Morgunblaðið - 04.12.1966, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. des. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Joiíannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
í lausasölu kr. á mánuði innanlands.
Áskriftargj ald kr. 105.00 7.00 eintakið.
UMBÆTUR Á SVIÐI
HEILBRIGÐIS- DÓMS
OG KIRKJUMÁLA
¥>reyttir þjóðfélagshættir á
** íslandi, tilflutningur fólks
úr sveitum í þéttbýlishéruð,
nýir atvinnuhættir og áður
éþekkt vandamál, hafa skap-
að þörf fyrir breytingu á
akipulagi ýmissa stjórnunar-
kerfa og þjónustustofnana
hins opinbera.
I þessu samhandi er ástæða
tíl að vekja athygli á breyt-
ingum og endurbótum, sem
ýmist eru þegar komnar til
framkvæmda eða eru í und-
irbúningi á sviði heilbrigðis-,
kirkju- og dómsmála.
Árið 1965 voru sett ný
læknaskipunarlög og var höf-
uðmarkmið þeirra, annars
vegar að færa í nútimalegra
horf skipulag læknisþjón-
ustu í dreifbýlinu og hins
vegar að skapa kjaragrunnd-
völl fyrir því, að læknar
fervgjust til starfa úti á landi.
Enn er að sjálfsögðu ekki
komin mikil reynsla á þessa
nýju skipan, en ástæða er til
að ætla, að hún gefi góða
raun og bæti ástandið í heil-
brigðisþj ónustu úti á landi.
Fyrir nokkru var lagt
fram á Alþingi stjórnarfrum-
varp um skipan prestakalla
og prófastsdæma og er kjarni
þess sá, að prestaköllum og
prófastsdæmum er fækkað
nokkuð í samræmi við breytt
viðhorf og nýjar aðstæður
og ennfremur eru margar
mikilvægar nýjungar í frum-
varpinu, m. a. heimild tiil
þess að ráða prest til starfa
meðal sjómanna. Það er einn-
ig stutt síðan lögð var fyrir
Alþingi skýrsla dómsmála-
ráðherra um athugun á með-
ferð dómsmála og dómaskip-
an hér á landi, en þessi yfir-
gripsmikla skýrsla er árang-
ur af starfi nefndar, sem
dómsmálaráðherra, Jóhann
Hafstein, skipaði. í skýrslu
þessari hefur verið safnað ít-
arlegum gögnum um með-
ferð dómsmála, orsakir fyrir
drætti á meðferð þeirra og
ennfremur koma fram í
skýrslunni ýmsar hugmyndir
þeirra, sem bezt eiga til að
þekkja um úrbætur á þessu
sviði.
Skýrsla þessi mun skapa
grundvöll að tillögum um ný
skipan á sviði dómsmála og
hraðari gang dómsmála hér
á landi.
í þessum þremur mikil-
vægu málaflokkum hefur því
mikið starf verið unnið til
þess að aðlaga starfsemi
þeirra opinberu stofnana,
sem hér um ræðir, nýjum og
breyttum aðstæðum. Þetta
umbótastarf hefur verið unn-
ið undir forystu Jóhanns Haf-
steins, en öll þessi mál heyra
undir ráðuneyti hans.
STARFSEMI
FJÁRVEITINGA-
NEFNDAR
r\járlagafrv. kom til 2. um-
1 ræðu í Sameinuðu Al-
þingi sl. föstudag. Formaður
fjárveitinganefndar Alþingis,
Jón Árnason alþm., flutti
framsöguræðu fyrir breyt-
ingartillögum meiri hluta
fjárveitinganefndar og kom í
ljós, að tekju- og gjaldaliðir
frv. hafa hækkað nokkuð í
meðförum nefndarinnar. Hún
hefur þó ekki lokið afgreiðslu
sinni á frv., þar sem nokkur
mál bíða 3. umræðu, svo sem
skipting á fé til nýrra skóla-
bygginga og skólastjóraíbúða.
í framsöguræðu sinni sagði
Jón Árnason m.a.: „Það er
álit meiri hluta nefndarinn-
ar, að fjárveitingar til ríkis-
stofnana eða rekstur þeirra
séu að þessu sinni í meira
samræmi við raunverulegar
þarfir stofnananna en oftast
hefur tíðkazt. Þetta álit meiri
Muta nefndarinnar er byggt
á þeim upplýsingum, sem
nefndin hefur aflað sér og
fram hefur komið í viðræð-
um hennar við forsvarsmenn
hinna ýmsu ríkisstofnana."
Fj árveitingavaldið er einn
mikilvægasti réttur Alþingis
og starfsemi fjárveitinga-
nefndar því þýðingarmikil.
Frá nefndinni og Alþingi
verður að koma hið nauð-
synlega aðhald í fjármála-
stjórn Aiþingis. Þess vegna
er ástæða til að irienn fylgist
vel með athugasemdum fjár-
veitinganefndar við fjárlaga-
frv. hverju sinni.
TVEIR
MIKILVÆGIR
ATBURÐIR
F’ins og Mbl. hefur skýrt
^ frá síðus\i daga verður
nýtt síldarleitarskip afhent
íslendingum í júlíbyrjun
næsta ár og undirbúningi að
smíði hafrannsóknarskips er
nær lokið. Er hér um mikil-
væga atburði að ræða ekki
einungis fyrir sjávarútveginn
heldur alla þjóðina.
Síldarleit hefur borið ótrú-
lega góðan árangur undan-
Enn er ósannað, hvað velt'ar
sjúkdómnum í írska laxinum
Sjúkdómurinn hefur nú borizt til ýmissa staða á Englandi
TYÖ ÁR eru liðin frá
því, að fyrst tók að gæta
veiki þeirar í laxi í ám á
SV-írlandi, sem síðar fékk
nafnið „rauði dauðinn“.
Þó hefur ekki enn tekizt
að færa sönnur á, hvað
raunverulega veldur sjúk
dómnum, I þessum mán-
uði varð veikinnar vart í
NV-Englandi og nú sl.
föstudag, var tilkynnt, að
veikinnar hefði orðið vart
í enn einni á í Lancashire,
Conder-á.
Yfirvöld telja, að hér sé
um sjúkdóm að ræða, sem
nefndur er Columnaris. Hans
varð fyrst vart, srvo vitað
sé með vissu, í fiskræktar-
stöðvum í Bandarikjunum,
skömmu eftir 1920. Baktería,
sem nefnd er Chondrococcus
columnaris reyndist þá orsök
in. Sama baktería hefur fund
izt f ýmsum vatnafiskum f
ensku miðlöndunum nú 1
sumar, en ekki f laxi á ír-
landi eða NV-Englandi.
Þá þykir það nokkrum tíð-
indum sæta, að sjúkdómur-
inn, sem herjaði bandarísku
eldisstöðvarnar, náði há-
marki, þegar vatn var hlýtt,
en sjúkdómurinn austan-
vert við Atlantshaf veldur
mestum skaða f vatni,
sem er 6-7" á Celcius, eða
kaldara.
Landbúnaðarráðuneytið
brezka hefur nú lýst því yfir,
að héruðin Cumberland og
Lancashire séu sýkt, en styðst
þar við reglugerð, sem fjall-
ar um sjúkdóminn columnar-
is. Hins vegar hefur ekki tek-
izt að sanna, að um þann
sjúkdóm sé að ræða.
Yfirvöld í Cumberland og
Lancashire hafa gripið til
þess að stöðva ferðir göngu-
lax, með því að loka laxa-
stigum, og setja rafmagns-
girðingar í ár. Er þetta gert
til þess að hindra ferðir sýkts
lax til hrygningarsvæðanna.
Gerðar hafa verið áætlanir
um að hrinda í framkvæmd
enn víðtækari verndun hrygn
ingarsvæðanna. Sá lax einn,
sem hafður hefur verið í sótt
kví, og reynzt heilbrigður —
stundum jafnvel verið gripið
til fúkkalyfja — fær að halda
á efri svæði ánna.
Sjóbirtingur hefur einnig
orðið fyrir sýkingu. Einkenn-
in eru þau, að í fyrstu mynd-
ast rauður blettur, venjulega
á haus fisksins, en síðan fara
að koma hvítar skellur á
búknum. Mjög sýktir fiskar
eru þaktir sveppagróðri, sem
mest líkist baðmullarlagi, en
undir því hafa myndazt djúp
sár. Talið er, að í sumum
írsku ánum séu 50-80% fiski-
stofnanna sýktir.
Vísindamenn frá Dýralækn
ingarannsóknarstöð írska
landbúnaðarráðuneytisins,
nærri Dublin, hafa sýnt fram
á, að fiskur kann að vera
sýktur, þótt ekki sé um
sveppagróður þann að ræða,
sem að framan er lýst. Þeir
hafa þannig fengið á því stað
festingu, að sveppagróður-
inn er sérstæður sjúkdómur.
Vísindamönnum þessum hef-
ur einnig tekizt að sýkja heil
brigða fiska með því að setja
þá í vatn, sem sýktir fiskar
hafa dvalizt L Ljóst er, að
sjúkdómurinn getur borizt
með vatni.
Fúkkalyf, sem reynd hafa
verið, hafa ekki ráðið niður-
lögum sjúkdómsins. Nú fer
fram athugun á því, hvort
veira, ekki baktería, getur
verið orsökin.
Brezkir sérfræðingar virð-
ast enn sannfærðir um, að
bakteríu sé um að kenna,
ekki veiru. Fjórar tegundir
þeirra eru nú sérstaklega
grunaðar um að vera skað-
valdarnir, og ef til vill kunna
þær allar að setjast að í ein-
um og sama fiskinum. Hins
vegar hefur ekki tekizt að
sýkja fiska með þessum bakt
eríum, sem sérstaklega hafa
verið ræktaðar í tilrauna-
skyni.
Sjúkdómsins varð fyrst vart
í Waterville-ánni á SV-ír-
landi, haustið 1964. Næst
gerði hann vart við sig í ýms
um öðrum ám í nágrenninu,
sumarið 1965. Haustið 1965
varð hans svo vart í ánum
Blandon, Lee og Blackwater
á suðurströnd írlands. Hans
tók að gæta nú í sumar í
ánni Shannon, á vesturströnd
írlands, svo og í ánum Liffey
og Slaney, á austurströndinni.
Nú í október og nóvember
varð vart við hann í ám
Cumberland, í Englandi og
þremur ám í Lancahsire, Lune
Duddon og Condor. í öllum
þessum ám er það lax, sem
sýkzt hefur.
Þessi mynd var tekin í borginni Gwele í Rhodesíu fyrir skömmu af Garfield Todd, fyrrverandi '
forsætisráðherra S-Rhodesíu. Todd var í verzlun arerindum, en hann er nýlega laus úr eins árc
ferðabanni, sem stjórn Ian Smiths setti hann L
farin sumur og ljóst er, að
þeir íslenzkir vísindamenn
sem að henni starfa eru af-
burðamenn á sínu sviði. Það
er því vissulega ánægjulegt,
að þeir skuli brátt fá nýtt og
fullkomið skip til þess að
starfa á.
Ætlunin mun að hafrann-
sóknarskipið verði smíðað
hér innanlands og er undir-
búningi að þeirri fram-
kvæmd nær lokið. Tilkoma
þess mun skapa ný viðhorf í
rannsóknarstarfí. okkar á
hafinu og lífi þess. En fátt er
miki'lvægara fyrir okkar þjóð
en að eiga góða vísindamenn
á sviði hafrannsókna og
skapa þeim sómasamlega að-
stöðu til starfa.
Þegar fram líða stundir
mun smíði þessara tveggja
skipa vera talin með mikil-
vægari atburðum í sögu ís-
lenzks sjávarútvegs síðari
ára