Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 31
Fðstudagur 18. nðv. 1968 MORGU NBLAÐÍÐ 31 Hvis den er jj - samtal við Bröndum Nielsen prófessor i Kaupmanna- höfn um handritamálið MORGUNBLAÐIÐ átti í gær af gömlum vana samtal við prófesisor Bröndum Nielsen um dóm Hæstaréttar Dan- merkur í handritamálinu. Eins og kunnugt er hefur prófessorinn verið einn af skeleggustu andstæðingum ís- lendinga í þessu máli og bar- izt af alefli gegn afhendingu handritanna. Hann sagðist ekki hafa sjálfur verið við- staddur dómsuppkvaðninguna í gærmorgun, en einkaritari sinn hefði verið í haestarétti og skýrt sér strax frá niður- stöðum. Prófessor Bröndum Nielsen kvaðst ekki enn hafa séð for- sendur dómsins, þegar Morg- unblaðíð átti tal við hann og vildi hann því lítið segja um dóminn í einstökum atriðum. — Eruð þér ekki bryggur yfir endalokium málsins? spurði fréttamaður Morgun- blaðsins. Gamli maðurinn svaraði á- kveðinn: — Ég hef með gleði fengið þær fregnir, að átta af þrettán dómurum hæstaréttar hafa lýst yfir, að hér sé um eignarnámslög að ræða. Lög- in vor.u samþykkt í danska þinginu á þeim forsendum, a'ð hér væri ekki um eignarnáms lög að ræða, en nú er komið í ljós, að þser forsendur voru rangar. Við höfðum sem sagt á réttu að standa. — En hvað vilduð þér segja um niðurstöðu dómsins? — Jú, auðvitað mundi það hryggja mig, ef handritin yrðu send úr landi — þá mundu bresta forsendur fyrir því, að til verði heimsmfðstöð í norrænum fræðum — en Kaupmannahöfn hafði öll skil yrði til þess með svo góðri undirstöðu sem Konunglega bókhlaðan er. Þessari heims- miðstöð er ekki hægt að koma upp neins staðar ann- ans staðar og alls ekki í Reykjavík ,sem s'kortir ailt, sem Konunglega bókasafnið befur upp á að bjóða. — En eru'ð þér nú ekki samt glaður yfir því, að málið er til lykta leitt? spurðum við prófessorinn að lokum. Hann svaraði með lakon- iskri hægð: — Hvis den er af- gjort! Svo kvöddum við þennan aldna og vígreifa danska pró- fessor og gerðum ekki ráð fyrir þvi að þurfa að heita á hans faurðir oftar í máli þessu. Það er eins og að kve’ðja eina af persónum fslendinga sagna. Borgarstjórn fagnar dómi hæstaréttar Ásfæða til að gleðjast innilega segir Háskófarektor ÁRMANN Snævarr, háskóla- r ktor, sagði i gær við frétta- mann Ritzau um dóm Hæ*ía- réttar Danmerkur í Handrita- málinu: Dómur sá, sem nú hefur ver- ið kveðinn upp af Hæstarétti Danmerkur í handritamálinu veitir íslendingum ástæðu til þess að gleðjast innilega. Samkv. hinum dönsku lögum um afhend- ingu handritanna á að afhenda þau handrit, sem lögin ná til, Háskóla íslands og þessi dómi- niðurstaða er vissulega Háskól- anum og þeim, sem við hann starfa sérstakt ánægjuefni. Þessi dagur er mikill fagnaðardagur, og hann er einnig dagur þakk- læíis og fyrirheita. Við þökkum mörgum ágætum Dönum skilning þeirra og óbif- andi stuðning í þessu mikilvæga og vandasama máli og heicum því, að af hálfu Háskólans verði annast mjög vel um handritin. og að við munum kappkasta að tryggja góð skilyrði fyrir rann- sóknum og útgáfu á handritun- um. Bygging fyrir Handritastofn- un íslands mun verða reist á næstunni og vísindamenn ættu að hafa hér í heimalandi hand- ritanna betri möguleiks en ann- ars staðar til handritarannsókna. Þeim, sem við Háskólann starfa, er fyllilega ljós hin mikla ábyrgð, sem á þeim hvílir í sambandi við móttöku handrit- anna og þeir hafa því þegar gert íslenzku þjóðinni grein fyr- ir þessari mikilvægu hlið máls- ins og munu í framtíðinni gera það í enn ríkari mæli. í fögnuði þessa dags skulum við minnast vel þessarar ábyrgð- ar og hvaða skyldur það eru, sem við verðum að takast á hendur við móttoku handrit- anna. Af hálfu Háskólans verður lögð rík áherzla á gott og vin- samlegt samstarf við erlenda vísindamenn, sem áhuga hafa á að rannsaka íslenzk handrir og við munum gera það, sem í okk- ar valdi stendur, til þess að að- stoða þá, sem hér munu dvelja vegna slíkra rannsókna. Háskóli íslands minnist í dag með virðingu Kaupmannahafn- arháskóla og þess mikla starfs varðandi rannsóknir og útgáfu á handritum, sem framkvæmd hefur verið af stofnunum hans. Við væntum í framtíðinm eins og hingað til góðs samstarfs við Kaupmannahafnarháskóla og sömuleiðis við alla danska vís- indamenn á þeim sviðum, sem snerta íslenzk handrit. f UPPHAFI borgarstjórnar- fundar í gærkvöldi tók for- seti borgarstjórnar, frú Auður Auðuns, til máls utan dag- skrár vegna dómsins í hand- ritamálinu. Henni fórust svo orð: „I morgun barst sú gleði- fregn, að dómur væri fall- inn í bæstarétti Dana á þann veg að ástæða er til að ætla að öruggt sé, að íslenzku handritin, þessir þjóðgripir íslendinga, komi hingað heint og verði þá varðveittir hér í Reykjavík. Af tilefni þessa atburðar, sem fyllir hjörtu fslendinga fögnuði, bið ég háttvirta borgarfulltrúa að rísa úr sætum“. — Alþingi Framhald af bls. 8 ingsskil á þessu, en þeir eiga eftir að koma saman sínum rök- stuðningi þannig að þetta liggi ekki allt saman eins og hráviði, þegar þeir eru búnir að reyna að byggja upp það, sem þeir ætla fólki að trúa á. En ég segi: Ef það væri verzlunargróðinn, sem hefði sprengt upp verðlagið, af faverju kemur það þá ekkl fram í þessum reikningum Efna hagsstofnunarinnar? Af hverju fá ekki þessir háttvirtu þing- menn sína sérfræðinga til þess að leiðrétta reikninga stofnunai innar og sýna, að þarna vanti inní verzlunargróðann. Það s« hann sem hafi hækkað verð- lagið en ekki landbúnaðarvör- urnar um 40—50%. Ummæli danskra áhrifa- manna um handritamáíið Jolmson forseti les bréf í rúml sínu nokrum klukkustund- um eftir uppskurðina í fyrra.Iag. Konan hans stendur hjá honum. HÉR fara á eftir umraæli rtokkurra danskra framá- manna, sem við sögu hafa komið í handritamálinu: Erik Eriksen, fyrrum for- sæfisráðherra Danmerkur og núverandi formaður Norræna félagsins sagði eftir dóm Hæstaréttarins: ..Án þess, að ég hafi séð forsendur dómsins í heild sinni er það mín skoðun, að menn geti verið ánægðir með úrslitin, bæði af norrænum og alþjóðlegum sjónarhóli séð. Bent A. Koch, ritstjóri Kristeligt Dagblad, einn drengilegasti stuðningsmaður íslands í handritamálinu sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Á sínum tíma þótti okkur það hörmuleg reynsla að andstæðingar okkar óskuðu eftir því að fara lagaleiðina í síðustu tilraun til að hindra afhendingu handritanna. Það sýndist ástæða til að óttast löng og ófriðsamleg réttar- höld. En þannig var það ekki. Meðferð málsins í Landsrétt- inum, ekki síður en í Hæsta- rétti, var að verðugu, og í dag getum við næstum þakkað hinum andsnúnu prófessorum fyrir að þeir skyldu snúa sér til dómsstólanna. Dómur Hæstaréttar gerir það óhaggan legt, að handritin komi til íslands, ekki aðeins með sið- ferðilegum og pólitískum rétti heldur einnig með fullum heldur rétti. Hin endan- lega lausn handritamálsins er sigur fyrir alþýðu Danmerk- ur. Það var hin norræna al- þýðuhugsjón lýðskólahreyf- ingarinnar, sem menn eins og Erik Eriksen, Jörgen Jörgen- sen og Paul P. Andersen, gerðu að veruleika á stjórn- málasviðinu. Á þessum merka degi samgleðst ég innilega, og sendi vinum á íslandi hjart anlegar kveðjur í þeirri full- vissu, að það sem nú '^ r gerzt er í anda Árna Magnús sonar og muni verða til að binda þjóðir okkar enn nán- ari böndum“. Svaraði á íslenzku! Skömrnu eftir að Hæstirétt- ur hafði kveðið upp dóm sinn faitti blaðamaður Morgunblaðs ins Christian Westergaard- Nielsen, prófessor, á göngum Krist'jánsborgarfaaiMar, en hann er formaður sjórnar Árnasafns. Blaðamaðurinn á- varpaði hann á dönsku, sagð ist vera frá Morgunblaðinu og vilja vita hvað hann segði um dóminn. Prófessorinn svaraði á ís- lenzku og mátti greinilega heyra, að hann hefur fullt vald á málinu. Westergaard- Nielsen sagði, að faann gæti ekkert látið hafa eftir sér um dóm Hæstaréttar, ekki fyrr en eftir að stjórn Árnasafns hefði komið saman til fundar til að ræða niðurstöðuna. Hvenær sá fundur yrði kvaðst prófessor- inn ekkert geta sagt um. „Þér verðið að skilja og megið ekki misvirða það, þótt ég geti ekkert sagt um dóms- niðurstöðuna að svo stöddu". Poul MöIIer þingmaður í- haldsflokksins, sem unnið hef ur gegn framkvæmd hand- ritalaganna segir: „Dóminum verður af mörgum tekið með mikilli angurværð. Einkum mun það verða erfitt fyrir danska vísindamenn að skilja það, sem nú á sér stað. Þess ber að minnast, að það eru margir danskir vísindamenn, sem starfað hafa við og unnið að varðveizlu handritanna, sem nú á að afhenda. Þing- lega séð, hafa andstæðing- ar stjórnarfrumvarpsins gert það, sem í þeirra valdi stóð, til þess að koma í veg fyrir, að lögin yrðu samþykkt. Svo 1 langt sem ég fæ séð, er stjórn- málalega og lögfræðilega ekk- ert frekar að gera og ég vil gjarnan leggja áherzlu á, að við höfum ekki snúizt gegn íslenzku þjóðinni, heldur að- eins gegn dönsku ríkisstjórn- inni, sem að 'okkar áliti gætti ekki hagsmuna stofnunarinn- ar og landsins á ábyrgan hátt. Við tókum á okkur skuid bindingar gagnvart íslandi, áð ur en rætt hafði verið við þjóðþingið og stjórn stofnun- arinnar. Það er þetta, sem valdið hefur beizkju víða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.