Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 1*. i»At. TMf MORGU N BLADIÐ 17 , Dómur í handritamálinu lesinn upp í Hæstarétti Danmerkur. Aage Lorenzen, forseti Hæstarettar, er lengst til hægn, en log- menn deiluaðila, Christrup ogSchmith til vinstri. Konan, semsnýr baki í myndavélina, er hraðritari dómsins. (AP). Með hliðsjón af því, að sam- kvæmt samningi mun safnið — í vörzlu Háskóla íslands — fram vegis þjóna þeim tilgangi sem kveðið er á um í skipulags- skránni, þá falla ákvæði laganna ekki undir eiginarréttarákvæði 73. greinar stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að þau þýði verulega breytingu á skipulagi stofnunar- innar. >etta er unnt að gera með venjulegri lagasetningu án sam- þykkis safnsstjórnarinnar. Með þessum rökstuðningi greiða þessir dómarar einnig atkvæði með staðíestingu dómsins. Báðir aðilar skulu greiða máls kostnað sinn fyrir Hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Dómur Landsréttar skal ó- haggaður standa. Báðir aðilar beri málskostnað sinn fyrir Hæstarétti“. Dagur innar. Héttindi stofnunarinnar | er því sú, hvort um sé að ræða eru þess eðlis að þau njóta þeirr j eignaafhendingu, sem falli undir ar verndar, sem fellst í 73. grein 1 grein 73. stjórnarskrárinnar. Spurningin I Handritin og skjölin, sem lög- in kveða á um að flytjast skuli I á tíma er ísland var hluti hins til Islands, eru upprunnin þaðan | danska ríkis, og veitti ekki mögu og Árni Magnússon, sem var ís- leika til tryggilegrar geymslu lendingur, komst yfir þau þar I og umsjónar. Loftið var rafmagnað í réttarsalnum UM LEIÐ og hinar stóru vængjahurðir í anddyri Hæsta réttar Danmerkur voru opn- aðar kl. 11.30 í gærmorgun, varð vart taugaspennunar, sem var innifyrir í göngunum. Stór hópur manna beið þar eftir dómsuppkvaðningu í handritamálinu, menn sem bæði voru með og móti af- hendingu, og svo þeir sem áhuga höfðu á málinu af fag- legum ástæðum einum saman. Þarna voru samankomnir íslendingar, sem af ýmsum ástæðum voru í Kaupmanna- höfn þennan dag, sumir búsett ir þar, íslandsvinir, eíns og rithöfundurinn Paul P. M. Pedersen, forvígismenn Árna safns með Westergaard-Niel- sen í fararbroddi, svo og þekktir danskir lagamenn, og fjöldinn allur af laganemum. Þó það komi frá Íslendingi, þá get ég ekki annað sagt, en ég saknaði hins gamla ósveigj anlega andstæðings afhend- ingar, Bröndum-Nielsens, prófessors. Hann var hvergi sjáanlegur á göngum Krist- j ánsbor garhallar. Eftir því sém klukkan nálg ast hádegi, fór spennan vax- andi, og stöðugt bættust fleiri og fleiri í hópinn. Þar kom Gunnars Thoroddsen, sendi- herra, og með honum hópur sendiráðsfólks og fleiri Is- lendingar. Menn stóðu tveir, þrír og fjórir saman, og ræddu málið. Skömmu fyrir hádegi heyrði ég Westergaard-Nielsen segja: „Det er spænende at vide hvordan dommen vil blive.“ Það var ekki á prófessornum að sjá, að hann óttaðist úr- slitin. Á göngunum var nú orðin mikil mannþröng, og enn bættist í hópinn. Nokkru áður en klukkan sló 12 hjálpuðu réttarþjónarnir blaðamönn- um að komast inn í réttarsal- inn, og andartaki síðar streymdi mannfjöldinn inn. Sumir urðu þó frá að hverfa og flestir sem inn komust fengu ekki sæti. Það jók enn á spennuna að inni í hinum glæsta sal Hæstaréttar mátti nú í fyrsta sinn sjá sjónvarps- menn með myndavélar sínar. Það var sögulegur viðburður út af fyrir sig, og undirstrik- aði enn, hversu mikilvægt handritamálið er talið í Dan- mörku, ekki sízt vegna hinna lagalegu hliða þess. Þegar lögmennirnir tveir, Christrup og Paul Schmith, tóku sér stöðu gegnt forsæti Hæstaréttar var andrúmsloft ið orðið rafmagnað. Var hægt að búast við sprenginu þá og þegar, og maður fann greini- lega hversu taugar réttargesta voru þandar. Um það bil er Aage Lorentzsen, forseti rétt- arins, gekk í salinn, klæddur hinni purpurarauðu og gull- vöfðu skykkju sinni, hallaði danskur „kollega“ sér að mér og sagði: „Það hefur aldrei verið neinn vafi á úrslitunum. Auðvitað verða handritin af- hent“. Honum hefur e.t.v. þótt sem hinn íslenzki blaðamaður léti „fréttina" ná of sterk- um tökum á sér. Aage Lorentzsen gekk í sal inn og sneri sér strax að dóms uppkvaðningunni. „Alle domm erene er i overenskomst med að loven er gyldig". Þetta voru töfraorðin, sem íslendingarnir og hinir dönsku vinir þeirra höfðu vonað að heyra. Á svipstundu róuðust taugarnar, og kliður fór um salinn, svo margir heyrðu ekki, er Lorentzen sagði, að átta dómarar hefðu talið, að um eignarnám væri að ræða, en fimm dómarar að svo væri ekki. „Dómur landsréttar skal því óhaggaður standa“. Réttinum var slitið og áhorfendur streymdu úr saln- um, íslendingarnir brosleitir og sjálfsöryggir, eins og þeim hefði aldrei dottið annað í hug en að þeir færu með sig- ur af hólmi. Heillaóskir heyrð ust milli íslendinga, milli hinna dönsku vina þeirra. Westergaard-Nielsen sást nú hvergi. Björn Jóhannsson. vináttu við Dani „VÍST ER að dagsins í dag verð- ur í framtíðinni annað hvort minnzt sem eins mesta gleði- dags í sögu íslendinga eða dags vonbrigða". Þessi orð standa á baksíðu Morgunblaðsins í dag í stuttri fréttagrein um væntanlegan dóm Hæstaréttar Dana í handrita- málinu. Þegar ég skrifa þessar línur, eru dómsúrslitin orðin kunn. Okkur var hlíft við vonbrigðun- um, og víst mun spá Morgun- blaðsins reynast sönn: Dagsins í dag verður í framtíðinni minnzt sem eins mesta gleðidags í sögu þjóðarinnar. Danir hafa með lausn hand- ritamálsins sýnt íslendingum drenglund og vinarhug, sem til fyrirmyndar mætti vera í sam- skiptum manna og þjóða. Ólík- legt er að nokkur önnur þjóð hefði brugðizt við þeim vanda, sem Dönum var á höndum, af meiri skilningi og stórhug en þeir hafa gert. Danahatur þótti eitt sinn æski- legur þáttur í skaphöfn góðra ís- lendinga, og margir sem nú eru miðaldra og eldri munu hafa fengið eitthvað af því sinn arfa- hlut. Nú ættu síðustu leifar kal- Kaupmannahafnarblöðin i dag Fjölyrða um viðbrögð íslendinga Bazar og kaffi sala í Dóm kirkjusókn HINN árlegi bazar og kaffisala kirkjunefndar kvenna Dóm- kirkjunnar verður í Tjarnarbúð nk. sunnudag, 20. nóv. og hefist kl. 2,30 síðdegis. Verður ágó'ðanum af sölunni varið, eins og áður, til s/tarfsemi nefndarinnar fýrir Dómkirkjuna, hefur néfndin þegar gefið kirkj- unni marga góða gripi. Hér gefst safnaðarfólki og öðr- um velunnuruim Dómkirkjunnar gott tækifæri til þess að hittast og rabba saman yfir kaflfibolla, um 'leið og það styður starfsemi nefndarinnar. Veitingar kvennanefndar Dóm kirkjunnar eru löngu viður- kenndar, svo að ekki þarf að efa að fjölmennt verður í Tjarnar- búð þennan dag. Fyrirleslur PRÓFESSOR Gunther Beitzske frá Iláskólanum í Bonn flytur siðari fyrirlestur sinn í dag, Kaupmannahöfn, 17. nóv. — Frá Birni Jóhannssyni: Kaupmannahafnarblöðin fyrir morgundaginn eru sem óðast að koma út og gera þau mjög mikið úr handritamálinu og eru for- síður þeirra að miklu Ieyti helg aðar málinu. Flest blöðin taka þá afstöðu, að nú sé handrita- málinu endanlega lokið, og flest blöðin fjalla um dóminn í for- ystugreinum. Öll blöðin nema Berlingske Tidende, af þeim sem ég hef séð, þ.e. Politiken, Kriste ligt Dagblad og Aktuelt telja þetta endalok málsins og enginn vafi sé nú á því, að handritin fari til íslands og ekki sé ástæða til að aðhafast neitt frekar. Berlingske Tidende er aftur á móti með vangaveltur og tal ar um að það sé ýmislegt óljóst föstudag 18. nóv. kl. 17:30 og nefnist hann: „Hin nýja þýzka löggjöf um fjármál hjóna og erfðarétt maka“. Fyrirlesturinn verður fluttur í 1. kennslustofu, og er öllum heimill aðgangur. í hæstaréttardóminum, m.a. varð andi eignarnámið og ákvæði stjórnarskrárinnar um skaðabæt ur og endar leiðarann á þessari setningu: „Ef leysa á þessa gátu í dómn um er augljóst að það getur að- eins gerzt með því, að nýtt mál sé höfðað gegn menntamálaráðu neytinu". Auk þess birta flest blöðin á forsíðum fréttir um fagnaðar- læti í Reykjavík, þegar spurðist um dóminn og virðist svo sem blöðin leggi mikið upp úr við- brögðum íslendinga. Þá minnist Politiken á hópferð menntaskólanema að danska sendiráðinu og sagði að þeir hefðu hyllt dönsku þjóðina. Einn ig er þess getið, að fánar hefðu verið dregnir að hún við Háskóla íslands, þegar er spurðist um dómsniðurstöðuna og ennfremur að á fundi borgarráðs Reykja- víkur hafi forseti þess, frú Auð- ur Auðuns, minnzt dómsins með nokkrum orðum og lýst þakklæti íslendinga. Loks er frá því greint í frétt Politiken, að rektor Háskólans hafi haft móttöku fyrir vísiiida- menn og prófessora. Farþegaflugvél frá Pan Amer- ican sem var að koma frá Kaup mannahöfn í gær og átti að lenda á Keflavíkurflugvelli kl. 18:20 síðdegis gat ekki lent þar vegna veðurs og varð að fljúga beint áfram til New York. Með þessari vél voru fréttamyndir íslenzka sjónvarpsins af dóms- uppkvaðningu Hæstaréttar Dana í Handritamálinu ásamt viðtölum við Gunnar Thoroddsen, sendi- herra, og lögfræðingana, sem sóttu og vörðu i málinu. Einnig voru með vélinni afrit dóms- niðurstöðunnar, sem Gunnar Thoroddsen sendiherra hafði sent ráðuneytunum íslenzku. Blaðið náði tali af Emil Björns syni, fréttastjóra Sjónvarpsins ans í garð Dana að víkja fyrir viðurkenningunni á sjaldgæfu drengskaparbragði, sem mun tengja þessar gömlu sambands- þjóðir traustari böndum en nokkru sinni fyrr — böndum órofa vináttu og samúðar. Væri ekki vel til fallið, að þessi fagn- aðardagur, 17. nóvember, yrði í framtiðinni helgaður vináttunni við dönsku þjóðina — yrði dag- ur vináttunnar við Dani? í gærkvöldi, og sagði hann, að jafnvel þótt myndirnar kæmust ekki til baka frá New York í tæka tíð fyrir dagskrártima sjónvarpsins í kvöld, föstudags- kvöld, myndi íslenzka sjónvarp- ið greina frá Handritamálinu með ávarpi menntamálaráðherra, Dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og ann- arra manna málinu kunnugir. Samkvæmt upplýsingum frá s'-.ifstofu Loftleiða á Keflavík- urflugvelli mun Loftleiðavél- inni, sem flytja á filmurnar til Reykjavíkur frá New York í nótt seinka, og er hún ekki vænt anleg til landsins fyrr en kl. 2-3 e.h. í dag. Ástæðan fyrir seinkuninni er vélarbilun. Jón Þórarinsson. Filmur sjónvarpsins fóru til New York

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.