Morgunblaðið - 04.12.1966, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.12.1966, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Suhiiudagur 4. ðe*. W6« Það hefir ætíð verið erfitt að fá nægilegt rými fyrir hið mikla vöruúrval, sem bætist við hjá okkur vegna jólakaup- tíðarinnar. Margt af þessum vörum, eins og t.d. jólakort og alls konar jólapappír, eru allplássfrekar. Að þessu höfum við leyst vandann með því að opna , NÝJA VERZLUN í Haf narstræti 19 eingöngu fyrír jólakort, alls konar jólapappírsvörur og vörur til jólagjafa , Við höfum aldrei fyrr haft eins mikið og fallegt úrval af JÓLAKORTUM og nvina, á sérlega hagkvæmu verði. T.d. falleg tvöföld kort frá 2 krónum. Höfum tekið upp þá nýjung, að selja úrvals jólakort í 5 og 10 stk. pökkum, með passandi umslögum, á lægra verði heldur en þegar keypt er eitt og eitt kort._ Þetta flýtir fyrir afgreiðslimni og þér sparið peninga! Af eftirtöldum vörum höfum við sérstaklega mikið og gott úrval Jólapappír, yfir 20 tegundir. Hvergi eins ódýr! Einnig feikna úrval af málmklæddum pappír, morg mynztur, margir litir. Jólabögglamiðar, fallegri en nokkru sinni áður, mjög margar gerðir. Jólabgglaskraut af ýmsum gerðum. Jólaborðdreglar og jóladúkar í mjög miklu úrvali. Margar gerðir af jólaservíettum. Alls konar pappírsskraut til skreytinga heimilum og samkomustöðum. Knöll, mjög falleg í sérlega skemmtilegum umbúðum (4 stk. í pakka). Kreppappír, ágæt tegund, 25 mismunandi litir. Jólapokaarkir, einnig glanspappír og pappír málmklæddur báðum megin, fyrir jólapoka og alls konar föndur. (jóla-stjömur o. m. fl.) Jólatrésskraut: alls konar kúlur (flestar óbrothættar), „álfahár**, „englahár** o. fl. Englaspil (klukkuspil), stórlækkað verð. Mjög mikið úrval af ýmsum vörum til JÓLAGJAFA: Litabækur, mjög skemmtilegar, a.m.k. 60 tegundir. Litakrít í miklu úrvali, þar á meðal hin vinsæla „CRAYOLA“ litkrít í glærum plastöskjum. Blýantslitir í sérstaklega fallegum öskjum og plastveskjum, margar gerðir. Vatnslitaskrín, mikið úrval. Dúkkulísubækur og öskjur með Dúkkulísum, þar á meðal Barbie, Ken, Peg Nan Kay, Skipper, Skooter o. m. fl. Raðmyndir („púslispil") í mjög miklu úrvali. Spil. Eins og undanfarin ár er meira úrval af spilum hjá okkur en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Sérstak- lega mikið úrval af spilum í gjafakössum (tvenn spil), þar á meðal margar gerðir af ekta plastspilum. Taflmenn úr plasti, 10 mismunandi gerðir, þar á meðal ferðatöfl. Þessir plast taflmenn njóta sívaxandi vinsælda, enda hraðvaxandi sala. Einnig nokkrar gerðir af taflborðum úr hörðu og mjúku plasti. Ljósmyndaalbúm, 80 mismunandi tegundir. Bæði með sjálflímandi blöðum og vanalegum. Gestabækur úr ekta leðri og með ekta gyllingu. Einnig úrval af minningabókum og bókum fyrir mataruppskriftir. Seðlaveski úr ekta leðri. Úr mjög mörgum tegundum að velja, á sérstaklega lágu verði. Leðurskrifmöppur, mjög fallegar, verðið mjög hóflegt. Skjalatöskur úr ekta leðri, úr meira en 50 tegundum að velja á hinu viðurkennda lága verði. Bréfsefnakassar og bréfsefnamöppxu’ í glæsilegu úrvali. Af dýrari tegundunum aðeins fá stk. af hverju. Pappírshnífar og pappírsskæri í vönduðum leðurhylkjum, um 25 mism. tegundir. Sjálfblekungar og kúlupennar fyrirliggjandi í meira úrvali en nokkurs staðar annars staðar í borginnl Jarðlíkön (glóbusar). Mjög margar stærðir og gerðir. Fást bæði með ljósi og án. Vitið þér, að erlendis eru lýsandl jarðlíkön langvinsælustu sjónvarpslamparnir! Pappírs og ritfangaverz lunin Hafnarstræti 18 — Hafnarstræti 19 — Laugavegi 84 — Laugavegi 176. • •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.