Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 3
Föstuctagur 18. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 HIN almenna ánægja íslend- inga með úrskurð Hæstarétt- ar Dana birtist á marga vegu í gær, er tíðindin bárust til landsins. Síðdegis í gær hafði rektor Háskólans, Ármann Snævarr, boð inni fyrir deild- arforseta Háskóians og próf- essora í norrænum fræðum. Mbl. frétti af þessum fagnaði og fór á heimili rektors og ræddi við prófessorana. Er við komum á staðinn er rektor að sýna gestum heilla- skeyti, er borizt hafði, og hafði það verið sent á slag- inu kl. 12.00, um leið og dóm- Prófessorar og fleiri fagna mála- Menntamálaráðherra ásamt rektor og þremur prófessorum í heimspekideild, talið frá vinstri: dr. Guðni Jónsson, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, rektor Ármann Snævarr og dr. Halldór Halldórsson, prófessor. að dómurinn hefði gengið menntamálaráðuneytinu í vil og ég fór aftur inn til nem- endanna, sem voru um það bil 60 talsins og sagði við þá, að ég gæti sagt þeim góð tíð- indi. Frá þeim heyrðist ekki neitt, en gleðin lýsti sér í andlitum þeirra, gleðin var svo innileg, að ég hreyfst af. Þessari stund gleymi ég ekki meðan ég lifi. Vart voru tvær mínútur liðnar frá því að fregnin barst til landsins og þar til íslenzki fáninn var korr.inn að hún á fánastöng Háskól- ans. Þegar nokkuð var liðið á fagnaðinn hjá rektor kom menntamálaráðh., dr. Gylfi Þ. Gíslason, til þess að óska til hamingju og hitta gamla fé- laga. Við tökum menntamálaráð- herra tali og spyrjum hann hvað sé nú næst í málinu, og hann svarar: — Nú bíðum við átekta, þar til þjóðhöfðingjar beggja land anna staðfesta samninginn, einhvern næstu daga. Munu þeir gera það samtímis í báð- um löndunum. Þá er næsta skrefið, að skipa nefndina, sem sér um skiptinguna og við bíðum eftir formlegri til- kynningu danska menntamála ráðuneytisins. Ég tel ekki neina ástæðu til að ætla að störf nefndarinnar komi ekki til með að ganga vel. — Teljið þér unnt fyrir Árnasafnsnefnd að höfða skaðabótamál gegn dönsku ríkisstjórninni? — Ég tel tilgangslaust að höfða skaðabótamál. Að vísu hefur Hæstiréttur kveðið svo á um að um eignarnám sé að ræða og að stofnunin sé sjálf- stæð stofnun, en í forsendum dómsins kemur skýrt fram, að ekki er dæmt um rétt til skaðabóta í þessu máli, og tekið skýrt fram, að engar sönnur hafa verið færðar á að stofnunin verði fyrir tjóni vegna afhendingarinnar, auð- vitað vegna þess, að aldrei hefði komið til greina að selja handritin. Dómurinn véfengir ekki þá skoðun þjóðþingisins að um almenningsheill hafi verið að ræða. Á þessum grundvelli tel ég skaðabótamál ekki koma til greina. Þá ber að gæta þess, að allt frá því er málið var reif- að af íslendingum, hafa þeir aldrei sótt málið á lagalegum grunni, heldur samþykkt að þeir vildu veita handritunum viðtöku sem gjöf. Með því viðurkenndum við að við hefð um ekki lagalegan rétt til þeirra — en við fáum þau samt, og viðstaddir brosa. lokum handritamálsins ur var kunngerður. Skeytið var frá lagaprófessornum Alvar Nelson og konu hans, en Alvar Nelson gaf fyrir þremur árum Háskóla ís- lands mjög merka bókagjöf með ófáanlegum ritum um miðaldafræði, einkum kirkju sögu. Tilefni gjafar þessarar var það, að .sögn Ármanns Snæv- arrs, að prófessor Bröndum- Nielsen hafði látið þau orð falla um Háskóla íslands, að eigi væri unnt að senda ís- lenzku handritin til fslands, þar eð þá tæki fyrir allar rannsóknir á handritunum. Þessu reiddist prófessor Nelson svo að hann mót- mælti þessu með því að gefa Háskólanum þessa verðmætu bókagjöf. Nú birtist ljósmyndarinn og tekur mynd af rektor, dr. Steingrírni J. Þorsteinssyni, prófessor og fleirum, og rekt- or segir: — Nú heldur fólk, að við séum með handrit að skoða, eða þá gjafabréf, en það er nú ekki svo gott. — Hafa fleiri skeyti borizt? spyrjum við. — Jú, fleiri hafa borizt, svarar rektor — og auk þess hefur Háskóli íslands, sent menntamálaráðherra Dana, K. B. Andersen, skeyti svo og Carl Ivers rektor Kaup- mannahafnarháskóla. Prófess or Ivers er nú að láta af em- bætti og hefur eftirmaður hans verið kjörinn, en er ekki tekinn við embætti. Menn taka nú að ræða mál- in sín á milli og við heyrum dr. Steingrím segja: — Hvernig skyldi vini mín- um Christian Westergaard- Nielsen líða nú? en til skýr- ingar skal þess getið að Westergaard-Nielsen og dr. Steingrímur voru skólafélag- í fagnaðinum á helmili rektors, talið frá vinstri: Ólafur Jóhannesson, prófessor, dr. júr. Gun- ther Beitzke prófessor frá Bonn, dr. Steingrímur J. Þorstelnsson, prófessor, Pétur Sigurðs- son, fyrrum háskólaritari, rektor Ármann Snævarr, Árni Vilhjálmsson, prófessor, frú Val- borg Sigurðardóttir, rektorsfrú og dr. Guðni Jónsson, proressor. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. ar í Háskóla fslands á há- skólaárum sínum. í þessum vinafagnaði hjá rektor var einnig þýzkur lagaprófessor frá Bonn, som er sérfræðingur í sifjarétti og hefur hann flutt hér fyrir- lestra við Háskólann. Nafn hans er dr. jur. Gunther Beitzke, og við spyrjum próf- essorinn, hvort hann hafi ekki mikinn áhuga á dómin- um í handritamálinu vegna sérstöðu hans lagalega, og deilu við Þjóðverja í stað Dana, hefðu þeir ekkert feng- ið? — Það vil ég nú ekki segja. Það hefði ef til vill verið unnt að fara einhverja krókaleið til þess að bjarga því, og prófessor Beitzke brosir við. Rektor segir okkur nú að næsta vor verði hafizt handa um að reisa byggingu Hand- ritastofnunar íslands og verður lögð rík á’herzla á að Dr. Einar Olafur Sveinsson, prófessor og rektor Ármann Snævarr ræða um skeyti, sem barst. Til hægri er dr. Halldór Halldórsson. hann svarar: — Jú, hann er mjög at- hyglisverður. Ef þessi dómur er borinn saman við þýzk lög verður það að segjast að slíkt sem þetta hefði aldrei getað gerzt í ÞýzkalandL 1 þýzkum lögum er ákvæði um að aldrei megi krefjast eign- arnáms nema fullar bætur komi fyrir, en að því er mér skilst er svo ekki í dönskum lögum. i— Hefðu íslendingar átt 1 henni verði lokið á sem skemmstum tíma. Veiður húsið eins og áður hefur verið getið í fréttum að nokkru leyti einnig fyrir starfsemi norrænudeildar Háskólans og verða þar m.a. nokkrar kennslustofur. — Hvernig fréttuð þér tíð- indin í morgun, rektor? — Ég var rétt byrjaður að kenna, þegar einkaritarinn minn kom upp og kallaði mig út fyrir. Þar sagði hún mér ST\KSTEI\\!í Þyrlur Svo sem kunnugt er bára nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fram tillögu á Alþingi um að landhelgisgæslan fái hið fyrsta tvær nýjar þyrlur, og verði þær notaðar í þág.s strand gæzlu, björgunar- og heilbrigðis þjónustu við Breiðafjörð, á Vest- fjörðum og við Húnaflóa og á Norðausturlandi og á Austfjörð- um. Þyrlur er tiltölulega nýtt samgöngutæki á íslandi. Land- helgisgæzlan hefur yfir að ráða einni lítilli þyrlu og önnur þyrla í einkaeign mun brátt koma tH landsins. Það gefur hins vega* augaleið, að við hinar erfiða samgönguaðstæður í ýmsum hlutum landsins geta samgöngu- tæki sem þyrlur, sem lent geta hvar sem er og hafið sig tU flugs hvar sem er, komið að miklum notum. Til þeirra þarf ekkl kostnaðarsama lendingarstaði eða annan dýran útbúnað, sent flest önnur samgöngutæki krefj- ast. Hér er því nm hina merk- ustu tillögu að ræða, sem ástæða er til að veita verðuga athygli. Getur bætt úr marg- víslegum erfiðleikum í umræðum á Alþingi s.I. mið- vikudag mælti Sigurður Bjarna- son fyrir þingsályktunartillögu þessari og sagði meðal annars: „Auðsætt er, að slík tæki geta bætt verulega úr þeim vanda og erfiðleikum, sem læknaskortur- inn hefur haft í för með sér víðs- vegar um land, og þó sérstak- lega í strjálbýlustu héruðunum. Það gefur og augaleið, að það væri ómetanlegt hagræði að þyrlunum til sjúkra- og lækna- þjónustu, ekki sízt eftir að fyri* hugaðar læknamiðstöðvar hafa verið settar upp í hinum ýmsu landshlutum. Úr hinu hörmulega öryggisleysi fólksins i þeim hér- uðum sem skortir lækna verður að bæta, og má einskis láta ó- freistað í því máli. Þá ber að geta þess, að þyrlur geta einnig komið að gagni á annan hátt. Hafa þær þegar komið að notum hér á landi við flutning milll byggðalaga, sem áttu sér stað á Austfjörðum í fyrravetur, þegar þyrla var notuð til samgangna milli Fjarða og Héraðs, eftir að vegir höfðu teppzt“. Rekstri minnstu varð bátanna verði hætt Jóhann Hafstein, dómsmálaráð herra, tók einnig til máls við þessa umræðu og sagði hann meðal annars: „Það er nú til athugunar að hætta jafnvel rekstri minnstu varðbátanna og er Pétur Sigurðsson forstjóri Gæzlunar utan til að kanna reynslu Dana og Norðmanna af stærri þyrlum, og bera saman getu þeirra og minni varðbát- anna. Vona ég að skýrsla um þetta vorði komin það fljótt, að nefndir þær sem hafa með þessi mál að gera geti notfært sér hana“. Eins og ljóst er af um- mælum þingmanns og ráðherra er hér um þýðingarmikið mál að ræða bæði fyrir Landhelgisgæzl- una, sem auðvitað verður í störf um sínum að fylgjast með öllum nýjungum á þessu sviði og til- einka sér þær sem að notum geta komið, og ekki síður fyrir margvíslega þjónustu við dreif- býlið, svo sem heilbrigðisþjón- ustu og aðra nauðsynlega þjón- ustu við fólkið sem í dreifbýlinu býr og oft við erfiðar aðstæðnr. Þess vegna er ástæða til þess að fagna þessari tillögu þing- manna Sjálfstæðisflokksins og vonandi er, að hún verði að veru leika fyrr en síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.