Morgunblaðið - 01.12.1966, Síða 16

Morgunblaðið - 01.12.1966, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Flmmludagur 1. des. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Joiiannessen. » Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. FESTING KAUPGJALDS ITið fyrstu utnræðu um verð- * stöðvunarfrumvarp ríkis- stjómarinnar í neðri deild Alþingis, flutti Bjarná Bene- díktsson, forsætisráðherra, rgeðu þar sem hann rakti ýtar lega þróun atvinnumála að undanförnu og gerði grein fyr ir þeim ástæðum, sem leitt hafa til þess, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyr ir verðstöðvun um eins árs skeið. Forsætisráðherra vakti at- hygli á því verðfalli, sem orð ið hefur á síldarafurðum sér- staklega og einnig öðrum út- flutningsafurðum okkar og sagði: „Úr því að svo er kom- ið er eðlilegt að gerðar séu ráðstafanir til að firra þessar þýðingarmiklu atvinnugrein- ar ,sem segja má, að þjóðlíf- ið eigi meira undir nú en nokkrum öðrum, skakkaföll- um. Það má ef til vill deila um, hversu þær ráðstafanir þurfa að vera róttækar og ég tek fram ,að enn er ekki svo, að öli kurl séu komin til graf- ar, þarrnig að menn geti í heild áttað sig á öllum ein- stökum atriðum í þessum efn- um, en víst er, að minni ráð- stafanir en þær, sem í þessu frumvairpi eru ráðgerðar nægja ekki“. Þá véik Bjarni Benedikts- son að viðhorfunum í kaup- gjaldsmálum og skýrði frá því, að ríkisstjórnin hefði tal- ið æski'legast að ná samkomu- lagi við aðalatvinnustéttir Jandsmanna um verðstöðvun og kaupgjaldsstöðvun um avipað tímabil eins og verð- •töðvunarheimi'ldin í frum- ▼arpinu nær tíl. Slíkt sam- íomulag hefði enn ekki tek- fat. Síðan sagði forsætisráð- herra: „Ég vil þó taka alveg skýrt fram, að viðræður okkar við fulltrúa verkamanna og for- •eta Alþýðusam'bandsins hafa ▼erið mjög vinsamlegar og lýst skilningi þessara aði'la á þeim vanda, sem nú steðjaði að, en þeir hafa talið að enn væru of mörg óviss atriði, sem •kki væri hægt að átta sig á til hlýtar, til þess að þeir teldu sér fært að setjast að eiginlegri samningsgerð um þessi mál. Það er ekki mitt eð segja ti'l um, hvað þeir muni telja sér fært, áður en yfir lýkur, en vitanlega væri það langæskilegast og mest öryggi í því fólgið, ef þessir aðilar teldu sér fært að gera bindandi samning um kaup- gjald til nokkurra mánaða, um festingu kaupgjalds fram yfir mitt næsta ár, eða helzt til 31. okt., en jafnvel þó að slíkt takist ekki, er á hitt að líta, að sama gagni að nokkru þó ekki til blítar, kæmi það, að takast mætti að skapa fest- ingarástand þetta tímabil í hvaða formi sem það yrði ofan á, að slíkt mætti verða“. Síðan vék forsætisráðherra að forsendum fyrir því, að verðstöðvunarheimildum yrði beitt og sagði: „En eins og fram kemur í frumvarpinu er það forsenda fyrir því, að beitt verði heim- ildinni til verðstöðvunar, að ekki verði kauphækkanir er geri verðstöðvunina fram- kvæmanlega. Hér er auðvitað um nokkuð matsatriði á ferð- um, svo sem eðli málsins sam- kvæmt hlýtur að verða, en vitanlega skilja aliir, að almennar kauphækkanir mundu kippa grundvellinum undan þeirri tilraun, sem hér er verið að gera. Það má þó einnig halda því fram, að hreinlegra hefði verið að bera fram tillögu um bindingu á kaupgjaldi einnig. Sliíkt hef, hvorki ég né aðrir í ríkis- stjórninni, talið eðilegt eða fært, þegar af þeirri reynslu, sem öll slík bindingaráform hafa áunnið sér hér. Ég hygg, að ef verulegur árangur eigi að nást, sé skilyrði þess, að það sé skilningur hjá hinum fjölmennu almannasamtök- um, að hér sé um nauðsynja- mál að ræða, sem þau verði sjálf að eiga þátt í að leysa. Það mundi einungis verka ti'l ills, ef beita ætti að ófyrir- synju lögþvingun svo mjög sem þessi samtök eru þvílík- um afskiptum ríkisvaldsins andvíg“. HVER ERU ÞEIRRA RÁÐ? Tllalflutnmgur forsvars- manna stjórnarandstöð- unnar við fyrstu umræðuna um verðstöðvunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar bar þess gioggt vitni, að þeir vita í rauninni ekki sitt rjúkandi ráð, eða hvernig þeir eigi að bregðast við ákvörðun stjórn- arinnar að fylgja fram verð- stöðvunarstefnu sinni. Framsóknarmenn hafa grip ið tiil þess ráðs að segja, að ríkisstjórnin sé með þessu frumvarpi að hverfa frá frjálsræðisstefnu í viðskipt- um og framkvæmdum lands- manna. Ekkert er f jarri sanni. Með verðstöðvunarstefnunni 4^n 6hisr-&Sí 11!» J UTAN ÚR HEIMI Hverjir standa að baki fyrirhuguðum aðgerðum Bandarikjamanna vegraa Vietnam 10. des. nk.? HINN 16. desember n.k., mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna, munu nokkrar vinstri sinnaðar æskulýðs- hreyfingar í Noregi efna til stórfelldra Vietnam-mótmæla aðgerða í að minnsta kosti 10 norskum bæjum, setja heil síðuauglýsingar í meira en 30 dagblöð og gefa út dreifi- bréf og bæklinga um gjör- vallan Noreg með upplagi, sem talið er, að verði yfir 300.000. Þessar aðgerðir eru þannig skipulagðar og sam- ræmdar, að þær munu eiga sér stað, samtimis því að sams konar aðgerðir eiga sér stað í ýmsum öðrum lönd- 11 m- Þrátt fyrir það að þessar aðgerðir eiga að verða á mannréttindadaginn, er það einungis stefna Bandaríkja- manna í Vietnam, sem verð- ur gagnrýnd. Augljós brot stjórnar Norður-Vietnams og Vietconghreyfingarinnar á mannréttindayfirlýsingunni munu ekki verða nefnd einu orði. Telja má víst, að kostn- aður vegna þessara aðgerða verður geysimikill. Hvaða öfl eru það, sem telja sig hafa hag að einhliða aðgerðum sem þessum? Það væri ekki úr vegi að reyna að gera sér frekari grein fyrir þessum fyrirhuguðu ráðagerðum varðandi Vietnam. Ho Chi Minh forseti Norð- ur-Vietnams lét hinn 17. júlí sl. frá sér fara áskorun tpn stuðning við Norður-Vietnam og Vietcong í baráttu þeirra gegn Bandarikjamönnum. Skömmu síðar gaf Isabelle Blume, formaður Heimsfrið- arins, sem er kommúniskt, þá yfirlýsingu, að ráðið hefði látið aðvörun frá sér fara til allra friðarráða í einstök- um löndum um, hve alvar- legt ástandið væri. Friðarráð in voru beðin að fordæma hin ískyggilegu áform Banda ríkjanna og glæpi þeirra í Vietnam og samkvæmt frá- sögn eins af blöðum komm- únista í Frakklandi, voru þessar hreyfingar viðkomandi landa beðnir um að efna til raunverulegra og áhrifamik- illa aðgerða í því skyni að mótmæla veru Bandaríkjanna í Vietnam. Hvar átti svo markmið að- gerðanna að verða? Heims- friðarráðið svonefnda lagði sjálft drög að áskorun, sem var send út og dreift áfram af sovézku fréttastofunni TASS. f henni kröfðust kommúnistar m.a. þess, að Bandaríkjamenn flyttu allan her sinn burt frá Vietnam og að „Frelsishreyfing Suður- Vietnams" þ.e. Vietcong yrði viðurkennd sem samnings- aðili. Það verða einmitt þessi at- riði, sem áherzla mun verða lögð á með aðgerðunum 10. desember n.k. Á meðal þeirra aðila, sem að þessum aðgerð um munu standa er að finna Framhald á (bls. 19 . -W -Jw. -vj. <*v Þessi mynd er frá sovézku fré ttastofunni Novosti og textinn sem fylgir henni er á þá leið, að þarna séu böm í N-Víetnam að leita hælis, ef sprengjuárás var gerð á heimkynni þeirra. Hjálmarnir eru til varnar sprengjubrotum. hefur ríkisstjórnin einungis brugðizt við nýjum viðhorf- um í útflutningsatvinnuveg- um okkar með ráðstöfunum, sem ætlað er að verða tíma- bundnar og miða að því að tryggja áframhaldandi rekst- ursgrundvöll þýðingarmestu atvinnuvega landsmanna. Á engan hátt er skert það frjálsræði, sem ríkisstjórnin hefur haft forystu um að skapa á sl. 7 árum í viðskipta- og athafnalífi landsmanna. Verðbinding ákveðinn tíma vegna gjörbreyttra og alvar- legra viðhorfa í útflutnings- atvinnuvegunum er ekki hægt að túlka sem hvarf frá frjálsræðisstefnu í viðskipta- og framkvæmdalífi. Það hefur vissulega ekki farið framhjá landmönnum hvílík óheilindi einkenna af- stöðu stjórnarandstæðinga, framsóknarmanna og komm- únista, til verðstöðvunar- stefnu ríkisstjórnarinnar. En ástæða er til þess að spyrja, úr þvá að þeir telja verðstöðv- unarfrumvarp ríkisstjórnar- innar svo lítils virði, hvernig þessir tveir stjórnmálaflobk- ar telja að bregðast eigi við þeim vandamálum, sem útflutningsatvinnuveg- irnir standa frammi fyrir. Telja framsóknarmenn og kommúnistar, að síldarútveg- urinn og síldariðnaðurinn geti staðið undir frekari kostn aðarhækkun, þegar verðlag á síldarafurðum hefur lækkað um nær 30% ? Telja fram- sóknarmenn og kommúnistar, að hraðfrystiiðnaðurinn geti staðið undir frekari kaup- hækkunum og auknum til- kostnaði að öðru leyti, þegar verðlag hefur lækkað á fryst- um Mokkum á Bandaríkja- markaði, og hráefni er af mjög Skornum skammti. Og ef þessir tveir stjórn- málaflokkar komast að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu, að þessar atvinnugreinar geti ekki borið frekari kostnaða- hækkanir, hvaða leiðir vilja þeir benda á aðra heldur en þá, sem núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að fara til þess að koma í veg fyrir að frekari kostnaðarauki leggist á þessar atvinnugreinar? Við- brögð þessara tveggja flokka við verðstöðvunarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar hafa orðið á þann veg, að krefjast verð- ur ótvíræðs svars við þessuna spurningum. — Framsóknar- menn og kommúnistar geta ekki skotið sér undan því að svara á hvern hátt þeir vilja leysa þann vanda, sem að steðjar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.