, Tamm, Plom-Andersen, H. A. Sörensen, Vetli, le Maire, og Schanenburg. Stefnandi hefur ítrebað Hæstarétti kröfur þær, sem hann gerði fyrir Landsréttinum. Stefnandi hefur krafizt stað- festingar. Fyrir Hæstarétti hafa aðilar endurtekið málflutning þann, sem fram kemur í dóminum (þe. dómi landsréttar aths. Mbl.) Atta dómarar — Lorentzen, Dybdal, Hermann, Theodor-Pet- ersen, Tamm, H. A. Sörensen, le Maire og Schauerrburg - á- lykta: Arnasafn er ekki ríkisstofnun, en verður að skoðast sem sjálf- Á íslandi hefur þjóðin öll tekið þátt í þessari baráttu, einhuga og samstillt. í greinargerð fyrir fyrrnefndri þings- ályktunartillögu segir meðal annars: „íslendingum hefur ekki enn tekizt að fá handritum þeim, sem þeir eiga í dönsk- um söfnum, skilað aftur. Verðum vér því óhjákvæmilega að stæð stofnun í tengslum við Kaupmannahafnarháskóla í sam- ræmi við ákvæði erfðaskrárinnar Samkvæmt ákvörðun laganna og samningsins eru handritin og fleira tekið undan stofnuninni ‘ gegn mótmælum stjórnar henn- ar og aíhent Háskóla íslands þar sem þau eiga að mynda „Árnasafn á fslandi“, stofnun ó- háða stefnanda. Þar sem ákvæði laganna, eins og álitið er í dóm inum, verða að teljast þvingunar aðgerðir án tillits til þeirra að- ferða, sem beitt er, og þar sem réttindi stofnunarinnar verða að teljast njóta verndar samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar er gildi laganna komið undir því hvort skilyrði þessara stjórnar- skrárákvæða séu uppfylt. Hvað því viðkemur, að laga- frumvarpið hafi ekki verið lagt fram og verið um það fjallað sem eignarnámsfrumvarp skal það tekið fram, að ríkisstjórnin og þjóðþingið gerðu ráð fyrir þeim möguleika í meðförum sín- um á frumvarpinu, að það fæli í sér eignarnám, eins og sjá má af því, að ákvæðum 73. greinar 2. málsgreinar stjórnarskrárinn- ar, um umræður og samþykkt nýkjörins þjóðþings, var fylgt. Spurningunni um, að hve miklu leyti almannaheill krefji afhend ingar, svo og um bætur, skaut hvað eftir annað upp í umræð unum. í heild verður því að líta svo á, að um lagafrumvarpið hafi verið fjallað og það sam- þykkt með þeim möguleika í huga, að líta mætti á lögin sem eignarnámslög. Það er ekki grundvöllur til að líta svo á, að samþykkt laganna hafi ekki verið í samræmi við almannaheill. herða róðurinn í sókn þessa réttlætismáls. Mikill einhugur og samstaða er ríkjandi með þjóð vorri um það að fá á því lyktir, að þessir bókmenntafjársjóðir vorir verði aftur fluttir heim til hagnýtingar og varðveizlu í æðstu menntastofnun landsins, Háskólanum“. Mikið verk hefur verið unnið frá því tillaga þessi var samþykkt á Alþingi. Hart og drengilega hefur verið barizt, unz markinu var náð. Eiga þeir sem þar lögðu hönd á plóg skilið þakkir allrar íslenzku þjóðarinnar, nú þegar komið er að leiðarlokum. En taka má undir orð forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktssonar, hér í blaðinu í dag er hann segist efast um „að forystumenn nokkurrar annarrar þjóðar hefðu farið svo að, og fyrir það ber okkur íslendingum að færa Loks er það ekki talið hafa í för með sér að lögin séu ó- gild að þau feli ekki í sér á- kvæði um bætur. Samkvæmt þessu er ekki grundvöllur til þess að telja lögin ógild, eins og stefnandi hef ur farið fram á. Þótt þess hafi verið krafizt verður ekki dæmt um hugsanlegar bótakröfur stofn unarinnar, en ástæða er þó til að benda á í sambandi við flutn ing málsins, að ekkert hefur kom ið fram til að byggja þá skoðun, að stofnunin verði fyrir tjóni þess eðlis, sem hafi bótaskyldur í för með sér. Dönum beztu þakkir“. Eins og 19. maí verður ávallt minnzb með gleði í sögu íslenzku þjóðarinnar, þannig mun einnig leggja skæra birtu af deginum í gær. Enginn íslendingur efast um, að niðurstaða þessa máls er í anda Árna Magnússonar, en um hann ritaði eitt sinn Þessir dómarar greiða því sam kvæmt þessu atkvæðx með því að staðfesta dóminn. Fimm dómarar — Trolle, Djer ulff, Spleth, Plom-Andersen og Vetli — álykta: margir lagt hönd á plóginn, ekki sízt stór hópur Dana, sem ávallt hefur verið vel á verði og miðað allar gerðir sínar við það að handritunum yrði skilað heim. Þess ber að minn- ast er 49 danskir lýðskólastjórar rituðu 1947 ríkisstjórn Dan- merkur og Þjóðþinginu danska, bréf um að íslendingar fengju dýrgripi sína aftur. 1952 skýrði Erik Eriksen í há- sætisræðu frá því, að hann óskaði að leysa handritamálið. Og afstöðu Jörgens Jörgensens, fyrrum kennsiumálaráð- herra, gleyma íslendingar ekkL danskur maður, að hann væri Dönum mikill, en meiri föður- landinu. í anda þessara orða hafa Danir treyst vináttuböndin við bræðraþjóð sína í norðri. Þeir hafa skilið hinn nýja tíma. Morgunblaðið leyfir sér að senda dönsku þjóðinni og leið- togum hennar vina- og þakklætiskveðjur í tilefni þess, að nú er mál þetta komið heilt í höfn. Framtíðin á eftir að sanna, að samþykkt Þjóðþingsins og dómur Hæstaréttar í gær hafi verið gæfuspor, sem jafnan verði talið til mikilla og góðra tíðinda í samskiptum norrænna manna. Þrátt fyrir að Arni Magnús- son og tcona hans gáfu handrita safnið Kaupmannahafnarháskóla samkvæmt erfðaskrá þeirra, til- heyrir það stofnuninni sam- kvæmt erfðaskránni og skipu- lagsskránni, sem staðfest var af konungi. Hún verður að teljast sjálfseignarstofnun og stjorn hennar ber að hafa umsjón með safninu í samræmi við hinn al- menna tiigang skipulagsskrár-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.