Morgunblaðið - 04.12.1966, Qupperneq 7
Sunnudagur 4. ies. 1966
MORCPUNBLAÐIÐ
7
Hlíðardalsskóli kennir háttvísi
Ein vika á hverju skólaári er helguð háttvísinnL Að þessu sinni var hún í umsjón nemendaráðs,
•g hafði það valið henni eftirfarandi kjörorð: „Járn brýnir járn og maður brýnir mann.“
Skólastjórinn innleiddi liáttvísivikuna með erindi. Kennarar skólans fluttu daglega stutt erindi um
bina ýmsu þætti háttvísinnar. Af þeim efnum, sem tekin voru til meðferðar, má nefna: Hegðun í
kennslustund, klæðnaður og snyrting, háttvís notkun móðurmálsins, borðsiðir, framkoma í húsi
Guðs og virðing gagnvart helgidómum ólíkra trúarbragða. í lok vikunnar voru verðlaun veitt.
Ætlunin var að verðlauna einn piit og eina stúlku, þau sem þóttu bera af í alhliða háttvísL Ekki
þótti fært að gera greinarmun á tveim herbergiss ystrum og var því báðum veitt verðlaun. Nemend-
i»r, sem hlutu verðlaun voru þau Bergný Guðmundsdóttir, Reykjavík, Gerður Sæmundsdótiir, Hvera-
gerði og Guðlaugur Guðmundsson, Keflavík. Nemendur sýna mikinn áhuga á þessari viku og hún
hefur góð áhrif á skólalífið í heild. Á myndinni eru talið frá vinstri: Bergný Guðmundsdóttir, Rvík;
Gerður Sæmundsdóttir, Hveragerði; Guðlaugur Guðmundsson, Keflavík; Formaður Nemendaráðs
Einar V. Arason; Oddbjörg Friðriksdóttir, meðstj órnandi.
Kópavogsbúar Fannhvítt frá Fönn. Dúkar - Stykkjaþvottur Frágangsþvottur Blautþvottur* — Sækjum — Sendum Fannhvítt frá Fönn. Fjólugötu 19 B. Sími 17220. Málaravinna önnumst alla málaravinnu. Jón og Róbert, sími 15667 og 21893.
Svefnherbergishúsgögn úr teak, rúm með áföstum náttborðum og springdýn- um, snyrtiborð og tveir kollar, enníremur skrif- borð gamalt, barnabaðker og burðarrúm. Simi 333*11. Afgreiðum hina vinsælu „kílóhreins- un“, tekur aðeins 14 mín. Einnig hreinsum við og göngum frá öllum fatnaði eins og áður. Efnalaugiu Lindin, Skúlagötu 51.
íbúð til leigu 4ra herb. íbúð í háhýsi til leigu í jan. Fyrirframgr. óskast strax til lúkningar íbúðinni. Svar merkt „Út- sýni 8318“ sendist blaðinu. Bíll til sölu Singer Vouge, árg. 1966. Glæsilegur einkabíll sem nýr. Gott verð. UppL í sírna 51488.
Harðviður, þurrkaður
HÖíum fyrirliggjandi tekk, afzelía,
mahoní og eik.
Timburverzlunin Völundur h.t.
Klapparstíg 1, Reykjavík, sími 18430.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Stofnlánadéildar sjávarútvegsins verður
v.s. Dagrún ÍS-11 með tllheyrandi, þinglesin eign
Þórðar Þórðarsonar og Guðjóns Aanes selt á nauð-
ungaruppboði, sem háð verður við eða í skipinu í
Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Ytri-Njarðvík, mánu-
daginn 5. des. 1966, kl. 3 e.h. — Uppboð þetta var
auglýst í 53., 55. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins,
1966.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu
Vísukorn
HANDRITIN.
Leysi vanda lífsfrú glöð
lista- og andans manna.
Gerum land að gróðrarstöð
gömlu handritanna.
Gretar Fells.
FRÉTTIR
Jólafundur Sjálfstæðiskvenna-
(élagsins. Vorboðans Verður
•unnudaginn 11. des. í Sjálf-
•tæðishúsinu í Hafnarfirði. Dag-
•krá nánar auglýst síðar.
Konur í Styrktarfélagi van-
gefinna. Jólavaka í Lyngási,
þriðjudagskvöldið 6. des.
Barnahjálp Hringsins. Kven-
(élagið Hringurinn efnir til kaffi
•ölu og jólabazars sunnudaginn*
4. desember n.k. Jólabazarinn
verður í skrifstofu Almennra
Trygginga, Pósthússtræti 9 og
hefst kl. 14.30. Kaffisalan fer
tram að Hótel Borg og hefst kl.
15.
Bænastaðurinn Fálkagötu 10.
Bamkomur sunnudaginn 4. des.
fiunnudagaskóli kl. 11 fyrir há-
degL almenn samkoma kl. 16.
Bænastund alla virka daga kl.
1®. Allir velkomnir.
Desemberfundur Gideonsfélags
Ins verður haldinn mánudaginn
6. des. kl. 8.30 í kristniboðshús-
inu Betaníu, Laufásvegi 13.
Kvenfélag Keflavíkur heldur
(und í Æskulýðshúsinu þriðju-
daginn 6. desember kl. 21. Spil-
•ð verður bingó. Stjórnin.
Sunnudagaskóli K.F.U.M. og
K. í Reykjavík og Hafnarfirði
bl. 10:30 í húsum félaganna. öll
börn hjartanlega velkomin.
Sunnudagskóli Fíladelfíu kl.
10:30 i Hátúni 2 og Herjólfs-
götu 8. ÖIl börn eru velkomin.
Heimatrúboðið
Sunnudagaskóli kl. 10:30. Al-
menn samkoma kl. 8:3. á sunnu-
dagskvöld. Alir velkomnir.
Barnastúkurnar Svava og Jóla
gjöí halda sameiginlega fund í
Góðtemplarahúsinu sunnudag-
inn 4. des. kL 1:30. Inntaka,
leikþáttur, spurningaþáttur.
Mörg vérðlaun. Síðasti fundur
(yrir jóL Gæzlumenn.
Kvenfélag Ásprestakalls held-
ur jólafund sinn mánudaginn
5. des. kl. 8:30 í Safnaðarheim-
ilinu Sólheimum 13. Elísabet
Magnúsdóttir húsmæðrakennari
kynnir ostarétti og smurt brauð.
Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir.
Undirleikari Ólafur * Vignir Al-
bertsson. Stjórnin.
Kvenréttindafélag íslands
heldur fund að Hallveigarstöð-
um við Túngötu, 3. hæð, þriðju-
daginn 6. desember kl. 8:30.
Fundarefni: Bókmenntakynning
og félagsmál. Athugið að" húsinu
verður að loka kl. 10.
Hjálpræðisherinn
Við minnum á samkomur sunnu-
dag þ. 4. des. Kl. 11:00 og kl.
20:30. Gunnar Andnes frá Nor-
egi taka þátt.
Sunudagaskólinn kl. 14:00.
Mánudag kl. 16:00 Heimila-
sambandið. Þú ert ávallt vel-
kominn á samkomur. Hjálpræð-
ishersins.
Æskulýðsfélag Bústaðasóknar
eldri deild. Fundur í Réttar-
holtsskóla mánudagskvöld kl.
8:30. Stjórnin.
Kvenfélag Hafnarf jarðarkirkju:
Fundur á mánudagskvöld kl.
8:30 í Alþýðuhúsinu. Upplestur,
happdrætti og kaffi.
— Stjórnin.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur jólaýöku í kirkjukjallaran
um mánudaginn 5. des. kl. 8.30.
Mætið stundvíslega. Stjórnin.
Reykavíkingar. Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndár er að Njáls
götu 3, opið 10-6 sími 14349. Mun
ið bástaddar mæður og börn!
Strandakonur. Munið konu-
kvöldið í Hlíðarskóla þriðjudag-
inn 6. des. kl. 8. Átthagafélag
Strandamanna.
Sunnukonur, Hafnarfirði. Jóla
fundurinn verður í Góðtemplara
húsinu þriðjudaginn 6. desember
kl. 8.30. Ýmislegt til skemmtunar
og jólakaffi. Stjórnin.
I.O.O.T. basarinn verður 8.
desember. Reglusystur og bræður
Gjörið svo vel að safna og gefa
muni á basarinn. Munið að allur
ágóðinn rennur til byggingar
nýju Templarahallarinnar. Nán-
ari upþlýsingar í símum 36465 og
23230.
Munið að gefa smáfuglunum
meðan bjart er. Korn, sem Sól-
skrikjusjóðurinn hefur látið
pakka, fæst hjá flestum matvöru
verzlunum. Kaupmenn eru beðn
ir að hafa fuglafóður á boðstól-
um. Fæst hjá Kötlu.
Frá Guðspekifélaginu. Jóla-
basar félagsins verður haldinn
sunnudaginn 11. des. Félagar og
velunnarar eru vinsamlegast
beðnir að koma gjöfum sínum
fyrir laugard. 10. des. í Guð-
spekifélagshúsið, Ingólfstræti 22
eða Hannyrðaverzlun Þuríðar
Sigurjónsdóttar, Aðalstræti 12,
Helgu Kaaber, Reynimel 41,
Ljósmæðrafélag Islands heldur
basar í Breiðfirðingabúð 4. des.
kl. 2. Nefndin.
Jólafundur Húsmæðrafélags
Reykjavíkur verður haldinn að
Hótel Sögu mánudaginn 5. des-
ember kl. 8. Til skemmtunar verð
ur Jólaspjall, barnakór syngur,
kabarettborð, tízkusýning og
glæsilegt jólahappdrætti. Að-
göngumiðar afhentir að Njáls-
götu 3 laugard. 3. des. kl. 2—5.
Skógræktarfélag Mosfellshepps
heldur basar í Hlégarði sunnu-
daginn 11. desember Vinsam-
legast komið mununum til stjórn
arinnar.
Munið bazar Sjálfsbjargar 4.
des. Vinsamlegast, þeir, sem
ætla að gefa pakka, skila þeim
á skrifstofuna, Bræðraborgarstíg
9 eða Mávahlíð 45.
Frá Geðverndarfélaginu.
Gleðjið vini yðar erlendis með
því að senrda þeim hin smekk-
legu frímerkjaspjöld Geðvernd-
arfélagsins, sem jólakveðju. Með
því styrkið þér einnig gotf rftál-
efni. Spjöldin fást í verzlun
Magnúsar Benjamínssonar, Stof-
unni, Hafnarstræti, Rammagerð-
inni og í Hótel Sögu.
Systrafélag Keflavíkurkirkju
heldur basar þann 4. desember
í Ungmennafélaginu í Keflavík.
Þar verða margir góðir munir
til sölu og er nokkurt sýnishorn
þeirra í glugga verzlunarinnar
Stapafell, þessa dagana. Systurn-
ar hófu undirbúning að basarn-
um í nóvember byrjun og ó-
trúlega mikið fallegra muna nú
þegar fyrir hendi. Systrafélagið
er að vinna fyrir endurbótum
og viðgerð kirkjunnar í Kefla-
vík
HEYCO verkfæri
Nýkomið úrval vestur-þýzkra chrome-vanadium
verkfæra á mjög hagstæðu verði; m.a. KOMBINER-
AÐRIR LYKLAR, MM, SAE og WW; TOPPAR Vz",
MM og SAE; %” skröll, sveifar og T-sköft; startara
lyklar; %” TOPPLYKKLASETT, MM og SAE; /
kertalyklar, felgulyklar 5/8x3/4x13/16x7/8” SAE;
sexkantar, SAE-vatnsdælutengur kraftengur, suðu-
tengur, einangraðar ' tengur, vírklippur, blikk-
skæri, bremsutengur, splittatengur, ventlatengur;
skiptilyklar 4”—12”, skrúfjárnasett með skralli,
vinkilskrúfjárn, prufulampasett, micrometer 0-25
MM, millibilsmál, MM og SAE, lykla- og platínu-
þjalir, kveikjulyklasett, gúmmíhamrar, verkfæra-
kassar. TÆKIFÆRISKAUP: 60 stk. VERKFÆRA-
SETT, MILLIMETRA, í 5-HÓLFA STÁLKASSA
Á AÐEINS KR. 2.990,00.
Komið eða hringið meðan úrvalið er nóg. —
PÓSTSENDUM.
INGÞÓR HARALDSSON H.F.
SNORRABRAU’T 22 — SÍMI 14245
Frá Búrfellsvirkjun
Tækjamenn
Við óskum-að ráða stjórnendur á eftirtalin tæki:
Hjólaskóflur (payloaders) Cat. 988, 966.
Grafvél, landswerk KL. 250.
Skröpur (Scrapers) Cat. 631.
Veghefla Cat. 12F.
Um seljendur þurfa að hafa
Umsækjendur þurfa að hafa minnst 2ja ára reynslu
í stjórn þungavinnuvéla.
Fosskraft
Suðurlandsbraut 32.
Sími 38830.