Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 11
röstudacrur 1S nftr. 1966
MORCU N BLAÐÍÐ
11
Jóhann T. Steínsson
í
vélstjórí — Minning
F. 6. 6. 1887. — D. 11. 11. 1966.
SVO langt erum við komnir á
lífsgöngu okkar, að vinum vorum
fj ölgar sífellt, sem burt eru kall-
a.Jir frá þessum béimi.
Þegar góður vinur eins og Jór
hann Steinsson kveður hóp okk-
ar eftir langa og farsæia sam-
fylgd, kemur mörg myndin upp
í hugann.
Eg sé fyrir mér fátæka sveita-
drenginn, sem rétt 15 ára gam-
all hleypir heimdraganum til. áð
vinna fyrir sér og hasla sér völl.
í fyrsitu ræðst hann á skip til
bróður síns, Þorbergs Steinsson-
ar, merks athafnamanns á Þing-
eyri. Þar kynnist hann algengri
sjóvinnu og þótti strax fiskinn.
En brátt fær Jóhann kynni af
störfum Norðmanna, sem ráfcu
umfangsmikinn atvinnuveg hér
við land í sambandi við hval-
veiðar. Mun áhugi Jólhanns þá
strax hafa vaknað fyrir vélum
og leið ekki á löngu þar til hann
hóf störf á vélknúnum skipum,
fyrst sem aðstoðarmaður og síð-
er sem vélstjóri.
Til að öðlast betri þekkingu á
vélunum réðist hann sem nemi
í járnsmíðaverkstæði Dick-
manns hér í Reykjavík og starf-
áði þar um tíma við smíðar. Síð-
ar stundaði hann svo vélfræði-
inám, einn vetur við vélfræði-
deild Stýrimannaskólans. Eftir
það sitarfar Jóhann óslitið sem
vélstjóri á skipum fram til 63
ára aidurs, er hann hætti störf-
um vegna aldurstakmarks, sem
þú var 60 ára. í fyrstu starfar
hann á línubátum og togurum og
meðal annars siglir hann um
tíma á brezkum togurum. En
árið 1919 réðst hann sem vél-
stjóri 'hjá Eimskipafélagi íslands
þar sem hann starfaði æ síðan,
fyrst sem undirvélstjóri, en 1926
varð hann yfirvélstjóri á Sel-
fossi og þar starfar hann til 1941
er hann verður yfirvélstjóri á
es. Fjallfossi.
Á sínum langa sjómennsku-
ferli reyndi Jóhann margt. Hann
sigldi í tveim heimststyrjöldum
og fékk oft allóþyrmilega að
kenna á misfcunnarleysi seinni
styrjaldarinnar, eins og svo
margir aðrir sjómenn.
Selfoss li'tli var í naun og veru
ekkert skip til að sigla hina
löngu leið til Ameríku, bæ’ði var
sikipið lítið og gamalt og véla-
búnaðurinn í lakara lagi. Það
Það reyndi því oft mikið á véla-
liðið í þessum ferðum.
Samvizkusemi Jóhanns og vak
andi áhugi á að ihalda hlutunum
í sem beztu lagi var með af-
brigðum, og aldrei lagði Jóhann
úr höfn fyrr en hann hafði farið
um allar eldsneytisgeymslur
skipa sinna til að ful'lvissa sig
um áð skipin væru nægu elds-
neyti búin til hinna löngu ferða.
Jóhann var húsbóndahollur og
þótti afar vænt um skipafélagið,
sem hann starfaði lengst hjá, og
lagði hann sig mjög fram í því
að gæta ýtrasta sparnaðar í þeim
störfum og fjármunum, sem hon-
um var trúað fyrir.
Það var einkum tvennt, sem
áitti hug Jóhanns en það var
S'tarf hans og heimili. Heimili
sínu unni hann og áhuginn fyrir
því og börnum sínum var tak-
markalaus. AUt sem í hans valdi
stóð gerði hann börnum sínum
til góðs og lagði sig í lima að
búa þau sem bezt undir lífsgöng-
una. Má iþó nærri geta að stund-
um var erfitt, enda munnarnir
margir. Aldrei var þess þó vart
að nofckuð vanta'ði og með stök-
ustu eljusemi komst Jóhann í að
verða vél bjargálna maðuir. Tíu
börn eignaðist Jóhann. Tvö
kornabörn misstu þau hjónin og
eina dóttur 12 ára misstu þaiu
árið 1936. Dótturmissinn tók
hann sér mjög nærri og gat
aldrei gleymt henni.
Jóhann var tvíkvæntur, fyrri
konu sína missti hann eftir árs
sambúð og með henni áitti hann
eina dóttur, Ólafiu, gift Karli
Einarssyni, verzlunarmannL
Seinni kona hans, sem lifir
hann, er dönsk, Esther Lövsted
frá Römme á Borgundarhólmi,
með henni eignaðist hann 9 börn,
en 3 þeirra eru látin sem fyrr
segir. Eftirlifandi börn þeirra
' eru sex synir þeirra:
Örn, vélstjóri, kvæntur Ásdísi
Einarsdóittur.
Aage, tæknifææðingiur, kvænit-
ur Ann Jensen.
Steinar, tæknifræðingur, kvænt
ur Guðbjörgu Jónsdóttur.
Helgi, stýrimaður, kvæntur
Unni Karlsdóttur.
Harry, stýrimaður, kvænfur
Guðrúnu Anes.
Haukur, tannlæknir, kvæntur
Önnu Kristjánsdóttur.
Jóhann fæddist 6. 6. 1887 a'ð
Hvammi í Dýrafirði. Foreldrar
hans voru Steinn Kristjánsson
bóndi þar og Helga Jónsdóttir,
ættuð frá Höfða í Dýrafirði.
Jóhann var einkabarn móður
sinnar, sem var seinni kona
Steins, en með fyrri konu sinni
átti Steinn þrjú börn, þau: Þor-
berg Steinsson, Sólveigu og Ragn
heiði, sem öll eru látin fyrir
nokkrum árum.
Við, sem kynntumist Jóhanni
og á'tturn vináttu hans, þökkium
samfylgdina og óskum honum
Guðs blessunar inn í fyrirheitna
landið, þar sem endurfundir
verða fyrr eða síðar.
Vinur.
aO auglýsing
i útbreiddasta blaðlnu
borgar sig bezt.
Kaupmeim ?
trqggið
Jólavarninginn
sérstaKlega
með pví að taka
tryggingu
til skamms tima.
spyrjízt {qrir um
skilmála og kjor.
ALMENNARH
TRYGGINGAR HF.
SfMI 17700
Landsmálafélagið Vörður
Aðalfundur
Aðalfundur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn n.k. mánudag 21. nóv., kl. 20.3C
í Sjálfstæðishúsinu.
DAGSKRA:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ræða, Sigurður Bjarnason, alþingismaður.
„SJÓNVARP Á ÍSLANDI“.
STJÓRNIN.