Morgunblaðið - 20.11.1966, Síða 23

Morgunblaðið - 20.11.1966, Síða 23
Sunnudagur 28. nðv. Í9®6 MORGUNBLADBÐ 23 Náðu merkum sjónum vii Surtsey JT I sem japanskir vísíndameRn létu lífið fyrir Viðtal við dr. Unnstein Stefánsson DR. UNNSTEITSTN Stefánsson, ihaffræðingur, starfar á tveimur vígstöðvum, ef svo má segja. Á Bumrin flytur hann fyrirlestra við bandaríska háskóla og þess S milli er hann hér heima að störfum við Hafiannnsókna- stofnunina, og á báðum stö'ðum vinnur hann að merkum rann- eóknum .Um leið og við leituðum tii Unnsteins vegna erlendra fregna um rannsóknir á breyting um á einhverjum greinum Golf- straumsins, notuðum við því tækifærið til að spyrja hann um r-annsóknir hans. Eitt af því, sem bar á góma, voru mælingar, sem Unnnsteinn gerði á magni næringarsalta í sjónum kringum Surtsey í byrj- lun gossins og til ársloka 1966. En þar fengust merkar niður- stöður. Það kom í ijós, að kísil- magn sjávarins jókst mjög með- an gosið var sprengigos. En það sýnir, a'ð þegar sjórinn fór of- an í gíginn, leystist upp mikið af þessum efnum. Hafði kísil- innihaldið þrefaldazt nálægt gos- staðnum, en þess varð vart í allt að 30 km. fjarlægð. Kvaðst Unn- steinn telja, að áhrif eldgoss á sjóinn séu meiri en vitað hefur verið, því þetta er alveg órann- sakað. Japanir ætluðu að rann- saka þetta í neðansjávargosi þar fyrir nokkrum árum, en rann- sóknarskipið fórst með manni og mús vi'ð sprengingu í gígnum. Þegar Unnsteinn skýrði frá nið- urstöðum á rannsóknunum við Surtsey í fyrirlestri á fundi Haf- rannsóknaráðsins í Róm, reis upp japanskur vísindamaður og sagði að íslenzku vísindamenn- irnir hefðu vissulega verið lán- samari en félagar Iþeirra í Jap- an, sem hefðu ætlað að rann- saka þetta sama. Niðurstöðurnar frá íslandi þóttu mjög athyglis- vei'ðar. Telur Unnsteinn jafnvel hugsanlegt að greina megi eld- gos ne'ðansjávar áður en það sést, því þá eigi kísilmagnið í sjónum að vaxa. Ritgerð um þetta efni eftir Unnstein Stef- ánsson birtist í sumar í „Journ- al of Marine Research.“ Hafrannsóknir út af N-Karólínu Unnsteinn starfar, sem fyrr er sagt, við Dukeháskóla í Norður- Karólínufýlki í Bandaríkj unurn, en skólinn rekur m.a. hafrann- sóknarstöð niðri við ströndina og hefur yfir að ráða rannsóknar skipi, sem hann fékk að gjöf frá National Scienoe Foundation. — Já, ég er að rannsaka iand- grunnssvæðið þarna á Atlants- hafsströndinni, allt norður tiil Hatterashöfða, svarar Unnsteinn spurningu okkar um þetta. — Þetta svæði hefur veri'ð lítið at- hugað. Það er mjög skemmtilegt viðfangsefni, vegna þess hve svæðið er fjölbreytilegt. Golf- straumurinn liggur þétt að eða upp á landgrunnsbrúnina norður undir Hatterashöfða, en sveigir Iþá frá. Nyrst getur norðlægur sjór borizt inn á það, en hita- beltissjór er fyrir sunnan. Þarna eru sem sagt mörk hitabeltis- sjávar og norðlægs sjávar. Þess- ar rannsóknir okkar eru fyrst og fremst almennar 'hafrannsóknir. Við erum m.a. að athuga þær SURTSEY Kísilmagn sjávar í sniði frá vestri til austurs með Surtsey í miðju. Efri mynd er frá 15.—16. nóv. 1963 og sýnir hið mikla kísilmagn. Sú neðri er gerð ári síðar, eftir að sprengigos var löngu hætt í eynni. Si (jjg-of/lifre) 16-17/11, 1964 5 naut. miles sóknarskipinu með nemendur mína. Nú í haust vor-u tvær rannnsóknarferðir og sú síðasta verður farin í nóvember. Ég fékk styrk frá National Science Foundation til þessa verkefnis og réði ungan mann til að standa fyrir þessum athugunum í fjarveru minni, þar sem ég þarf að vera hér heima. Ég er vongóður um a’ð við lærum eitt- hvað af þessu. Árstíðabundnar rannsóknir í Faxaflóa — Hvað hefur þú verið að fást við hér heima? — í febrúar sl. byrjuðum við mælingar í Faxaflóa og í Jökul- dýpinu, til að athuga ástandið á þessu hafsvæði á ýmsum árs- tíma. Ég gerði einu sinni nokkr- ar árstíðabundnar rannsóknir á hafinu fyrir norðan og hefur lengi langað til að gera sams kon ar ath'Uganir hér fyrir sunnan. En á Faxaflóasvæ'ðinu, eins og ann- ars staðar hér við land, er mik- ill munur á sjónum eftir árstíð- um. Hitastigið er eðlilega mjög breytilegt, einkum við ströndina. Einnig verður mikill mismunur á eðlisþyngd. Á vetrum þyngist sjórinn og blandast, en á sumr- in myndast á ca 20—30 m dýpi svo kallað 'hitaskiptalag, þar sem selta og hiti og þar með eðlis- þyngd vaxa ört. Þetta skiptir Yfirborðsstraumar á Atlantshafi (Úr ,,Hafið“) skörpu hitabreytingar, sem verða út af Hatterashöfða. í fyrra mældi ég t.d. 15 stiga hita- mismun í sjónum á 10 km kafla. Þessi hitaskipti færast eitthva’ð til. Trúlegt er að úr Golf- straumnum kastist þarna ein- hverjir angar af hringstraumum upp á landgrunnsbrúnirnar. — Annað er mjög fróðlegt til rannsóknar á þessum slóðum, heldur Unnsteinn áfram. Það er að hve miklu leyti og við hvaða skilyrði, sjór berst norðan að inn an við Golfstrauminn, en það getur verið mikilvægt. Ef Golf- straumurinn þrengir djúpsjó upp að ströndinni, getur það haft mikil áhrif á fram'leiðslu- getu sjávarins á landgrunnssvæ'ð inu sjálfu. Ef yfirborðssj órinn á landgrunninu fær aftur á móti að vetrinum tækifæri til að kólna og þyngjast svo mikið að hann sökkvi og renni út af land- grunnsbrúninni, hlýtur yfirborðs sjór að streyma inn á svæðið í hans stað. En slíkur yfirborðs- sjór er alltaf snauður að nær- ingarsöltum og grunnsvæðið þarna verður þá fátækara frá líf- fræðilegu sjónarmi’ði. Fram- leiðslugeta svæðisins yrði þá minni, og athuganir benda til að svo sé. Á þessu ári förum við 5 leið- angra til að rannsaka þetta svæði. Sjálfur fór ég í febrúar og snemma í sumar út á hafrann- mjög miklu máli fyrir plöntu- gróðurinn. Ofan við þetta belti ganga næringarsölt til þurrðar, en lítil blöndun verður gegnum hitaskiptalagið. Er því fróðlegt a'ð vita hvernig það myndast og hvar. Við erum almennt að reyna að komast að því hvaða ytri aðstæður valda breytingum eftir árstíðum á ýmsum hlutum svæðisins og á mismunandi dýpi. í því skyni erum við nú búin að fara 14—15 ferðir á ýms- um skipum og gera 6—8 þúsúnd efnagreiningar, svo mitt fólk hef ur haft nóg að gera. Hve marg- ir? — Lengst af hafa þrír verið mér til aðstoðar vfð þetta, en fleiri hafa tekið þátt í rannsókn- unum. T. d. hefur dr. Svend Aage Malmberg gert gagnsæis- mælingar í þessum leiðöngrum og einnig &traummælingar. Þórunn Þórðardóttir, sviffræð- ingur, hefur safnað sýnishornum af plöntusvifi og gert fram- leiðslumælingar. Og við söfnum einnig dýrasvifi í þessum leið- öngrum. Sjálfur sé ég um mæl- ingar á seltu, hita, öllum upp- leystum efnum, súrefni o.fl. Til þess að þekkja lífsskilyrði þeirra plantna og dýra, sem þarna vaxa upp, verður við að vita eitthvað um sjóinn, hitastig- ið í 'honum, uppleyst efni o.s.frv., alveg eins og sá, sem ætlar a'ð rækta þarf að kunna skil á jarð- Unnsteinn Stefansson. veginum, loftslagi og fleiru, seg- ir Unnsteinn ennfremur. Ef upp- vöxtur seiða og hrygning eru háð umhverfinu og ytri skilyrðum, verðum við auðvitað að reyna að komast að því, hvaða skilyrði eru hagstæð og hvaða skilyrði eru þa'ð ekki. Og þar fyrir utan viljum við fræðast um grunnið kringum landið, alveg eins og jarðfræðingarnir vilja vita eitthvað um hraunin og jökl ana. Það er ófrágreinanlegur hluti af landi okkar. Erlendis er áhugi á haffræði mjög að aukast. Hafið þekur um 70% af jörðinni og við vitum enn afar lítið um það. Ef til vill er ástæðan fyrir áhugaleysi á þess- ari grein hér sá, a'ð hún er ekki kennd í neinum íslenzkum skóla. Þó erum við hér á mjög athygl- isverðu svæði hvað þetta snert- ir, á mörkum kaldra og heitra sjávarstrauma. Fá lönd hafa að- gang að annarri eins fjöl- breytni í sjónum, t.d. ef borið er saman ástandið sunnan lands og norðan. Þar við bætist að hér er lítil byggð, svo mengun er minni hér í sjónum en annars staðar. Golfstraumurinn liggur í hlykkjum Loks berst talið að Golí- straumnum og þeim fregnum, sem okkur hafa borizt um að ver ið sé a'ð rannsaká einhverjar breytingar á honum við Amer- íkustrendur. Og Unnsteinn út- skýrir málið í höfuðdráttum. — Hann segir, að leikmenn hugsi sér Golfstrauminn gjarnan sem heita á, er renni aðgreind frá öðrum sjó. Svo einfalt sé það þó ekki. Þessi straumur myndist á mörkum sjóheilda. Hin miklu straumakerfi, sem upprunnin eru á miðjarðarsvæðunum eru að langmestu leyti knúin áfram af vindum, enda þótt hita- og seltubreytingar hafi einnig á- hrif á hafstraumana. Séu kort af vmdakerfum borin saman við kort, er sýna hafstraumana, kem ur fram greinileg líking. Þannig er ríkjandi háþrýstisvæði á sunn anverðu Norður-Atlantshafi og streymir loftið umhverfis þa'ð réttsælis. Fyrir sunnan 20 gráðu n.br. blæs vindurinn úr austur- átt, en fyrir norðan 30 gr. n. br. einkum úr vestri. Straumarnir fylgja í aðalatriðum ríkjandi vindum, en eru afmarkaðri. Fyr ir norðan 45 gráðu n. br. er rikj- andi lægðasvæði, og þar verður hreyfing vindsins andsælis. í norðurhöfum eru straumarnir sömuleiðis í aðalatriðum andsæl- is. T.d. liggja þeir norður á haf- inu við strendur Noregs, en súð- ur með austurströnd Grænlands. Staðvindarnir á háþrýstisvæð- Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.